Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977 23 Húnbogi Hafliða- son - Minningarorð Fæddur 27. nóvember 1891 Dáinn 12. febrúar 1977 Húnbogi Hafliðason fæddist á Hjálmsstöðum í Laugardal 27. nóv. 1891. Móðir Húnboga var Ragnheiður Guðmundsdóttir bónda á Hjálmsstöðum, en faðir Hafliði Ingimundarson, þá vinnu- maður á Hjálmsstöðum. Hafliði var, er hér var komið sögu, ekkju- maður nokkuð við aldur. Hann var áður bóndi og formaður á Vatnsleysuströnd. Nokkur börn mun hann hafa átt áður. Lifði hann stutt eftir að honum fæddist þessi sonur, og er ég ekki viss um þeir feðgar hafi nokkurn tima sézt, og litið eða ekki mun Hún- bogi hafa kynnzt systkinum sínum. Húnbogi ólst upp á Hjálms- stöðum á vegum móður sinnar. Á uppvaxtarárum hans var fremur hart í ári og fátækt mikil og al- menn á þvísa landi. Lifsbarátta alþýðu var hörð og harla ólík því, sem nútimafólk þekkir. Börn og unglingar voru sett til vinnu fyrr miklu en þau höfðu þrek og þroska til bæði af illri nauðsyn og öðrum þræði af vanþekkingu og skilningsleysi hinna fullorðnu. Húnbogi frændi minn mun og ekki hafa verið gizka hár til hnés- ins, þegar honum voru falin skyldustörf á hendur. Hann var seinþroska likamlega og raunar alla ævi með lægstu mönnum á vöxt, en varð knáleikamaður eigi að siður. Andlega var hann aftur á móti bráðger og skýr. Hann var skapstór svo orð fór af, en þó ákaflega viðkvæmur í lund, ljóð- elskur og mjög þokkalega hag- mæltur. Fólk með lyndiseinkenni Húnboga stendur gjarnan öðrum fremur áveðurs i lífinu, og smeykur er ég um, að ekki hafi frændi minn alltaf mætt þeim skilningi, hvorki í uppvextinum, né siðar á ævinni, sem einmitt þessari manngerð væri hvað nauðsynlegastur. Húnbogi varð þvi aldrei, þrátt fyrir greind og ýmsa góða eiginleika, neitt dekur- barn veraldarinnar. En „hann byggði sér sjálfur hlátraheim", ef svo bar undir. Hrifnæmi hans og gáfnafar gerðu honum fært að njóta margs þess, sem aðra lætur ósnortna. Hann var einlægur náttúruunnandi og dýravinur mikill, og ekki sá undirritaður hann bregðast reiðari við en + GUÐLAUGUR EINARSSON, hæstaréttarlögmaður andaðist í Borgarspítalanum að morgni hins 1 7. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar Guðrún Guðlaugsdóttir, Júníus Kristinsson, Einar Guðlaugsson, Auður Egilsdóttir, Kristján Guðlaugsson, Soffía Snorradóttir, Svana Guðlaugsdóttir, Sunna Guðlaugsdóttir. + Eiginmaður minn JÓHANN GARÐAR BJÖRNSSON Skipasundi 14 lést aðfaranótt fimmtudags 1 7. febrúar Eiginkona, börn, barnabörn og systkini + Útför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður og afa GUÐMUNDAR ÁRMANNS INGIMUNDARSONAR Efstasundi 84. er lést þann 11 febrúar fer fram frá Háteiskirkju laugardaginn 19 febrúar kl 10.30 f.h. Jarðsett verður að Lágafelli Helga Gisladóttir dætur, tengdasynir og barnabörn. + Útför systur okkar og fósturmóður, ELÍNBORGAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Eyrarbakka, Skeiðarvogi 127, Reykjavik, sem lést 10. þessa mánaðar, fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardag- inn 1 9 febrúar, kl 2 eftir hádegi. Sigurður Kristjánsson, Jóhannes Kristjánsson, Kristján Sigurbjörn Sigurðsson, Guðmunda Magnúsdóttir + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar GUDBJARGAR Þ. NIELSEN, Seyðisfirði Calr Nielsen. Ingibjörg Nielsen, Þorsteinn Nielsen. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför BOGA INGJARLDSSONAR Miðtúni 10, Reykjavik. Emil Bogason Steingerður Halldórsdóttir Ingjaldur Bogason Ingibjörg J. Jónsdóttir Hjördis Bogadóttir Hjálmtýr Dagbjartsson Guðbrandur Bogason Svandís Valsdóttir og barnabörn. þegar hann sá mann sparka í hund. Hann orti sér til hugar- hægðar um það, sem fyrir augu og eyru bar. Um vorkomuna kvað hann eitt sinn: „Suða lindir létt og hlýtt./leggjast vindar niður./Vorið myndar viðhorf nýtt,/veitisist yndi og friður.,, Eins og áður sagði, var Húnbogi heitinn skapstór f meira lagi og bráðlyndur nokkuð. Hefur og ef- laust ekki verið öllum hent að koma skapi saman við hann. Við það bættist að hann þoldi illa áreitni og striðni, einkum fyndi hann þar í vott af illkvittni. Hann var sjálfur frábitinn þvi að leggja öðrum illt til að fyrrabragði og ætlaðist til hins sama á móti. Hins vegar tók hann öllu græskulausu gamni vel og þoldi þá manna bezt að nærri sér væri höggvið enda var hann glaðbeittur sjálfur og gæddur ágætri kimnigáfu. Frá- sagnargleði átti hann mikla og sagði vel frá, því maðurinn var orðhagur vel og bjó yfir miklum orðaforða. Hann var hreinskilinn mjög, og.er ekki ofsagt, að hrein- skilni hans færi við og við nokkuð í bága við kurteisina en það kvað vera erfitt með köflum að ástunda þessar tvær höfuðdyggðir í senn. Húnbogi var ókvæntur og barn- laus alla ævi. Hann stundaði hverskonar störf til sjós og lands og þótti hvarvetna skipa sitt rúm með prýði, því hann var bæði vel- virkur og samvizkusamur og hið mesta snyrtimenni. Hann vann fulla erfiðisvinnu nokkuð fram yfir áttrætt, enda var hann alla tíð heilsuhraustur. Veit ég naum- ast til að hann lægi veikur einn einasta dag, þar til fyrir svo sem tveim til þrem árum, að elli tók nokkuð að mæða hann. Sjón og heyrn hélt hann til síðustu stund- ar, las og skrifaði meðan hann gat valdið bók, og setti aldrei upp gleraugu, enda eignaðist hann þau aldrei. Húnbogi var einn þeirra manna, sem fór sínar eigin leiðir, og ekki alltaf troðnar slóðir. Hann óx úr grasi áður en skólar og aðrar uppeldisstofnanir tóku til að móta alla í sama formi, svo naumast kemst nokkur upp með að vera öðruvisi en allir hinir. Hann skar sig ævinlega úr fjöld- anum. Væri hann í hópi fólks, svo sem í afmælishófi, fermingar- veizlu eða á ferðalagi, tók allur hópurinn nokkuð annan svip en ella. Þar var aldrei dauft yfir, sem Húnbogi var. Húnbogi eignaðist marga vini á langri ævi, og í ellinni minntist hann þeirra með mikilli ánægju, hvort sem þeir voru farnir á undan til fyrirheitna landsins eður ei. Hann var þakklátur þessu fólki, ungu og gömlu, og bað því blessunar. Hann kunni og vel að meta góða umönnun og hlýtt við- mót starfsfólksins á Elliheimilinu Grund, sem annaðist hann nú siðustu stundirnar. Nú var mesta harkan úr lundinni, en því meiri viðkvæmni og grunnt á klökkva i röddinni, einkum þegar hann minntist velgerðamanna sinna og vina. Auðfundið var, að Húnboga var löngu orðið ljóst að hverju fór, en ekki varð greint, að hann kviði vistaskiptunum. Hann var sama karlmennið fram i rauðan dauðann. A 85 ára afmælinu sinu, 27. nóvember, i haust, sýndi hann mér tvær visur, sem hann hafði gert þá um morguninn og skrifað með skýrri og fallegri rithendi, en þá var heilsan þrotin, þótt enn hefði hann fótavist: ÞÓU lamaðursé Iffs míns kraftur. Ijóma slær af kveldsólinni. Ilugsast gæti óg heimti aftur hreysti mina í cilffóinni. Svffa yfir hugarheima horfnar myndir. lióin saga. I.ffsglaóur ég læt mig dreyma Ijúfar stundir æskudaga. „Um héraðsbrest ei getur", þótt hálfníræður öldungur með lam- aðan lifskraft safnist til sinna feðra, ísland er þó einum sér sér- stæðum manni fátækara, mannlif þess vitund flatara en áður. Ég kveð svo með virktum vin minn og frænda. Hilmar Pálsson. — bók um sögu fyrirtækisins Haraldur Böðvarsson og Co. h.f. nesinga. Sigurdór Sigurdórsson blaða- maður hefur skráð viðtölin og fylgja þeim á annað hundrað ljós- myndir frá þessu timabili Hafa margar þeirra sögulegt gildi, enda sumar frá fyrstu tíð fyrir- tækisins. Stofnandi fyrirtækisins, Haraldur Böðvarsson, var áhuga- maður um ljósmyndun, og hefur hann þvi tekið nokkrar mynd- anna i bókinni. í formála bókarinnar segir Har- aldur Sturlaugsson, núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins, m.a.: „Hinn 17. nóvember árið 1976 voru liðin 70 ár siðan Har- aldur Bóvarsson hóf útg'erð sex- ærings héðan frá Akranesi, þá aðeins 17 áragamall. Fráleitt er að þá hafi nokkrum dottið í hug, að þetta væri upphaf- ið að öflugu útgerðarfyrirtæki, sem ætti eftir að verða eitt þaö stærsta hér á landi. — Fyrst og fremst... Framhald af bls. 13. ing, er væri jafngildi 100 kr. Verður það varla fyrr en eftir nokkur ár, svo að nægur timi er til að athuga þann kostnað sem gjaldmiðilsbreytingunni yrði samfara, en hann hlyti að verða mjög verulegur." — En ég held að kostnaður- inn yrði ekki svo verulegur, sagði Lárus. Þörfin fýrir 10 þúsund króna seðil er fyrir hendi og ég-vil hafa þetta sem forsendu fyrir þvi að taka upp viðtækari baráttu gegn verð- bólgunni á nýjum grundvelli. „TIL fiskiveiða fóru — sjötíu ár á sjó og !andi“ nefnist nýútkomin bók, sem hefur að geyma sögu fyrirtækisins Ilaraldur Böðvars- son og Co. h.f. á Akranesi, og er það fyrirtækið sem gefur út bók- ina. Saga fyrirtækisins er skráð i bók þessari á sérstæðan hátt, þar sem hún er byggð upp á viðtölum við starfsfólk fyrirtækisins, sem rekur sögu þess, frá eigin sjónar- hóli. Hefur bókin að geyma viðtöl við 40 starfsmenn fyrirtækisins sem unnið hafa hjá því á um- ræddu tímabili, og er bókin til- einkuð starfsfólkinu, en er jafn- framt hluti af atvinnusögu Akur- GÓLFTEPPADEILLM SMIÐJUVEGI6 bundin í Prentverki Akraness h.f„ Myndamót h.f. gerði mynda- mótin. í tilefni þessara tímamóta i sögu fyrirtækisins, er þetta rit gefið út. Hér eru frásagnir nokk- urra þeirra úr starfsmannahópn- um sem á mörgum liðnum árum hafa lagt fram hug og hendur til eflingar fyrirtækisins Haraldur Böðvarsson og Co. h.f. Stærð bókarinnar leyfði ekki að fleiri raddir létu þar til sin heyra, en allir þeir ónefndu hafa lika borið heill fyrirtækisins fyrir brjósti og sýnt það i verki.“ „Til fiskiveiða fóru“ er 363 bls. að stærð. Hún er prentuð og inn- ensk gólf teppi f rá Gilt Edge og CMC Vió bjóðum fjölbreytt úrval gólfteppa frá Gilt Edge og CMC til afgreióslu strax; og einnig má panta eftir myndalista meó stuttum afgreióslufresti. Festió ekki kaup á gólfteppum, án þess aó kynna yóur þessi gæóateppi þaó borgar sig. • |f " Til fiskveiða fóru ~r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.