Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 JlfofgttltÞlfKfeÍfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Áni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Könnunarviðræður Igaer kom hingað til lands Finn Olav Gundelach, danskur maður, sem sæti á í stjórnarnefnd Efnahagsbanda- lagsins, í þvi skyni að eíga könnunarviðræður við íslenzka ráðamenn um hugsanlega samninga milli íslands og EBE um áframhaldandi veiðar brezkra togarar hér við land Mun hann í dag eíga viðræður við þá Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, og Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra. Það hefur verið tekið skýrt fram, að viðræður þessar eru einungis könnunarviðræð- ur en ekki samníngaviðræður. Gundelach mun gera islenzku ráðherrunum grein fyrir við- horfum Efnahagsbandalagsins og hinni nýju fiskimálastefnu þess Það er í sjálfu sér undir- strikun á þeim þáttaskilum, sem orðin eru i landhelgismál- um okkar íslendinga, að nú er það ekki lengur brezkur ráð- herra, sem kemur til íslands með óskir um veiðiheimildir fyrir brezka togara, heldur Dani, sem kemur fram sem talsmaður Efnahagsbandalags- ins í heild sinni en ekki Breta sérstaklega. Önnur megin- breyting, sem orðið hefur í þessum efnum, er auðvitað sú, að Bretar eru með samningi skuldbundnir til þess að hverfa með togara sína á brott frá íslandsmiðum hinn 1. desem- ber n.k. nema þeir eða öllu heldur Efnahagsbandalagið fyrir þeirra hönd nái samkomu- lagi við íslenzk stjórnvöld. Þetta tvennt er undirstrikun á þeím árangri, sem náðst hefur í landhelgismálinu á þeim tveim- ur árum, sem núverandi ríkis- * stjórn hefur verið við völd, en sá árangur er í einu orði sagt gífurlegur. Bersýnilegt er, að Efnahags- bandalagið mun óska eftir áframhaldandi veiðiheimildum fyrir brezka togara hér við land eftir hinn 1. desember n.k. Um þá væntanlegu ósk er það eitt að segja, að rikisstjórnin hefur tekið skýrt fram, að engar veiðiheimildir komi til greina eftir 1 desember fyrír brezka togara nema íslendingar telji sér hag í að gera samninga um gagnkvæmar veiðiheimildir, þ.e., að í stað þess að þeir fái að veiða á okkar fiskimiðum fái okkar fiskiskip heimild til að veiða á þeirra fiskimiðum. Enginn getur lagt dóm á það, hvort slíkir samningar um gagnkvæmar veiðiheimíldir eru hagstæðir eða óhagstæðir fyrir okkur íslendinga á þessu stigi málsins. Þess vegna hljótum við að hlusta á það, sem Gundelach hefur að segja, og meta þau boð, sem hann kann að gera. Við eigum að skoða þau hugsanlegu boð með algerlega opnum huga og binda okkur ekki fyrirfram með samningum eða móti samning- um. Hér verða hagsmunir okkar íslendinga einir að ráða Ef dæmið lítur þannig út, að hagstætt sé fyrir okkur að fá aðgang að fiskimiðum EBE eftir að bandalagið hefur fært út í 200 sjómilur um næstu áramót þá á afstaða okkar að vera jákvæð Ef niðurstaða á skoðun málsins verður hins vegar sú, að það skipti minna máli fyrir okkur að fá aðgang að fiski- miðum EBE en að losna alveg við brezku togarana þegar í stað hlýtur afstaða okkar að verða neikvæð Fyrirsjáanlegt er, að þær breytingar eru að verða á fisk- veiðum og fiskvinnslu þeirra þjóða, sem stundað hafa fiski- miðin á N-Atlantshafi, að það mun á næstu árum og áratug- um falla í okkar hlut í vaxandí mæli að sjá nágrannaþjóðum okkar í V-Evrópu fyrir fiskmeti. Þannig á það líka að vera. Það er eðlileg verkaskipting. Þetta eru okkar auðlindir og það er sjálfsagt, að við hagnýtum þær til hagsbóta fyrir okkar þjóð um leið og við sjáum nágrönnum okkar fyrir hollri fæðu. Það er og í sámræmi við þá hugsun, sem liggur að baki öllu starfi og skipulagi Efnahagsbandalags- ins, að slik verkaskipting verði Þess vegna geta forráðamenn EBE ekki annað en fagnað því, að við íslendingar erum reiðu- búnír til þess að selja EBE- löndum fisk. Þau erlendu fiskiskip, sem enn eru að veiðum innan 200 milna markanna, eru leifar frá liðnum tíma. Hversu svo sem fer um veiðar brezkra togara hér við land verða þýzkit, bel- giskir, færeyskir og norskir tog- arar og bátar að veiðum hér fram eftir næsta ári. En sá tími er ekki langt undan, að við íslendingar sitjum einir að auð- lindum hafsins i kringum okk- ur. Það er auðvitað árangur langrar baráttu, en að sú stund er skammt undan er fyrst og fremst árangur áf útfærslunni í 200 mílur fyrir rúmu ári og Óslóarsamningunum, sem gerðir voru fyrir tæpu hálfu árí. Ef nokkurn tíma hefur verið ástæða til að halda upp á eins árs afmæli, þá var það nú fyrir skömmu, þegar eitt ár var liðið frá útfærslunni í 200 mílur. Þess var sérstaklega minnzt hér í blaðinu, eins og lesendur muna. En það voru ekki allir sem héldu upp á þetta afmæli. Tíminn hleypur burt Hrafn Gunnlaugsson: GRAFARINN MEÐ FÆÐING- ARTENGURNAR. Helgafell 1976 GRAFARINN með fæðingar- tengurnar er önnur ljóðabók Hrafns Gunnlaugssonar. Áður hafa komið út eftir hann Ástar- ljóð (1973). Hrafn er einnig afkastamikill ieikritahöfundur og ein skáldsaga hefur komið út eftirhann: Djöflarnir (1973) Ég hef einhvers staðar látið í Ijós þá skoðun að skáldskapur Hrafns Gunnlaugssonar sé æskulegur. Slíkt er kostur fyrir ungan höfund, en þegar hann er ekki lengur á æskuskeiði er eðlilegra að verk hans beri þess merki. Við þekkj- um að vísu dæmi um höfunda Hrafn Gunnlaugsson sem ná aldrei þeim þorska sem til var ætlast, en ekki ætla ég að gerast svo djarf- ur að spá því að Hrafn Gunn- laugsson verði einn þeirra. Hrafn er hæfileikamaður í skáldskap og Ástarljóð hans voru hressileg, vísbending um að ljóð ungra manna stefndu f forvitnilega átt. Laus við alla lognmollu talaði Hrafn hreint og beint um það umhverfi sem hann þekkti, fór að ráðum Rilkes að ungir menn eigi að yrkja um æsku sína. Það skal játað að mér þykir Grafarinn með fæðingarteng- urnar ekki vitna um að neiri vezuleg þróun hafi orðið í ljóða- gerð Hrafns Gunnlaugssonar. Hann heldur sig á kunnum slóðum og nálgast yrkisefni sín með líkum hætti og áður. Þau ljóð þar sem örlar á einhverju nýju eru aftur á móti of hrá, óunnin, þótt einstakir kaflar þeirra séu athyglisverðir. Ég skal reyna að rökstyðja þetta. Fyrsti kafli bókarinnar, Eftir öll þessi ár, minnir á Astarljóð. Þar er ýmist ort um þau sem fá ekki að njótast eða krampa- kennda ástarleiki. Stutt ljóð, Ekki ég, lýsir hinum ófram- færna pilti: Vindurinn fyllir fang þitt flaksast I pilsinu fer onf háismálið ég lulla hinumegin götunnar læt hendur lafa læsi nöglum (lófa. Andstæða þessa ljóðs er Sjór (brot) þar sem engar ljúfsárar kenndir eru á ferð, heldur ein konar hryllingur ástlausra sam- fara: hendur þfnar rffandi hár mitt fastar á nöglunum f baki mfnu og varir þfnar herptar af viðbjóði hiðjandi um blessun mfna I þessum kafla er llka ljóðið Status quo þar sem boðið er ,,til hátíðar á heimili skipstjórans/ þar sem allt ruggar af umstangi og hávaða/ og hamingjusöm húsgögn/ stfga ölduna I takt við húsbóndann." Þetta ljóð stendur sér I bókinni. Það minnir á bestu ljóðin I Ástar- ljóðum og gefur góð fyrirheit um ljóðagerð Hrafns. Kvæði I kross nefnist annar kafli bókarinnar. I ljóði um styttuna af Pomonu I garði við gamla Kennaraskólann er ort um „kynferðislega uppljóm- un“. En í Tilbeiðslu fer hrollur aftur um lesandann: Engillinn minn deyðu ekki f miðjum ástarleik mig dreymdi að ég festist f stirðnuðum örmum þfnum og þú rotnaðir inn f mig „Nei, vertu ekki hrædd við hugdettur mínar“, segir skáldið við engilinn sinn, en eins og nafn bókarinnar leiðir í ljós er tilgangur skáldsins ekki sá að veita lesandanum andlegt jafn- vægi. Það sem gildir er að graf- arinn beiti „fæðingartöngunum af öryggi“. Vissulega erum við fjötruð við dauðann og nýir líkamar eru „nýtt efni í nýjan dauða“. En hin hálf-súrrealísku vinnubrögð skáldsins eru orðin dálítið slitin og ljóðin eflast ekki af enskum og frönskum innskotum. En það er alltaf þörf fyrir „nouvelles fleurs“ og „nouvelles langues". Þriðji og síðast kafli bókar- innar, Sláttur og sút, vitnar um að Hrafn Gunnlaugsson hefur hrifist af ljóðabók Matthíasar Johannessens Dagur ei meir. í þessum kafla ber nokkuð á orðaleikjum og ádeilukenndum skírskotunum til samtlmans. Við Fædd(ur) ’48 og eldri hefst svo: Við höfum ekki tfma til að eldast. Höfum ekki tfma til að hafa tfma. Tfminn hleypur burt og við á hlaupum eftir tfmanum fædd fyrir tfmann. Fædd miðaldra. Eldri en jafnaldrar okkar. Elliærir unglingar. Dánir fyrir aldur fram Abyrgðarfullir tfmaleysingjar. f tfmanum. Hugsaðu þér dagblað sem heitir Tfminn! Þvflfk storkun við tfmann. Bókin endar á Athugasemd 1 og Athugasemd 2, að mínu viti skemmtilegum þönkum þar sem meðal annars er minnt á „að Satan var höfuðengill á himnum, áður en hann gerðist Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON einvaldur i helvíti". I Nostalgia fra sokkabandsárum skáldsins I Menntaskólanum i Reykjavík er fyndin upprifjun ástarmála: „Þessi ár/ þegar allt var svo auðvelt/ og veruleikinn vin- gjarnlegur draumur/ og dauð- inn alls ekki.til". Ef til vill hefur Hrafn Gunn- laugsson verið of upptekinn af öðrum hlutum til þess að fram- hald frumsmlðar hans I ljóða- gerð gæti orðið öðruvísi en Grafarinn með fæðingarteng- urna. Hann virðist samt hafa velt ljóðinu töluvert fyrir sér samanber yfirlýsingar á kápu, en of mótsagnakenndar eru þær til þess að hægt sé að átta sig á þeim eða fara eftir þeim. Kápan er skreytt teikningum eftir franska listamanninn Jacques Callot (1592—1635), en láðst hefur að geta hans. Andi annars Frakka, Arthurs Rimbaud, svlfur hér líka yfir vötnum, enda Hrafn oft minnst á hann I bókmenntaskrifum. En hlutur Rimbauds I endur- nýjun evrópskrar ljóðlistar held ég að sé Hrafni enn ekki ljós. Hjá Rimbaud fór saman nýtt form og ný afstaða til yrkisefnisins. Or Aus EKKI verður ofsögum sagt af ástandi orkumála á Austurlandi. Eftir að hin nýja Mjólkárvirkjun á Vestfjörðum komst í gagn- ið, er engum vafa undiorp- ið, aðeusturland er sá landshluti, sem verst er á vegi staddur í raforkumál- um. Þessi staðreynd er þeim mun ömurlegri sem margur fróður maður álít- ur að þar sé að finna beztu virkjunarkosti í landinu. Saga mistaka í vatns- virkjunarmálum á Austur- landi verður ekki rakin hér, enda öllum kunn, og þar af leióandi ekkert á slíkri upprifjun að græða. Á tímabili virtust þau teikn á himni að farið yrði hrasandi að virkjun hinnar svonefndu Bessastaðaár. Nú er sú hætta úr sögunni. Menn hafa sannfærzt um að ein út af fyrir sig er sú á ótæk, bæði vegna kostnað- ar og eins vegna þess, að Austurland vantar ekki toppafl heldur grunnafl. Þeim, sem haldnir eru mis- skilningi um afstöðu undir- ritaðs til virkjunar hinnar svonefndu Bessastaðaár, skal bent á umræður um málið á Alþingi í desember 1974. Þá geta þeir sann- færzt um að hann hafði rétt fyrir sér. Það hafði hann ekki vegna spádóms- gáfu, heldur var þetta skoðun hinna sérfróðustu manna, að Bessastaðaá ein út af fyrir sig yrði aldrei barn í brók. Sem betur fór varð ekki þarna ráðandi reglan nýja, að fram- kvæmdir eigi að sitja í fyr- irrúmi fyrir rannsóknum. Annars er ástæðulaust, úr því sem komið er, að hefja ýfingar um liðna at- burði, þar sem allir eru nú sammála um að virkjun vatna Fljótdalsheiðar eigi að vera fyrsti áfangi Fljót- dalsvirkjunar. Greinarhöfundur hefir tvívegis flutt þingsályktun- artillögur um rannsóknir á Fljótdalsvirkjun. Hin fyrri var flutt í tíð vinstri stjórn- ar og hlaut enga af- greiðslu. Raunar má geta þess, að rannsóknir á Fljótsdals- heiði voru hafnar 1970 í tíð Viðreisnarstjórnar. Þær rannsóknir lögðust alveg af undir vinstristjórn. Hin síðari þingsályktunin var flutt í tíð núverandi ríkis- stjórnar á Alþingi 1974. Hún var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.