Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977
- Hvaða
ráðuneyti
Framhald af bls. 32.
framkvæmdastjóri Sölu varnar-
liðseigna, væri félagi í Starfs-
mannafélagi ríkisstofnana, en
ekki starfsmannafélagi stjórnar-
ráðsins, en í því félagi eru starfs-
menn utanrikisþjónustunnar.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hefur utanríkisráðherra sagt,
að hann telji starfið tilheyra utan-
ríkisþjónustunni.
— Sigurður
Framhald af bls. 32.
að ekki væri fullljóst hvort all-
ir þeir varahlutir sem til við-
gerðanna þyrfti væru fáanleg-
ir hér á landi. Ef svo væri ekki
færi Sigurður trúlega eina
veiðiferð, meðan verið væri að
útvega varahlutina.
— Sakharov
Framhald af bls. 1.
setans væri á leiðinni og hefði
verið búinn að semja svarið þegar
hann fórtil sendiráðsins.
Bréf Carters er svohljóðandi:
„Ég fékk bréf yðar frá 21. ján-
úar og vii þakka yður fyrir að
vekja athygli mína á hugmyndum
yðar.
Mannréttindi er meðal þeirra
mála sem stjórn mín lætur sig
mestu varða. í embættistökuræðu
minni lýsti ég yfir: „Þar sem við
erum frjálsir getum við aldrei lát-
ið okkur á sama standa um afdrif
frelsisins annars staðar.“ Þér get-
ið verið þess fullvissir að banda-
rfska þjóðin og stjórnin munu
sem fyrr standa fast við þá skuld-
bindingu sína að auka virðingu
fyrir mannréttindum, ekki aðeins
í landi okkar, heldur einnig er-
lendis.
Við munum beita áhrifum okk-
ar til að fá samvizkufanga leysta
úr haldi og við munum halda
áfram tilraunum okkar til þess að
móta heim sem bregst jákvætt við
mannlegum óskum og þar sem
þjóðir sem búa við ólíka menn-
ingu og eiga sér óiíka sögu geta
lifað hlið við hlið í friði og rétt-
læti.
Það gleður mig alltaf að heyra
frá yður og ég óska yður alls góðs.
Yðar einlægur, Jimmy Carter.
(sign)“
Þegar Sakharov fór frá sendi-
ráðinu tóku tveir óeinkennis-
klæddir lögreglumenn myndir af
honum. Þeir höfðu beðið eftir
honum i svörtum Volga-bíl sem
öryggislögreglan KGB notar.
í svarinu við bréfi Carters kvað
Sakharov það mikinn heiður að fá
bréfið og stuðning við mannrétt-
indahreyfinguna í Sovétríkjunum
og Austur-Evrópu.
Hann kvaðst gera sér grein fyr-
ir þeirri miklu þýðingu sem bréf
forsetans hefði en sagðist vilja
biðja hann að beita áhrifum sín-
um til þess að eitthvað yrði gert í
máli líffræðingsins Sergei Kova-
lov sem var dæmdur í sjö ára
fangelsi 1975 og er fársjúkur.
Sakharov skoraði einnig á Car-
ter að beita áhrifum sínum til
þess að sleppt yrði tveimur af
fjórum félögum mannréttinda-
samtaka sem hafa verið hand-
teknir á undanförnum vikum og
Bandarikjastjórn hefur lýst ugg
sínum út af.
Sakharov sagði blaðamönnum,
að hann hefði heyrt vestrænar
útvarpstöðvar skýra frá því að
Carter hefði sagt, að hann vildi
gjarnan hitta hann ef hann kæmi
einhvern tíma til Bandaríkjanna.
Hann kvaðst þakklátur fyrir boð-
ið og efast ekki um að persónulegt
samband væri mikils virði en því
miður sæi hann sér ekki fært að
fara að svo stöddu.
— Ólögleg veiði
Framhald af bls. 1.
refsiaðgerðum samkvæmt lög-
um um bannsvæði, sagði Helle.
Auk togaranna, sem veiddu á
bannsvæðinu, var farið um
borð í tvo sovézka togara í gær-
kvöldi, sem voru að veiðum 40
til 50 mílur úti af Finnmerkur-
strönd. Kom í ljós að pokar
beggja togaranna voru klæddir
með smáriðnu neti. í báðum
tilfellum var möskvastærðin
helmingur af löglegri möskva-
stærð. Lagt var hald á veiðar-
færin.
Hvorki talsmaður utanríkis-
ráðuneytisins né talsmaður
flotans vildu tjá sig um hvort
einhver ákveðin ástæða kynni
að vera fyrir þessum .fiskveiði-
brotum Sovétmanna.
— íslendingar
Framhald af bls. 2
hrútum héðan til að kynbæta
stofninn.
Aðspurður um, hvort þetta
verkefni drægi úr gróðurrann-
sóknum RALA hérlendis, sagði
Ingvi, að fjárframlög til þeirra
rannsókna hefðu á undanförnum
árum verið það takmörkuð að
yfirleitt hefðu starfsmenn RALA
unnið um einum mánuði skemur
við þessar rannsóknir heldur en
þeir hefðu getað. Þetta verkefni
verður því aðeins til að nýta okk-
ar mannskap betur og þarna fáum
við tækifæri til að miðla öðrum
þjóðum af þekkingu okkar, sagði
Ingvi að lokum.
— Sigurður RE
Framhald af bls. 17
Aðspurður um, hvort sjómenn væru
ánægðir með það fyrirkomulag að
ákveða verð loðnunnar eftir fituinni-
haldi, sagði Haraldur, að almennt
væru sjómenn ánægðir með þetta fyrir-
komulag og víst væri að með því væri
stefnt í rétta átt — Loðnan hefur
verið feitari en í fyrra, sagði Haraldur
og bætti þvi við hann sæi ekki fram á
annað en fjárhagsleg útkoma loðnu-
veiðanna í vetur yrði sæmilega góð
Það kom fram í samtali okkar við
Harald að þeir á Sigurði hefðu fundið
loðnutorfu þegar þeir voru á leið til
Reykjavikur úti af Ingólfshöfða en veð-
ur var ekki hagstætt til veiða Sagðist
Haraldur gera ráð fyrir að þeir færu á
miðm úti fyrir Ingólfshöfða Áhöfnin á
Sigurði RE hefur átt i nokkrum erfið
leikum með að komast inn á hafnirnar
vegna þess hversu skipið ristir djúpt
Fullhlaðið ristir skipið 7!6 metra og
getur Sigurður t d ekki farið inn til
Vestmannaeyja fyrr en skemmri tími en
þrír tfmar eru til háflæðis eða liðnir frá
háflæði Þeir á Sigurði eiga því ekki
kost á að fara inn á nema 6 hafnir en
það er í Siglufirði. Norðfirði. Eskifirði
og Seyðisfirði og i Vestmannaeyjum
og Reykjavik
— Það gerir okkur vissulega erfið-
ara fyrir að þurfa að binda okkur við
þessar hafnir og þegar það bætist við
að við komumst ekki á þær allar á
fjöru En það vegur upp á móti þessu
hvað við komum með mikið magn í
hverri ferð í fyrra vorum við að til 7
apríl og það gæti orðið svipað nú sagði
Haraldur að lokum
í áhöfninni á Sigurði eru 1 5 manns
og sagði Vignir Friðþjófsson, háseti. er
við ræddum við hann, að gera mætti
ráð fyrir að hásetahlutur eftir þennan
túr yrði milli 180 og 200 þúsund en
túrinn tók fimm daga — Þetta er
sama áhöfnin og i fyrra og það komast
víst færri að en vilja. sagði Vignir
— Nagg og
skítkast...
Framhald af bls 11
ræddum sjónvarpsþætti að —ekh.
kom algjörlega óundirbúinn til
þáttarins, enda náttúrulega engin
nauðsyn fyrir hann, mann sem
veit alltaf allt og er með allan
heiminn í kokinu. Ef —ekh. hefur
talið að hann hafi átt að vera
einhver puntudúkka I umrædd-
um sjónvarpsþætti, þá er það
hans mál. Undirritaður og fleiri I
þættinum leyfðum okkur hins
vegar þá gamaldags aðferð að
undirbúa okkur nokkuð fyrir
þáttinn þótt tíminn væri naumur.
Ég aflaói mér því ákveðinna upp-
lýsinga, en var ekki „fengið“ eitt
eða neitt í hendur og ekki get ég
gert að því þótt —ekh. hafi gengið
illa að lesa út úr talnadæmum
ríkisskattstjóra. Þótt það sé siður
sumra blaðamanna Þjóðviljans að
láta fá sér hiutina i hendur, þá er
það ekki siður blaðamanna
Morgunblaðsins. Þótt það takist
ugglaust ekki alltaf I hraðri vinnu
blaðamannsins, þá reynum við
ávallt að taka tillit til allra atriða
sem varða hvert mál. Við erum
ekki forpokaðir einblinarar eins
og —ekh. Okkar hlutverk er að
kynna viðhorf venjulegs fólks, en-
ekki kreppa hnefann að andliti
þess.
Það er klént að þurfa að vera að
skrifa til þess að afsaka fram-
komu formanns Blaðamannafél-
ags Islands, en það er rétt að geta
þess að sá maður er valinn af hefð
með þeim hætti að blöðin og út-
varp og sjónvarp skiptast á um að
velja fulltrúa úr sínum hópi til að
gegna. formennsku í eitt ár. Það
eru þvf viðkomandi samstarfs-
menn formannsins sem hafa valið
hann til formennsku í raun, en
ekki félagsmenn í heild.
Ég get verið sammála Einari
Karli um það að oft virðist það
hrapallegur misskilningur og al-
varleg mistök að einstakir em-
bættismenn landsins skuli hafa
völd til þess að stjórna og vera i
forsvari fyrir ýmsum málum, en
það er jafn mikill misskilningur
og mistök, að mínu mati, að Einar
Karl Haraldson skuli vera for-
maður í Blaðamannafélagi ís-
lands.
— Rússar vilja
fá 40 leyfi
Framhald af bls. 1.
Rússar hafa að engu haft kröfu
EBE um að þeir sæki um veiði-
leyfi þangað til í dag. Bandalagið
hefur tilkynnt að það sé fúst að
leyfa veiði 27 skipa frá Sovét-
ríkjunum af stærðinni 2.000 til
3.500 lestir. Reglur EBE kveða á
um að hægt sé að fjölga bátum og
veiðileyfum ef Rússar vilji senda
minni skip til veiða i lögsögu
EBE.
Embættismennirnir segja að á
lista Rússa séu skip úr ýmsum
stærðarflokkum og ekki er ljóst
enn sem komið er hvort þeir fara
fram á meira en bandalagið er
reiðubúið að samþykkja eða ekki.
Samkvæmt reglum EBE jafn-
gildir eitt skip úr stærðarflokkn-
um 2.000—3.500 lestir 2lA skipi
sem eru innan við 1.000 lestir og
1'á skipi af stærðarflokknum
1.000 til 2.000 lestir.
— Vance kannar
afstöðu PLO
Framhald af bls. 16
Hvorki Vance né Yitzhak Rabin for-
sætisráðherra skýrðu þó frá því hvern-
ig þeir hugsuðu sér að leysa mætti
deiluna um hugsanlega þátttöku
Palestínumanna í friðarviðræðum.
í Kaíró mun Vance reyna að fá úr því
skorið hvort rétt er að Palestínumenn
vilji bráðabirgðalausn á deilunum við
ísraelsmenn en samkvæmt fréttum eru
þeir fúsir til að viðurkenna tilveru ísra-
elsríkis gegn því að stofnað verði
palestínskt smáríki á vesturbakka Jór-
dan og á Gaza-svæðmu
Við komuna til Kaíró lét Vance i Ijós
skilning á innanlandsvandamálum An-
war Sadats forseta serrl hann kvaðst
bera mikla virðingu fyrir því hann væri
merkur stjórnmálamaður og stæði
framarlega í baráttu fyrir varanlegum
friði í Miðausturlöndum
Egyptar fá á þessu ári efnahagsað-
stoð sem nemur einum milljarði doll-
ara frá Bandarikjamönnum og trúlega
verður rætt um möguleika á meiri
aðstoð á fundum Vance og egypzkra
leiðtoga
— Dularfullt
dauðaslys
Framhald af bls. 1.
að Obote hafi staðið á bak við
samsæri um að myrða sig og
hrifsa völdin með kínverskum
vopnum frá Tanzaníú. Amin
vildi þó ekki verða við kröfum
um skyndiaftökur meintra
samsærismanna og sagði að
leiða yrði þá fyrir herrétt.
Talsmaður forsetans sagði
eftir slysið: „Þetta er mikið
reiðarslag fyrir alla.“ Uganda-
útvarpið birti fyrstu fréttina
um slysið 16 tímum eftir að
það varð og engin skýring var
gefin á töfinni. {Jtvarpið
endurtók fréttina óbreytta
nokkrum tímum eftir fyrstu
fréttina.
— Selfosshreppur
Framhald af bls. 32.
fjórar meginástæður lægju að
baki því að þeir greiddu atkvæði
gegn þessari samþykkt. í fyrsta
lagi telji þeir ekki rétt að taka
ákvörðun í þessu máli fyrr en
endurskoðaðir reikningar
Straumness fyrir árin 1975 og 76
liggi fyrir. I öðru lagi, að hlut-
hafa- eða aðalfundur verði hald-
inn og hluthafar taki ákvörðun
um hlutafjáraukningu. I þriðja
lagi, að ekkert erindi hefur borizt
frá stjórn Straumness um hluta-
fjárútboð. í fjórða lagi, að rekstr-
aráætlun fyrirtækisins liggi fyrir
áður en ákvörðun verður tekin.
Straumnes hefur verið með
saltfiskverkun á Selfossi, en fyrir-
tækið ekki verið starfrækt frá því
á siðustu vertfð. Frá 15. ágúst
sfðastliðnum hefur fyrirtækið
verið í greiðSluþroti að sögn Ola.
Hraðfrystihús Stokkseyrar mun
hafa viljað fá fyrirtækið keypt
leigt frá því í september, en að
tilboðum þeirra ekki verið geng-
ið. ___
Að sögn Óla Þ. Guðbjartssonar
hefur fjárhagsáætlun Selfoss-
hrepps fyrir þetta ár verið sam-
þykkt og fyrrnefndar 20 milljónir
ekki inni á þeirri áætlun. Sagði
Óli að fyrirsjáanlegt væri að
stöðva þyrfti einhverjar aðrar
framkvæmdir á vegum.hreppsins
vegna þessarar yfirtöku hrepps-
ins á Straumnesi, gatnagerð,
byggingu félagsheimilis eða
íþróttahúss. Skapaðist því at-
vinnuleysi á öðrum sviðum vegna
þessarar ákvörðunar hrepps-
nefndar.
— Það er þó alls ekki víst, að
þessi samþykkt hreppsnefndar
standist vegna hugsanlegs van-
hæfis, sagði ÓIi Þ. Guðbjartsson.
Við sem skipuðum minnihlutann í
þessu máli áskildum okkur rétt til
að leita úrskurðar félagsmála-
ráðuneytisins á réttmæti þess, að
tveir stjórnarmanna Straumness,
sem sæti eiga f sveitarstjórn,
greiddu atkvæði um þetta mál.
Sömuleiðis tengdasonur eins
kröfuhafans í fyrirtækið.
Straumnes hf. er almennings-
hlutafélag á Selfossi og hlutafé
þess var 5 milljónir. Af því hluta-
fé átti hreppurinn eina milljón,
en á nú 21 milljón.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Hafstein Þorvaldsson,
einn sveitarstjórnarmanna er
meirihlutann skipa, og leitaði eft-
ir sjónarmiðum hans í máli þessu.
Hafsteinn sagði, að hann hefði
ljáð hinni samþykktu tillögu lið
fyrst og fremst af þeirri ástæðu,
að hér væru um atvinnuaukning-
armál að ræða og það hefði vegið
þyngst á metunum. Búið hefði
verið að leita ýmissa annarra
leiða til lausnar vandamálum
Straumness, svo sem að leigja
það, en ekki hefði náðst samstaða
um nein þessara úrræða. Þarna
hefði því verið um það að ræða að
hrökkva eða stökkva — að Sel-
fosshreppur léti mál Straumness
til sín taka ellegar að fyrirtækið
legðist niður.
Hafsteinn benti á, að Selfoss-
hreppur hefði gerzt þátttakandi í
kaupum á togara ásamt nágranna-
þorpunum, og hefði sú ákvörðun
byggzt á því að með því móti yrði
Staumnesi útvegað hráefni til
vinnslu, en hráefnisskortur hefði
jafnan verið helzta vandamál
fyrirtækisins. Kvaðst H:fsteinn
ekki sjá annað en forsendur þess-
ara togarakaupa hefðu verið
brostnar, ef'Selfosshreppur hefði
ákveðið að láta fiskverkunarstöð-
ina lönd og leið.
Hafsteinn sagði ennfremur, að
ákvörðun meirihlutans væri í
fullu samræmi við þá stéfnu sem
atvinnumálanefnd sveitarfélags-
ins hefði mótað, bæði í tíð fyrr-
verandi og núverandi meirihluta.
Fiskverkunarstöðinni hefði á
sinum tíma verið komið upp með
'verulegum tilstyrk hreppsins,
sem átt hefði um 40% hlutabréfa
í fyrirtækinu, enda þótt það hefði
jafnan verið rekið sem sjálfstætt
hlutafélag. Nú væri hins vegar í
ráði að hreppurinn fengi meiri
hlutdeild í ákvörðunatöku innan
hlutafélagsins.
— Línuveiðar
Framhald af bls. 2
— Þegar togurunum var hleypt
inn fyrir 12 mílurnar var okkar
útgerð, sem byggð er upp á smá-
bátum, stefnt i hættu. Litið hefur
verið gert til að vernda linu- og
netabátana fyrir ágangi togar-
anna en við hér álftum það eðli-
legt frá þjóðhagslegu sjónarmiði
að bátunum væri tryggð útgerð.
10 bátar hafa að undanförnu Ver-
ið gerðir út héðan frá Ólafsvik og
gangi reglugerðin eftir verða þeir
að hætta linuveiðum og fara á
hæpnar netaveiðar. Aflinn hefur
verið blandaður i allan vetur, en
farið batnandi að undanförnu og
bátarnir hafa veitt all örugga at-
vinnu, sem nú er stefnt i mikla
tvisýni, sagð Helgi Kristjánsson
að lokum.
— Kirkjukvöld
Framhald af bls. 15
stefnu Biskup hefur mælst til þess að
bókin yrði prófuð og verður það m a
gert í Laugarneskirkju. Gefin hefur ver-
ið út sérstök messuskrá með liðum
messunnar svo fólk geti fylgst með og
tekið þátt í játningu, bæn og messu-
svörum.
Þetta nýja messuform er m.a tilraun
til að taka aftur upp gamla liði sem áttu
sinp fasta sess I messunni frá önd-
verðu eins og miskunnarbæn og trúar-
játning. Þetta messuform er líka mjög i
samræmi við messuform á hinum
Norðurlöndunum. — Ég vona að þessi
tilraun mælist vel fyrir og verði liður i
að gera guðsþjónustu safnaðarins lif-
andi og aðlaðandi.
Jón Dalbú Hróbjartsson
sóknarprestur
- sfs
Framhald af bls. 3
bauð Sambandið alþjóðasam-
vinnusambandinu að halda að-
alfund sinn hér í Reykjavík og
verður hann haldinn dagana 7
til 11. marz. Þetta alþjóðasam-
band er elzta starfandi alþjóða-
stofnunin I heiminum í dag,
stofnað 1895. Verður aðalfund-
ur þess haldinn að Hótel Sögu,
en Sambandið gerðist aðili að
þessu alþjóðasambandi 1927.
Sambandið er einnig aðili að
Samvinnusambandi Norður-
landa, sem stofnað var 1918.
SlS gerðist þar aðili 1949. Er
þetta innkaupasamband og tek-
ur æ meiri þátt í norrænum
iðnaði. Hafa íslenzkir sam-
vinnumenn reynt ítrekað að fá
þetta samband til þess að setja
á stofn norræn fyrirtæki á ís-
landi, en það rekur fyrirtæki á
öllum hinum Norðurlöndunum
í samvinnu við samvinnuhreyf-
inguna þar. Framleiðir það yf-
irleitt ekkert nema neyzluvör-
ur. Svar stjórnar norræna sam-
vinnusambandsins hefur ætíð
verið, að íslendingar skyldu að-
eins koma með góðar hugmynd-
ir að fyrirtækjum, þá væri það
tilbúið til þátttöku. Í þessu efni
sögðu þeir Eysteinn og Erlend-
ur að aðeins skorti góða hug-
mynd að einhverri neyzluvöru-
verksmiðju.
Félagsmenn í samvinnu-
hreyfingunni eru nú um 40 þús-
und talsins. í umræðum á
blaðamannafundinum kom
fram hjá Erlendi Einarssyni að
smásöluverzlun í strjálbýli væri
nú mjög mikið vandamál og
hefði afkoma þessarar verzlun-
ar á fámennum stöðum mjög
versnað á síðastliðnu ári. Hefur
Sambandið orðið að aðstoða
mörg kaupfélög, sem átt hafa í
erfiðleikum. Ekki væri leyfi-
legt að selja vörur hærra verði í
strjálbýli þrátt fyrir meiri
kostnað, þar sem ekki mætti
íþyngja fólki þar. Spurningin
væri þá: Hver á að axla byrð-
ina?
— Kammer-
sveitin
Framhald af bls. 2
orgel, píanó og söngraddir, en
þetta er eina meiriháttar
kammerverkið sem hann hefur
samið. Eins og flest verka
Messiaen byggist þetta verk á
sterkri trúhneigð og friðarþrá
tónskáldsins, -en efnið sækir
hann f Opinberunarbók
Jóhannesar. Olivier Messiaen
er eitt athyglisverðasta núlif-
andi tónskáld veraldar og tvi-
mælalaust þekktasta tónskáld
‘Frakklands í dag, enda kallað-
ur Messías franskrar tónlistar.
Quatuor pour la fin du Temps
er eina verkið á tónleikunum
og flytjendur eru Rut Ingólfs-
dóttir (fiðla), Gunnar Egilsson
(klarinett), Nina G. Flyer
(celló) og Þorkell Sigurbjörns-
son (pfanó).
Aðgöngumiðar eru seldir við
innganginn.