Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977 wgfutlrifafeife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 Askriftárgjald 1 100.00 kr á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Varnir gegn verdbólgu Um þessar mundir gætir vaxandi bjartsýni um afkomu þjóðarbúsins á næstu misserum og kemur þar margt til. Hið stranga aðhald, sem ríkisstjórnin hefur haft forystu um i fjármálum hins opinbera, peningamálum og efnahagsmálum yfirleitt er farið að bera árangur. Gjaldeyris staðan fer batnandi og viðskiptahallinn við útlönd minnkandi. Rikissjóður var greiðsluhallalaus á siðasta ári og útlánsaukn- ingu innlánsstofnana og fjárfestingarsjóða hefur verið haldið innan skynsamlegri marka en áður. Þessi stjórnsemi og þetta aðhald hefur lagt grundvöll að þvi, að við getum nýtt það góðæri til sjávarins og á útflutningsmörkuðum okkar, sem nú virðist i uppsiglingu, til þess að bæta afkomu þjóðarinnar i heild og einstaklinga. Þegar talað er um góðæri er átt við þá staðreynd, að mjög verulegar verðhækkanir hafa orðið á svo til öllum útflutnings- afurðum okkar á undanförnum mánuðum og þá ekki sizt á frystum afurðum á Bandaríkjamarkaði og mjöli og lýsi. En þær afurðir eru fyrst og fremst sendar til Efnahagsbandalagslanda. Þá hefur loðnuveiði gengið mjög vel það sem af er og fyrirsjáanlegt, að afrakstur af loðnuveiði og vinnslu verður mun meiri en á siðustu loðnuvertíð, þegar loðnuveiðar stöðvuðust um skeið vegna verkfalla. Nú er það að vísu svo, að við höfum lifað um efni fram um langt skeið og i raun og veru hefur verið búið að ráðstafa fyrirfram að mestu leyti þeim verðhækkunum sem orðið hafa. Engu að siður hljóta þær að stuðla að bjartsýni um batnandi afkomu þjóðarinnar á næstu misserum. En um leið og ástæða er til bjartsýni vegna góðæris og þess árangurs, sem náðst hefur með ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar i efnahagsmálum, verða landsmenn að gera sér Ijóst, að kannski er mesti vandinn framundan og hann er í þvi fólginn að halda þannig á málum á því velmegunarskeiði, sem vonandi er i aðsigi, að við eyðileggjum ekki með bráðræði þann árangur, sem náðst hefur, og þann aukna afrakstur, sem sjávaraflinn gefur okkur. Þrátt fyrir þær góðu fréttir, sem hér hafa verið raktar, er það staðreynd, að verðbólgan er enn alltof mikil i landinu. Megin verkefni okkar á næstu mánuðum og misserum verður að draga úr verðbólgunni og ná henni mjög verulega niður. Ef okkur tekst það ekki, mun góðærið til sjávarins litla þýðingu hafa og sama ástand mun þá ríkja i efnahags- og fjármálum þjóðarinnar og ríkt hefur á undanfönum árum. Nú er mikið talað um það, að miklar beinar launahækkanir séu óhjákvæmilegar í kjarasamningum í vor og sumir tala jafnvel um eins konar launasprengingu, þ.e., að launin muni hækka mjög mikið. Fari svo, verða menn að gera sér Ijóst, að með siíkum kjarasamningum hafa þeir aðilar, sem að þeim mundu standa, raunverulega tekið ákvörðun um að draga ekki úr verðbólgunni heldur að stórauka hana. Það er auðvit- að alveg Ijóst, að ákveðnir hópar í þjóðfélaginu búa við afar bág kjör og að verulegar kjarabætur eru óhjákvæmilegar fyrir þá, sem verst eru settir. Það á engan veginn við um alla launþega í landinu og þegar til lengdar lætur er það bezta kjarabótin fyrir alla landsmenn að takast megi að ráða niðurlögum verðbólgunnar að því marki, að henni verði haldið innan hóflegra takmarka. Ríkisstjórnin getur með aðgerðum f opinberum fjármálum og peningamálum haft veruleg áhrif á verðbólguþróunina, t.d. með því að ríkissjóður verði greiðslu- hallalaus á þessu ári og sjá til þess, að sterkt aðhald verði með útlánaaukningu banka og fjárfestingalánasjóða í ár. Rikis- stjórnin getur einnig haft veruleg áhrif á verðbólguþróunina með þvi að halda opinberum framkvæmdum i skefjum, eins og raunar stefnt hefur verið að, en allt kemur þetta að litlu gagni, ef taunasamningunum í vor verður ekki haldið innan hóflegra marka. Enda þótt ríkisstjórnir bæði fyrr og síðar hafi jafnan komið mjög við sögu í kjarasamningum, er það þó alveg Ijóst, að hér rikir samningsfrelsi og um er að ræða frjálsa kjarasamninga milli verkalýðsfélaga og vinnuveitenda. Báðir þessir aðilar verða að gera sér Ijósa þá ábyrgð, sem á þeim hvílir. Þeir geta gert kröfu til þess, að ríkisstjórnin leggi sitt af mörkum, til þess að halda verðbólgunni í skefjum og til þess að bæta hag þeirra, sem verst eru settir, en þeir verða líka að gera sér grein fyrir því, að ef þeir verða hlekkurinn sem brestur i varnarkeðj- unni gegn verðbólgunni verður við lítið ráðið. Þetta eru staðreyndir, sem forystumenn verkalýðssamtaka og vinnu- veitenda verða að horfast í augu við og því verður seint trúað, að þeir vilji taka á sig ábyrgðina af nýrri óðaverðbólguöldu i landinu. Poul Hartling hlyi stjórn margra fl F'ráCiunnari Rytj'aard. Kaupmannahöfn í gær. POUL Hartling, leiðtogi Vinstri flokksins, hefur leitað hófanna hjá Anker Jörgensen forsætisráð- herra um myndum rfkisstjórnar á breiðum grundvelli, en annars hefur eiginlegum viðræðum stjórnmálaflokkanna verið frest- að til morguns þar sem lokataln- ingu er ólokið og óvíst hvernig nokkur þingsæti verða skipuð. Hartling hefur boðið Jörgensen að Vinstri flokkurinn verði aðili að ríkisstjórninni með þvf skil- yrði að mynduð verði öflugri meirihlutastjórn. Ilann vill með öðrum orðum að fleiri flokkar en sósíaldemókratar og Venstre standi að nýrri rfkisstjórn, trú- lega einnig Róttækir. Slík stjórn hefði 92 þingsæti af 179, en Venstre vill þátttöku fleiri flokka, til dæmis íhaldsmanna. Slík stjórn hefði 179 þingsæti. Af samstarfsflokkunum hafa Kristilegi flokkurinn og mið- demókratar sagt ótvírætt að þeir vilji helzt ekki fara í stjórn. Kristilegi flokkurinn er einkum ófús til þess vegna mikils kosn- ingaósigurs. Flokkurinn vill nú einbeita sér að þvi að vinna að framgangi nokkurra áhugamála sinna á þinjgi og stjórnaraðild mundi torvelda það. Ef sósialdemókratar geta komið sér saman um stjórnarsamvinnu eru mikil líkindi til þess að bæði róttækir og ihaldsmenn verði fús- ir til þátttöku. í Kristjánsborgarhöll er mikið rætt um hver taka skuli við af Knud Enggaard sem formaður V ance kannar afstöðu PL0 Kaíró, 1 7 febrúar Reuter CYRUS Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom f dag til Kafró og mun leggja á það megináherzlu f viðræðum við egypzka leiðtoga aðfá skýringu á nýrri afstöðu Palestínu- manna f deilum Araba og ísraels- manna. í kvöld sagði Sadat að hann færi til Bandarfkjanna f boði Carters for- seta. Hann hvatti jafnframt til form- legra tengsla milli Palestínumanna og Jórdanfumanna. „Egyptar eru 100% með friði,” sagði hann og hvatti til nýrra friðarviðræðna. „Egyptar eru til f allt." Israelskir embættismenn létu í Ijós mikla ánægju með heimsókn Vance til ísraels þegar hann fór þaðan og sögðu að hún hefði aukið skilning hans á afstöðu ísraelsmanna og eflt hefð- bundna vináttu þeirra og Bandaríkja- manna Fratnhald á bls. 18 sendinefndar Dana í Norður- landaráði og fulltrúi í forsætis- nefnd ráðsins. Óeðlilegt er talið Ákæra lögð fram gegn Ginsburg Moskvu 17. febrúar — NTB. SOVÉZK yfirvöld hafa samiö formlega ákæru á hendur Aleksander Ginsburg, sem var tekinn fastur fyrir tveim vik- um. Fulltrúar saksóknaraem- bættisins hafa hins vegar ekki viljað tjá sig um efni ákær- unnar. Ginsburg, sem er einn af þekktustu andófsnönnum í Sovétríkjunum, situr í Kaluga- fangelsi, suðvestur af Moskvu. Eiginkona hans fékk að vita, að ákæra hefði verið iögð fram gegn honum þegar hún fór í heimsókn til Kaluga á fimmtu- dag. Lögreglan heldur því fram, að hún hafi fundið erlendan gjaldeyri við húsrannsókn heima hjá Ginsburg-hjónunum í síðasta mánuði, og álitið er, að hann hafi verið ákærður fyrir ólögleg gjaldeyrisvið- skipti. Ginsburg segir sjálfur, að lögreglan hafi komið gjald- eyrinum fyrir í íbúðinni. N emendamóts- stemmning undir nóttina Söngur, dans og leiklist á miðnætursýningu VIÐ heimsóttum Verzlunarskólanema á vaskasta lið að æfa eítt og annað fyrir æfingu i Austurbæjarbíói eína nótt fyrr Nemendamót skólans, sem er hápunkt- í vikunni. en þar var 100 manna ur skemmtanalifs skólaársins 4/5 Nemendamótsnefndar: Sigurður Snæberg Jónsson. Herdls Jónasdóttir, Gissur Kristinsson formaður og Rósa Hilmarsdóttir. Þær iðuðu svo af kæti stelpurnar að það var ekki unnt að ná skarpri stillingu á andlit þeirra, en á myndina vantar Marlu Hrafnsdóttur. Sýnishorn af skólakórnum að syngja skólasónginn. Þorgerður Gunnarsdóttir er ein af djassballettdönsurum Nemenda- mótsins. Ljósmyndir Mbl. árni john- sen. Eins og vera bar rikti sérstök stemmning i samkomuhúsinu, ungt og efnílegt fólk að gera klárt fyrir skólahá- tíðina. Það var enginn asi á mönnum, en þetta spratt hvert af öðru, söngur, dans leikiist, upplestur og fleira Þeir sem ekki voru á sviðinu i það og það skiptíð, sátu þá i róleghéitum i rökkvuðum salnum og skemmtu sér konunglega þegar félagar þeirra léku listir sinar i sviðsljósunum Undir sviði voru leiktjaldamálarar þó í óða önn að mála nútimalandslag. byssur og her- virki, en að öðru leyti var enginn striðshugur i fólki nema gagnvart hátið þeirra sjálfra sem skyldi tekin i léttum og leikandi dúr Gíssur Kristinsson formaður Nem- endamótsnefndar sagði okkur I rabbi að undirbúningur fyrir mótið hefði byrjað i október Fram að jólum var t.d æft tvisvar í viku hjá 50 manna skóla- kór og undir það siðasta fyrir mótið var að sjálfsögðu æfingatörn hjá kórfélög- um sem öðrum þátttakendum. í Verzlunarskólanum eru um 700 manns og um i 00 þeirra unnu að framkvæmd mótsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.