Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 VIÐSKIPTI Umsjón: Pétur J. Eiríksson Lágmarksdagvinnukaup Verkalýdsfélagsins Dagsbrúnar (Útborgud laun án orlofs) Viðskipta- dómstóll til Stokkhólms TILRAUNIR Bandrikjamanna og Sovétmanna til að semja um úr- skurði I alþjóðlegum viðskipta- deilum gætu gefið Svlum gull I mund. Að sögn Newsweek, er orðrómur um það að Stokkhólm- ur sé llklegur staður fyrir alþjóð- legan viðskiptadómstóll, sem heyrði undir samkomulagið. Ef stórveldin tvö ákveða að gera Stokkhólm að heimaborg dóm- stólsins munu önnur lönd. þar á meðal Klna og þriðji heimurinn tæpast beita sér gegn þvl. notkun perlusteins til þilplötu- gerðar og hitaeinangrunar, en sá markaður er um 6—700 milljóna króna virði árlega. Með hagkvæmum framleiðsluað- ferðum ættu perlusteinsafurðir að vera vel samkeppnishæfar hvað verð snertir. Hver rúmmetri þan- ins perlusteins frá Akranesi hefur verið seldur á 5000 krónur, en þar sem um tilraunaframleiðslú hefur verið að ræða í mjög smáum stfl er það verð, ekki raunhæft til saman- burðar. Með hæfilegri stækkun til að anna þörfum innanlandsmark- aðarins eingöngu mætti ná verð- inu niður 1 um 2000 til 2500 krón- ur. Miðað við einangrunarhæfi- leika perlusteins, sem eru mjög góðir og reyndar aðeins lakari en beztu einangrunarefni, sem til eru í dag, yrði samt sem áður um 20% ódýrara að einangra með honum, auk þess sem hann hefur þann kost að geta ekki brunnið. Er ljóst að perlusteinn getur komið í stað ýmissa innfluttra efna, sem notuð eru í byggingariðnaði. Varðandi útflutning, þá er verð- lag á flokkuðum óþöndum perlu- steini hagstætt í Vestur-Evrópu og miðað við það mikla magn, sem jarðfræðingar álíta að sé af fyrsta flokks perlusteini I Prestahnúki (liklega um 17 til 30 milljónir rúmmetra), er um veruleg verð- mæti að ræða. Hafa allmargir aðil- ar látið f ljós áhuga á kaupum á óþöndum íslenzkum perlusteini, en ekki er ljóst hvað gert verður í útflutningsmálum á næstunni. í>rjú f arrými í f lugvélar EKKI er óhugsandi að flugfélög sem aðild eiga að IATA, alþjóða- samtökum flugfélaga, komi á þriðja farrými í áætlunarfluga og minnki mat við afsláttarfarþega. Kom það fram á blaðamanna- fundi, sem haldinn var fyrir slit ráðstefnu IATA f Singapore á miðvikudaginn. I áætlun, sem lögð var fyrir ráðtefnuna, var lagt til að núverandi ferðamannafarrými verði skipt í tvö ný farrými. Eitt með bættri þjónustu og annað með lélegri sætum, þjónustu og mat. Er tilgang- urinn með þessu að nýta betur flugvélar með þvf að ná hinum vaxandi markaði fyrir ódýrar ferðir. Þá svaraði lögfræðinefnd IATA á öðrum blaðamannafundi ásök- unum um að flugfélögin sýndu farþegum lftilsvirðingu og ranglæti með yfirbðkunum, sem oft leiddu til að bókuðum farþegum væri vfsað frá ef of margir skrá sig til flugs. Sagði formaður nefndarinn- ar, Glen Harlan frá Eastern Airlines, að erfitt væri að gera nokkuð við þessu þar sem svo aigengt væri að farþegar, sem létu bóka sig kæmu ekki til flugs. Ylli þetta, svo og sffelldar breytingar á bókunum farþega, flugfélögunum miklu tjóni. Sagði hann nefndina hafa samþykkt að prenta söluskilmálana f flugmiðanum að flug- miði sé ekki trygging fyrir sæti. Líkur á 15 en ekki 10% hækkun olíu OLlUVERÐ mun að Ifkindum hækka um 15% eftir fund samtaka olfuflutningsrfkja, OPEC, í Quatar f desember, en ekki 10% eins og almennt hefur verið búist við að sögn tfmaritsins Afrique-Asie á miðvikudaginn. Tímaritið, sem gefið er út f Parfs og sérhæfir sig f málefnum þriðja heimsins staðhæfir að hækkunin hafi verið sam- þykkt á leynilegum fundi fjögurra stærstu aðildarrfkja OPEC, Saudi Arabfu, Iran, Alsfr, og Venezuela í Taiz f Saudi Arabfu í ágúst. Hafði blaðið það eftir ónefndum háttsettum saudi-arabfskum embættismanni að Saudi Arabfa hafi ekki viljað nema 10% hækk- um en fallist á 15% hámarkshækkun vegna „afstöðu hinna rfkj- anna“. Sagða blaðið að þó að önnur rfki eins og Nfgerfa, Irak og Lfbya krefðust 25 til 30% hækkunar þá sé fuil ástæða til að ætla að samkomulag náist um 15%. Periusteinn hefur góða einangrunareiginleika. Myndin sýnar tvöfald- an hlaðinn vegg einangraðan með vatnsvörðum perlusteini. Perlusteinn: Tilraunaframleiðsla lofar góðu um verðmætasköpun A SlÐUSTU þrem árum hefur Iðn- þróunarstofnun tslands unnið að rannsóknum á gæðum, magni og notagildi perlusteins úr Presta- hnúki, en alllangt er sfðan að Ijóst var að mikil verðmætaeru fólgin f fslenzkum perlusteinsnámum. Hefur stofnunin notið tækniað- stoðar Sameinuðu þjóðanna en Hörður Jónsson verkfræðingur hefur unnið mikið við rannsókn- irnar. Nú á þessu ári var byrjað á tilraunaframleiðslu á þöndum perlusteini við Sementsverksmiðj- una á Akranesi. Á þriðjudag var opnuð sýning á nokkrum sýnishornum af árangri þeirrar tilraunaframleiðslu og nokkrum nýtingarmöguleikum í húsakynnum Byggingarþjónustu Arkitektafélagsins við Grensás- veg. Helztu not perlusteins eru til léttsteypugerðar, einangrunar og sem fylliefni til framleaðslu á ým- iss konar plötum, sem hafa marga ákjósanlega eiginleika meðal ann- ars vegna léttleika sfns, til múr- húðunar, brunavarna á stálgrind- arhúsum og síunar í iðnaði. Þá er perlusteinn einnig notaður sem fyllingarefni i málm- og plastiðn- aði. Notkun perlusteins hefur aukist verulega á undanförnum árum, ekki sízt í Evrópu þar sem áætlað er að hún aukist um 9 til 10% árlega á næstu árum. Bandarfkja- menn eru lengst komnir í nýtingu perlusteins og notuðu árið 1974 um 500 þúsund lestir, en Vestur- Evrópuþjóðir notuðu um 350 þús- und lestir sama ár. Það virðist því ljóst að mikill markaður er fyrir íslenzkan perlustein í nágranna- löndunum austan og vestan hafs. Að auki er innlendur markaður, sem reyndar er lítill. Iðnþróunar- stofnunin bendir þó á að mikinn gjaldeyri megi spara með aukinni Á KORTINU hér að ofan má sjá þróun lágmarksdagvinnukaups Verkamannafélagsins Dagsbrúnar sfðast liðin 70 ár færðar á lógariþmiskan skala. Kortið gerði Freyr Jóhannsson tæknifræðingur hjá Almennu verkfræðistofunni, en hann starfar mikið við kostnaðaráætlanir og útreikninga fram og aftur f tfmann. Ef litið er neðst á vinstrihluta kortsins, sést að miklar sveiflur verða f launum á árunum 1906 og 7. Stafar það af þvf að annar kauptaxti gilti á vetrum en sumrum. Var tfmakaup 30 aurar yfir sumarmánuðina en lækkaði f 25 aura á vetrum. 1907 er svo samið um fast kaup. Mikill stöðugleiki er til ársins 1913 en þá hefst mikað kauphækkunartfmabil. Magnast hækkanir á strfðsárunum og ná hámarki 1921. Þá versnar efnahagsástand hér og erlendis. Atvinnuleysi er mikið vfðast hvar f Evrópu og viðskiptakjör tslendinga - versna, og lfklega dregur úr styrk verkalýðshreyfingarinnar. 1924 verður kauphækkun og á eftir kemur nær 16 ára stöðugleikatfmabil, að undanskildum öldudal 1927 til 30. Efnahagskreppa hefur þá heltekið heiminn og gengishækkun á Islandi gerir stöðnunina alvarlegri. Stöðugar hækkanir verða svo eftir 1932. Skýringar á snöggri kauphækkun sfðla árs 42 er að finna f skæruverkfölfunum, sem þá urðu. Eftir stöðugar hækkanir verður afturkipps og stöðnunar vart 1953 eftir Kóreustrfðið. 55 verður svo skyndileg hækkun eftir langt verkfall. Á árinu 1958 missir vinstristjórnin fyrri tökin og hámark næst um áramót áður en Hermann Jónasson biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins tekur svo við 59 og lækkar laun og vöruverð með niðurgreiðslum og lagasetningum. Tímakaup var þá 20,67 krónur. Eftir gengisfellingar er aftur haldið á brattann 1961. Sfldarhagnaður veldur launa- skriði og tök stjórnvalda minnka. Á seinni hluta 66 dregur úr hagvexti og samdráttur fer f hönd. Sfðan má lesa þróunina fram til dagsins f dag og sjá verðstöðvunartfmabil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.