Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977 SÍS 75 ára á sunnudag: Veltan 1976nam 29,8 milljörðum Forystumenn Sambands fslenzkra samvinnufélaga á fundinum f gær, Erlendur Einarsson, forstjóri, og Eysteinn Jónsson, formaður stjórnar Sambandsins. — Ljósm.: ÓI.K.M. TVEIR helztu forystumenn Samhands fslenzkra samvinnu- félaga, Eysteinn Jónsson, for- maður stjórnar þess, og Érlend- ur Einarsson, forstjóri, boðuðu f gær til blaðamannafundar vegna þess að á sunnudag er 75 ára afmæli Sambandsins. A fundinum birtu þeir bráða- birgðatölur um veltu Sam- bandsins fyrir árið 1976 og var heildarvelta þess 29.8 milljarð- ar króna. Er þá hvorki talin með velta kaupfélaganna né samstarfsfyrirtækja sambands- ins. Veltan hefur samkvæmt þessum tölum aukizt frá árinu 1975 um 34%. Velta hinna einstöku deilda Sambandsins á árinu 1976, sam- kvæmt bráðabirgðatölum, nam í innflutningsdeild 6.1 millj- arði, í véladeild 2.2 milljörðum, í búvörudeiid 7.1 milljarði, í sjávarafurðadeild 8.7 milljörð- um og i iðnaðardeild 4.4 milljörðum. Velta skipadeildar nam 1.1 milljarði, en þess ber að geta, að tvö af skipum deild- arinnar eru einnig í eigu Olfu- félagsins h.f. Mest varð veltu- aukning í búvörudeild, 55%, og í iðnaðardeild 43%. Erlendur Einarsson sagði á fundinum, að þótt ýmsar raddir gagnrýndu Sambandið fyrir það, hve stórt það væri orðið, væri mikið sótt á frá ýmsum aðilum, kaupfélögum, bæjar- og sveitarfélögum og jafnvel þing- mönnum um að Sambandið setti á stofn iðnfyrirtæki hér og þar. Það væri og stefna Sam- bandsins að frumvinnsla færi fram á Akureyri, en siðan gætu iðnfyrirtæki víðs vegar um land fullunnið vöruna. Hann nefndi að ýmsar álögur á iðnaðinn væru svo miklar að islenzkur iðnaður væri alls ekki sam- keppnishæfur úti í heimi. Þeg- ar ísland hefði gengið í EFTA hefði tollaivilnunum verið lof- að, en þau loforð hefðu ekki verið haldin. Þá bætti Eysteinn Jónsson þvi við, að tollaálögur væru ekki það eina, sem stæði iðnaðinum fyrir þrifum, vextir væru einnig orðnir óheyrilega háir. Hann kvað menn verða að gera sér grein fyrir því, að ís- lenzkt þjóðfélag, sem áður hefði verið mjög lokað, hefði á siðustu árum opnazt mjög — og sérstaklega þyrfti að taka tillit til þess með ákveðnum breyt- ingum i samræmi við þessa þjóðfélagsbreytingu. Vegna þess, hve þrengt væri að iðnað- inum, væri kaupgjald í iðnaði alltof lágt. Það skap'aði aftur þann vanda, að mannaskipti innan iðnaðarins væru mjög tíð. Þó sagði Eysteinn að nokk- ur bót hefði fengizt, en hún væri alltof lítil. Á blaðamannafundinum kom fram, að yngsta fyrirtæki SÍS, Samvinnuferðir, hefði samið um ákveðið samstarf og gagn- kvæm viðskipti við ferðaskrif- stofu sænsku samvinnuhreyf- ingarinnar, Reso. Kvaðst hann vonast til að Samvinnuferðir stuðluðu ekki aðeins að þvi að Islendingar ferðuðust til út- landa, heldur einnig að ferða- lög um ísland ykjust. Það væri stefna Sambandsins. Um verksvið Sambandsins sagði Eysteinn Jónsson, að til- gangur með stofnun Sambands- ins hefði fyrst og fremst verið sá að það veitti kaupfélögunum þjónustu. Kaupfélögin væru miklar stofnanir og þvi hlyti starfsemi Sambandsins að vera margbrotin. Starfsemi þess gæti aldrei orðið einhæf. í tilefni 75 ára afmælisins Framhald á bls. 18 Heimilistryggingar: Iðgjöld lækka aðeins vegna timburhúsa EINS OG skýrt var frá I frétt Mbl. I gær fara iðgjöld af heimilis- tryggingum lækkandi. Var þar greint frá hlutfallslækkun er orð- ið hafði hjá Samvinnutrygging- um á heimilistryggingu fyrir timburhús, og einnig kom fram, að væntanlegar væru lækkanir á sama tryggingaþætti hjá nokkr- um öðrum tryggingafélögum. Við nánari athugun kom í ljós, að sama iðgjald er hjá öllum tryggingafélögum fyrir nýja heimilistryggingu í steinhúsi. Þannig er greitt krónur 10.980,- fyrir iðgjald af 3 milljóna króna heimilistryggingu, nái tryggingin yfir steinhús. Af þessum 10.980 - krónum er hlutur tryggingafélag- anna sjálfra 6.900,- krónur, við- lagasjóðsgjald er 750.- krónur, af þessum tveimur gjöldum reiknast svo 20% söluskattur, sem er 1.530,- krónur. Ofan á þessar upp- hæðir bætist svo 1.800,- krónu stimpilgjald sé um nýtryggingu að ræða. Sé um endurnýjun á tryggingu að ræða eru sömu gjöld, að undanskildu stimpil- gjaldinu, sem einungis er lagt á nýtryggingu. Viðlagasjóðsgjaldið, söluskatturinn og stimpilgjaldið eru opinberir skattar. Viðlaga- sjóðsgjald reiknast sem 250,- krónur fyrir hverja milljón trygg- ingaupphæðar, og stimpilgjaldið sem 1.600,- krónur fyrir hverja milljón tryggingaupphæðar. i við- tölum við fulltrúa nokkurra tryggingafélaga kom fram nokkur Aristofanes á útleið á Akranesi LEIKLISTARKLUBBURINN Aristófanes í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti ætlar að leggja land undir fót og sýna leikritið A út- leið í Bíóhöllinni á Akranesi i kvöld, föstudag, kl. 9. Er þetta fyrsta för Aristofanesar út fyrir landhelgi Reykjavíkur, en sýning- ar klúbbsins vöktu athygli i Rreiðholti og kunm: Breiðhylting- ar þvi vel að geta sótt ieikhús í hverfi sínu. óánægja með þessi opinberu gjöld sem neytendum væru gert að greiða. Værí málum t.d. þannig háttað fólk þyrfti einnig að greiða söluskatt af innbúi því og munum sem heimilistryggingin næði til. Iðgjald fyrir heimilistryggingu í timburhúsi er hins vegar ekki það sama hjá öllum tryggingafé- lögum i dag, en eins og komið hafði fram í Morgunblaðinu í gær höfðu Samvinnutryggingar lækk- að reiknistofn þessarar trygging- ar úr 4.1 prómilli í 3 prómill. Þýðir það að af 3 milljón króna heimilistryggingu í timburhúsi sé greitt iðgjald að upphæð 13.860,- krónur. Hlutur tryggingafélags- ins er þar 9.300,- krónur, viðlaga- gjald er 750 krónur, söluskattur 2.010 krónur og stimpilgjald 1.800 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Almennum tryggingum, Sjó- vá, Tryggingu h.f. og Brunabóta- félagi Islands er iðgjald sömu tryggingar 17.820 krónur. Þar er hlutur yryggingafélags 12.600 krónur, viðlagagjald 750 krónur, söluskattur 2.670 krónur og stimpilgjald 1.800 krónur. Það kom hins vegar 1 ljós i viðtölum við fulltrúa hjá þessum trygginga- félögum, að framundan væru lækkanir á heimilistryggingum fyrir timburhús hjá félögunum. Astæðan fyrir því að Samvinnu- tryggingar væru þegar búnar að lækka sínar tryggingar væri ein- faldlega sú að gjalddagi heimilis- trygginga þeirra væri fyrsti janú- ar. Hjá Almennum tryggingum er gjalddagi hins vegar 1. apríl, hjá Sjóvá og Tryggingu h.f. 1. októ- ber, og 15. október hjá Brunabóta- félagi Islands. Fram kom hjá deildarstjórum og fulltrúum allra þessara trygg- ingafyrirtækja sem hér er talað um, að Samvinnutryggingum undanskildum, að verið væri að athuga öll gögn varðandi hugsan- lega lækkun á heimilistryggingu fyrir timburhús. Mundi það skýr- ast von bráðar^g ættu lækkanir að liggja ljósar fyrir áður en aö gjalddögum kæmi eöa allavega fyrir 1. april n.k. Yrði örugglega um hekkanir að ræða, en að svo stöddu væri ekki iiægt að segja með vissu hve miklar þa>r yröu. | Nýrbill... Nú kynnum við nýjustu gerðina af Mazda: Mazda 323. Þetta er 5 manna bíll byggður í „hatchback“ stíl, sem sameinar kosti stationbíls og fólksbíls og tryggir um leið frábæra plássnýtingu og formfegurð. Vélarstærðir eru tvær 1000 eða 1300 cc, í senn aflmiklar og sparneytnar. Gormafjaðrir eru á öllum hjólum og tryggir það góða fjöðrun á misjöfnum vegum. Sílsar og grinda- bitar eru úr galvaniseruðu stáli, og aðrir undirvagnshlutar eru zinkhúðaðir. Mazda 323 er eins og aðrar gerðir Mazda ríkulega búinn aukahlutum. Við fjölyrðum ekki meira um þennan nýja bíl en bjóðum ykkur að koma og skoða hann hjá okkur, því sjón er sögu ríkari. Bílasýning laugardag og sunnudag frá kl. 1—6 MAZDA ... mest seldi japanski bíllinn á íslandi í dag. Boraartúni 29 sími 22680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.