Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og egypzki utanríkisráðherrann
Ismail Fahmy svara spurningum fréttamanna við komu Vance til Kaíró í gær. Sjá
frétt bls. 16.
Vísað frá
Júgóslavíu
Frankfurt. 17. febrúar. Rrutor.
ÞREMUR vestur-þýzkum
baráttumönnum mannrétt-
inda var visað úr landi í
Júgóslavíu þar sem þeir
reyndu að fá andófs-
manninn og rithöfundinn
Mihajlo Mihajlov leystan
úr haldi og þeir sögðu að
ferðin hefði verið
árangurslaus þegar þeir
komu til Munchen í dag.
Þeir eru félagar i mann-
réttindasamtökum sem
hafa aðsetur í Frankfurt
og samtökin segjast ætla að
halda áfram að berjast
fyrir Mihajlov.
Samtökin segja brottvísunina
sýna að mannréttindi séu ekki
virt i Júgóslaviu og báðu Helmut
Schmidt að skerast i leikinn.
Vika er siðan kaþólski
presturinn Winfried Pietrik og
tveir aðrir menn úr samtökunum
fór til Belgrad að berjast fyrir
málstað Mihajlovs.
Moskvu, 17. fcbrúar. Reuter.
DR. ANDREI Sakharov,
leiðtogi sovézkra andófs-
manna, fékk í dag bréf frá
Jimmy Carter þar sem
hann lýsir yfir eindregn-
um stuðningi við máistað
mannréttinda um allan
heim.
Sakharov hefur aldrei
áður fengið bréf frá banda-
rísku stjórninni eða nokkr-
um erlendum þjóðarleið-
toga. Bréfið á sér enga
hliðstæðu og sagt er að það
geti magnað deilur ríkis-
stjórnanna í Washington
og Moskvu um mannrétt-
indi í Sovétríkjunum.
Sendiráðsstarfsmaður afhenti
dr. Sakharov bréfið þegar hringt
hafði veríð í hann og hann beðinn
að koma í bandaríska sendiráðið.
Dr. Sakharov var greinilega
ánægður þegar hann sagði blaða-
mönnum i íbúð sinni i kvöld frá
bréfinu sem hann kvaðst telja
Bréf Carters var dagsétt 5.
febrúar en gert er ráð fyrir að
hægt hefði verið að stöðva af-
hendingu þess ef forsetanum
hefði snúizt hugur. Talsmaður
bandaríska sendiráðsins staðfesti
að bréfið hefði verið afhent en
gat ekki veitt nánari upplýsingar.
Dr. Sakharov sagði að hann
hefði vitað fyrirfram að bréf for-
Framhald á bls. 18
stuðningsyfirlýsingu við mann-
réttindahreyfinguna í öllum
kommúnistaríkjum Evrópu.
í opinberum sovézkum yfirlýs-
ingum um helgina sagði að nýleg-
ar bandariskar yfirlýsingar til
stuðnings handteknum andófs-
mönnum væri liður í baráttu gegn
slökunarstefnunni detente og
þjónuðu þeim tilgangi að grafa
undan kommúnistarikjunum.
Rússar sækja um
leyfi fyrir 40 skip
BriissH, 17. febrúar. Reuter. AP.
RtlSSAR beygðu sig fyrir þrýst-
ingi Efnahagsbandaiagsins f dag
og Iögðu fram umsóknir um leyfi
handa um 40 rússneskum fiski-
skipum til veiða f 200 mílna iög-
sögu bandalagsins á næstu sex
vikum að því er skýrt var frá f
dag.
Embættismenn EBE segja að
Rússar hafi afhent fiskimálasér-
fræðingum bandalagsins lista
með nöfnum skipanna þar sem
Sprengjubann
Washington, 17. febrúar. Reuter.
CARTER forseti hefur afturkall-
að sölu á kröftugum sprengjum
til ísraels að þvf er skýrt var frá f
Hvfta húsinu f dag.
Sprengjurnar, sem kallast CBU-
72, eru notaðar úr flugvélum og
dreifa kerósinskýi sem kviknar í.
Jody Powell blaðafulltrúi sagði að
sprengjurnar yrðu ekki seldar úr
landi.
þeim hefðu verið settir þeir úr-
slitakostir að sækja um veiðileyfi
eða kalla burtu fiskiskip sem nú
stunda ólöglegar veiðar á miðum
bandalagsins.
Samningaviðræðurnar eru tald-
ar mikilvægur áfangi sem geti
leitt til þess að Rússar veiti EBE
formlega viðurkenningu. Hingað
til hafa Rússar neitað að viður-
kenna EBE sem eina heild.
Rússar skýrðu EBE frá þvf fyrr
í dag, að þeir tækju sér 200 mílna
fiskveiðilögsögu á Barentshafi 1.
marz. EBE-rikin vilja halda áfram
þorskveiðum á Barentshafi, eink-
um vegna þess að samningar um
þorskveiðar við íslendinga hafa
ekki verið endurnýjaðir, og munu
reyna að koma þvi til leiðar að
kveðið verði á um áframhaldandi
aðgang að þessum miðum i samn-
ingi við Rússa.
Embættismennirnir i BrUssel
segja að ef fljótt náist samkomu-
lag um bráðabirgðatilhögun veiði-
leyfa'til marzloka verði hægt að
gera langtima samning eins og
þann sem Bandaríkin og EBE
hafa gert þannig að frestað verði
erfiðum ákvörðunum um afla-
kvóta. Framhald á bls. 18
Andrei Sakharov
Jimmy Carter
Sovéttogarar veida
ólöglega vid N -N oreg
Bergen 17. febrúar — NTB.
NORSK varðskip hafa á minna
en einni viku sent menn um
borð í sovézka togara, sem hafa
stundað ólöglegar veiðar innan
norsku 200 mflna fiskveiðilög-
sögunnar við strendur Finn-
merkur. Yfirmaður' flotans í
Norður-Noregi hefur staðfest
að aðfararnótt sunnudags hafi
verið farið um borð I tvo togara,
sem voru á veiðum á svæði þar
sem togveiðar eru hannaðar, en
tvö önnur skip náðu að forða
sér þegar varðskipið „Heim-
dal“ birtist. Farið var um borð f
annað þessara skipa daginn eft-
ir.
Þetta er í fyrsta skipti sem
sovézk skip hafa veitt á bann-
svæði og þeim skipum, sem far-
ið var um borð I, var skipað að
fara tafariaust út af svæðinu.
Talsmaður utanrikisráðu-
neytisins, Egil Helle, segir að
ráðuneytið hafi kannað mála-
vöxtu og ekki séð ástæðu til að
aðhafast frekar þar sem þetta
er í fyrsta sinn, sem sovézk skip
veiða ólöglega á bannsvæði. Ef
veiðar þeirra á svæðum, þar
sem togveiðar eru bannaðar,
fara að verða að vandamáli
verður að taka það til athugun-
ar hvort ekki verði að beita
Framhald á bls. 18
Dular-
fullt
dauða-
slys
Nairohi, 17. febrúar. Reuter.
ERKIBISKUP anglfkönsku
kirkjunnar f Uganda og tveir
ráðherrar fórust f bflslysi f
Kampala eftir tilraun til að
komast hjá handtöku fvrir
meinta þátttöku f samsæri
gegn Idi Amin forseta að því
er Ugandastjórn tilkvnnti f
dag.
Mennirnir þrír, séra Janani
I.uwum, Arphazed Charles
Oboth-Ofumbi innanrfkisráð-
herra og Erenayo Wilson
Oryema jarðnæðismálaráð-
herra, reyndu að yfirbuga öku-
mann bifreiðarinnar sem átti
að flytja þá til foringjabúða
þar sem átti að yfirheyra þá að
sögn Ugandaútvarpsins.
Útvarpið sagði að bíllinn
hefði rekizt á aðra bifreið,
bílnum hefði hvolft og þakið
brotnað. Mepnirnir þrír voru
látnir þegar þeir voru dregnir
úr flakinu og bílstjórinn,
Moses major, var alvarlega
slasaður sagði útvarpið.
Slysið varð í gær að loknum
útifundi þar sem hermenn
hrópuðu „Drepið þá, drepið
þá“ eftir að hafa hlýtt á yfir-
lýsingar þriggja meintra sam-
særismanna sem sögðu að erki-
biskupinn og ráðherrarnir
hefðu verið viðriðnir hið
meinta samsæri.
Erkibiskupinn var á úti-
fundinum og hristi höfuðið
þegar nafns hans var getið í
skjali sem sagt var að væri
eftir Milton Obote fyrrum for-
seta sem Amin forseti steypti
af stóli 1971. Amin hefur sagt
Framhald á bls. 18
Dr. Andrei Sakharov
fær bréf frá Carter