Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977 Aston Villa og QPR þurfa að mætast í þriðja sinn ASTON Villa og Queens Park Rangers skildu iiðru sinni jöfn í undanúrslitaleik í ensku deildar- bikarkeppninni í knattsp.vrnu ( fyrrakvöld, en þá mættust liðin á Villa Park f Birmingham. Verða liðin að reyna með sér í þriðja sinn, og fer sá leikur væntanlega fram f London. Um 55 þúsund manns fylgdust með leiknum í fyrrakvökd, og áttu flestir áhangendur Aston Villa von á sigri iiðs sins. Lið Queens Park Rangers, sem ekki hefur vegnað of vel i 1. deildar- keppninni í vetur, barðist hins vegar mjög vel, með Gerry Franc- is, sem nú leikur með liðinu að nýju, í broddi fylkingar. Var leik- urinn lengst af tiltölulega jafn, en þó átti Villa öllu hættulegri tæki- færi. Á 64. mínútu var fyrsta mark leiksins skorað og var þar að verki hinn ungi framherji Aston Villa, John Deehan. Q.P.R. tókst svo að jafna þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka og var það Francis sem markið skoraði. Var staðan 1—1 að loknum venju- legum leiktíma, og leikurinn því framlengdur. I framlengingunni skoraði Deehan fljótlega aftur fyrir Aston Vílla, en er leiktiminn var að renna út jafnaði Peter Estoe sem komið hafði inná sem varamaður fyrir Queens Park Rangers. í fyrrakvöld fóru einnig fram nokkrir leikir í 1. deildar keppn- inni og vakti viðureign Manchest- er United og Liverpool mesta at- hygli. Var þar um að ræða mikinn baráttuleik. ‘Liverpool lagði mikla áherzlu á vörnina og tókst að halda marki sínu hreinu, þrátt fyrir töluverðan þunga í sókn United-iðsins á köflum. Var greinilegt að Liverpool- leikmennirnir voru hinir ánægð- ustu með úrslitin að leikslokum, enda dýrmætt að fá stig á útivelli. Newcastle og Manchester City gerðu einnig jafntefli, eftir að Manchester City hafði haft 2—0 forystu í háfleik með mörkum þeirra Tuearts og Brian Kidd. í seinni hálfleik tókst Neweastle svo að jafna með mörkum Mike Burns. Urslit leikja í Bretlandi í fyrra- kvöld urðu annars sem hér segir: Deildarbikarkeppnin — undanúrslit: Aston Villa — Q.P.R. 1—1 1. deild: Manchester United — Liverpool 0—0 Newcastle — Manchester City 2—2 Stoke — Coventry 2—0 3. deild: Chesterfield — Grimsby 0—1 Reading — York 1—1 4. deild: Torquay — Bournemotuh 2—1 Workington — Aldershot 1—1 SKOTLAND — ÚRVALSDEILD: Dundee Utd. — Motherwell 1—1 Hibernian —Rangers 0—0 Partick Thistle — Ayr Utd 0—1 SKOTLAND I. DEILD: Clydebank — St. Johnstone 2—0 Hamilton — East Fife 1—2 Raith Rovers — Airdrieonians 2.—2 IIT UTSJÓNVARPSTÆKI ITT sjónvörp eru að sjálfsögðu með köldu kerfi. VIDOM KERFI ITT byggir litsjónvarpstæki sín upp á einingum og við hverja einingu er tengt ljós. Þegar bilun verður í einingu slökknar ljósið. Þetta auðveldar mjög viðgerðir, þannig að 90% viðgerða fer fram í heimahúsum. ITT hefur í sinni þjónustu 25.000 manns sem eingöngu vinna við rannsóknir og tilraunir. Þetta tryggir að nýjasta tækni er ávallt notuð í tækjum frá ITT. ITT hefur á litsjónvarpstækjum sínum sérstakan takka, sem sjálvirkt, samræmir bestan lit og skarpleika myndar. ITT er búið sjálfvirku öryggi, sem virkar þannig að ef rafmagnsspennan fer upp eða niður fyrir æskilega spennu, þá slökknar á tækinu, og fer það ekki í gang aftur fyrr en spennan er orðin eðlileg. Þetta kemur í veg fyrir að viðkvæmir hlutir skemmist. HAFNARSTRÆTI 17 SÍMÍ 20080 Stúlkurnar sem sjást á þessari mynd koma allar við sögu f keppninni sem hefst f kvöld. Þær eru Guðrún Sverrisdðttir, Oddný Sigsteinsdótt- ir, Björg Jónasdóttir og Kristfn Orradóttir. KVENFÓLKIÐ SVIÐSLJÓSINU - Holland, Færeyiar og A og B- liö Islands í móti í KVÖLD hefst í Laugardalshöllinni handknattleiksmót kvenna með þátttöku fjögurra liða, þar af þriggja landsliða. Er mót þetta sett upp með svipuðum hætti og svokallaðar ,,turneringar" sem eru nú að verða mjög algengar í handknattleiksvið skiptum þjóða. Auk landsliðs íslands taka þátt I móti þessu lið Færeyja og Hollands, og einnig B landslið ís- lands, sem kemur í stað bandaríska landsliðsins, sem afboðaði þátttöku sína I mótinu á siðustu stundu. B landsliðið verður að mestu skipað stúlkum sem eru eldri en 23 ára og voru ekki valdar til æfinga með Islanzka landsliðinu, en sem kunn- ugt er varð töluverður úlfaþytur með val þess. Ætla má að mótið geti orðið hið skemmtilegasta, þar sem liðin eru örugglega nokkuð áþekk að styrk- leika. Reyndar má ætla að hollenzku stúlkurnar séu einna sigurstrangleg- astar, en margar hafa þær allnokkra reynslu i landsleikjum. Hefur ein þeirra t.d. leikið 51 landsleik. Fróð- legt verður svo að fylgjast með hvoru Íslenzka liðinu vegnar betur i keppninni, en ætla má að stúlkurnar sem skipa B-landsliðið láti ekki hlut í Laugardalshöll sinn i þessu móti baráttulaust, og i þessu liði eru stúlkur sem verið hafa Í fremstu röð íslenzkra handknatt- leikskvenna um árabil, eins og t.d. Ragnheiður Lárusdóttir, Björg Guðmundsdóttir og Oddný Sig- steinsdóttir. Timi sem lið þetta hefur haft til æfinga er hins vegar mjög skammur. M.a. þess vegna sagði Bjarni Jónsson, annar af stjórn- endum liðsins, að sá kostur hefði verið tekinn við val liðsins, að velja kjarna þess úr tveimur félögum, Val og Fram. Leikjaprógramm mótsins verður sem hér segir: FÖSTUDAGUR 18 FEBRÚAR: Kl. 20.00: ísland — Færeyjar Kl. 21 00: Holland — ísland B LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR: Kl. 15.30: Ísland — ísland B Kl. 16.30: Færeyjar— Holland SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR: Kl. 20.00: ísland B — Færeyjar Kl. 21.00: ísland — Holland Allir leikirnir fara fram í Laugar- dalshöll og dómarar verða hinir sömu á öllum leikjunum, annars veg- ar þeir Kjartan Steinbach og Karl Jóhannsson og hins vegar Björn Kristjánsson og Óli Olsen. LIÐIN í KVENNA- KEPPNINNI LIOIN sem taka þátt ! kvenna mótinu sem hefst i Laugardals- höllinni i kvöld verða þannig skip- u8 A LANDSLIÐ ÍSLANDS: Magnea Magnúsdóttir, Ármanni Kolbrún Jóhannsdóttir. Fram Inga Birgisdóttir. Val Hansina Melsteð. KR Katrin Danivalsdóttir. FH Margrét Brandsdóttir, FH Guðriður Guðjónsdóttir. Fram Kristjana Aradóttir, FH Ágústa Dúa Jónsdóttir, Val Anna Gunnarsdóttir, Ármanni Svanhvít Magnúsdóttir, FH Hjördis Sigurjónsdóttir, KR Halldóra Magnúsdóttir, Val Margrét Theódórsdóttir, Haukum Harpa Guðmundsdóttir, Val Oddný Sigurðardóttir, Val Sigrún Sigurðardóttir. FH Þjálfari: Pétur Bjarnason Liðsstjóri: Svana Jorgensdóttir B LANDSLIÐ ISLANDS Auður Dúadóttir, Þór, Ak. Sigurbjörg Pétursdóttir. Val Ragnheiður Lárusdóttir, Val Björg Guðmundsdóttir. Va! Biórg Jónsdóttir, Val Elln Kristinsdóttir, Vaí Oddný Sigsteinsdóttir. Fram Jóhanna Halldórsdóttir, Fram Kristin Orradóttir, Fram Guðrún Sverrisdóttir, Fram Jóhanna Magnúsdóttir, Vikingi Guðrún Sigurþórsdóttir, Ármanni Anna Gréta Halldórsdóttir. Þór, Ak. Liðsstjórar og þjálfarar: Guðjón Jónsson og Bjarni Jónsson. LIÐ HOLLANDS: Jenny Rogge, DVO Arja Reinders, Swift Els Boesten, Mora/Swift Suzanne Geerdink, Mora/Swift Nel Martens. Mora/Swift Marie Louise Puts, Mora/Swift Marjo Smeets. Mora/Swift Hannie de Kok, Idem / Hellas Ingrid van Koppen. Idem/Hellas Marja Noldus, Idem/Hellas Mieke Pottuyt, Idem/Hellas Toos Alsemgeest — Von den Voort Joke Rombouts — von den Voort Miep van Beek. A.M.C. Niloc Marjan Houtepen, E.M.M. LIÐ FÆREYJA: Marjun Jakobsen, Kyndli Sigrid Andreasen. Stjörnan Haldis Poulsen, Kyndli Rannva Hanussardottur. Neistin Svanna Hanussardottur. Neistin Herborg Joensen, Kyndil Gudrun Dalsgard, Kyndil Jacobina Joensen, Stjörnan Susanna Michaelsen. Stjörnan Ottolina Hansen, Stjörnan Vivian Wraae. Kyndil Asa Hansen, Neistin Sonja Jörgensen, Neistin Emmy Joensen, M .B UMa Bærentsen, Neistin Margit Frisdahl, Kyndil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.