Morgunblaðið - 28.01.1977, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977
39
„ÞAÐ MÁ VERA AD ÞREYTA
HAFI SETIÐ I MÖNNUM, EN
ÞETTA HEFST EKKINEMA MEÐ
VINNU OG AFTUR VINNU"
— ÞAÐ MÁ vel vera að þreyta hafi setið í einhverjum landsliðsmannanna,
en það skiptir ekki meginmáli. Ef Islenzka landsliðið ætlar sér einhvern hlut
frá keppninni I Austurrlki verða leikmennirnir að taka á, það hefst ekki nema
með vinnu og aftur vinnu. Þetta voru orð landsliðsþjálfarans Janusar
Zervinskys að loknum landsleiknum við Tékka I gærkvöldi.
Að sjálfsögðu var hann óánægður með úrslit leiksins og sagði að sóknar-
leikurinn hefði verið mjög slakur. en hins vegar hefði varnarleikurinn nú
verið hin jákvæða hlið á leik landsliðsins. — í sókninni var knötturinn gefinn
of seint, rangar sendingar voru of margar og upplögð tækifæri voru illa nýtt.
sagði Janus. Þá léku Pólverjarnir 5—1 vöm á móti okkur og komu vel út á
móti Geir Hallsteinssyni. Við höfum að vlsu verið að búast við þessu og æft
sóknarleikinn nokkuð upp á slðkastið með þetta I huga, en dæmið gekk ekki
nægjanlega upp hjá okkur I kvöld.
— Seinni landsleikurinn gegn Pólverjum var mjög góður hjá okkur að
flestu leyti. Nú var varnarleikurinn I lagi, en sóknin brást, þá gengu
hraðaupphlaupin ágætlega upp I fyrri hálfleiknum, en I þeim slðari alls ekki. í
stað þess að við skoruðum náðu Tékkarnir knettinum og skoruðu I stað þess
að knötturinn færi I netið hjá þeim. Við reynum að vinna þá I seinni leiknum
og ég sé ekkert þvl til fyrirstöðu að það geti tekist, sagði Janus að lokum.
Ekki slæmt að skora 1 7 mörk
Jón Karlsson landsliðsfyrirliði var óhress með árangurinn I leiknum og
sagði að greinilegt hef ði verið að þreyta hefði háð lykilmönnum I spili liðsins.
Væri það I rauninni ekki óeðlilegt, þar sem þetta hefði verið þriðji landsleik-
urinn I vikunni og auk þess hefðu verið æfingar I hádeginu á hverjum degi og
auk þess á kvöldin á milli leikja.
— Það sem gerði útslagið I þessum leik var hve herfilega við fórum með
dauðafæri. Á þv! fyrst og fremst töpuðum við þessum leik og varnarleikurinn
var I lagi I kvöld. Það er engan veginn slæmt að fá á sig 1 7 mörk gegn eins
sterku liði og það tékkneska er, við hefðum bara auðveldlega átt að geta
skorað meira sjálfir. Þetta lið er alls ekki sterkara en pólska liðið, sem við
lékum gegn I byrjun vikunnar. Tékkarnir leika að vlsu hraðar en Pólverjarnir,
en við eigum að vinna þá I seinni leiknum.
Óli Ben. varði frábærlega vel I þessum leik og það er mikill munur að hafa
hann fyrir aftan sig I þessu formi. Hins vegar duttu þeir Ágúst og Þorbjörn
nokkuð niður frá slðasta leik og Ágúst var hreinlega óheppinn með skot sln
að þessu sinni. Þá voru dómararnir ekki til að hrópa húrra fyrir frekar en fyrri
daginn, þeir eru sérkafli út af fyrir sig, og ég vona að við fáum svona
sendingu aldrei aftur. Hvaðan eru þessir menn eigínlega? spurði Jón
Karlsson að lokum, ætli þeir hafi ekki séð handknattleik áður?
Sigurður Jónsson, formaður HSÍ, var spurður að þvi eftir leikinn hvort ekki
hefði verið sterkara fyrir landsliðið ef Ólafur H. Jónsson hefði verið með: —
Þessi leikur var alls ekki mælikvarði á það hvort Ólafur er nauðsynlegur fyrir
landsliðið eða ekki, sagði Sigurður. — Varnarleikurinn var góður I kvöld. en
mistök I sókninni kostuðu sigur I leiknum. Ólafur á heima I landsliðinu
hvenær sem er, og þá fyrst og fremst sem varnarmaður, en hann verður eins
og aðrir að æfa og meðan hann getur ekki verið með liðinu nema stuttan
tlma I senn, þá tel ég að sé hæpið að senda eftir honum. — áij.
EinkunnagjOfln
Ólafur Benediktsson 4, Ólafur Einarsson 2, Jón
Karlsson 3, Ágúst Svavarsson 1, Geir Hallsteinsson
3, Þorbjörn Guðmundur 2, Björgvin Björgvinsson 2,
Viðar Símonarson 2, Viggó Sigurðsson 1, Þórarinn
Ragnarsson 3.
I STUHU MALI
GANGUR LEIKSINS
Mín. ísland Tókkóslóvakfa
2. 0:1 Papiernik
5. Geir 1:1
7. 1:2 Dobrotka
8. Jón (v) 2:2
9. 2:3 Dobrotka
9. Björgvin 3:3
10. 3:4 Hanzl
13. Geir 4:4
14. 4:5 Hanzl
15. Ólafur 5:5
18. 5:6 Krepindl
23. Viðar 6:6
24. 6:7 Plechacek
26. Jón (v) 7:7
26. Björgvin 8:7
28. 8:8 Salivar
30. Þorbjörn 9:8
HAl.FI.EIKCR
33. 9:9 Salivar (v)
34. Jón (v) 10:9
38. 10:10 Pituch
40. Jón (v) 11:10
41. 11:11 Satrapa
42. 11:12 Plechacek (v)
43. 11:13 Dobrotka
47. 11:14 Mikes
49. 11:15 Plechacek
51. 11:16 Pituch
52. Jón (v) 12:16
54. Björgvin 13:16
57. 13:17 Dobrotka
59. Jón (v) 14:17
MÖRK ISI.ANDS: Jón Karlsson 6, Björg-
vin Björgvinsson 3, Geir Hallsteinsson 2,
Ólafur Einarsson 1, Þorbjörn Guðmundsson
1, Viðar Símonarson 1.
MÖRK TÉKKÓSLÓVAKlU: Josef
Dobrotka 4, Igor Plechacek 3, Ladislan Saliv-
ar 2, Dusan Pituch 2, Jiri Hanzl 2, Ivan
Satrapa 1. Pavel Mikes 1, Jaroslav Papiernik
1.
BROTTVÍSANIR AF VELLI: Þórarinn
Ragnarsson f 2 mfn., Dusan Pituch f 2 mfn.,
Ladislan Salivar f 2 mfn.
MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Ólafur Bene-
díktsson varði vftakast frá Pavel Mikes á 21.
mfn. og frá Ladislan Salivar á 37. mfn.
— STJL.
Slæm nýting
ÓLAFUR Benediktsson var hetja is-
lenzka liðsins I gærkvöld, en hann
varði alls 13 skot I leiknum, þar af
tvö vltaköst. Nær öll mörkin sem
Ólafur fékk á sig voru óverjandi, þar
af nokkur sem voru skoruð af Tékk-
unum úr hraðaupphlaupi, er þeim
gafst færi á að stökkva langleiðina
inn I Islenzka markið Ólafur var I
markinu allan tlmann.
íslenzka landsliðið misnotaði 19
sóknarlotur I gær, en skoraði úr 14,
þannig að nýtingin getur ekki talist
nógu góð. Markvörður tékkneska
liðsins varði samtals 8 skot frá is-
lendingum, 4 skot frá Geir, 2 frá
Ágústi, 1 frá Ólafi Einarssyni og 1
frá Þóarni Ragnarssyni. Tvlvegis
áttu íslendingar skot framhjá (Viggó
og Viðar) og tvlvegis skot I stöng
(Ágúst og Jón). Sjö sinnum töpuðu
íslendingar knettinum á þann hátt
að sendingar misheppnuðust og
skoruðu Tékkar þá oftast úr hraða-
upphlaupum Þarna áttu hlut að máli
Ágúst — tvisvar, Geir einu sinni,
Ólafur einu sinni, Þorbjörn tvisvar
og Þórarinn einu sinni.
Geir Hallsteinsson átti 3 llnusend-
ingar sem gáfu mörk, Ólafur Einars
son eina og Viðar eina. Þeir sem
fiskuðu vltaköstin sem dæmd voru á
tékkana voru: Þórarinn 2. Ágúst 1,
Geir 1 og Viðar 1.
Evrópumeistaramót í skautahlaupi:
t Noregi eru þeir Kallaðir „Hin fjögur stóru ess“ og þeir sýndu það rækilega á Evrópumeistaramótinu að
þeir standa undir nafni. Storholt, Stenshjemmet, Sjöbred og Stensen hrepptu fjögur fyrstu sætin á
mótinu og höfðu yfirburði yfir keppinauta sfna.
Stóru essin stóðu fyrir sínu
og hrepptu Ijögur efstu sætin
EINS og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu unnu norskir
skautahlauparar það frækilega
afrek að hreppa fjögur efstu sæt-
in f Evrópumeistaramótinu f
skautahlaupi sem fram fór f
Narvik f Noregi um sfðustu heigi.
Sýndu Norðmenn ótvfræða yfir-
burði yfir keppinauta sfna, og
náðu frábærum árangri í öllum
keppnisgreinunum fjórum. Mik-
i 11 fögnuður rfkti f Noregi eftir
keppni þes^a, sem sjónvarpað var
beint, og eru Norðmenn ekki í
vafa um að þetta sé einn stærsti
sigur sem Norðmenn hafa unnið á
þessum vettvangi. Þó hafa norsk-
ir skautahlauparar löngum verið
í fremstu röð og t.d. unnið til
margra Ólympfugulla.
Þegar í fyrstu grein mótsins,
500 metra hlaupi, var um norskan
sigur að ræða. Jan Egil Storholt
sigraði á 39,54 sek., sem er betri
árangur en hingað til hefur náðst
á Evrópumeistaramótum. Kay
Stenshjemmet varð annar á 39,88
sek. og f þriðja sæti varð Sovét-
maðurinn Vladimir Lobanov á
39,89., sek en fyrirfram hafði
hann verið álitinn nær öruggur
um sigur í þessari grein.
í 5000 metra hlaupinu var Stor-
holt einnig sigurvegari, en tíminn
var hins vegar ekki betri en
7:23,36 mín. Annar í þessari grein
varð Sten Stensen á 7:^6,02 mín
og í þriðja sæti varð Hollending-
urinn Kleine á 7:26,05. Eftir fyrri
dag keppninnar hafði þvi Storholt
náð góðri forystu, var með 83,876
stig, en Stenshjemmet var í öðru
sæti með 84,989 stig.
Fyrri grein seinni dags mótsins
var 1,500 metra hlaup, og þar sem
aðstæður voru ekki alltof góðar
áttu flestir von á því að tími
Sovétmannsins, Nikolaj
Kuzmenkð, sem hljóp f fyrsta
2. deildar lið UMF Selfoss hefur
nú ráðið sér þjálfara fyrir næsta
keppnistfmabil. Er það Gylfi Þ.
Gfslason, fyrrverandi leikmaður
með Selfossliðinu, og vænta Sel-
fyssingar sér góðs af störfum
hans. Árangur Selfossliðsins
hefur verið nokkuð upp og ofan
undanfarin ár, 1975 vegnaði
riðli, 2:00,99 mín., myndi duga til
sigurs. Norðmennirnir voru ekki
á þvf að gefa sig og áður en lauk
höfðu þrir þeirra náð betri tíma.
Sigurvegari varð Kay Arne Stens-
hjemmet á 1:59,87 min. — nýtt
meistaramótsmet og um leið nýtt
norskt met. Sjöbred hljóp á
2:00,23 mín. og Storholt varð
þriðji á 2:00.48 mín.
Þegar hér var komið sögu var
sýnt að baráttan um sigur f stiga-
keppni mótsins yðri geysilega
hörð milli Stenshjemmet og Stor-
holt. Þurfti Stenshjemmet að fá
mun betri tíma i síðustu keppnis-
greininni, 10.000 metra hlaupi, en
Storholt til þess að sigra, en hvor-
ugur þessara kappa hefur hingað
til verið i fremstu röð i þessu
Gylfi Þ. Gfslason — þjálfar
Selfyssinga
liðinu vel f 2. deildar keppninni,
en gekk síðan miður á sfðasta
keppnistimabili.
Gylfi hefur fengizt töjuvert við
þjálfarastörf. Hann þjálfaði m.a.
3. deildar lið Víkings f Ólafsvík
1974 og var þjálfari ísfirðinga á
s.l. keppnistimabili og náði hann
góðum árangri með bæði þessi lið.
hlaupi. Svo fór líka að Sjöbred
varð sigurvegari á 15:03,78 mfn.
Stensen varð annar á 15:06,15
mín. og Hollendingurinn Kleine
varð þriðji á 15:08,01 min. Stens-
hjemmet varð svo í fjórða sæti á
15:08,61 mín., en Storholt varð
áttundi á 15:17,92 mín. og nægði
það honum til þess að hreppa
Evrópumeistaratitilinn nokkuð
örugglega.
Alls fékk Storholt 169,932 stig,
Stenshjemmet hlaut 170,377 stig,
Sjöbred varð þriðji með 170,912
stig, Stensen fjórði með 171,237
stig, var Helden frá Hollandi varð
fimmti með 171,674 stig,
Martsjuk, Sovétrikjunum, sjötti
með 172,411 stig og Kleine frá
Hollandi varð sjöundi með
173,149 stig.
I'SI' 65 ÁRA
tÞRÓTTASAMBAND tslands
minnist þess f dag að 65 ár eru
liðin frá stofnun sambandsins.
Aðalhvatamaður að stofnun tSt
var hinn kunni íþróttamaður og
frömuður Sigurjón Pétursson á
Álafossi, en fyrsti forseti tSt var
Axel V. Tulinius. Við for-
mennsku af honum tók sfðan
Benedikt G. Waage, sem hefur
Iengst allra átt sæti f stjórn sam-
bandsins. eða f 47 ár, og þar af 36
ár sem formaður.
íþróttasamband íslands er fjöl-
mennustu félagasamtök landsins
með um 60 þúsund félaga, er
mynda 263 íþrótta- og ungmenna-
félög, 27 héraðssambönd og 15
sérsambönd, auk sérráða. Starf-
semi ÍSÍ hefur farið ört vaxandi á
undanförnum árum, og iðkendur
íþrótta eru nú taldir um 60 þús-
und.
iþróttasambandið gefur út
íþróttablaðið, sem kemur út sex
sinnum á ári, og hefur við það
samstarf við fyrirtækið Frjálst
framtak h.f. Auk þess gefur ÍSÍ
svo út fréttabréf.
iþróttasambandið minnist þess-
ara tfmamóta með kaffisamsæti á
afmælisdaginn, kl. 15.30—17.00 í
Tjarnarbúð og tekur stjórn ÍSÍ
þar á móti forystumönnum
fþróttahreyfingarinnar og vel-
unnurum sambandsins.
Gylfi Þ. þjálfar Selfyssinga