Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977
5
Klukkan 21.30:
Að rœkta
unglinga...
Rœtt við Nínu Björk,
sem les útvarpssög-
una í kvöld
í KVÖLD er útvarpssagan á dagskrá
klukkan 21.30. Það er þriðji
lestur sögunnar ..Blúndubörn"
sem Nina Björn Árnadóttir hefur þýtt
úr donsku, en hún er enn fremur
flytjandi
Morgunblaðið spjallaði stuttlega
við Ninu Björn i gær og þá sagði hún
m.a: „Ég þýddi þessa skáldsögu
síðastliðið sumar, en hún er eftir
dönsku skáldkonuna Kirsten Thorup
og heitir bókin á frummálinu
„Baby". Kirstein Thorup er fædd
1942, en þótt hún sé ung að árum
hefur hún skrifað heilmikið og gefið
út. Fyrir þessa bók hlaut hún Otto-
Gjeldsted verðlaunin 1974. Thorup
hefur bæði skrifað skáldsögur, Ijóð
og leikrit. Einnig skrifaði hún handrit
fyrir kvikmynd, sem hét „Den
dobblete man".
Sagan „Blúndubörn" segir frá
fólki, sem hefur verið misskilið í
barnæsku og finnst það útskúfað á
fullorðinsaldri. Sagan gerist að hluta
til í skúmaskotum Kaupmannahafn-
ar og á upptökuheimili á Jótlandi, en
sjálf óist Kirsten Thorup einmitt upp
nálægt einu slíku heimili.
Rauði þráðurinn I bókinni
„Blúndubörn" er ádeila á malbikið
og stórborgareymdina og svo þráin
eftir hinu tæra, bláum himni og hafi.
Nína Björk Árnadóttir.
Nína Björg sagði enn fremur að sér
þætti sagan í alla staði raunsæ og
efniviðurinn höfðaði meira til okkar
eigin þjóðfélags heldur en áður, þar
eð unglingavandamál og glæpir á
íslandi væru alltaf að færast I vöxt.
„Sérstaklega tók ég eftir einu litlu
dæmi, sem mér fannst táknrænt fyrir
viðhorf manna hér til þessara mála",
sagði Nína Björn. „Það var I sjón-
varpsþætti um daginn þegar rann-
sóknarlögreglumaður komst þannig
að orði: „að unglingarnir hefðu verið
ræktaðir meðan á yfirheyrslu stóð",
kannski hefur maðurinn mismælt
sig, en orðið að rækta er orð, sem
menn ættu að hugleiða. Einnig tók
ég eftir því í viðtali við þýzka rann-
sóknarsérf ræðinginn Karl Schutz,
gott ef það var ekki í Morgunblað-
inu, að hann lagði áherzlu á það að
þessir ógæfusömu unglingar hefðu
allir átt örnurlega æsku og það er
einmitt punkturinn í skáldsögu
Kirsten Thorup".
Sjálf skrifaði Nina Björk fyrir
nokkrum árum leikrit, sem fjallaði
um svipuð vandamál og þessi, eða
nánar tiltekið fjallaði það um Litla
Hraun og fangelsi hér á íslandi Leik-
ritið heitir „Hælið" og var það sýnt í
sjónvarpi bæði f Noregi og Svfþjóð.
„Svo er að koma út eftir mig
Ijóðabók, sem ég kalla „Mín vegna
og þfn" og verður það innan
skamms.
Um hvað ég fjalla f þeirri Ijóðabók?
Við skulum segja að það sé óttinn
við að koðna niður f köldu kerfi,
skrifstofubákns og stóriðju og óttinn
við áhrif þessara hluta á mannssál
ina. í bókinni eru þrjátfu og tvö Ijóð,
samin undanfarin þrjú ár.
Jú, ég geri ráð fyrir að ég sé
pólitfsk f skáldskap mínum, þótt ég
sé alls eigi flokksbundin — en ég er
sósíalisti að eðlisfari, einnig er ég
mjög trúuð, reyndar er bæði ég og
maðurinn minn kaþólsk. Það er
rangt að álfta að pólitfk sé eitthvað
kalt og fráhrindandi, ég er jú pólitfsk
en þó hefur oft verið sagt við mig að
Ijóð mín væru bæði rómantfsk og
ffngerð. Ætli það sé ekki hægt að
orða það þannig að ég aðhyllist eins
konar fjallræðusósfalisma".
fermingardragtir
fermingarföt
fermingarskyrtur
fermingarblússur
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Siml frá skiptiborði 28155