Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1977 VlE? MORÖdKf KAFPfNU Þetta er í sambandi við rauðvfnsflösku sem ég keypti hjá ykkur f gær! — Jæja, sagði hún við borð- herra sinn, sem var læknir, svo þér eruð þá eiginlega öku- maður hinnar miklu lestar er fer yfir landamæri eilffðar- innar. — Nei góða ungfrú, miklu óæðra starf, ég aðeins hemla. — Tókstu eftir svipnum á henni þegar ég sagði að hún væri nærri þvf eins ungleg og dóttir hennar. — Nei, en ég sá svipinn á dótturinni. þessari skoðanakönnun, en ég get sagt þér að hún er ekki sammála hinum. Ég sagði yður að kaupa súper- gerðina, — af þeim detta hurðahandföngin ekki! — Ifvaða vftamfn eru í ölinu? — A-vftamfn. — Hvernig veiztu það? — Pabbi segir alltaf a-a, þegar hann drekkur það. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson EIN tegund lokastöðu er, að sagn- hafi neyðir varnarspilara til að spila út lit, sem hvorki sagnhafi né blindur eiga og gefa slag þar með. Kannski er það þess vegna, að litið er á slíkt útspil, í tvöfalda eyðu, fremur óblíðum augum al- mennt. En sannleikurinn er nú samt sá, að þegar öll sund virðast lokuð nægir ef til vill að gera þetta. Norður gefur, norður og suður á hættu. Norður S. Á4 H. A942 T. 92 L. ÁG1075 Að mörgu er að hyggja „Það er svo langt um liðið siðan ég ætlaði að vera búinn að þakka hin fróðlegu og markvissu skrif Gísla Sigurðssonar, ritstjóra Les- bókarinnar, þegar hann stingur niður penna í ,,Rabb“-greinum sinum öðru hverju um helgar, því svo vel fer honum það úr hendi, að öðrum ólöstuðum, sem þar láta frá sér heyra, en læt nú loksins verða af þvi. Það er bókstaflega sama um hvað Gisli skrifar fyrir lesendur þáttarins, honum er gefið það sem margir geta aldrei eignazt, það er hinn smekkvísi tónn, sem er ómengaður frá upphafi til enda i gegnum greinar hans og heldur manni sannarlega vel vakandi við lesturinn, vegna rökvisi og hrif- andi frásagnar af hvers kyns tagi, svo maður er allur endurnærður eftir lesturinn og hef ég persónu- lega í hvert skipti þegar Lesbókin kemur með blaðinu flýtt mér nið- ur af fjórðu hæðinni sem ég bý á, niður á fyrsta gang, þar sem póst- kassinn minn er eða ef ég af ein- hverjum ástæðum kemst það ekki sjálfur nývaknaður hef ég látið færa mér blaðið í bólið og hefur ósjaldan orðið kalt kaffið í bollan- um hjá mér ef ég fæ það samtimis sem meðlæti með lestrinum. Ég minntist á það i upphafi að það er svo ótal margt fræðandi í og fjölskrúðugt sem Gísli Sigurðs- son hefur glætt lesendur Lesbók- ar með, þar birtist ótal fleira en „Rabbið'1 eftir hann, því penninn sem hann handleikur er eins og tónkvísl sem einmitt gefur honum hans persónulega tón, svo hljóm- urinn verður frá upphafi til enda hreinn og áheyrilegur. í Lesbókinni, 6. tbl. 6. febrúar s.l., færir Gísli svo góð og gild rök fyrir því hvað er að mörgu að hyggja þegar ljóð eru borin fram á bakka til birtingar á prenti svo þau megi kallast því nafni. Ég hef ekki talað við svo fáa sem ekkert vilja nema gamla fyrirkomulagið í ljóðagerð og kalla allt annað bull, sem ekki er rimað með til- heyrandi höfuðstöfum og stuðl- um. Þó mér detti allra sízt í hug að kasta rýrð á þannig vel gerðan kveðskap. En hafa skal það í huga, að það er svo langt frá því að það sé svo einfalt að yrkja órímuð ljóð eða atómkveðskap ef vit á að vera i honum, þó svo margir segi að það sé nú einmitt það sem geri það að verkum að það sé bara malað eitthvað út i loftið og þar með fráleitt að kalla það hinu virðulega nafni ljóð. Það á bara að halda áfram að vera í góða, gamla einangrunarklefan- um með öllum úrfellingarmerkj- unum að sjálfsögðu til að stytta ljóðlínuna i samræmi við þá sem fyrir er eða næst á að koma mark- visst til skila, þá passar tíminn upp á brot úr sekúndu og allt fellur svo vel inn í kerfi skáld- skaparins, eins og okkur var kennt að nema þegar við urðum strax læs. Það er hverju orði sannara sem Gísli Sigurðsson segir i „Rabb“- grein sinni: ... þykir mér auð- sætt, að öllu erfiðara sé að ná persónulegum tökum á órímuðum ljóðum,“ og „í órímuðu ljóði er ekki hægt að skýla sér á bak við neitt." Þetta getur Gísli með góð- um rökum sagt. Ég hef sjálfur verið það lánsamur að eiga eftir hann listavel gert málverk, sem prýðir stofuna hjá mér og það hefur sinn tón, sem listilega hef- ur verið festur á hvítan striga. 1 lokin vil ég enda þessi fátæk- legu skrif mín með byrjun á ljóð- linum eftir Matthías Johannessen skáld og ritstjóra, úr bók hans, „Mörg eru dags augu“, en það heitir: Að lifa sjálfan sig. Skáldið segir að það sé erfitt að vera samtfða sér. Eftir því sem ég eldist kemst ðg betur að raun um sannleik þessaraorða. Kristinn Magnússon." Þá hefur borizt bréf frá Önnu Snorradóttur og fjallar það um niðurröðun efnis í sjónvarpsdag- skránni: # Vinsamleg tilmæli til sjðnvarpsins „Margoft hef ég velt því fyrir mér, hvernig á þvi standi, að þeg- ar verulega vandað og gott sjónvarpsefni er á dagskrá, vill oft bregða svo við, að það er hnýtt aftan i aðra þætti þannig, að til þess að sjá það þarf að vaka fram undir eða fram yfir miðnætti. Þannig var til að mynda i gær- Vestur S. G962 H. G T. AKG86 L. KD8 Austur S. 5 H. K65 T. D10543 L. 9632 Suður S. KD10873 H. D10873 T. 7 L. 4 Sagnir gengu þannig: Norður 1 lauf pass 5 hjörtu Vestur 2 tíglar 5 tfglar pass Suður 1 spaði 4 hjörtu pass Austur pass 4 tfglar pass Vestur spilaði út tigli, ás og síðan kóng, sem sagnhafi tromp- aði. Útlitið var ekki sem verst, og suðiir var harðánægður með samninginn. Ellefu slagir virðast upplagðir sé tromlegan ekki mjög slæm. í þriðja slag spilaði suður lágu trompi á árinn en austur tók næst á trompkóng. Hann var vel heima í spilinu og sá að ástæðulaust var að spila spaða eða laufi. En það gat verið, að tígull gerði óskunda. Hann spilaði þvi tígli, í tvöfalda eyðu, og eftír það var engin leið að vinna spilið. Annaðhvort hlaut vestur að fá á spaðagosann eða austur annan trompslag. ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 34 þú eiginlega við þennan Ud- grensstrák? Pia stökk upp, hálvond. Úfið rautt hárið stóð f allar áttir og hún var hæði fjarska ung og fjarska örvæntingarfull þegar hún hrópaði framan f föður- bróður sinn: — Björn; Alltaf Björn; Mikið mynduð þið verða hamingju- söm ef þið gætuð látið taka hann fyrir eitthvað sem þíð hafið sjálf drýgt. En þar skjátlast ykkur laglega .... þvf að enda þótt hann hefði gert eitthvað af sér er hann alftof klókur til að láta YKKUR ná sér.... Eftir þessa skapheitu en ekki beinlfnis röklegu yfirlýsingu þaut hún grátandi á brott og hvarf inn í skóginn. Flest okkar hinna brostu vorkunnsamlega og kannski eilftið hafi verið af öfund f þvf brosi. En Otto var eins og þrumuský f framan. Helene kerrti hnakkann og Gabríella var alveg sérdeilis mæðuleg á svipinn. Og Christer Wijk tautaði sem hann tottaði óspart pfpu sína: —Björn Udgren enn; Svei mér þá .... ég fer að hafa meiri áhuga á þessum unga manni en flestu öðru varðandi þessa sögu 7. KAFLI Anders Löving sem hafði sfð- ustu mfnúturnar setið hreyf- ingarlaus og hlýtt á, fullvissaði okkur um að hann myndi kanna allt um ferðir og gerðir Björns Udgrens. Sömuleiðis þyrfti hann að sannreyna fjar- vistarsannanir þjónustufólks- ins varðandi nóttina áður. —En það er staðreynd að sú persóna sem við leitum að hlýt- ur að hafa haldið sig f aðalbygg- ingunni að minnsta kosti tvfvegis. 1 fyrsta lagi hlýtur við- komandi að hafa farið inn f eldhúsið til að setja svefnlyf f kaffið .... og meðal annarra orða hver fór síðastur úr eld- húsinu f nótt ? Christer tók pfpu sfna út úr sér. — Það voru við Gabriella ... Puck og Mina fóru strax upp eftir að Severin var farinn. Sama gerði Helene. Fanny frænka fór aftur inn í sjúkra- herbergið. Pia fékk sér brauð- sneið og sfðan hvarf hún. Otto leit inn f eldhúsið rétt fyrir klukkan hálf eitt og bauð góða nótt. Þá höfðum við lokið upp- þvottinum og Gabriella fór að laga kaffið. Hún þvoði pokann og mældi kaffið ... — Stóðst þú þannig að þú gætir fylgst með henni? Blá augu Lövings horfðu fast á Christer. Andartak fannst mér votta fyrir kvfða f augnar- ráðí vinar mfns. — Nei, sagði Christer sfðan. —Ég fvlgdist ekki svo náið með þvf sem hún var að gera. Hún hefði sem hægast getað tekið nokkrar svefntöflur upp úr vas- anum — eða upp úr veskinu og iaumað þeim f kaffikönnuna ef þú ert með það f huga. Það var einkennilegt að sjá Christer Wijk sitja þarna með sitt svarta hálsbindi við dökk- blá fötin og halda hönd Bellu f sinni .... merkilegt að það var ekki hann sem stjórnaði yfir- heyrslunni, heldur lá við að hann væri f hópi þeirra sem viðriðnír voru málið. Ég sá að honum hafði hnykkt við og ég velti fyrir mér, hvernig hann tæki þessu eiginlega, sem verð- andi eiginmaður Gabrieilu ... eða sem hinn dugmikli og hlut- lausi sporhundur og lögreglu- maður. Anders brosti hálfvandræða- lega og hélt áfram í snatri. —Hvað var klukkan þegar þið fóruð úr eldhúsinu? — Hálf eitt eða svo. — Hvaða leið fóruð þið? — Ut um glerdyrnar f borð- stofunni, ... dyrnar sem snúa út að vatninu. — Læstuð þið dyrunum á eftir ykkur? Að þessu sinni varð Gabriella fyrir svörum og hún gerði það brosandi: — Hér á herragarðinum höf- um við tamið okkur þá ein- kennilegu venju að við læsum aðeins einum dyrum, það er að segja aðaldyrunum. Allar aðrar eru ólæstar sólarhringinn út. Svo að þess vegna gæti hver sem væri sprangað inn og út, bæði f eldhúsið, borðstofuna og f álmurnar tvær ... Lögregustjóranum sem eftir málfari að dæma var frá Stokk- hólmi komu svona framandleg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.