Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 32
\t <;IASI\<,.\S1MIN\ KK: 22480 Jílorflimblníiiíi \l'(;LV SIN(»ASlM I\N KR: 22480 JHorflimblflíiií) FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977 Bjórfrumvarp lagt fram á Alþingi BREYTINGARTIVXAGA við frumvarp til laga um breytingar á áfengislöttunum var lögð fram á Sigurður í viðgerð á Akureyri? ER NOTASKIPIÐ Sigurður kom til hafnar í Reykjavík í gær kom í ljós að skemmdir þær sem skipið varð fyrir síðastliðinn laugardag í inn- siglingunni í Vestmannaeyjum reyndust meiri en talið var. Astic-tæki skipsins eru veru- lega skemmd og í gærkvöldi hafði ekki verið tekín ákvörð- un um það hvernig viðgerðinni á skipinu yrði hagað. Að sögn Haralds Ágústssonar skip- stjóra á Sigurði eru jafnvel líkur á að Sígurður fari i við- gerð í Slippstöðinni á Akureyri, þvi ekki er hægt að taka skipið upp i slippnum í Reykjavik vegna skemmda, sem nýlega urðu á honum. Þá kom fram í samtali við Harald Framhald á bls. 18 Alþingi í ga*r. Tillagan, sem er frá Jóni G. Sólnes, var lögð fram I efri deild og er þess efnis að heimilt verði að leyfa tilbúnings öls til sölu innanlands og til út- flutnings, sem hefur inni að halda meiri vínanda en 2'A% af rúmmáli. 1 núgildandi áfengislög- gjöf er ekki heimilt að gera öl, sem hefur meiri vfnanda en 2,25% af rúmmáli. Tillaga Jóns G. Sólness gerir ráð fyrir að 2. mgr. 7 gr. væntan- legra áfengislaga orðist svo: „Rikisstjórninni er heimilt, þrátt fyrir ákvæði 1. málsgr., að leyfa tilbúning öls til sölu innanlands og til útflutnings, sem hefur inni að halda meira en 2'A% af vín- anda að rúmmáli. Framleiðslu- gjald af áfengu öli skal ákveðið f lögum um vörugjald. Afengt öl, sem selt er innan- lands, skal undanþegið ákvæðum laga um meðferð og sölu áfengis.“ Hvada ráduneyti tilheyrir starfid? NÖFN þeirra sem sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Sölu varnar- liðseigna hafa enn ekki verið birt. Hvorki Bandalagi starfsmanna rfkis og bæja né Bandalagi há- skólamanna höfðu í gær borizl óskir frá félagsmönnum um að nafnalistans yrði óskað. Guðjón B. Baldvinsson á skrif- stofu BSRB sagði aðspurður í samtali við Morgunblaðið í gær, að Helgi Eyjólfsson, núverandi Framhald á bls. 18 Heilahimnubólga í börnum: Einstaka til- felli en ekki faraldur lengur —ÞAÐ KOMA annað slagið upp heilahimnubófgutilfelli hjá börnum en við teljum að faraldurinn, sem gekk yfir fyr- ir sfðustu jól, sé liðinn hjá, sagði Víkingur Arnórsson yfir- læknir á Landspítalanum f samtali við Mbl. f gær. Víkingur sagði, að á hverju ári kæmi upp heilahimnu- bólgutitfelli hjá börnum en svo mörg tilfelli komu upp á s.l. hausti að kalla mátti faraldur. Var um að ræða tvo stofna veikinnar og gætti hennar víða um land. Víkingur kvaðst ekki vita um fleiri tilfelli um þessar mundir en venjulega væri og t.d. kvað hann ekkert barn liggja á Landspítalanum með heilahimnubólgu. Ghanabúi gefur á gardann á Gunnarsstödum Á Gunnarsstöðum í Þistilfirði er vetrarmaður Ato Stephen frá Ghana og lætur þessi þeldökki vinnumaður vel af dvöl sinni nyrðra. Á meðfylgjandi mynd gantast Stephen við Sigfús litla, sem var gestkomandi á bænum, en rollurnar bíða rólegar eftir að fá töðuna sína. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur Helgason). Byrjað að frysta í Eyjum í dag Syðsta gangan komin í leitirnar úti af Ingólfshöfða SVO kann að fara að loðnufryst- ing hefjist hjá vinnslustöðvunum í Vestmannaevjum í dag. Loðnu- skipið Rauðsey AK fann f gær loðnugöngu 15 mflur suðaustur af Ingólfshöfða. Talið er að þarna Selfosshreppur leggur Straumnesi til 20 milljónir króna: Mikið hitamál fossi til lykta á Sel- leitt Á ÓVENJU fjölmennum fundi hreppsnefndar Selfoss f fyrra- kvöld var samþykkt með 5 at- kvæðum gegn 2, að Selfosshrepp- ur legði fram hlutafé, allt að 20 milljónum, f Straumnes hf. og ábyrgðir eins og hreppsnefnd sæi sér fært. Fundurinn stóð frá þvf klukkan 17 á miðvikudaginn og fram að miðnætti og voru nokkrir tugir áheyrenda viðstaddir þenn- an opna fund um þetta mikla hitamál á Selfossi. Eins og kom fram í fréttum á sfnum tíma klofnaði meirihluti hreppsnefnd ar vegna Straumnesmáisins f nóv enbermánuði sfðastliðnum og hefur ekki formlegur meirihlut verið starfandi þar sfðan. Fundurinn átti að fara fram húsnæði hreppsnefndarinnar, en þegar ljóst var hve mikill áhug var á umræðunum um Straum- nesmálið, var ákveðið að flytja fundinn i Tryggvaskála og var þar þétt setinn bekkurinn. Þeir tveir hreppsnefndarmenn, sem voru á móti þessari ráðstöfun, voru þeir Óli Þ. Guðbjartsson odd- viti og Páll Jónsson. I viðtali við Morgunblaðíð í gær sagði Óli, að Framhald á bls. 18 sé á ferð syðsta gangan en ekki hefur verið vitað hvar hún væri niðurkomin frá því að hún hvarf af Hvalbakssvæðinu, þar sem bátarnir hafa verið að veiðum undanfarið. Rauðsev fékk 500 lestir af þessari loðnu f gær, og Hilmir SU einnig sama magn á þessum sömu slóðum. Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur, sagði i samtali við Morgun- blaðið i gærkvöldi að hann teldi víst að hrognainnihald loðnunnar sem veiddist úti af Ingólfshöfða væri orðið nægilega mikið til að unnt væri að frysta hana á Japansmarkað. Sagði Jakob það reynslu fyrri ára, að loðnan sem komin væri á'þessar slóðir væri frystingarhæf. Japanir gera kröf- ur um að hrognainnihaldið sé um 12-15%. FYRSTA loðnan til Reykjavfkur — Nótaskipið RE kom í gær með fyrstu loðnuna til Reykjavíkur á þessari loðnuvertíð en afli skipsins var 1150 tonn. t fyrra kom fyrsta loðnan til Reykjavíkur 2. marz. Ljósm Mbl. Friðþjófur. Þá hafði Morgunblaðið einnig samband við Stafán Runólfsson, forstjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Hann kveðst ekki vita annað en allar vinnslu- stöðvarnar þar væru nú undir það búnar að taka við og vinna loðn- una, ef hún reyndist til þess fall- in. Stefán taldi ekki óliklegt að loðna þessi væri með nægilegu hrognainnihaldi, því að hún hefði verið farin að nálgast þau mörk um það leyti sem flotinn missti sjónar á henni. Hins vegar hefði verið töluverð áta i þeirri loðnu, og nú væri að sjá hvort átan væri horfin úr loðnunni sem veiddist í gær. Þetta myndi allt skýrast i dag, en bátarnir væru væntanleg- ir með loðnuna til Eyja i nótt sem leið. Afli annarra loðnuskipa í gær var sem hér segir: Guðmundur RE 700 tonn, Magnús NK 260, Sóley AR 200, Gullberg VE 450, Örn GK 530, Freyja RE 150, Kári Sólmundarson RE 180. Síld og fiskur í Bankastræti 10 ÞOP.VALDUR Guðmundsson, kaupmaður í Sild og fisk, hefur fest kaup á húseigninni að Banka- stræti 10, en þar er isverzlun frá Dairy Queen m.a. til húsa. I við- tali við Morgunblaðið í gær sagði Þorvaldur, að enn hefði ekki verið ákveðið hvaða starfsemi yrði i húsnæðinu og ekki væri ákveðið hvenær ísverzlunin færi þaðan. — Fyrst er að taka þennan bita og kyngja honum, áður en maður fer að hugsa um þann næsta, sagði Þorvaldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.