Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 13 — og biðja hann hernaðaraðstoðar til að forða við valdatöku þeirra Blökkumenn fyrir sitt leyti hafa komið vel fyrir í samningunum undan- farið. Þeir fara með engum ofsa, standa þó á sínu, og er yfirleitt ekki annað að sjá, en þeir sitji að samningum með fullri alvöru. Brezkur diplómat sagði, að Smith hefði farið mjög reiður af fyrsta samninga- fundinum. „Hann vildi sýna öllum fram á það, að blökkumenn væru öfga- menn. Það fór þveröfugt við það, sem hann ætlaði. Þeir voru rólegirog alvar- legir f bragði og buðu af sér góðan þokka." Ekki er víst. að þeir haldi ró sinni alltaf framvegis. Þar sem Byl er tekinn við. Er nú að sjá, hversu fer á með þeim. Pieter van der Byl fæddist f Höfða- nýlendunni í Suðurafríku árið 1923. Faðir hans var ráðherra í stjórn Smuts. Byl stundaði nám í Cambridge og Harvard Hann var í brezkri riddaraliðs- sveit í heimsstyrjöldinni síðari. Eftir stríð gerðist hann bóndi f Ródesfu. Það er ékki á Byl að heyra, að hann sé fæddur og uppalinn f Suðurafrfku. Hann talar með ýktum, brezkum hreimi og líkist helzt skopmynd af brezkum aðalsmanni. Kanadískur blaðamaður, sem heyrði f honum fyrsta sinni fyrir skömmu kvað hann minna sig mest á Hollywoodleikara sem væri að leika Englending í kvikmynd frá 1 938. Byl var landvarnaráðherra til skamms tíma auk þess sem hann er utanríkisráðherra. Hann lét sér annt um herinn og vildi gjarna að herinn hefði sig í hávegum. Gerði hann sér mikið far um það að vinna hylli hermanna. En herforingjunum þótti látæði hans og háttalag allt heldur kjánalegt og urðu þeir aldrei hændir að honum, enda fór svo. að hann varð að láta af embætti landvarnaráðherra. Hann var þó utanríkisráðherra eftir sem áður. En utanríkisráðherra- embættið í Ródesíu var nú orðið hálf- undarlegt upp á sfðkastið. Ródesfu- stjórn hafði engin formleg stjórnmála- tengsl við neitt rfki i heiminum, einungis sendiherra með umboði í Suðurafríku, og upplýsingaþjónustur í Bandaríkjunum, Frakklandi og Ástralíu. Fyrr á þessu ári, meðan Byl var enn landvarnaráðherra lagði hann fram frumvarp til laga um það, að ekki mætti sækja hermenn eða lögreglu- þjóna til saka fyrir glæpi við almenna borgara. Um það leyti voru á döfinni allmörg slík mál gegn mönnum úr öryggissveitunum. Byl var spurður að því um daginn, hvort þetta frumvarp væri ekki ótvfræð játning sektar. Hann varð snöggur til svars. „Við höfum annað að vinna hér en fást um alger- lega ástæðulausar og staðlausar ásakanir". sagði hann og var það allt og sumt sem upp úr honum fékkst um málið Þetta var á blaðamannafundi og sá fundur var f meira lagi fróðlegur um þann góða mann Byl. Hann lýsti m.a. yfir þvf.að ekki allir menn ættu skilið atkvæðisrétt. Og aldrei kallaði hann viðsemjendur sína, svörtu þjóðfrelsis- sinnana annað en „hermdarverka- menn". Lofaði þetta ekki góðu um samningaviðræðurnar. Þær áttu nú að verða til þess, að hvítir og svartir gætu setið Ródesíu saman f friði. Blaða- mannafundurinn var haldinn áður en lan Smith fór heim til Ródesfu. Byl var spurður, hvort hann héldi, að Smith færi heim. „Ja", sagði hann, „við erum náttúrulega ekki jafnvel settir og hinir — þeir hafa ekkert annað að gera en sitja á svona samningafundum". Blaða- maður frá Ródesfu spurði hann svo hvernig stæði á þvf, að hætt væri að birta nöfn manna, sem Ródesfustjórn léti hengja. Sumir blaðamenn voru þá þegar búnir að fá sig fullsadda af hörku Byls, en í þetta sinn gekk hann fram af þeim öllum, eru þeir þó ýmsu vanir. Fréttamaðurinn, samlandi hans, spurði: „Raðherra — hvers vegna birtið þér ekki lengur nöfn þeirra, se eru hengdir?" „Hvers vegna? Nú, hví skyldi ég gera það?" spurði Byl. „Finnst yður það ekki vera skylda yðar?" spurði fréttamaðurinn. „Skylda mín? Ja, ég veit ekki. Ég veit ekki hvað segja skal. Nei, annars, þetta er ekki raunhæft spurning yðar er óraunhæf. Til hvers væri að birta nöfnin? Mennirnir drepast venjulega af hengingunni. . . Svörtu þjóðfrelsissinnarnir hyggjast reyna að halda ró sinni og virðingu áfram á samningafundunum. Þeir ætla ekki að virða Byl viðlits en láta brezka viðræðuformanninn, lan Richard, flytja honum það, sem þeir hafa að segja. En það má mikið vera, ef þeir þurfa ekki einhvern tlma að taka á til að stilla sig. — DAVID MARTIN því að neyðarástandi var lýst yfir f júnf 1975 og treysta stoðir miðstýringar- innar, og persónulegra valda forsætis- ráðherrans. En engin brot á stjórnar- skránni hafa átt sér stað, hún hefur aðeins verið vandlega endurskoðuð. Indira Gandhi hefur lýst þvf yfir, að breytingunum sé „ætlað að treysta lýð- ræðið í landinu og koma l veg .fyrir að ýmis öfl, sem hafa verið að skjóta upp kollinum, nái yfirhöndinni". Einvaldar hafa einkaréttinn á að aðlaga hlutina sinni eigin stjórnmálaheimspeki. Indira Gandhi var fyrst kjörin for- sætisráðherra eftir ákvörðun flokks- þings Congressflokksins þaraðlútandi Þá voru slfkar ákvarðanir gerðar í þeim tilgangi að halda jafnvægi milli hinna ýmsu bandarfkja Indlands. Nú er for- sætisráðherrann ábyrgur gagnvart neinum og bandaríkja-skipulag Ind- lands hefur glatað mörgum einkennum sínum. Ákvarðanirnar eru teknar á skrifstofu forsætisráðherrans, hjá lög- reglunni og af meiri háttar embættis- mönnum. Upphaf þessa rekur rætur sfnar til tfmanna fyrir neyðarástandið, þá aðeins sem tilhneiging, sem nú er afgerandi raunveruleiki. Stjórnin getur nú sent herlið eða lögreglu til hvaða staðar sem er án þess að fá til þess leyfi auk þess að setja uppáhöld í valdaaðstöðu f bandaríkjum eða hrein- lega taka þar völdin í sfnar eigin hend- ur. Er það nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni til að tryggja völd þingsins? Hefði e.t.v. ekki verið nær að láta lausa þá 30 þingmenn, sem nú sitja bak við rimla? Engum verður unnt að mótmæla breytingunum á stjórnarskránni. Hæstiréttur hefur verið kallaður burt af verðinum um virðingu laganna. Indira Gandhi hefur aldrei fyrirgefið réttinum, sem ásakaði hana um spillingu fyrir tæpum tveimur árum Allt síðan hefur hún verið að rýra völd dómstólanna, sem f eina tíð réðu yfir sjálfstæði, en verða nú að beygja sig fyrir stjórninni í einu og öllu. Er þetta rétta leiðin til að vernda réttindi þeirra fátækustu f svo fastmótuðu þjóðfélagsskipulagi sem Indland hefur? Hverju sem líður, hefur nú verið komið á betur skilgreindum ákvæðum varðandi skyldur þegnanna en réttindi þeirra. Og gagnstætt því sem við mætti búast í landi sem nefnir sig „sósíliskt", þá skerða breytingarnar frelsi til muna, en minnast hvergi á eignðrréttindi Frelsi fyrir lögum, málfrelsi, rit- frelsi. . ekki sízt ritfrelsi dagblaðanna", lýsti Indiera Gandhi nýlega yfir Aðal- ritstjóri Times of India var handtekinn „í þágu utanríkisstefnu Indlands" fyrir að hafa skrifað grein í bandarískt blað. í slfku andrúmslofti er þess tæpast að vænta að „fjórða rfkið" (dagblöðin) geti skýrt sannlega frá gagnrýni stjórnmála- manna og annarra á nýju stjórnarskrár- breytingunum Og staðreyndin er sú, að þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar, voru aðeins/jsamþykktar Framhald á bls. 29 Dömusailorjakkar i f Herrajakkar „Car coats Dömudragtir terylene og fínflauel Rifflaðar flauelsbuxur „Buckle’’ Stakar buxur „Trixie

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.