Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUD'ÁGUR 18. FEBRÚAR 1977
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10 — 11
FRÁ MANUDEGI
kveldi, þegar sýnt var leikrit W.
Shakespeares, Ríkharður þriðji,
með beztu leikurum, sem Bretar
hafa átt, og fræg er leikstjórn Sir
Laurence Olivier á þessu merka
verki. Það er ekki á hverjum degi,
sem við eigum von á slikum
trakteringum. En hvað skeður? Á
eftir fréttum og auglýsingum eða
um hálf níu leytið, sem er algeng-
ur leikhústími, (Þjóðleikhúsið á
hrós skilið fyrir að hefja sýningar
kl. 20) og við hæfi að hefja langt
og stórbrotið verk og hér um ræð-
ir, þá er fyrst á dagskrá skemmti-
.þáttur (Flesknes) og þar á eftir
gítarleikur. Ekkert illt orð um
þessa þætti, þeir hafa kannski
verið ágætir, en hvers vegna að
draga að hefja leiksýninguna þar
til klukkan er farin að ganga tiu?
Hvers vegna ekki að bjóða upp á
„Leikhúskvöld", sem hefst svona
nokkurn veginn á leikhústima?
Mikið væri það nú ánægjulegt, ef
stjórn stofnunarinnar vildi taka
þetta atriði til vinsamlegrar um-
fjöllunar. Margir munu eflaust
segja, að þetta sé ekki seint á ferð
og allra síst á laugardagskvöldi,
menn geti sofið fram eftir á
sunnudeginum o.s.frv. En þeir
eru margir sem þurfa að vakna á
sunnudögum jafnt sem aðra daj^a.
Enn aðrið munu segja, að mið-
nættið sé ágætur háttatimi, en
flestir sem horfa á góða leiksýn-
ingu til miðnættis munu ekki
komast i ró fyrr en all nokkru
síðar, og þá fer að styttast svefn-
timi þeirra, sem þurfa að vakna
klukkan 7 eða jafn vel fyrr.
Kvöld-drollið á okkur íslending-
um og morgunletin er víðfræg og
hvorugt gott, en fjölmiðill eins og
sjónvarp getur, ef vilji og skiln-
ingur er fyrir hendi, átt hlutdeild
i því að breyta þessu, a.m.k. þoka
því um fet, þegar færi gefst.
Hugsa sér hve skemmtilegt væri
fyrir sjónvarpið að auglýsa með
góðum fyrirvara tiltekinn dag,
þar sem stofnunin byði allri þjóð-
inni i leikhús klukkan 20.30!
Á sliku kvöldi væri tilvalið að
hafa smáhlé, svo að húsfreyjan
gæti borið heimilisfólkinu hress-
ingu, menn gætu teygt úr sér og
kannske skipst á stólum, og siðan,
þegar leiksýningunni væri lokið
gætu allir gengið til náða án mik-
illa tafa. Þetta yrðu þá eins konar
„Kvöldvaka nútimans"
Hvernig væri að athuga málið?
Hvernig væri að halda smáfund
um niðurröðun sjónvarps-efnis?
Þetta eru vinsamleg tilmæli, og
ég veit um marga sama sinnis og
Undirrituð. Anna Snorradóttir"
Þessir hringdu . . .
• Vakir fólk
svo lengi?
Guðmundur Guðjónsson:
— Ég vildi aðeins fá að vekja
athygli forráðamanna sjónvarps-
ins á þvi hvort ekki væri hægt að
hafa helgistundina á sunnudags-
kvöldum dálítið fyrr á kvöldin,
t.d. á undan siðasta dagskrárliðn-
um. Ég veit ekki hvort fólk getur
eða nennir að vaka svona lengi
eins og þarf nú til að geta horft á
helgistundina, en hún er oft ekki
fyrr en öðrum hvorum megin við
miðnættið, — ég efast um að
margir vaki eftir helgistundinni
svo lengi. Mér finnst að athuga
megi hvort ekki sé hægt að raða
þessu öðru vísi niður og athuga
hvaða viðbrögð eru við því.
0 Onæði á
morgnana
tbúi við Háaleitisbraut:
— Mig langar til að segja frá
því að það kemur hér á hverjum
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Dubna
í Sovétrikjunum í febrúar í fyrra
kom þessi staða upp ískák
sovézku stórmeistaranna Savon,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Lutikova!
morgni bíll um kl. 7 og stanzar
hér fyrir utan og er maðurinn
greinilega að sækja einhvern til
vinnu. Hann flautar alltaf, ýmist
mikið eða lítið, og kemur að
vörmu spori maður úr blokkinni á
móti, sá sem hann er að sækja. Ég
fæ ekki betur séð en sá maðurinn
sé yfirleitt tilbúinn svo ég skil
ekki almennilega hvers vegna það
þarf að flauta þetta, en það er
sennilega til að spara sér sporin.
HÖGNI HREKKVISI
... eins og í sirkus! Neihættunú!
úrvals saltkjöt.
Sjálfsagt er þetta heldur ekkert
bundið við Háaleitisbrautina, það
er viða verið að ná í fólk til vinnu
á morgnana og er þ'etta fyrst og
fremst spurning um tillitssemi.
Sumir vilja lúra aðeins lengur en
til kl. 7 á morgnana og sumir eru
kannski að koma úr sinni vakta-
vinnu um þetta leyti og vilja fá
sinn svefn, svo ég get fmyndað
mér að þetta geti komið illa við
fólk.
DRATTHAGIBLYANTURINN
IILOSSI
Skipholti 35
S: 81350 verzlun 81 351 verkstæSi 81 352 skrifstofa
34. R\f6! Hxf6 35. IId7 + Kh6 36.
De8 Db8 37. h4! (Hótar 38. Dh8
mát) Rb6 38. Dxb8 Rxd7 39. Dh8
mát.
Röð efstu manna á mótinu varð
þessi: 1. Tseshkovsky 10 vinn-
ingar af 15 mögulegum. 2. Zaitzev
9‘A v. 3—6. Gipslis, Savon, Suetin
( — allir Sovétríkjunum) og
Miles (Englandi) 9 v.