Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 15 Ljósm. RAX. Þrfr af fjórum stjórnarmönnum Kammersveitarinnar. F.v. Þorkell Helgason, Rut Ingólfsdóttir og Gunnar Egilsson. Kammersveitin komin á kreik Flest verkanna eru *• r f rumflutningur á Islandi KAMMERSVEIT Reykjavfkur er nú að hefja þriðja starfsár sitt, en sveitin hóf starfsemi sfna í ðgúst 1974. Starfsemin f vetur verður með lfku sniði og áður, þ.e. haldnir verða fernir reglulegir tónleikar, auk þess sem sveitin mun kappkosta að koma fram við önnur tækifæri. Fyrstu tónleikar vetrarins verða haldnir n.k. sunnudag f sai Menntaskólans við Hamra- hlfð. Á þessum tónleikum verða eingöngu flutt tónverk, sem samin hafa verið á þessari öld. Eitt fslenzkt verk verður á dagskránni, Angelus Domini eftir Leif Þórarinsson. Á fundi, sem stjórn Kammer- sveitarinnar hélt með blaða- mönnum, kom fram að starf sveitarinnar er eingöngu áhugastarf. Hljóðfæraleik- ararnir velja tónverk, sem þeim þykir áhugavert að flytja og leggja þá fyrst og fremst áherzlu á að flytja verk, sem ekki eru flutt oft hér á landi. Stjórnarmenn töldu að þessi tegund tónlistar væri töluvert afskipt f fslenzku tónlistarlífi og það væri engum ofsögum sagt að tónlist væri yfirleitt mjög hornreka á Islandi, hvað fjárstyrki snerti. Bentu þeir á að til væri einn liður í fjárlög- um um styrki til frjálsrar tón- listarstarfsemi, en sú upphæð hefur verið sú sama s.l. tólf ár og hefur þvi rýrnað mikið I verðbólgunni. Að venju heldur sveitin jóla- tónleika og að þessu sinni er ætlunin að halda þá f Krist- kirkju við Landakot. Eins og áður verða þessir tónleikar helgaðir barokktónlist. Þriðju tónleikarnir verða í febrúar og þeir fjórðu og seinustu I marz. Á þeim tónleikum verður m.a. frumflutt tónverk eftir ungt norskt tónskáld, sem heitir Ketill Sæverud. Það tónverk er samið gagngert fyrir Kammer- sveitina, sem fékk styrk frá norrænni nefnd um tónlistar- samstarf (NOMUS) til að láta semja tónverk fyrir sig. Þeir tónleikar verða einnig minningartónleikar um Beethoven, en 150. ártfð hans er daginn fyrir tónleikana. Eins og áður sagði kemur sveitin fram við fleiri tækifæri en á reglulegum tónleikum, og er skemmst að minnast sam- starfs hennar við Leikfélag Reykjavíkur á listahátið í sum- ar við sýningar á Sagan af dátanum eftir Stravinsky. I fyrrahaust gat sveitin í fyrsta sinn þegið boð um að hitta starfsfélaga sfna á Norðurlöndunum og þá var far- ið til Öslóar og haldnir tónleik- ar. Nýlega hefur sveitinni borizt boð um að koma fram I Svíþjóð og víðar I sambandi við fslenzka menningarviku, sem haldin verður f Málmey næsta haust. Enn hefur ekki verið endanlega ákveðið hvort hægt er að þiggja það boð. Eins og áður býður Kammer- sveitin áskrift að öllum fernum tónleikunum og kostar slfkt áskriftarkort 2.400 krónur, en aðgangur að einstökum tónleik- um er seldur á 800 krónur. Börnum og námsfólki er veittur 30% afsláttur af miðaverði. Venjuleg fjölskylda t kvöld 12. nóv. mun Leikfélag Þorlákshafnar sýna leikrit Þorsteins Marelssonar, Venjuleg fjölskyida, f Kópavogsbfói. Sýningin hefst kl. 21. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson. Leikrit þetta var frumsýnt f Þorlákshöfn í október og hefur sfðan verið sýnt f Vestmannaeyjum og Skaftafellssýslum. Þann 14. nóv. verður það sýnt á Hvolsvelli og Hellu og seinna f mánuðinum á Selfossi, Borg, Flúðum og Grindavfk. Þessi sýning á Venjulegri f jölskyldu er frumflutningur verksihs, en sfðastl. ár frumflutti Leikfélag Þorlákshafnar Skfrn eftir Guðmund Steinsson. Meðfylgjandi mynd sýnir eitt atriði úr Venjulegri f jölskyldu. ' Salir við öll tækifæri Sími 82200 &HOTEL& |j f: d3 nl Sólaðir IMýir amerískir ÍQ * IEKK Sendum í póstkröfu um land allt snjó-hjólbarðar í flestum stærðum MJÖG HAGSTÆTT VERÐ ATLAS snjó-hjólbarðar með hvítum hring GOn VERÐ Smiðjuvegi 32-34 Símar 4-39-88 & 448-80 HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD. IKÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.