Morgunblaðið - 10.02.1977, Page 32

Morgunblaðið - 10.02.1977, Page 32
32 MORCíUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977 Entebbe —eftirmáli Raid on Entebbe. Am. 1976 Leikstjóri: Irwin Kershner Kapphlaupinu inn á Ent- ebbe-flugvöllinn er lokið Um leið og atburðurinn í sumar hafði síast í gegnum heims- pressuna var ýmsum spekúlöntum Ijóst að þarna lá fyrir ótrúlega spennandi handrit að hasarmynd. Með stuttu millibili gáfu 7 aðilar út yfirlýsingar um að þeir væru nú að hefja undir- búning að gerð kvikmyndar um þetta efni. í nóvember höfðu 4 aðilar helst úr lestinni og aðeins þrír stóðu eftir Voru það Warner Bros., sem i samvinnu við David Wolper Organisation unnu að Ordeal at Entebbe, en nafninu hefur síðan verið breytt í Victory at Entebbe, en með aðalhlutverk fara Burt Lancaster og Kirk Douglas. Þessi mynd átti þá að vera tilbúin til sýninga i sjónvarpi (ABC — TV) 1 1 des. síðastliðinn og síðan til sýninga í kvikyndahúsum i janúar Frá ísrael komu þær fréttir að ísraelski framleiðandinn og leikstjórinn Menahem Golan væri að vinna að sinni útgáfu, Operation Thunder- bolt, og átti sú mynd að vera tilbúin núna í febrúar. í þriðja lagi var það svo Raid on Entebbe, sem Edgar J Sherick og Daniel H. Blatt framleiða, en í nóvember var tílkynnt, að kvikmyndataka hefði hafist 1 1. október og NBC-sjónvarpsstöðin gerði ráð fyrir að fá frá þeim þriggja tíma mynd til sýninga í febrúar. Frumsýning á Raid on Entebbe er hins vegar á 2. dag jóla 1976, ekki í Ameríku, heldur. i Danmörku. Frumsýning á myndinni í Ameríku hefur sennilega farið fram í síðasta mánuði, en Bretar munu vera um það bil að fá myndina til sýninga Sýning myndarinnar hér uppi á íslandi á þessum tima er því jafn óvæntur atburður og árás ísraelsmanna á Ent- ebbe-flugvöllinn í sumar. Ef það er rétt að kvik- myndatakan byrji 1 1 okt. ætti að vera Ijóst, að myndin hefur verið framleidd á met- tima. Fram til jóla eru um 70 dagar og hefur myndin verið í framleiðslu fram á síðasta dag, því danir urðu að sýna myndina textalausa, þar sem ekki vannst tími til að þýða hana. Hvort þær dag- setningar, sem þessir fram- leiðendur gáfu upp í nóvem- ber hafa hins vegar verið réttar, eða hvort þeir hafa bara verið að villa um fyrir keppinautum sínum, verður trúlega atvinnuleyndarmál til að byrja með. En hvað sem þeim sann- leika liður, er það staðreynd að myndin er framleidd í hasti, og mesta furða að hún skuli ekki bera þess nein til- takanleg merki, allavega ekki að ytra útliti. Myndin virðist fylgja þeirri atburðarás, nákvæmlega, sem lýsingar í blöðum gáfu til kynna i- sumar, og því útilokað fyrir leikmann að dæma um, hvort einhvers staðar sé brugðið út af frásögninni til að auka spennu í verkinu. Það hefur hins vegar komið i Ijós, eftir að myndin var gerð, að konan sem talin var ófrisk og flutt var úr vélinni á Bengasi-flugvelli i Líbýu, var alls ekki ófrísk, heldur gerði sér upp veikindi — og skipu- lagði þannig alldjarfan flótta. Þetta atriði er að visu nýkom- ið fram í dagsljósið og er augljóst að höfundar þessarar myndar hafa ekki vítað hið sanna í málinu, því þeir sýna þessa konu, Patricia Hyman, komna all- langt á leið og gera sér engan mat úr undankomu hennar. Þarna var hins vegar góður möguleiki á að auka spennuaugnabliki inni í myndina einmitt í kafla sem virkar fremur langdreginn. Annars er lítið um myndina að segja. Hún er eins og mekkanó sem er raðað upp eftir fyrirframákveðinni teikn- ingu, sem áhorfendur þekkja. Vandinn er í rauninni sá að halda athygli áhorf- andans við efni, sem hann Pf. Yaphet Kotto sem dr. Idi Amin Dada ásamt flugstjóra frönsku farþegavélarinnar, sem Eddie („Lemmy") Constantine leikur. þekkir til enda. En það er einmitt hér, sem landsfaðir Uganda, dr. Idi Amin Dada, kemur kvikmyndagerðar- mönnunum til hjálpar. Fram- koma hans og afskipti af málinu í sumar vöktu heims-. athygli og áhorfandinn bíður spenntur eftir komu hans inn á sviðið. Þegar trúðurinn birtist loks og upphefur raust sína og hlátur er dramatísku innihaldi kúvent í farsa. Það eina sem maður saknar i myndinni erfleiri upptroðslur þessa trúðs, því þó Yaphet Kotto líti ekki alveg eins út og Amin, eru setningarnar og hláturinn þó frá Amin komnar. Um leik annarra er það að segja, að Charles Bronson, er bara Bronson, það er sama hvað hann leikur, og þó Horst Buchholz, sem var vin- sæll fyrir 10 árum, hafi aldrei verið afburðaleikari, stendur hann sig vel í hlutverki hryðjuverkaforingjans. Martin Balsam, sem tals- maður gíslanna er einnig góður og sama má segja um flesta þá, sem leika farþeg- ana. Peter Finch sleppur einnig vel frá sinu hlutverki, en maður getur ekki varist þvi að horfa á hann með nokkuð blöndnum tilfinningum, þar sem hann deyr tveim mánuðum eftir að hann lék þetta hlutverk. Eddie („Lemmy") Constantine leikur hér hlut- verk flugstjóra frönsku far- þegavélarinnar og er það átakaltið hlutverk fyrir þennan gamla harðjaxl en Jack Warden fær að sýna meiri tilþrif sem Gur hers- höfðingi. Annars er persónu- sköpun í svona mynd litið atriði, am.k., er gert lítið úr henni, þar sem höfuð- áherslan er lögð á atburðinn og tæknilega framkvæmd hans. Allur sá hamagangur sem orðið hefur í kringum gerð mynda um þennan atburð og hin snörpu viðbrögð innan kvikmyndaiðnaðarins hafa óneitanlega vakið þá spurningu að hve miklu leyti þessum iðnaði sé stjórnað af gyðingum. Kaupsýsluæfi- leikum þeirra er viðbrugðið og í þessam iðnaði eru ævin- týralegar fjáræðir ætíð lagðar undir. Og ekki þarf að draga i efa á áróðursgildi mynda eins og þessarar. Leikstjórinn Kershner virðist þó hafa gert myndina eins hlutleysislega og honum var unnt, eftir því sem efni stóðu til, en einn kafli í myndinni minnti mig hressilega á, að myndin var gerð frá einum sjónarhóli. Þegar ísraelsku hermennirnir eru á leið út í flugvélarnar er ekið ógnarlengi og hægt fram hjá endalausri röð orrustuflugvéla. Það er ein- hvers konar fyrirfram hetju- dýrkunarbragur á þessum kafla, sem kemur atburða- rásinni ekkert við, en fellur inn í hana án þess að trufla verulega. Hinn duldi áróður fer ekki milli mála, en hann skiptir okkur engu, þvi við erum réttu megin við mál- staðinn. SSP Aukasýningar á laugardögum LAUGARÁSBÍÓ mun taka upp þá nýbreytni í byrjun mars að sýna gamlar kvikmyndir á laugardagseftirmið- dögum. Hafa fyrstu þrjár myndirnar þegar verið ákveðn- ar, en það eru The Ladykillers, gerð 1955, Dam Busters, einnig gerð 1 955 og Whisky Galore. sem er gerð 1948. Allt eru þetta breskar myndir og vafalítið er The Ladykillers þeirra þekktust hér á landi. Hér fer Alec Guinness með aðalhlutverkið, en ásamt honum leika í myndinni Peter Sellers, Herbert Lom, Katie Johnson, Cecil Parker og Frankie Howard. Leikstjóri er Alexander Mackendrick. Dam Busters leikstýrir Michael Anderson, en með aðalhlutverkin fara Richard Todd og Michael Redgrave. Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og segir frá vísindamanni, sem hefur þá bjargföstu trú að hægt væri að stytta styrjöldina til muna ef stíflurnar í Ruhr-héraðinu yrðu sprengdar og vinnur hann að því að útbúa sérstaka sprengju til að framkvæma það verk. Whisky Galore leikstýrir einnig Alexander Mackendrick en hér leika Basil Radford, Joan Greenwood og James Robertson Justice aðalhlutverkin. Þetta er gamanmynd, sem gerist í seinni heimsstyrjöld- inni á Hebridseyjum, og snýst sagan um 40.000 whisky- kassa, sem óvart rekur þarna á fjörurnar. kvik' mijnd /ídan Charles Bronson leikur Dan Shomron, sem stjórnar árásinni á Entebbe

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.