Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 31 — Minning Elínborg Framhald af bls. 30 Skagafjörður er um marga hluti sérstæður og hefur til að bera övenjulega og margbrotna fegurð, hirkalega og stórbrotna og að hinu leytinu hlýja og milda. Hver minnist ekki sérkennilegrar feg- urðar skagfirskra vetrarkvölda, bragandi norðurljósa og isilagðr- ar víðáttu Eylendisins „nóttlausr- ar voraldarveraldar“ með heið- vindana hlýju og gróðurilm úr grasi og kjarri, þegar allt er að vakna til nýs lífs, hásumars- gróðurs og heyanna, og fagurra haustkvölda með fölnandi gróður, en fyrirheit um geymd hins við- kvæma gróðursprota, undir fannarfeldi vetrarins. Úr þessu héraði var listamannssál frú Elín- borgar Lárusdóttur sprottin, og er ekki eðlilegt að opin og næmgeðja barnssál mótist af sliku um- hverfi? Bækur hennar bera þess líka vitni, að þar var á ferð höfundur, sem sló á marga strengi, og minnist ég sérstaklega hins mikla sagnabálks hennar „Förumenn", þar kemur einnig vel í ljós hin mikla samúð hennar með þeim, sem minnimáttar eru, en ekki binda bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. En erum við ekki allir förumenn á þessari jörð? Ég færi elskulegri vinkonu minni Elínborgu Lárusdóttur þakkir fyrir samstarf og samveru- stundir liðinna ár, bið henni blessunar á þeirri vegferð, sem nú er hafin. Ég kveð hana ekki hinztu kveðju. Ég heilsa henni á hinu nýja tilverusviði, og ég sé hana umkringda ástvinum sinum, sem elskuðu hana. Ég þakka henni fyrir allt og allt. Vini mín- um, séra Ingimar Jónssyni, son- um þeirra Elínborgar og barna- börnum sendi ég hjartanlegar samúðarkveðjur. Hafsteínn Björnsson Kveðja frá Félagi ís- lenzkra rithöfunda 1 dag er til moldar borin Elin- borg Lárusdóttir, rithöfundur , fædd 12. nóvember 1891 að Tunguhálsi í Tungusveit í Skaga- firði. Foreldrar hennar voru Lárus Þorsteinsson, bóndi þar, og Þórey kona hans Bjarnadóttir bónda á Hofi Hannessonar. Elín- borg giftist séra Ingimar Jóns- syni, presti að Mosfelli í Gríms- nesi, síðar skólastjóra í Reykja- vík. Þau eignuðust tvo syni, Lárus og Jón. Elinborg Lárusdóttir var mikal- virkur rithöfundur þrátt fyrir annasama forstöðu stórs heimilis, þar sem jafnan var mikil gesta- nauð. Hún ritaði í allt um þrjátíu bækur, en helztar þeirra eru Förumenn, í þremur bindum, Símon í Norðurhlið, í tveimur bindum, og Horfnar kynslóðir, í fjórum bindum. Elinborgu var hugleikin saga umhverfis æsku- tíðar og frændgarðs, og byggði margt af því sem hún skrifaði skáldsögulegs eðlis á grunni heimilda og sagna. Fyrsta bók hennar var safn smásagna, sem hlaut mjög góðar viðtökur og loflegar umsagnir manna eins og Einars H. Kvaran og Sigurðar Nordal. Ásamt smá- sögum, skáldsagnaflokkum og skáldsögum skrifaði Elínborg bækur um miðla og dulfræðileg efni og vöktu þær tíðum mikla athygli. Elínborg var vinsæll höf- undur og átti stóran og tryggan lesendahóp. Þegar. stofnað var Félag íslenzkra rithöfunda fyrir þrjátiu árum gerðist Elínborg ein af stofnendum þess. Hún skipaði sér þannig í sérstaka baráttu sveit frjálslyndra rithöfunda. Elínborg sat í stjórn félagsins og fylgdist ætíð af áhuga með málum þess og málefnum rithöfunda yfirleitt. Félag íslenzkra rithöfunda þakk- ar henni að leiðarlokum fyrir gott samstarf, baráttuþrek hennar og kjark, og þakkar einnig mikið dagsverk í þágu íslenzkra bók- mennta. Jafnframt vottar félagið eftirlifandi eiginmanni, sonum og öðrum vandamönnum samúö. — Ylræktarver Framhald af bls.23 milljónir króna. Er þá miðað viS há- marksverð það, sem W. Moolenaar & Zonen nefndu í bréfinu, eða 6 cent á græðling að frádregnum 10% þókn- un og 12% innflutningstollum til Efnahagsbandalagsins. Þar sem rekstrarkostnaður ásamt afskriftum er áætlaður 220,5 milljónir króna á ári, þarf meðalverð græðlinganna að vera aðeins 19% lægra en hámarksverðið til þess að fyrirtækið hætti að skila hagnaði. Það þarf því ekki mikið verðfall á þessum lúxusvörum til þess að kippa stoðum undan rekstrarafkomu yl- ræktarversins. í júnfmánuði 1976 birtist grein I hollensku blaði, De Groene Amster- dammer, um erfiðleika þarlendra gróðurhúsabænda. Þar kemur fram að mikið framboð er á afskornum blómum, s.s. chrysanthemum. í umræddri grein kemur einnig fram að mikill innflutningur er á chrysanthema græðlingum frá hita- beltislöndum, s.s. Kenya. Slfk lönd búa við mun betri aðstæður til græðlingaræktar, t.d. ókeypis varma, Ijós og ódýrara vinnuafl. Auk þess njóta þessi lönd sérstakra tolla- fvilnana hjá Efnahagsbandalaginu, f samræmi við Lomé-samkomulagið frá 28. febr. 1975. Hins vegar þurf- um við íslendingar að greiða 12% toll, eins og áður er getið. Loks má nefna, að f viðtali við gróðurhúsaframleiðandann VD Hoe- ven, sem birtist f hollenska tfmarit- inu 1 9NU f sept. s.l., kemur fram, að offramleiðsla er á gróðurhúsum f Hollandi. 3. Samskipti við seljendur í Lokaskýrslunni kemur fram að endurnýjunarkostnaður vegna Ijósa pera. raflagna, lýsingarbúnaSar og lampa nemur um 70% af öllum endurnýjunarkostnaði versins, miS- aS viS 25 íra rekstrartimabil. Og allt bendir til þess, aS áformaS sé aS eiga öll viSskipti, I þessum efnum, viS fjölþjóSa hringinn Philips, hvaS svo sem hagkvæmni liSur. ÞaS er viStekin venja fjölþjóSa auShringa. sérstaklega þeirra sem fást viS „þróaSa" tækni, aS stýra þróuninni þannig, aS framleiSslan verSi úrelt (oftast tæknilega) á fárra ára fresti. Þannig nota þessir hringir aSstöSu sina til þess aS fullvissa viSskiptavini um nauSsyn þess, aS endurnýja tæki og búnað mun örar en fram kemur þegar viSskiptin hefj- ast. ÞaS er þvi engin vissa fyrir þvi, að endurnýjunarkostnaSur sá, sem fram kemur i Lokaskýrslunni sé nálægt þvi tæmandi. Ekki er heldur Ijóst hvort ylræktar- verið gæti, þegar fram liða stundir. skipt viS hagstæðari aðila en Philips til að endurnýja ofangreinda hluti, án þess að það kosti um leið tals- verðar tæknibreytingar. Hinir hollensku aSilar eru reiðu- búnir til þess að gerast 25% meðeigendur. en setja þó það skil- yrði, að 80% af stofnfé fyrirtækisins verði ráSstafað á viðskiptum viS þá sjáfa með kaupum á tækjum og mannvirkjum. En þar sem öll markaSsmál eru I þeirra höndum, þá sjáum við ekki betur en að áhætta þessa samstarfs verSi aS mestu bor- in af Íslendingum. Eitt af þvl sem einkennir Loka- skýrslu er andvaraleysi gagnvart hinni snjöllu sölutækni fjölþjóða hringa, sem hlut eiga aS máli. Að þvl er virðist, eru umsagnir Hollendinga teknar góSar og gildar. og forðast er að leggja mat á einstaka þætti tilboðsins. Gagnrýna meðferS vant- ar. Lokaorð í þessari grein hefur verið sýnt fram á, að stofnun og rekstur ylræktarvers á grundvelli „Loka- skýrslu um ylræktarver", er mjög vafasöm frá fjárhagslegu sjónarmiði. 0 í útreikningum Lokaskýrslunnar um arðsemi ylræktarversins er hvorki gert ráð fyrir greiðslu aS- flutningsgjalda né annarra opin- bera gjalda En arðsemi fyrir- tækisins verður ekki metin á jafn- réttisgrundvelli við önnur út- flutningstækifæri, nema reiknaS verSi með þessum gjöldum. 0 YlræktarveriS stendur ekki undir eSlilegri greiðslubyrSi fyrirtækja og gerir lltið betur en að endur- nýja sig á 25 árum. Einnig er Ijóst að fyrirtækið þarf aS taka rekstrarlán til aS standa við skuldbindingar slnar á þeim árum sem greiðslustaðan er neikvæð umfram aukið hlutáfjárframlag. 0 Ekki virðast allir á einu máli um framtlSarhorfur chrysanthema markaðarins, sbr. skrif I hollensk- um blöðum. Ennfremur hefur markaðsverS þaS. sem arðsemis- útreikningar grundvallast á, ekki veriS stutt marktækum rökum. Sé það haft I huga, að afurðir ylræktarversins verSa fluttar beint út, án þess aS fara I gegnum frekari úrvinnslu I landinu, þá er Ijóst að atvinnuuppbygging sem af þessu hlýst, er mjög takmörkuð. Einnig er gert ráS fyrir, að veriS komi tilbúiS til landsins og verSi reist hér á örfá- um mánuSum. Auk þess er ýmislegt óljóst í þessu máli. Má þar nefna m.a. vinnuskil- yrði, afköst versins, áhrif lýsingar- magns á framleiðslu, burðarþol mannvirkja og fleira. Rétt er að benda á, að sveitarfélög ættu að temja sér þann sjálfsagða sið, að keppa ekki hvort við annað um samstarf við erlenda hringa. Slik samkeppni veikir samningsaðstöðu þeirra verulega. Að lokum viljum við taka það fram, að ylræktarverið er ekki stórt fyrirtæki. ef miðað er við þá stóriðju sem fyrir er I landinu. Hins vegar er þetta mál gott skóladæmi um al- mennt andvaraleysi gagnvart áleitn um fjölþjóða hringum er stefna sffellt að efnahagslegum ftökum og yfirráðum iheiminum. Reykjavfk, 7.11. 76. iVSINGASÍMINN ER: 22480 Pergmþlitðtð Verzlun í 1 mánuð Jólamarkaður Til leigu verzlunarhúsnæði með innréttingum á bezta stað í miðbænum. 100 — 200 fm. Leigist einum eða fleiri aðilum, í 1 eða 2 mánuði. Upplýsingar í síma 26540, og 18119. Morgunblaðið rtf óskar eftir biadburðarfóiki AUSTURBÆR VESTURBÆR Skipholt 2—50 Hjarðarhagi 44—64 Skúlagata Neshagi Háteigsvegur úthverfi Uppiýyngar / síma 35408 esu9ro ULSTEIN þverskrúfur Við viljum vekja athygli viðskiptavina vorra á því, að tœknisérfrœðingur frá ULSTEIN verksmiðjunum verður staddur hjá okkur dagana 15. til 19. nóvember. Helsta framleiðsla ULSTEIN Skipasmíði Skiptiskrúfubúnaður Þverskrúfur Stöðugleikatankar Þeim viðskipavinum, sem áhuga hafa á að hitta hann, er vinsamlegást bent á aó hafa samband við véladeildina. HEKLA hf. VÉLADEILD Laugavegi 170 -172 - Simi 21240 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.