Morgunblaðið - 28.01.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977
17
Hvernig gat það farið fram hjá ræðismannsskrifstofu
Frakka í Bayrouth hver maðurinn Youssef Raji var?
aö Fatah geri nú upp við Abou
I)aoud og komi honum fyrir
kattarnef? Ekkert slíkt gerist.
Hann er hvítþveginn og gerðir
hans látnar falla í gleymsku.
Verndari hans er hinn almáttugi
Abou Ayad, og hann er tryggur
Yasser Arafat.
Var það þá bara vegabréfið
hans, sem fór til MUnchen? Síðari
hluta mánudags 10. janúar 1977
berst leyniskjal til Parísar, í
Rabelais-götu, steinsnar frá
hringtorginu á Champs Elysées.
Það er frá Jerúsalem og komið
með diplómatapósti til sendiherra
israels. Þarna er skýrsla í smá-
atriðum um allar ferðir Abou
Daouds, sem sýnir aö Palenstínu-
maðurinn hefur þrisvar sinnum
komið til MUnchen fyrir Olympíu-
leikana og hafði fengið upplýs-
ingar hjá Baader-
Meinhof-hópnum um skipulagið í
Ólympíuþorpinu. Abou Daoud
hefur svo farið frá MUnchen 5.
september, daginn sem árásin var
gerð á iþróttamennina.
Miðvikudaginn 12. janúar 1977
ræðst Reinhard Beck, talsmaður
dómsmálaráðherra Bayern, gegn
kenningunni um lánað vegabréf.
Hann segir: „Abou Daoud sjálfur
sást í mörgum hótelum í
MUnchen. Fjölmörg vitni hafa
þekkt hann og geta staðfest það."
Hvernig gat ræðismaður
Frakka í Beyrout komist hjá því
að þekkja andlitsdrætti svo
alkunnugs manns? Vegabréfsárit-
unin var gefin í flýti. Það er góð
afsökun og kannski rétt. Og þó.
Ræðismannsskrifstofan hefur i
föstu starfi sínu franskan njósn-
ara Sdece. Hann bar áður nafnið
„Max". Við höndina er öryggis-
skápurinn. Þar á hver foringi
Palestínumanna sína möppu með
mynd af honum og jafnvel fingra-
förum þeirra. 1 sendinefndinni til
Parísar voru þó ekki nema tveir
menn. Ekki þurfi að taka langan
tíma að fá einfalda hefðbundna
staðfestingu til öryggis. Jafnvel í
allri þeirri óreiðu sem nú er í
Beyrouth. Á maður að trúa því að
Sdece hafi látið svona mikilvæga
persónur renna sér úr greipum?
Hefur upplýsingunum verið
stungið undir stól í París, ef þær
hafa þá farið frá Beyrouth? A
fimmtudagskvöld gaf Raymond
Barre forsætisráðherra út yfirlýs-
ingu: „Hin hefðbundna athugun,
sem jafnan fer fram i ræðis-
mannsskrifstofunni, gaf ekki til
kynna hver þessi maður var, sem
gekk undir nafninu Youssef
Raji.“
Upplýsingarnar um að Abou
Daoud væri kominn til Frakk-
lands komu sem sagt ekki frá
Sdece, heldur frá Moddad, leyni-
þjónustu israelsmanna. í Jerú-
salem litu menn svo á að ekki ætti
að gera Frökkum fyrst viðvart, en
sögðu sem svo: „Upplýsingum um
þetta verður betur tekið frá
Þýzkalandi en ef þær kæmu frá
Ísrael.
F’östudaginn 7. janúar lagði
erindreki Mossads í Munchen leið
sína í innanrikisráðuneytið
Bayern. „Abou Daoud er í París,"
upplýsti hann. „Þið ættuð að fara
fram á það að Frakkar framselji
hann."
Þýska lögreglan sendir upplýs-
ingarnar áfram til Parísar.
Mossad bíður eftir þessum af-
skiptum, áður en þaðan er send
tilkynning til frönsku lögregl-
unnar. Við þessar upplýsingar
stóð innanríkisráðherrann,
Poniatiswki, andspænis erfiðu
vali.
„Ef Frakkar létu Abou Daoud
nú fara svo lítið bæri á, þá ættu
þeir á hættu miklar árásir Israels-
manna," sagði einn embættis-
mannanna mér i trúnaði.
Jarðarför Mahmoud Saleh átti
ekki að fara fram fyrr en daginn
eftir, á laugardeginum. Tíma-
skortur gat ekki orðið nein afsök-
un hér. Abou Daoud og Abou
Mezer, fulltrúar utanríkisþjón-
Ellefu fþróttamenn voru drepnír á Olympfuleikunum f Miinchen. Hér eru þrfr af
hryðjuverkamönnum Palestfnumanna við komuna til Libanon. Þjóðverjar slepptu
þeim eftir árás á Lufthansaflugvél í október.
ustu PLO, voru búnir að vera í
París síðan á miðvikudag.
Fulltrúi P:Iestínumanna í París,
M. Kallak, hafði séð um allan
undirbúning. Hann hafði keypt
legstað í Pére-Lachaise kirkju-
garðinum, gengið frá forms-
atriðum við prestinn og jarðar-
fararstjórann varðandi líkið, átt
tal við lögregluna um líkfylgdina
inni í kirkjugarðinum. Hann
hafði líka tilkynnt utanríkisráðu-
neytinu nöfn hinna opinberu full-
trúa Palestínuaraba, þ.e. nafn
Youssefs Raji, eins og stóð í vega-
bréfinu, en ekki hið rétta nafn
mannsins.
„Ekki veit ég hvort franska
sendiráðinu í Beyrouth var opin-
berlega kunnugt um hver bróðir
Youssef Raji er," sagði Kallak,
sem er ungur maður með asíu-
svip, við fréttamann Express." En
hvernig gat það farið fram hjá
þeim að þetta var Abou Daoud?
Hann er blaðafulltrúi PLO. 1
hverri viku er birt mynd af
honum í blöðum í Líbanon. Þessi
stóri maður með þykku gleraugun
er heldur ekki maður, sem fer
fram hjá manni, eða vekur enga
athygli. ..“
Mr. Kallak gerir lögreglunni
líka viðvart, eins og hann er van-
ur að gera í hvert skipti sem hátt
settir Palestínumenn koma til
Frakklands. Það er gert í þvi
skyni að tryggja þeim vernd.
Parísarlögreglan hafði þyí sett
tvo lögreglumenn á vakt við
dyrnar á Hótel Residence Saint-
Honore, 214 faubourg Saint
Honoré.
„Við völdum þetta hótel, af því
það er svo nálægt skrifstofunum
okkar viö Haussmann-
breiðgötuna," segir Kallak háðs-
lega. „Það var mjög handhægt. Að
auki er innanríkisráðuneytið
þarna alveg á næstu grösum. 1 því
er visst öryggi. .
Fimmtudaginn 6. janúar tekur
ráðuneytisstjórinn fyrir Norður-
Afríku, Pierre Cerles, á móti
Palestínumönnunum síðdegis í
utanríkisráðuneytinu. Frakkar
hafa áhuga á því að taka þátt í
skipan mála í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs, og tryggja
þá skipan. Það er þáttur í
stjórnarstefnu Frakka við Mið-
jarðarhaf. Þeir mundu ekki hafna
því áð eiga sæti á ráðstefnunni i
Genf þann dag, sem tekst að fá
andstæðingana alla til að setjast
þar að einu samningaborði. Auk
þess hefur París undanfarna
mánuði verið nokkurs konar sam-
komustaður, þar sem velviljaðir
ísraelsmenn og Palestínumenn
hafa hitzt svo lítið bar á fyrir
milligöngu Pierres Mendes
France. Og utanríkisráðuneytið
franska hefur fengið það við-
fangsefni að opna leiðir.
0 Sönnun
Öryggislögreglan fréttir sem
sagt föstudaginn 7. janúar að
gestur utanríkisráðuneytisins sé
Abou Daoud. Þar kemur gott
tækifæri til að undirstrika mistök
Sdeces eða eitthvert brall. En
Marcel Chalet, yfirmaður öryggis-
lögreglunnar, er ekki neinn
æsingamaður eða fyrir það að
taka mikla áhættu. Hann vill því
fá fyrirmæli frá Poniatowski ráð-
herra.
Þegar K:llak kemur til að hitta
vini sína kl. 19.30 á föstudags-
kvöld er heilmikið af lögreglu-
bílum fyrir framan hótelið í
Saint-Honore stræti. Hann kemur
rétt í þann mund, sem óeinkennis-
klæddur rannsóknalögreglu-
maður er að spyrja eftir Abou
Daoud. Kallak ætlar að blanda sér
í málið. En lögreglumaðurinn
kveðst hafa skipun um að koma
með Daoud í innanríkisráðu-
neytið. Kallak vill haf samband
við utanríkisráðuneytið, en mót-
mælum hans er ekki sinnt. Kallak
hefur látið hafa eftir sér að lög-
reglumennirnir hafi sagt honum
að vera alveg rólegum: „Þetta er
ekkert alvarlegt. Aðeins verið að
fá staðfestingu á því hver maður-
inn er. Vinur yðar verður látinn
laus strax aftur."
Þegar svo er komið, vita hvorki
forsetinn, forsætisráðherrann né
utanríkisráðherrann um þetta.
Abou Daoud er ekki tekinn fast-
ur, í réttri merkingu þess orðs,
heldur aðeins sóttur til að gefa
upplýsingar. Tveimur klukku-
stundum síðar eða kl. 22 hringir
Werner Maihoffer, innanríkisráð-
herra Þýzkalands, til Poniatow-
ski, innanríkisráðherra Frakka.
„á morgun sendum við beiðni um
framsal," segir hann. „Já, sendið
mér fljótt skeyti," svarar franski
ráðherrann.
Frakkar, sem búa við eina
stjórn , þekkja ekki nema sam-
bandsstjórnina í Bonn. En hand-
Ekkjur og börn fsraelsku fþróttamannanna mótmæla fyrir framan franska sendiráð-
ið í Tel Aviv 12. janúar.
an Rinarfljóts er málið ekki svo
einfalt. Þar er sambandsríki.
Árásin á íþróttamennina var gerð
í Miinchen, höfuðborg Bayern,
sem hefur sína eigin stjórn, þar
sem kristilegir demókratar ráða.
Ráðherrann í Bonn getur því ekki
sjálfur sent franska ráðherranum
beiðni um framsal. Hann verður
að „senda áfram" beiðni frá
bayerskum yfirvöldum. Samt sem
áður leyfir hann sér að senda
eftirfarandi skeyti kl. 22.57:
„Hérmeð tilkynni ég opinberlega
að þýzk stjórnvöld munu á morg-
un fara fram á það við frönsk
stjórnvöld að framselja M. Abou
Daoud, alias Saas Wali, alias Raji
Youssef." Saad Wali er nafnið á
vegabréfinu, sem Abou Daoud
kveðst hafa lánað í Sofiu. Raji,
aftur á móti er rangt.
Fyrir milligöngu dómara í sam-
bandsríkinu er á laugardagsmorg-
un gefin út í Bayern handtöku-
skipun og ákæra. Það er ekki
krafa um afhendingu, Bayarar
hyggjast undirbúa málið á tutt-
ugu dögum. Innanríkisráðherr-
ann franski gerir sig ánægðan
með þetta í svipinn. Kl. 17 er
afhendingarmál Abou Daouds
tekið fyrir. Stjórnvöld virðast
ekki hafa af þessu neinar áhyggj-
ur fyrr en kl. 2 á mánudag. Þá eru
sendíherrar Araba kallaðir á fund
í utanríkis- og innanríkisráðu-
neytunum.
„PLO hefur gert slæma skyssu
með því að senda hingað Abou
Daoud," segir einn franski ráð-
herrann ásakandi. Og fulltrúar
stjórnarinnar í Bayrouth viður-
kenna það.
„En jafnvel þó PLO hafi gert
skyssu, þá hefðu Frakkar átt að
loka augunum fyrir henni," segir
M. Mohamed Bedjaoui, sendi-
herra Alsir.
Hvert smáatriði er undir smásjá
í Israel, þar sem menn bíða, vega
og meta aðstæður og gera sínar
athugasemdir. Itzhak Rabin for-
sætisráðherra hefur fengið frétt-
ina á föstudagskvöld. Á laugardag
á að vera fundur í Mossad um mál
Abou Daouds. Mossad hefur verið
sakað um að elta uppi og reyna að
ráða niðurlögum allra þeirra, sem
á einhverju stigi lögðu á ráðin og
framkvæmdu hryðjuverkin á
Ólympíuleikunum. I bók, sem ger-
ir ekki alltaf nægan greinarmun á
staðreyndum og orðrómi, en er
samt mjög athyglisverð, segja
David Tinnin og Dag Christensen
frá þessum mannaveiðum. Elting-
arleikurinn við Rauða prinsinn",
eins og það heitir hjá Mossad.
Sunnudaginn 9. janúar ákveða
stjórnvöld í Jerúsalem að krefjast
framsals Abou Daouds. „Krafa
ísraelsmanna kemur á engan hátt
í stað kröfu Þjóðverja," segir í
orðsendingu til sendiherra ísraels
í Bonn. En málið helst ekki í
höndum ráðuneytanna. Kosning-
ar standa fyrir dyrum í tsrael.
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar
fara fram á umræður um málið í
Knessetþinginu. Þær eru ákveðn-
ar á þriðjudag.
„1 fjögur og hálft ár höfum við
beðið eftir því að geta sagt við
börnin okkar, að búið sé að hand-
taka morðingja föður þeirra," seg-
ir ekkjá eins fórnarlambsins, frú
Amki Spitzer.
Um tvöleytið á mánudag skellur
óveðrið á í París. Skeyti frá Bo.nn
gefur til kynna vandræði Þjóð-
verja, sem ekki eru neitt a'stir í
að fá Abou Daoud. Yrði hægt að
gæta svo erfiðs fanga í 20 daga í
Santé-fangelsinu? Ef Þjóðverjar
bera nú aldrei fram formlega
kröfu um framsal? Oróinn í
Arabalöndunum gerir þá kvíðna.
Ef sendiherra F’rakka í Aden eða
einhvers staðar annars staðar yrði
nú tekinn sem gísl og stungið upp
á mannaskiptum?
0 Feluleikur
Einasta leiðin eru dómstólarnir.
Akærudómstóllinn á að koma
Framhald á bls. 31
Cirein »r franska vikuritinu í Exprcss uni málið.