Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977 17 tmtur okka að Framfaraflokkurinn fái þessa stöðu þótt hann sé stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn þar sem Framfaraflokkurinn hefur oft lýst sig andvígan Norðurlanda- ráði. Framfaraflokkurinn vill hins vegar að Kirsten Jacobsen, sem hefur verið fulltrúi flokksins í dönsku sendinefndinni í Norð- urlandaráðinu, verði formaður sendinefndarinnar og fulltrúi í forsætisnefnd. Um það er rætt á þingi að skilja í sundur stöðu sendinefndarfor- manns og forsætisráðsfulltrúa eins og gert er i Noregi og á Islandi. Tékkóslóvakía Krafizt að fjórir fang- ar verði látnir lausir Vin 1 7. febrúar — AP TVEIR helztu forystumenn hreyfingarinnar, sem kennir sig við „Mannréttindi '77" í Tékkóslóvakíu hafa krafizt þess, að fjórir félaga þeirra, sem handteknir voru í síðasta mánuði, verði látnir lausir. Jiri Hajek, fyrrum utanrfkisráðherra, og heimspekingurinn Jan Patoka eru sagðir halda því fram, að stjórnvöld hafi látið handtaka fjórmenningana fyrir það eitt að hafa undirritað mann- réttindayfirlýsinguna, þar sem þau hafa ekki birt neinar ákæiurá hendur þeim. Fjórmenningarnir eru leikritaskáldið Vaclav Havel, leik- hússtjórinn Oto Ornest, rithöfundurinn og leikstjórinn Frantisek Pavlicek og blaðamaðurinn Jiri Lederer Þrír Tékkar, sem hafa engin augljós tengsl við mannrétt- indayfirlýsinguna, hafa játað fyrir herrétti að hafa gefið erlendu riki upplýsingar um ríkisleyndarmál Tékkneska fréttastofan CTK sagði að einn þeirra hefði einnig játað að hafa dreift „vestrænum afturhaldsblöðum, þar sem óhróð- ur var borinn á fulltrúa sósíalismans' Var maðurinn, sem aðeins var nefndur Jiri G , dæmdur i 1 5 ára fangelsi CTK sagði að maðurinn hefði gefið upp staðsetningu herdeilda og önnur ríkisleyndarmál til ónefndrar erlendrar stofnunar sem hann hefði haft samband við sem fulltrúi ,,Klúbbs vina bandarískrar tónlistar' Sagði fréttastofan, að hann hefði stofnað klúbbinn að undirlagi útvarpsstöðvar- innar Voice of America og væri eini félagi hans Hinir þrir voru dæmdir í 1 8 til 30 mánaða fangelsis 22 dönsk blöð koma ekki út Kaupmannahöfn 17. febrúar — Frá Gunnar Tytgaard, fréttaritara Mbl TUTTUGU og tvö af 49 dagblöðum f Danmörku komu ekki út á fimmtudag vegna þess að prentarar logðu niður vinnu í mótmælaskyni við úrskurð danska atvinnudómstólsins um ákvörðun útgáfustjórnar Berlingske Tidende að senda alla tæknimenn fyrirtækisins heim. Úrskurðurinn var Berlinske i hag þannig að prenturum var gert skylt að hefja vinnu aftur eftir starfsfyrir- komulagi, sem útgáfufyrirtækið ákveður. Berlingske Tidenda, B.T og Berlingske Weekendavis hafa ekki komið ‘út síðan mánudaginn 31 jan- úar. Það var stjórn útgáfufyrirtækisins Berlingske hus, með Olaf Poulsen, tækniframkvæmdastjóra í broddi fylk- ingar, sem ákvað að senda prentarana og aðra tæknistarfsmenn heim. því prentararmr neituðu að vinna eftir því starfsfyrirkomulagi, sem stjórnin hafði ákveðið Prentararnir mótmæltu þessu fyrirkomulagi. meðal annars vegna þess að með því breyttist vinnutimi þeirra verulega og auk þess hafði það í för með sér 5—600 danskra króna tekjulækkun á viku Þá vildu þeir mót- mæla áformum um að segja upp 300 prenturum vegna umfangsmikillar hag- ræðingar __ Það kom ekki á óvart þegar blöðun- um var lokað seint um kvöldið þann 30 janúar Fólk hafði átt von að til tíðinda drægi i deilu tæknistarfsmanna og stjórnarinnar. vegna nýrrar afstöðu stjórnarinnar um áramótin eftir ára- langar viðræður, sem ekki höfðu borið neinn árangur Þessi nýja afstaða var sú að stjórnin ákvæði sjáf starfsfyrir- komulag við gerð blaðanna Þegar tæknideildin neitaði að fara eftir þessu fyrirkomulagi ákvað útgáfustjórnin að hætta útgáfunni Þar sem úrskurðurinn er Berlingske í hag er óbeinlínis viðurkennt að tækni- starfsmenn hafi ekki viljað viðurkenna rétt vinnuveitenda til að stjórna vinn- unni og ákveða vinnuskiptingu Tækni- starfsmenn voru dæmdir til að greiða 300 krónur hver til vinnuveitendasam- bandsins og prentarasambandið var dæmt til að greiða 50 000 króna sekt Berlingske Hus var sýknað af ákæru um ólöglegan brottrekstur starfsfólks Gert re ráð fyrir að prentarar haldi fundi um málið fram á mánudag og Berlingske Hus getur að öllum likind- um ekki hafið blaðaútgáfu að nýju fyrr en fundahöldunum lýkur Samúðar- verkföll munu halda áfram á morgun svo að mörg blöð munu ekki koma út Clifford til Aþenu Aþenu 1 7. febrúar — Reuter Sérstakur sendimaður Carters, Bandaríkjaforseta, Clark Clifford, kom hingað í dag, en ferð hans er liður í tilraunum bandarísku stjórnar- innar til að finna friðsamlega lausn á Kýpurdeilunni. Ætlun Cliffords er að afla upplýsinga i Aþenu, Ankara og Nikosiu um hugsanlegt hlutverk Bandarikjanna við lausn deilunnar Áður en Clifford kom til Aþenu átti hann fund með Kurt Waldheim. aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna i Vín. en sá síðar- nefndi er nýkominn frá Kýpur þar sem hann kom þvi til leiðar. að viðræður á milli griskra og tyrkneskra íbúa eyjar- innar um framtíð hennar munu halda áfram Á morgun mun Clifford eiga viðræð- ur við Constantine Karamanlis for sætisráðherra og aðra griska leiðtoga um Kýpur Félagslif í skólanum er mjög gott og engir smáskjálftar í tilþrifum í kvöld, föstudag. kl 23 30 verður miðnætursýning fyrir almenning á skemmtidagskrá Nemendamótsins og verður þar djassballett skólastúlkna og pilta, tveir einþáttungar og skólakórinn mun syngja lög úr ýmsum áttum, bæði norlægum og suðlægum, austlægum og vestlægum, en Birgir Hrafnsson stjórnar kórnum að þessu sinni og hljómsveitin Celsíus aðsoðar Dagskrá in tekur tæplega tvo klukkutíma, en þeir virtust fljótir að líða hj£ þeim sem sátu á áhorfendabekkjum og ekki síður þeim sem fluttu efnið —á.j. Kynnir Nemendamóts og þuiur skólaannáls, Ólafur Sveinsson. Þulur skólaannáls, Einar Kristinn Jónsson. Sigurdur RE með fyrstu loðnuna til Reykjavíkur NÓTASKIPIÐ Sigurður RE kom um miðjan dag í gær með fyrstu loðnuna, sem berst til Reykjavíkur á þessum vetri Átti Sigurður þá að baki 30 klukkustunda siglingu af loðnumiðun- um úti fyrir Suð-Austurlandi en til hafnar kom hann með 1150 tonn í fyrravetur kom fyrsta loðnan til Reykja- vikur 2 marz en verkfall sjómanna hafði þá hamlað veiðum um nokkurt skeið Heildarloðnuaflinn á vetrarver- tíðinni i fyrra var 339 þúsund tonn en heildaraflinn það sem af er þessari vertí^ er orðinn 240 þúsund tonn Sigurður RE kom á vertiðinni i fyrra með að landi 1 3000 tonn en afli hans nú er 9700 tonn Það var glatt yfir mönnum, þegar Sigurður RE sigldi inn á Sundahöfn I gær Menn fögnuðu komu fyrsta loðnufarmsins til Reykjavikur og á Haraldur Ágústsson Sigurður RE á stfmi inn Sundin með nær fullfermi af loðnu — fyrstu loðnunni, sem berst til Reykjavfkur á vetrinum. Ljósm. Snorri Snorrason. Á leið f verksmiðju — loðnunni er ekið á bílum í fiskimjölsverk- smiðjurnar. Ljósm. Friðþjófur. hafnarbakkanum mátti sjá ýmsa for- vigismenn útgerðar i Reykjavik Full- trúar kaupenda loðnuafurða í Japan voru þarna komnir um langan veg til að kanna gæði loðnunnar — Það. sem hefur einkennt loðnu- vertiðina í vetur, er hversu langt við höfum farið á m.óti henni Öll sú loðna. sem komið hefur á land í vetur, hefur verið sótt út á haf og áður en loðnu- gangan kom að landi, sagði Haraldur Ágústsson, skipstjóri á Sigurði RE. er við hittum hann i brúnm á Sigurði i Sundahöfn í gær Við spurðum Harald hvort hann vildi einhverju spá um hver yrði heildarloðnuaflinn á vertiðinm i vetur — Með því að fara þetta langt á móti loðnunm höfum við getað lengt veiðitimann og fengið betri nýtingu á verksmiðjunum Ég gæti vel trúað þvi að heildaraflmn yrði á milli 500 til 600 þúsund tonn Framhald á bls. 18 Vignir Friðþjófsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.