Morgunblaðið - 28.01.1977, Side 33

Morgunblaðið - 28.01.1977, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977 33 félk í fréttum Rannsóknarlögreghir vélvœðast London — Reuter. + Tölvur og jafnvel kjarnorku- knúnar vélar eru nú notaðar æ meir af rannsóknarlögreglu- mönnum vfðast hvar f heimin- um. A ráðstefnu lögfræðinga, sem nýlega var haldin f Lon- don, skýrði Keith Simpson, prófessor, sem gengur undir nafninu „hnffurinn hjá Scot- land Yard“ frá framförum í vélvæðingu rannsókna á glæpa- málum og nefndi dæmi um notagildi þeirra úr störfum brezku rannsóknarlögreglunn- ar. Teknar hafa verið f notkun litsjár sem ganga fyrir kjarn- orku og eru svo nákvæmar, að hægt er að setja saman læknis- fræðilega sögu glæpamanns, sem skilur eftir sig svo lftið sem brot úr nögl á staðnum. Eitt einasta hár úr höfði fórn- arlambs, sem sett er undir sjána, getur ekki aðeins úr- skurðað, hvort um eitrun sé að ræða, heldur hvenær eitrið var gefið inn. Eitt dæmanna, sem Simpson sagði frá, var um tannfar, sem fannst á brjósti stúlku, sem hafði verið nauðgað, og nægði það til að finna og dæma af- brotamanninn. í öðru dæmi sagði frá þjófi, sem skildi eftir skilaboð handa fórnarlambi sfnu — eiganda forngripaverzl- unar. Kjarnorkusmásjár fundu örlftið brot úr blýantinum, sem hafði myndazt þegar þjófurinn yddaði hann. Brotið örlitla nægði með aðstoð tækja til að hafa upp á þjófinum. Og enn eitt sagði frá lögreglumanni, sem tölvan setti á lista yfir þá grunuðu vegna þess eins að hann skildi regnhlffina sfna eftir á glæpastað. Simpson sagði ennfremur að fólk almennt og ekki sfður fag- lært fólk en annað væri oft und- arlega blint fyrir þeim ábend- ingum, sem þvf eru þó oft færð- ar upp f hendurnar. 1 þessu sambandi sagði Simpson fræga sögu og sanna um hjúkrunar- konu, sem hitti nágranna sinn á götu og varð fúslega við þeirri ósk hans að fara heim til hans og búa um lfk konu hans, sem hafði látizt fyrr um daginn. Ná- granninn lánaði hjúkrunarkon- unni lykla að húsinu sfnu og þar þvoði hún Ifkið, sauð sæng- urföt og náttkjólinn, sem kon- an hafði iátizt f og klæddi hana f hreinan náttkjól þannig að hún var fullkomlega tilbúin til kistulagningar. Hjúkrunarkon- an samvizkusama snyrti um leið til 30 hnffsstungur á Ifk- inu, en það hvarflaði aldrei að henni að hringja á lögregluna. + Þetta er Wandy Yoshimura, sem eitt sinn var á flótta undan réttvísinni ásamt Patty Hearst. Hér er hún á blaðamannafundi eftir aó hún hafði játað á sig margs konar afbrot svo sem sprenjitilræði. Wendy getur átt von á allt að fimmtán ára fangelsi. + Hér kveður Ford fyrrverandi einkaritara sinn Nell Yates. Nell táraðist á kveðjustundinni og Ford reynir að hugga hana. Nýjung í starfi Samvinnuskólans + Á vegum Samvinnuskólans að Bifröst og Kaupfélags Borgfirðinga er nýhafið námskeið fyrir nemendur skólans f verslunarstörfum. Þetta námskeið fer fram á þann hátt að tveir nemendur dvelja f Borgarnesi f vikutfma og stunda þar verklegt nám f verslunarstörfum og verslunarrekstri f sölubúðum kaupfélagsins. Er námskeiðið skipulagt sameiginlega af kennurum skólans og verslunarstjórum Kaupfélags Borgfirðinga. Þetta námskeið er nýjung f starfi Samvinnuskólans sem miðar f fyrsta lagi að þvf að gera nemendur hæfari til starfa f verslunum að námi loknu og f öðru lagi að auka tengsl hins bóklega náms við dagleg störf í atvinnulffinu. Meðf. mynd er tekin við upphaf fyrsta námskeiðsins talið f.v. Haukur Ingibergsson, skólastjóri, Freysteinn Sigurðsson, nemandi, Pétur Þorgrfmsson, nemandi, Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri. Orð krossins Fagnaðarerindið verður boðað á íslenzku frá Monte Carlo (TWR) á hverjum laugardegi frá kl. 10.00 —10.15 f.h. á stuttbylgju 31 metra bandinu. ELÍM, Grettisgötu 62. Reykjavík. T-bleyjan IN/IEÐ PLASTUNDIRLAGI FRÁ MÖLNLYCKE ER SÉRLEGA HENTUG. SPARIÐ BLEYJUÞVOTTINN OG KAUPIÐ PAKKA Fæst í öllum apótekum og flestum stærri matvöruverzlunum. EGA RAFMAGNS- GUFUKATLAR Há og lágspenntir. Stærðir frá 300 kw upp í 30.000 kw Framleiða ca 1,4 kg af gufu pr. kwh. Leitið nánari upplýsinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.