Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977 31 HAGUR ÁRMENNINGA VÆNKAST VERULEGA EFTIR SIGUR YFIR KR A MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ léku Armann og KR fyrri leik sinn ( 2. deild karla ( handknatt- leik og lauk honum með sigri Armanns 18:16, eftir að staðan t leikhléi var 10:7, KR f vil. Leikur- inn einkenndist af taugaspennu og baráttu, en hins vegar var fátt um ffna drætti. Með sigri f þess- um leik styrktu Armenningar stöðu sfna á toppnum talsvert, en staða KR-inga versnaði til muna. Staða efstu liðanna þriggja, Ár- manns, KA og KR er nú þannig að Ármann hefur aðeins tapað 2 stig- um, KA 4 og KR 5. En eins og kunnugt er fer efsta lið deildar- innar beint upp í 1. deild, en liðið sem verður í öðru sæti fær auka- leik við næstneðsta lið 1. deildar, svo að enn er ekki ljóst hvert þessara þriggja liða verður efst, þó að mestar líkur séu á því að það verði Ármann, né heldur hvert þeirra verður í öðru sæti og vinnur sér þannig rétt til að leika aukaleik um sæti í 1. deild. Vinni KR-ingar alla þá leiki sem liðið á eftir verða þeir sennilega i öðru sæti, en til þess þurfa þeir að vinna bæði Ármann og KA, en tapi KR-ingar leik eru þeir endan- lega úr leik. Eins og áður sagði var þessi leikur ekki vel leikinn og var mik- ið um alls konar mistök, bæði í vörn og sókn. Ármenningar byrj- uðu leikinn vel og komust í 3—0, en þá kom góður kafli hjá KR- ingum, sem skoruðu hvert markið á eftir öðru og þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 7—4, KR í vil, og hafði Ililmar Björnsson þá skorað 5 mörk í röð úr ótrúlegustu fær- um og sum þeirra voru anzi ódýr. Þessi munur hélst svo út fyrri hálfleikinn og i leikhléi var stað- an orðin 10—7 KR í vil eins og áður sagði og höfðu þá Armenn- ingar gripið til þess ráðs að taka Hilmar Björnsson úr umferð. í seinni hálfleik snerist dæmið svo alveg við, Ármenningar voru hreint óstöðvandi í sókninni og áttu auk þess mjög góðan varnar- leik og ekki leið á löngu þar til þeim hafði tekist að vinna upp forskot KR-inga og komast yfir, 13—12, og voru þá aðeins 12 mín- útur liðnar af hálfleiknum. Ár- menningar komust svo í 15—12 áður en KR-ingar tóku við sér, en þeim tókst svo með miklu harð- fylgi að jafna 15—15 og siðan var jafnt, 16—16, en þá leystist leik- urinn upp i hreina vitleysu og það virtist sem bæði liðin ætluðu að skora mörg mörk í hverri sókn og þrisvar í röð töpuðu Ármenningar boltanum eftir ótímabær og illa útfærð hraðaupphlaup, án þess að KR tækist að notfæra sér það, en Ármenningar héldu svo betur höfði á lokamínútunum og bættu við tveimur góðum mörkum og unnu verðskuldaðan sigur, 18— 16. Mörk Ármanns gerðu: Hörður Harðarson og Friðrik Jóhannsson 4 hvor, Pétur Ingólfsson og Vilberg Sigtryggsson 3 hvor, Þrá- inn Ásmundsson 2 og Björn Jó- hannsson og Einar Þórhallsson 1 hvor. Mörk KR gerðu: Hilmar Björns- son 7, Haukur Ottesen og Símon Unndórsson 3 hvor og Ingi Steinn Björgvinsson, Sigurður P. Óskars- son og Þorvarður Höskuldsson skoruðu eitt mark hver. Maður leiksins var Hörður Harðarson. H.G. Ilörður Harðarson, var bezti mað- ur leiks Ármanns og KR. Fylkir vann Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ LÉKU Fylkir og Stjarnan í 2. deild karla f handknattleik og lauk leiknum með naumum sigri Fylkis, 24—23, eftir að jafnt hafði verið f leikhléi 12:12 og liðin höfðu skipst á að hafa for- ystuna. Þetta var fremur fjörleg- ur leikur og þó að hann væri ekki vel Ieikinn brá fallegum tilþrif- um og voru Ifnumörk Sjörnunnar sum hver mjög falleg. Gangur leiksins var annars sá að Stjarnan hafði frumkvæði all- an fyrri hálfleikinn, þó að munur- inn yrði aldrei mikill og tókst Fylki svo að jafna rétt fyrir leik- hlé, 12:12. í seinni hálfleik var baráttan svo í algleymingi, jafnt var á öll- um tölum þar til Fylkir náði loks 2 marka forskoti, 21:19, þegar um 10 mínútur voru eftir af leik- tímanum, en Stjörnumenn voru ekki á því að gefa sig og er 1 mínúta var til leiksloka höfðu þeir jafnað, 23:23, og höfðu þeir þá verið einum færri I 5 mínútur er Magnúsi Andréssyni var vikið af leikvelli i annað sinn, en hann var harðasti varnarmaður Stjörn- unnar. Það dugði þó ekki til þvi að Sigurður Símonarson skoraði sigurmarkið fyriV Fylki þegar leiktíminn var að renna út, svo að ekki mátti tæpara standa, og lauk leiknum því með eins marks sigri Fylkis, 24:23, eins og áður sagði. Stjömuna Beztu menn Fylkis í þessum leik voru nafnarnir Einar Ágústs- son og Einar Einarsson, en mörk- in fyrir Fylki skoruðu: Einar Einarsson 6, Steinar Birgisson 5, Halldór Sigurðsson 4, Einar Ágústsson og Sigurður Símonar- son 3 hvor, Gunnar Baldursson 2 og Jón Magnússon 1. Beztu menn stjörnunnar voru þeir Magnús Teitsson og Magnús Andrésson, en mörk Stjörnunnar gerðu: Gunnar Björnsson 5, Magnús Teitsson 4, Eyjólfur Bragason, Björn Bjarnason og Árni Árnason 3 hver, Magnús Andrésson og Guðmundur Ingva- son 2 hvor, Logi Ölafsson 1. Mað- ur leiksins var Magnús Teitsson. H.G. STAÐAN STAÐAN í 2. deild íslandsmótsins I handknattleik er nú þessi: KA 10 7 2 1 234:177 16 Armann 9 7 2 0 198:153 16 KR 9 6 1 2 216:174 13 Þór 10 5 1 4 204:186 11 Stjarnan 9 3 1 5 178:180 7 Fylkir 8 3 1 4 151:157 7 Leiknir 10 2 2 6 199:243 6 ÍBK 11 0 0 11 191:301 0 KR-ingar að semja við enskan þjálfara —VIÐ höfum átt viðræður við enska knattspyrnuþjálfarann Tom Cazie að undanförnu, og gerum okkar á komandi keppnistfmabili, sagði Guðmundur Pétursson einn af stjónarmönnum í knattspyrnu- deild KR við viðtali við Morgunblaðið f gær, en KR- ingar eru nú eina félagið sem á lið f 1. deildinni f knattspyrnu, sem ekki hefur gengið frá þjálfaramálum sfnum fyrir keppnistfmabilið. Voru KR- ingar reyndar búnir að semja við enska þjalfarann Colin Meldrum og hann búinn að skrifa undir samning við félag- ið, er sú snurða hljóp á þráðinn að Meldrum bauðst starf hjá 4. deildar liðinu Workington og ákvað að taka þvf. — Þetta setti okkur að sjálf- sögðu i mikinn vanda, sagði Guðmundur Pétursson. — Um var að ræða hreint samningsrof hjá Meldrum og KR-ingar hafa látið bæði hann og Workington vita um að félagið áskilji ser allan rétt til skaðabóta, vegna samningsrofanna. Hvort okkur tekst að fá einhverjar bætur, er svo annað mál. Guðmundur sagði að KR- ingar hefðu haft samband við .enska knattspyrnusambandið og beðið það að hafa milligöngu um ráðnfngu þjálfara. Benti sambandið á 10 þjálfara, sem KR-ingar settu sig síðan í sam- band við. Var staðnæmst við Tom Caxie, sem á langan feril að baki sem þjálfari og atvinnu- leikmaður i knattspyrnu, og virðist lfklegt að samningar tak- ist við hann. Cazie hefur að undanförnu verið fram- kvæmdastjóri 3. deildar félags- ins Grimsby Town, sem samningur hans við félagið rann út um áramótin. Auk þess hefur Cazie starfað sem þjálfari í Norður-írlandi og var m.a. þjálfari unglingalandsliðs þess sem keppti við Íslendinga i UEFA-bikarkeppni unglinga fyrir nokkrum árum. HEIMSMET AUSTUR-ÞÝZKA stúlkan Marlies Oelsner setti nýtt heims- met í 100 metra hlaupi kvenna innanhúss á móti sem fram fór í Austur-Berlín í fyrrakvöld. Hljóp hún á 11,37 sek. Og er það 3/100 úr sekúndu betri tími en eldra heimsmetið var. en það átti Sybille Priebsch frá Austur- Þýzkalandi og var það sett í fyrra. Oelsner er enginn nýliði á hlaupa- brautinni og var m.a. í boðhlaups- sveit Austur-Þýzkalands sem hlaut gullverðlaun i 4x400 metra boðhlaupi á Olympíuleikunum i Montreal. GOLFMÓT í SKOTLANDI ÞORVALDI Ásgeirssyni golf- kennara hefur borist boð um að taka þátt í golfmóti sem fram fer í Skotlandi dagana 21. til 29. april n.k. A móti þessu, sem fram fer á Glen Eagle golfvellinum, munu golfkennarar í Vestur-Evrópu reyna með sér og verður keppt bæði með og án forgjafar. Þor- valdi býðst að hafa með sér þrjá íslenzka kylfinga, og eru þeir sem hafa áhuga á móti þessu beðnir að hafa samband við hann i síma 14310, eða við Konráð Bjarnason í síma 74231. vorur Látið ekki happ úr hendi sleppa 40— 70% útsölumarkaðnunh I ■ mátt bara alls ekki Hreint út 'WmÉ -*■ 4 Ém’ T j ¥ sagt, ótrúlega ^ i •/ gjt *mrSÍ lágt verö fyrir ■ L nýlegar U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.