Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977 íslendingar rannsaka beit- arþol og vandamál sauðfjár- ræktarinnar á Grænlandi ÁKV'KÐIÐ hefur verið að Rann- sóknastofnun landhúnaðarins taki að sér rannsðknir á beitar- þoli á Grænlandi og vandamálum sauðfjárræktar þar. Sagði Ingvi Þorsteinsson, sérfræðingur f gróðurrannsðknum við RAI,A, að gert væri ráð fyrir að verkefni þetta stæði í 4 til 5 ár og yrðu 5 til 6 menn við störf á Grænlandi einn mánuð á hverju sumri en Rannsóknastofnun landhúnaðar- ins tekur þetta verkefni að sér „Venjulegt slúður” -segir Magnús Torfi Ólafeson um frétt um að hann fari hugsan- lega í framboð hjá Framsókn VÍSIR skýrir frá því á forsíðu í ga-r og vilnað í dálk I hlaðinu sem nefnist „Svo madir Svarthiifði", að mögulegf sé að Magnús Torfi Olafsson, formaður Samtaka frjálslvndra og vinslri manna, verði á framboðslista Fram- sóknarflokksins I Reykjavfk við na-stu þingkosningar. 1 tilefni af þessum skrifum sneri Mbl. sér til Magnúsar Torfa. Ilann svaraði: ,,Um þetta vil ég segja það, að hér er um að ræða ven julegt slúð- ur eins og tiðum hefur hirzt i þessum Svarthöfðadálkum Vísis, og sem ég veit, að enginn tekur mark á frekar en iiðrum ónytju- orðum, sem þar er tíðkað að hirta." fyrir Grænlandsmálaráð Dana og I.andsráðið á Grænlandi. Tilgang- urinn með þessum athugunum er að stuðla að aukningu á sauðfjár- rækt á Grænlandi en sauðfé þar hefur fækkað mjög á sfðasta ára- tug, einkum vegna takmarkaðs fóðurforða. Þannig voru um 70 þúsund fjár á Grænlandi fyrir um 10 árum en fjárfjöldinn nú er um 20 þúsund. Ingvi Þorsteinsson sagði að til- drög þess að RALA hefði tekizt þetta verkefni á hendur hefði ver- ið ósk frá Grænlendingum. Fór Ingvi í fyrrasumar til Grænlands og kynnti sér allar aðstæður og um sfðustu helgi var gengið frá samningum um þetta verkefni í Kaupmannahöfn en allan kostnað af því bera Danir og Grænlend- Spasský og Smyslov koma með fimm mín- útna millibili TEKKNESKI skákmeistarinn Vlastimil Hort er væntanlegur til Keflavíkurflugvallar klukkan 18.15 í dag. Boris Spasský er aftur á móti væntanlogur á sunnudag- inn klukkan 16.30 frá Luxemburg og Sm.vslov aðstoðarmaður hans kemur fimm mfnútum sföar með vél frá Kaupntannahöfn. Einvígi Spasskýs og Horts verður sett laugardaginn 27. febrúar og fyrsta skákin verður tefld daginn eftir. Manuela Wiesler Flaututón- leikar á Kjar- valsstödum I KVÖLD mun Manuela Wiesler halda flaututónleika i austurgangi Kjarvalsstaða. Hefjast tónleikarnir kl. 20.30 og eru á efnisskránni fjögur verk fyrir einleiksflautu, til- brigði eftir Marin Marais, sónatína eftir Tomasi, Se- quenca eftir Luciano Berio og svíta eftir Jean Francaix. Að- gangur er ókeypis. Manuela Wiesler, sem er fædd árið 1955, stundaði nám við Tönlistarskólann og lauk þaðan prófi með ágætiseink- unn 1971 og eftir að hún stund- aði framhaldsnám i Paris 1972 hefur hún verið búsett hér á landi og m.a. leikiö í útvarp. Hún mun í marzmánuði leika með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. I k’RÉTT Mbl. í gær af fjárhags- áætlun Hafnarfjarðarbæjar kom frarn í fyrirsögn, að tekjur næmu 1.341 milljón kr. en gjöld væru ráðgerð 1.691 m. kr., með öðrunt orðunt að halli værí 350 milljónir króna. Af því tilefni hafði Krist- inn Ö. Guðmundsson bæjarstjóri santband við Mbl. og sagði að hér væri ekki um halla að ræða. Skýr- ingin væri sú að tekjuafgangur af rekstrarliðum væri áætlaður 232 milljónir króna og yrði honum varið til eignabre.vtinga. Til við- bótar kærni lántaka, 95.9 m. kr.. og framlag frá ríkissjóði til skóla- b.vgginga, 22.5 m. kr.. þannig að eignabreytingar yrðu alls fyrir 350 m. kr. Helztu framkvæmdir, sem koma undir þennan lið, eru bygging íbúða fyrir aldraða og leiguíbúðir og önnur fasteigna- kaup og skólabyggingar. Þá sagði Kristinn að til verk- legra framkvamida yrði varið unt 400 milljónum og væri það mest til ntalbikunar en nú á na'stunni á ingar. Áætlað er að árlega fari til þessa verkefnis 3 milljónir ís- lenzkra króna. Umsjón með verk- efninu verður í höndum Ingva Þorsteinssonar en rannsóknum á vandamálum sauðfjárræktarinn- ar mun Stefán Sch. Thorsteinsson búfjárfræðingur sinna. Sagði Ingvi í samtali við blaðið, að fyrirhugað væri að kortleggja gróður, gera áburðartilraunir og tilraunir með harðgerða gras- stofna. Ingvi sagði, að Grænlend- ingar hefðu fullan hug á því að auka sauðfjárrækt þar í landi en takmarkað fóður til gjafar yfir vetrartímann hefur orðið þess valdandi að fé á Grænlandi hefur verið beitt mikið úti á veturna og f harðindum hefur féð fallið. Um 90 bændur hafa sauðfjárrækt að aðalatvinnu á Grænlandi og hafa þeir aðgang að um 150 hekturum ræktaðs lands en þar af er helm- ingurinn tún frá tímum land- námsmanna. Sauðfé á Grænlandi er af islenzkum stofni og sagði Ingvi að meðal annars væri fyrir- hugað að flytja sæði úr íslenzkum Framhald á bls. 18 Kammersveitm flytur verk eftir Messiaen KAMMERSVEIT Reykjavfkur heldur þriðju áskriftartónleika sfna á þessu starfsári í Bústaða- kirkju nk. sunnudag, og hefjast þeir kl. 4. Á efnisskránni er Quatuor pour la fin du Temps eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen, en í fréttatilkynn- ingu Kammersveitarinnar seg- ir að verkið sé eitt athyglisverð- asta kammertónverk, sem samið hafi verið á þessari öld. t tilkynningunni segir ennfrem- ur: „Verkið var samið árið 1940 þegar Messiaen dvaldi I fanga- búðum nazista I Görlitz. Það er samið fyrir fjögur hljóðfæri; fiðlu, klarinett, celló og píanó, en ástæðan fyrir þessari óvana- legu hljóðfæraskipan er sú, að meðal samfanga Messiaen voru fiðluleikari, klarinettleikari og cellisti. Verkið var frumflutt í fangabúðunum þ. 15. jan. 1941 af föngunum fjórum og lék Messiaen sjálfur á píanóið. Eftir Messiaen liggur fjöldi tónverka fyrir hljómsveit, Framhald á bls. 18 Situr við sama með Jötun á Laugalandi Akureyri, 17. febrúar. ENN situr við sama á Syðra- Laugalandi í Eyjafirði, þar sem jarðborinn Jötunn er notaður til að bora eftir heitu vatni fyrir Hitaveitu Akureyrar. Ekki hefur tekizt að losa borinn cnn og ein- hver tlmi mun líða áður en úr þvf fæst skorið hvort holan verður nýtileg. Tvær álagsstengur og „rýmari" á milli stanganna eru enn um 460 metra niðri í jörðinni og vantar mikið á að tekizt hafi að losa þennan búnað. Reynt er að bora niður með stöngunum og víkka út holuna, en til þess er aðeins til- tækar veikbyggðar krónur, sem endast stutt. Eftir er að víkka holuna á neðstu 140 metrunum til að komast að stöngunum, en menn eru bjartsýnir á að það tak- ist með þolinmæðinni. Sérstak- lega mun það vera hinn svonefndi „rýmari" sem er erfiður viðfangs og stendur fastur út í holuveggina og tefur fyrir aö stengurnar náist upp. Engin leið er að segja um það á þessu stigi hve langur tími mun liða þar til árangur næst. Línuveiðar bannaðar á Breiðafirði til 1. marz Vandlifað vestur í koti segir fréttaritari Mbl. á Ólafsvík Miklar verklegar fram- kvæmdir í Hafnarfirði að bjóða út 6 km til malbikunar, um 54 þúsund fermetra. Er lokið við að undirbyggja þessar götur í íbúðahverfum. ALLAR LÍNUVEIÐAR á Breiða- firði og við Snæfellsnes hafa ver- ið bannaðar til 1. marz næstkom- andi segir í frétt fra sjávarútvegs- ráðuneytinu f gær. Ástæðan fyrir þessu banni er að vart hefur orðið við talsvert af smáþorski að und- anförnu f afla línubáta á þessum slóðum. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu: „Ráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð, sem bannar allar linuveiðar á Breiðafirði og við Snæfellsnes til 1. mars n.k. Ástæðan fyrir þessu banni er sú, að eftirlitsmaður ráðuneytis- ins og rannsóknamenn Hafrann- sóknastofnunarinnar hafa að und- anförnu orðið varir við talsvert magn af smáþorski I afla linubáta á þessum svæðum, sem afmarkast þannig: a) Breiðafjörður lokast af linu, sem dregin er milli Öndverðar- nesvita og Skorarvita. b) Svæðið við Snæfellsnes af- markast af línu réttvisandi suður Skemmda húsið í Garðabæ: Annar matsmanna baðst lausnar MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyrir um það hjá Steingrími Gauti Krist jánssvni, sakadómara f Ilafnarfirði, hvar væri á vegi statt mál það, sem höfðað var vegna skemmdanna sem komið hafa fram á íhúðarhúsinu að Garðaflöt 23 I Garðabæ. Steingrímur sagði, að lokiö væri yfirheyrslum aðila málsins en áð- ur hefði farið fram undirmat og síðan yfirmat. Síðan hefði verið beðið um nýtt mat á húsinu, sem einmitt hefði staðið yfir um þess- ar mundir, en síðar kvað Stein- grímur það hafa gerzt í gær, að annar tveggja matsmanna hefði beðið um lausn vegna lasleika. Sú væri þvi staða málsins nú. Steingrímur tók fram, að mjög alvarlegar tilraunir hefðu farið fram til að reyná að ná sáttum í máli þessu og hin síðasta nú ný- verið, en það hefði ekkí borið árangur. Síldarútvegs- nefnd hefur ekki áhuga á sölu Tunnu- verksmiðjunnar FYRIR Alþingi liggur nú frumvarp til laga frá þing- mönnum Norðurlandskjör- dæmis vestra um sölu ríkisins á Tunnuverksmiðjunni í Siglu- firði til Húseininga hf. í Siglu- firði. Heyrir verksmiðjan undir Síldarútvegsnefnd og sagði Jón Skaftason, formaður nefndarinnar, í viðtali við Morgunblaðið i gær, að nefnd- inni hefði borizt óformleg beiðni Húseininga um sölu á Tunnuverksmiðjunni. Hefði þeirri málaleitan verið tekið á þá leið, að á þessu stigi málsins hefði Sildarútvegsnefnd ekki áhuga á að selja Tunnuverk- smiðjuna. Sagði Jón ennfrem- ur, að erindi frá Alþingi um þetta mál yrði væntanlega rætt á fundi nefndarinnar á þriðju- dag í næstu viku. frá Malarrifsvita, línu réttvisandi vestur frá Öndverðarnessvita og línu, sem dregin er á milli þessara staða 7 sjómilur utan við viðmið- unarlinu sbr. lög nr. 81 31. maí 1976 um veiðar i fiskveiðiland- helgi íslands." VANDLIFAÐ VESTUR 1 KOTI — Það fer að verða vandlifað hér vestur í koti, sagði Helgi Kristjánsson fréttaritari Morgun- blaðsins á Ólafsvik í samtali við blaðið í gær. — Ef þessi reglu- gerð ráðuneytisins gengur eftir er okkur Breiðfirðingum réttur vel úti látinn löðrungur af hálfu stjórnvalda i annað sinn á stutt- um tima. Við eígum erfitt með að trúa því að þessari tilkynningu verði framfylgt eins og nú er sagt, en verði það gert gæti það orðið til þess að menn leggi árar í bát. Framhald á bls. 18 Viðræður við Alusuisse fyrir fund ríkisstjórn- ar á þriðjudaginn GUNNAR Thoroddsen iðnaðar- ráðherra er væntanlégur heim á morgun frá Sviss, þar sem hann hefur átt viðræður við forráða- menn Alusuisse, m.a. um mengunarvarnir í Straumsvik. Niðurstaða fundarins í Sviss verður lögð fyrir fund ríkis- stjórnarinnar á þriðjudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.