Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977
Fyrst og fremst til að auka
traust manna á gjaldmiðlinum
- segir Lárus Jónsson alþm. um
þingsályktunartillögu sína
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Lárus Jónsson alþingis-
maður lagt fram þingsálvktunartillögu um könnun á hundraðföld-
un verðgildis íslenzkrar krónu. Leggur Lárus þannig til að verðgildi
krónunnar verði aukið, með öðrum orðum að tvö núll verði skorin
aftan af og 100 krónur verði gerðar að svokallaðri nýkrónu. Mbl.
átti stutt viðtal við Lárus 1 gær og spurði hann m.a. hverjar væru
ástæður þess að þingsályktunartillagan væri borin fram:
— Margar ástæður eru fyrir
því, sagði Lárus. í fyrsta lagi er
það að verðmæti gjaldmiðilsins
hefur rýrnað á undanförnum
árum og áratugum og í greinar-
gerð með tillögunni er bent á að
bandaríkjadalurinn var t.d.
skráður á 6,49 kr. árið 1941, en í
dag er hann skráður á yfir 190,-
krónur. Einnig er i greinar-
gerðinni sýnd verðþröun frá ár-
inu 1950 og er vísitala fram-
færslukostnaðar i dag, miðað
við 100 stig þá orðin 2336 stig,
samkv. spá, visitala vöru- og
þjónustu 3337 og vísitala bygg-
ingarkostnaðar 4188 stig.
Það hefur þvi orðið tuttugu-
til fertugföld rýrnun á verð-
mæti krónunnar síðan 1950.
— Nú, höfuð tilgangurinn
með þessari tillögu er sá að
auka trú manna á gjaldmiðlin-
um, leitast fyrst og fremst við
því að aukatraust almennings á
honum. Þetta gerðu bæði
Frakkar og Finnar á sínum
tíma og var það hjá þeim þáttur
í að ráðast gegn verðbólgunni
með nýjum og ferskari hætti,
en verið hafði.
— Kveikjan að þessu hjá
mér er hin dæmalausa „flot-
króna", maður hefur jafnvel
heyrt sögur um að fólk hendi
henni. Þegar við erum hættir
að slá þá mynt sem við byggjum
á er að mínu mati kominn tími
til að söðla um. Þetta er ekki ný
hugmynd, það hefur oft verið
rætt um að gera þetta áður. Það
sem hefur verið fundið þessu
til foráttu er m.a. það, að þessi
ráðstöfun er talin þurfa að vera
þáttur í allsherjáraðgerðum
gegn verðbólgunni. En það er
einsýnt að taka þarf á þessu
verðbólguvandamáli — hingað
og ekki lengra — og hætta að
reikna með stórfelldri verð-
bólgu.
Þá hefur einnig verið haldið
fram að kostnaður yrði mikill,
en úr honum má draga ef gert
er eins og i Frakklandi að hafa
tvær myntir í gangi i einu. Ef
við hættum við 10.000 króna
seðil, en létum frekar gera 100
króna seðil af nýkrónum, og á
sama hátt með 100 króna
myntina, að í stað hennar kæmi
1 nýkróna. Þetta eru myntir
sem liggur fyrir að slá hvort
sem er, svo að það hlýtur að
liggja í augum uppi að kostn-
aður verður aldrei mjög mikill.
Síðan yrði að hafa báðar
myntirnar í umferð um tíma og
kalla eldri myntina og seðlana
inn á 2—3 árum.
— Margir hafa verið hræddir
við svona breytingu á þeim for-
sendum að fólki fyndist það fá
enn minna fyrir hverjar 5
krónur en 500 krónur fyrir
breytinguna, fólk hefði einnig
minna á tímann 5 kr. en ekki
500 krónur, en ég held að þessi
hræðsla þurfi ekki að vera fyrir
hendi ef báðar myntir eru í
Lárus Jónsson alþingismaður
gildi i nokkurn tíma. Þetta
hefur eflaust viss sálræn áhrif
en ég vil gera meira úr jákvæðu
hliðunum.
Þá var Lárus spurður að því
hvort ekki gæti verið að fólk
færi að eyða meiru vegna þess
að því fyndist allt vera orðið
svo ódýrt.
— Ég hef nú ekki hugsað
mikið út í það, en ég held að
það megi e.t.v. líkja þessu við
það t.d. að skipta gjaldeyri,
hver eining er orðin stærri og
meira virði en áður og fólk
myndi velta hverri krónu meira
fyrir sér en áður, líkt og menn
gera oft erlendis.
Þá nefndi Lárus að árið 1962
hefði verið skipuð nefnd af
þáverandi fjármálaráðherra,
Gunnari Thoroddsen, sem áttu
sæti í þeir Sigtryggur Klemens-
son, Jóhannes Nordal og
Klemens Tryggvason. Nefnd
þessi gerði tillögu um tiföldun
verðgildis krónunnar eir það
fékk ekki hljómgrunn hjá
stjórnvöldum þá, en þá átti að
skipta í einu vetfangi og yrði
það að sjálfsögðu mun kostn-
aðarmeira, sagði Lárus.
Það má líka benda á það,
sagði Lárus, að síðan 1962 hef-
ur verðrýrnun krónunnar, mið-
að við visitölu framfærslu-
kostnaðar, verið tíföld, krónan
er um það bil 10 sinnum verð-
minni en hún var 1962 og þá
var tímabært að taka eitt núll
aftan af, hlýtur að vera timbært
að taka tvö núll núna.
— Árið 1972 var samþykkt
þingsályktunartillaga frá Birni
Pálssyni um að auka verðgildi
krónunnar þannig að tiu krón-
ur verði að einni og i greinar-
gerð frá Seðlabankanum segir
að ekki sé það talið tímabært að
tifalda verðgildi krónunnar þá,
en í niðurstöðum bankans segir
svo; „Loks telur bankastjórnin
æskilegt að kannað verði með
almennum umræðum innan
Alþingis og utan, hvort menn
telja upptöku stærri gjald-
miðilseiningar gagnlega ráð-
stöfun og líklega til þess að
auka virðingu og traust manna
á gjaldmiðli þjóðarinnar. Fái
þessi hugmynd nægilega
jákvæðar undirtektir, mætti
hugsanlega stefna að þvi að tek-
in yrði upp ný gjaldmiðilsein-
Framhald á bls. 23
Crtu buxnakmsf
m
- tgEMp m
r
‘^Gallabuxurnar“B
sem endast & endast
*wf
* mpm
*
5? LAUGAVEGUR
21599
BANKASTRÆTI
14275