Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR18. FEBRUAR 1977
11
vandamála. Foreldrar virðast
almennt eiga í erfiðleikum með
að deila ást á börnum sínum
jafnt. Þau keppa yfirleitt um
hylli barna sinna. Eg finn það
til dæmis með mig og mína
konu. Hún er auðvitað í betri
aðstöðu en ég, þar sem ég er svo
mikið fjarverandi. í samkeppn-
inni um ást barna sinna spilla
foreldrar þeim.
Barn fæðist inn í fjölskyldu,
það elst upp hjá foreldrum
sínum (undir venjulegum
kríngumstæðum) og það leitar
þessara foreldra sinna allt lífið
á enda. Og beri það ofurást til
annars foreldris síns, endar það
— kynvillt.
Hafði lesið öll
verk Shakespeares
tíu ára gamall
Hvort ég er pólitískur? Já,
annars væri ég'ekki mannleg-
ur. Það er ekki hægt að komast
hjá því að vera pólitískur. Og
pólitíkin er í öllu, snertir allt og
ræður öllu. Alveg eins og lygin.
Þjóðfélag okkar er byggt á lygi
og lygin gegnumsýrir allt. Við
getum ekki lifað án þess að
ljúga.
Shakespeare lætur Hamlet
segja: Fyrir mér er Danmörk
fangelsi. Mitt álit er að allur
heimurinn sé fangelsi og það
sjáum við í Lé konungi.
í Lé konungi kynnumst við
þjóðfélagi lyginnar. Ætli
Shakespeare sé ekki of grófur
fyrir íslendinga? — þjóð ykkar
á að vera svo hreinlynd," bætir
hann við hlæjandi.
„Shakespeare var stórkost-
legur — en list hans er sprottin
af synd eða því, sem hans þjóð-
félag áleit synd. Öll stór list er
framleiðsla þessa sem álitið er
„drullugt“, saurugt, þvi, sem
leynist í skúmaskotum þjóð-
félagsins.
Sígild verk endurspegla höf-
und sinn, hugsanagang hans og
vandamál. Faðir minn gaf mér
verk Shakespears þegar ég var
barn. Tíu ára gamall hafði ég
lesið öll hans leikrit. Síðustu
tuttugu árin hef ég „pælt“ í Lé
konungi. En það er lifstíðar-
starf að lesa Shakespeare og
kynnast honum.
Annars vitum við litið um
Shakespeare, hann skrifaði
verk sín til að létta á sér, til að
hreinsa sjálfan sig. Hann var
kynvilltur og dó mjög líklega
farinn á vitsmunum. Sjúk-
dómur sá, sem Shakespeare var
haldinn, var mjög algengur á
tímum Elísabetar 1, þ.e. sýfilis.
Hans þjáningar móta verk
hans, en það er erfitt fyrir
venjulega áhorfendur eða les-
endur að skilja það.
Dostojevski er annað gott
dæmi. Hann var flogaveikur,
haldinn spilafíkn, fyllibytta og
vonlaus. Tolstoy var eiginhags-
munaseggur og Strindberg var
hommi. Allt eru þetta stór-
nöfn.“
— Þetta eru líka stórar full-
yrðingar?
— „Já, en þær eru sannar
engu að siður. Sjáðu Strind-
berg. Hann var margkvæntur.
Hann lét alltaf líta út fyrir aö
hann gæti ekki lifað án kvenna.
En staðreyndin er sú að hann
hataði konur. Strindberg var
hræsnari."
„Þegar maður fer
niðrandi orðum
um konu ..
— Hvernig hyggstu setja Lé
konung upp?
— ,,Á þann hátt, sem ég álít
að Shakespeare hefði viljað. A
þann hátt, sem það hefur ekki
verið gert áður. Eða sú er min
ósk, en setji ég það upp eins og
ég álit Shakespeare hafi viljað,
gæti það valdið gifurLegu
fjaðrafoki, svo kannski enda ég
á því að setja upp enn eina
leiðinlega sýningu."
— Af hverju?
— „Shakespeare hefur ekki
verið misskilinn. Hann hefur
aldrei verið skilinn. . .“
— Segðu mér þá hvernig þú
skilur til dæmis Lé konurig?
— „Þjóðfélag það, sem við
sjáum i Lé konungi, er sama
þjóðfélagið og við búum við i
dag. Búningar eru öðruvísi, en
lygin og harðstjórnin sú sama.
Þjóðfélagið, sem gerir það að
verkum að sumir drekka, aðrir
eru reiðir, verða brjálaðir eða
fremja sjálfsmorð — af því að
fólk hefur ekki hugrekki til að
tjá sig á eðlilegan hátt.
Brjálæði er megin viðfangs-
efni Shakespeare í þessu verki.
Lé verður brjálaður vegna þess
að hann getur ekki elskað né
sett sig i samband við aðra.
Hann krefst skýlausrar ástar
frá dætrum sinum og gerir
kröfur, sem þær geta ekki kom-
ið til móts við, þar af leiðandi
ljúga þær. Þær ljúga því að þær
elski hann eins og sólkonung.
Hann gerir þessar kröfur þvi
hann getur ekki elskað sjálfur.
Dæturnar þekkja ekki moður-
ást. Lé gegnir bæði hlutverki
föður og móður. i leikritinu er
engin móðir. Yngsta dóttirin
Kordelía er sú eina, sem þorir
að segja að hún elski hann af
skyldurækni — sem föður, en
þar lýgur hún.
Ég tek það fram, að mitt við-
horf til sígildra verka er
byltingarlegs eðlis. Og að mínu
hyggjuviti er athyglisverðasti
hluturinn í Lé konungi sifja-
spellið."
— Sifjaspell?
— „Sifjaspellið milli Lé kon-
ungs og dætra hans. Dætur
hans elska hann á annan hátt
en sem föður. Þær bera ástrið-
ur í brjósti til hans. Astæðan
fyrir því að Kordelía lýgur og
segist eingöngu elska hann sem
föður er sú, að hún er afbrýði-
söm gagnvart systrum sinum,
sem eru ófeimnari við að játa
ást sina á honum. Kordelia spyr
hvers vegna systur sínar eigi
eiginmenn, ef þær elski hann.
Kordelía er óskilgetin (ekki
dóttir Lés) og þar af leiðandi
leyfir hann sér að bera aðrar
tilfinningar til hennar en hinna
dætra sinna. — En þannig hef-
ur samband þeirra aldrei verið
túlkað áður! Lé talar alltaf um
Kordeliu eins og gleðikonu.
Hann fer niðrandi orðum um
hana við vonbiðla hennar. Þeg-
ar Frakkakonungur biður um
hönd hennar, svívirðir Lér
hana og segir, þarna stendur
hún, rétt eins og þeir væru að
gera kaup og Kordelia væri
gleðikona eða um þrælauppboð
væri að ræða.
Þegar maður fer niðrandi
orðum um konu, þýðir það að
hann ágirnist hana. En það er
ekki ást. Rétt eins og Öþelló
talar illa um Desdemonu. Hann
talar um hana eins og gleði-
konu. Fyrir honum er hún
kannski gleðikona. En tali einn
maður um konu eins og hún
væri gleðikona sýnir það kven-
hatur — eða k.vnvillu“.
Kannski. . .
— Og þetta finnst þér of gróft
fyrir íslendinga?
„Þið eruð hreinlynd. Hér eru
engar gleðikonur. Engir homm-
ar. (Eða þau eru öll í felum .. .)
Þú ræður hvort þú skilur þetta
sem móðgun við land og þjóö.
En ég vil ekki nota leikara
Þjóðleikhússins sem fórnar-
lömb. Ég fer í burtu — þeir
verða hér áfram".
— Er þetta ekki bara fyrir-
sláttur hjá þér. Skortir þig ekki
sjálfan það hugrekki, sem þú
álasar öðrum um?
„Kannski , .segir hann og
hlær.
—IIÞ.
Viðtal: HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR
r
Arni Johnsen:
Nagg og skítkast
Einars Karls
Það er klént að þurfa að standa
i þvi sem blaðamaður að svara
persónulegu naggi og skitkasti
Einars Karls Haraldssonar frétta-
stjórn Þjóðviljans og formanns
Blaðamannafélags tslands. 1 sáiu-
hjálparpistium Þjóðviljans,
„Klippt og skorið", hefur Einar
Kari að undanförnu ráðizt á
blaðamenn Morgunblaðsins án
nokkurra eðlilegra ástæðna.
Drengileg vinnubrögð í þeim efn-
um skipta hann engu máli. Ef
hann getur logið upp á einhvern
sem vinnur við Morgunblaðið eða
er á einhvern hátt ósammála
skoðunum hans, þá helgar til-
gangurinn meðalið hjá honum og
öðrum þröngsýnum sálufélögum
hans sem sitja fastir i örverpi
kommúnismans.
Fyrir nokkru birti Einar Karl
mynd af 5 blaðamönnum Morgun-
blaðsins i klippþætti sínum.
Myndin var tekin þegar blaða-
mönnum frá öllum fjölmiðl-
unum var boðið i kynnisferð á
Keflavíkurflugvöll fyrir skömmu
og voru þetta persónuleg boð til
blaðamanna, en ekki til blaðanna
sjálfra eða fréttastofa. Einari
Karli þótti ástæða til þess að
draga starfsbræður sína á Mbl. í
sérstakan dilk í þessari heimsókn
og myndatextinn byggðist á
dylgjum og ótuktarskap. Þegar
þeir, sem á myndinni voru,
spurðu Þjóðviljamenn, sem þeir
fóru með i heimsóknina á Kefla-
víkurflugvöll; að því, hverju þetta
sætti að birta mynd og slíkan
texta, þá svöruðu Þjóðviljamenn:
„Okkur varðar ekkert um dreng-
skap í garð starfsfélaga okkar. Ef
við getum notfært okkur eitthvað
í pólitískum tilgangi þá gerum við
það.“
í persónulegu spjalli er Einar
Karl oft hinn ljúfasti, en þegar
hann hefur snúið baki i viðmæl-
anda sinn, virðist honum eigin-
legt að hefja skítkast á sama
mann, ef tilgangurinn getur helg*
að meðalið. í minni sveit er fyrra
atriðið i slíkri framkomu kallað
sleikjugangur. Þykir þar lítill
mannsbragur að.
Annars vorkenni ég alltaf
mönnum eins og Einari Karli, því
það hlýtur að vera öskuleitt að
þurfa alltaf að vera að keppast við
að skipta um andlit eftir því hvort
maður er með eða á móti. Slikum
mönnum ferst eins og bónda þeim
ónógum sér, í Sneglu-Halla þætti,
sem hafði verið gefinn kálfur.
Þegar bóndi lallaði heim með til-
beinann brá hann reipisenda á
háls kálfsins, setti lykkju á hinn
endann og snakaði um háls sér.
Þegar bóndi fór yfir garðinn
heima hjá sér gætti hann ekki að
þvi að garðurinn var mun hærri
að innanverðu en utanverðu.
Kálfurinn missti fóta utan garðs,
en bóndi innan og hugkvæmdist
honum ekki að bregða bandinu af
hálsi sínum. Lyktaði lifi beggja
með því að þeir hengdust hvor í
öðrum með bandið strengt yfir
garðinn. E.k.h. lánast ekki að
brosa og bíta i senn.
1 sáluhjálparþættinum Klippt
og skorið fyrir nokkrum dögum
síðan ber — ekh. á mig dylgjur í
annað sinn á nokkrum mánuðum i
framhaldi af sjónvarpsþætti um
skattamál, sem við tókum báðir
þátt i s.l. haust. Ég er sammála
Einari Karli um það, að allt of
margir spyrjendur voru i þættin-
um og því erfitt að brjóta nokkuð
til mergjar, en undir lygi hans í
minn garð vegna þessa þáttar
nenni ég ekki að sitja í annað
sínn. í klippþætti sínum kallar —
ekh. mig „skaítamálasérfræðing"
Morgunblaðsins, listasprangara
o.sv.frv. Hann má kalla mig það
sem honum sýnist, skinnið, en í
net ódrengskapar flækir hann
mig ekki. Hann segir í umrædd-
um klippþætti að ég hafi „fengið í
hendur fyrir þáttinn vélritaðar
spurningar miðaðar við töflur
rikisskattstjóra".
Það kom ljóslega fram í um-
Framhald á bls. 18
HRIFANDI OG ÞOKKAFULL
MEIRA AUGNAYNDIGETUR
VORTÍZKAN EKKI ORÐIÐ
— og allt getið þér sniðið og saumað sjálfar —
Tízkufatnaður, sem töfrar:
Vortizkan í „NEUE MODE".
Léttir og þægilegir kjólar, nýstár-
legur og sportlegur still, nýtizku-
leg pils og blússur, heillandi
sparikjólar og smekkleg gallaföt
— allt hið fegursta, sem vorið
hefir að bjóða, og fullnægir
itrustu tizkukröfum yðar. Með
aðstoð „NEUE MODE" mun yð-
Wt ur reynast leikur einn að sniða og
jarftfcftvl| sauma sjálfar — eini vandinn er
BMHI að velja úr hinum 87 hárná-
^Éáfll kvæmu sniðum Fyrir byrjendur:
Tvær myndskreyttar sniðaarkir,
gjjlrŒmBM sérlega handhægar og greinileg-
mSBBmm ar, til leiðbeininga um sauma-
skap
NEUE MODE"