Morgunblaðið - 10.02.1977, Síða 23

Morgunblaðið - 10.02.1977, Síða 23
23 MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977 Bandaríkjamenn hætta að bólusetja gegn svínainflúensu Farið varlega í bólusetningu hér BANDARÍSK heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að falla frá fyrri ákvörðun stjórnvalda um alls- herjarbólusetningu gegn svinain- flúensu þar vestra, að þvf er Ólafur Ölafsson, landlæknir, tjáði Morgunbiaðinu f gær, en honum hafði þá nýlega borizt skýrsla um þessa ákvörðun frá aðalstöðvum heilbrigðisstofnunarinnar í Atlanta. Að sögn Ólafs verður nú sá hátt- ur hafður á að aðeins verða bólu- settir þeir, sem læknar telja brýna þörf á að bólusetja með tilliti til þess að viðkomandi þoli ekki háan hita og er þar fyrst og fremst um aldrað fólk að ræða. í allmörgum tilfellum í Bandaríkj- unum hafa samhlióa bólusetn- ingu komið fram aukaverkanir i mynd vægrar lömunar, sem þó hefur oftast nær ekki reynzt varanleg en einnig hafa fáeinir látizt af þessum sökum. Ekkert nýtt tilfelli svínainflúensu hefur komið upp nema hvað grunur var um eitt tilfelli i Noregi. Það var strax einangrað og hefur ekkert frekar frétzt af þvi, að sögn land- læknis. Hér á landi hefur töluvert af öldruðu fólki verið bólusett gegn svinainflúensu. Að sögn Ólafs hefur þó verið farið mjög gæti- lega í sakirnar og engra auka- verkana hefur orðið vart hér á landi. Tók Ólafur fram, að bólu- efnið, sem hér væri notað, væri frá öórum lyfjaframleiðanda en það sem notað hefði verið i Bandarikjunum. Varðandi inflúensu að öðru leyti sagði landllæknir, að fréttir hefðu borizt af því, að inflúensa af B-stofni gengi nú I hluta Bandarikjaanna. Hér á landi hef- ur his vegar lítið borið á faröldr- um það sem af er vetri og enginn meiriháttar farsótt komið upp. Kvistað í Hljómskálagarðinum Eins og annars staðar er nauðsynlegt að kvista limgerðið í Hljóm- skálagarðinum annað slagið til að þétta vöxtinn. Þó gerðið standi næsta ræfilslegt eftir þá jafnar það sig örugglega fljótlega og verður bæjarprýði á ný strax f sumar. Skotar gáf u leikinn og Island komst beint í 2. umferd Ol- ympíumótsins í „tele-skák” EINS og fram hefur komið f Mbl., er fyrsta Ólympfumótið f „tele- skák“ f þann veginn að hefjast. 1 fyrstu umferð átti Island að keppa við Skota, en þeir hafa nú dregið sig út úr keppninni öllum á óvart, og er tsland þar með komið f aðra umferð keppninnar eða 8-þjóða úrslit, en 14 þjóðir höfðu tilkynnt þátttöku í keppn- inni. Með „tele-skák“ er átt við skák- keppni, þar sem leikirnir eru fluttir milli keppenda um telex, ritsima, talsíma eða útvarp (amatör), jafnframt því sem skákklukkur eru notaðar til að mæla tima keppenda. í gildi er almenn reglugerð fyrir hvers konar keppni af þessu tagi. Ólympfumótið i tele-skák er alþjóðleg sveitakeppni milli þjóða, þar sem keppt er um sér- stakan bikar, sem FIDE og ICCF hafa gefið. Keppnin mun verða haldin á tveggja ára fresti með útsláttar- fyrirkomulagi. I hverri sveit skulu vera átta keppendur, og hefur skákstjórn mælzt til þess að i hverri sveit séu ein kona og einn unglingur, en það er þó samkomu- lagsatriði milli keppnisaðila. .Skákreglur FIDE munu gilda hér eins og í venjulegri skákkeppni, að svo miklu leyti sem við verður komið. Hámarkstimi hverrar Framhald á bls. 24. 1 1 Reykjavík og Vestmannaeyjum er beðið eftir loðnunni, en á báðum stöðunum hefur verið dauft yfir vertíðinni til þessa. (ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.). Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar og Reykjavík: Janúarmánuður léleg- ur hjá netabátunum ÞAÐ SEM af er vertiðinni hefur verið tregur afli hjá netabátum úr Þorlákshöfn, en heldur hefur það verið skárra hjá þeim sem stunda Ifnuna, en það eru aðeins 3 bátar. Sömu sögu er að segja af þeim fáu bátum, sem leggja upp afla sinn í Reykjavík, og í Vestmannaeyjum er varla hægt að segja að vertíðin sé byrjuð enn. Þar bíða menn eftir loðnunni eins og víðar og reikna ekki með gamalkunnri vertíðarstemmningu fyrr en í marz. Pétur Friðriksson á hafnar- vigtinni í Þorlákshöfn sagði í samtali við Mbl. í gær að þaðan væru gerðir út 16 bátar á net, 3 á linu og 1 á troll. Afli hefði verið sæmilegur á línuna, en hins vegar hefði ekkert fengizt í netin, verið steindautt eins og hann orðaði það. — Þó kom Búrfellið inn með 30 tonn á mánudaginn og er það það lang- bezta hjá bátunum það sem af er vertíðinni. Það þarf varla að taka það fram, að aflinn var tveggja nátta, þvi tiðin hefur verið erfið til sjávarins og sjald- an gefið tvo daga i röð, sagði Pétur. Hann bar saman janúarmán- uð núna og í fyrra og sagði að aflinn í ár væri miklu minrii en i fyrra. Aflahæsti báturinn í mánuðinum í fyrra var Friðrik Sigurðsson með 210 tonn, af aflahæsti báturinn i mánuðin- um núna hefði verið Höfrungur með 160 tonn. Á vigt Fiskvinnslunnar og Eyjabergs í Vestmannaeyjum fengum við þær fréttir að ekk- ert hefði verið að hafa hvorki á net eða troll. 1 fyrradag hefði bezti trollbáturinn, sem Ieggur upp hjá fyrrnefndum fyrir- tækjum, verið með 3H tonn og afli eina netabátsins, sem þessi fyrirtæki gera út, var með 890 kg. — Janúar og febrúar eru orðnir steindauðir mánuðir og hér kemst ekki vertíðarbragur á fyrr en í marz núorðið. Þá lifnar yfir og aðkomufólkið fer að koma hingað. Nú bíðum við bara eftir loðnunni og einhverj- ir bátar eru á leiðinni, sögðu þeir í Eyjum í gærdag. Frá Reykjavík eru gerðir út allmargir bátar á vertíðina, en aðeins örfáir þeirra leggja upp í Reykjavík. Aflanum er i flest- um tilfellum landað á Suður- nesjum og hann keyrður til vinnsluhúsanna í Reykjavík. Asþór er eini báturinn sem rær á línu og leggur upp i Reykja- vík. Var hann með 47 tonn i 5 róðrum f janúar, en oftast var lagt tvisvar sinnum í hverjum róðhi. Kom Asþór inn í gær með 8 tonn af ágætum fiski. AIls komu bátarnir með 143 tonn á land í Reykjavík í janúarmán- uði i 19 róðrum. Þrir bátar eru á trolli frá Reykjavík, Skjaldborg, Fram og Asver. Netabátunum frá Reykjavík fjölgar næstu daga því áhafnir Guðbjargar og Sifj- ar eru langt komnar með að steina niður netin. Er Sif ný- kcypt til Reykjavíkur og eru eigendur Hjallavík hf, en skip- ið var áður i eigu Meitilsins i Þorlákshöfn. Bandaríska innanríkisráðuneytið: Gefur út bækling um eldgosið og hraunkælingu í Eyjum BANDARÍSKA innanrlkisráðu- neytið hefur gefið út bækling sem nefnist: Maður gegn eld- f jalli: Eldgosið í Heimaey, og þar er lögð höfuðáherzla á árangur- inn sem náðist f hraunkælingu meðan á gosinu stóð og hvaða lærdóm aðrar þjóðir, sem þurfa að glfma við sams konar náttúru- öfl, geti dregið af þessu braut- ryðjandastarfi sem unnið var f Vestmannaeyjum. Bæklingurinn er 19 bls. og þar er eldgosinu og baráttunni við hraun og ösku lýst i máli og myndum. Dr. Richard S. Williams jr., jarðfræðingur við bandarisku jarðfræðimiðstöðina og helzti höf- undur bæklingsins, segir að lær- dómurinn sem draga megi af gos- inu i Vestmannaeyjum geti haft verulega þýðingu fyrir önnur eld- fjallasvæði á jörðunni og þar á meðal fyrir landshluta í Banda- rikjunum. Sérstaklega benti Williams á, að árangurinn sem náðist i Heimaey hefði sérstakt mikilvægi fyrir Hawaii-eyjar en þar er búizt við eldgosi I Mauna Loa, stærsta eldfjalli heims, einhvern tima fyr- ir júli 1978 samkvæmt spá frá bandarisku jarðfræðimiðstöðinni sem gefin var út á siðasta ári. Ef það eldgos hefur I för með sér verulegt hraunrennsli á löngum tima, þá er talin hætta á að hraun- ið nái að eyða hluta Hiloborgar, sem er I senn miðstöð efnahags- lífs og samgangna á eynni. Williams heldur því fram, að starfið sem fram fór á Heimaey með þvi að nota sjó til að kæla hraunið og gerð varnargarða til að stöðva eða beina hrauninu ákveðna leið hafi verið viðamesta tilraunin hingað til i því skyni að ná tökum á hraunstraumi meðan á gosi stóð. Hann segir jafnframt að árangur eyjaskeggja i barátt- unni við eldfjallið hafi leitt til þess að önnur samfélög, er búi við samsvarandi hættur af eldgosum íhugi nú þann lærdóm sem draga megi af eldgosinu i Heimaey og hafi jafnframt haft í för með sér að fá eldsumbrot i veröldinni hafi verið ljósmynduð meira. Meðal íslenzkra visindamanna sem vitnað er til i bæklingi þess- um eru Valdimar K. Jónsson, Matthias Matthíasson, Sigurður Þórarinsson, Sigurður Steinþórs- son, Þorleifur Einarsson, Hrefna Kristmannsdóttir og Nils Óskars- son, en höfundur bæklingsins beina sérstöku þakklæti til Þor- björns Sigurgeirssonar, prófessors, Magnúsar Magnús- sonar, prófessors, og Steingrims Hermannssonar, forstjóra Rann- sóknaráðs rikisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.