Morgunblaðið - 06.03.1977, Síða 23

Morgunblaðið - 06.03.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 23 Heima er vist skást eftir kjam- orkuárás 0 Ef kjarnorkuárás yrði gerð á Bretland yrðu flestir þeir, sem slösuðust og veiktust að bfða læknishjálpar dögum ef ekki vik- um saman. Það væri nefnilega ekki hægt að „fórna hjúkrunar- fólki með því að senda það á vettvang þar, sem geislavirkni væri mikil“. Og þá loksins, er hjúkrunarfólk kæmist á vettvang, yrðu þeir sjúklingar einir lagðir inn í sjúkrahús sem líklegir þættu til þess að lifa f viku, að minnsta kosti og veruleg batavon væri um. Hinir yrðu að bíða þar til um hægðist — eða deyja drottni sfnum heima. Þannig er útlitið í bréfi, sem heilbrigðisráðuneytið brezka gaf út um daginn. í því bréfi kveður við nokkurn annan tón en áður. Til skamms tíma var talið að geislaúrfelli yrði tiltölu- lega staðbundið og mundi yfir- völdum gefast tími, meðan væri að draga til styrjaldar, að flytja fólk af mestu hættusvæðunum. Nú er talið að styttri tfmi muni gefast til varna fyrir fram og ekki verði hægt að forða fólki f jafn- stórum stfl og ætlað var. Það er m.a.s. talið æskilegra, að menn haldi sig heima, ef kemur til kjarnorkuárásar. Eftir árásina verður mikið geislaúrfelli og verður Iffshættulegt að fara út undir bert loft f tvo sólarhringa EF TILKÆMI... að minnsta kosti. Auk þess „kunna aðstæður að verða þannig af völdum geislunar, að skipu- legri björgun verði ekki við komið fyrstu dagana og jafnvel fyrstu vikurnar eftir árás“. En væntanlega verður nokkuð dregið úr geislun eftir tvo sólarhringa; á þeim tíma gæti hún minnkað úr 1000 röntgenum (mælieining geislunar) á klukkustund f 10. Þegar hún væri komin niður í fjögur röntgen á klukkustund (r/klst) mættu menn vera úti f einn tíma á degi hverjum. Þó gæti liðið á nokkuð löngu þar til þeim væri óhætt úti. í bréfi heilbrigðis- ráðuneytisins segir, að hálfur mánuður gæti liðið þar til geislun næmi einu r/klst — og gæti hún þó enn reynzt banvæn þangað til, komin væri niður f hálft r/klst. í bréfinu er þess ,,vænzt“, að aðdragandi kjarnorkuárásar yrði svo langur, að tfmi gæfist til að rýma sjúkrahús, þ.e. senda heim sjúklinga, sem það þyldu, svo að hægt yrði að taka við fleiri geislunarsjúkum en ella. Er lagt til að 70% sængurkvenna og sjúkra barnayrðu send heim, 60% „skyndisjúklinga", helft þeirra sem þjást af vel viðráðan- legum smitsjúkdómum og brjóst- meinum, 15% geðsjúklinga og allir afturbatasjúklingar. L: ndinu verður skipt upp f níu heimavarnasvæði og þeim i smærri skika þar sem yfirvöld á hv*rjum stað munu stjórna að- gerðum. Öllu meira er víst ekki hægt að gera fyrir fram. Verður svo bara að vona hið bezta. En heldur eru horfurnar iskyggileg- ar, að ekki sé meira sagt. — HUGH HEBERT. HERNAÐUR Skotmörkin úti í geimnum 0 Á árunum 1967—1971 gerðu Sovétmenn 16 tilraunir með gervihnetti, sem leita ðttu uppi aðra hnetti og granda þeim og sjálfum sér um leið með spreng- ingu. Eftir 1971 voru þessir sprengihnettir ekki reyndir f nokkur ár og ekki fyrr en f febrúar f fyrra. En upp frð þvf hafa Sovétmenn gert einar sex tilraunir. Síðasta tilraunin fór fram í desember sfðast iiðnum. t henni voru reyndar tveir hnettir, ennar skotmark en hinn sprengi- hnöttur, Cosmos 860 og Cosmos 866. Margar þessar tiiraunir fóru þannig fram, að sprengihnettirn- ir leituðu skotmörkin einungis uppi og fóru svo nærri þeim að þeir hefðu getað sprengt þau. Þó mun hafa verið sprengt f raun og veru f einni tiiraun. Þegar Sovétmenn hófu þessar tilraunir á nýjan leik eftir nokk- urt hlé greip um sig nokkur ugg- ur f Bandarfkjunum. Eru Banda- rfkjamenn nú farnir að vinna að öflugum vörnum við sprengi- hnöttunum svo, að þeir verði ekki alveg vanbúnir, ef kemur til strfðs f himingeimnum. Er f ráði að smfða nýja hnetti, sem gera viðvart, ef eitthvað nálgast þá, gera viðvart öðru sinni, ef ráðist er á þá og skjóta jafnvel á óvina- hnetti, sem hætta sér fullnærri. Enn fremur ætia Bandarfkja- menn að reyna að gera njósna-, fjarskipta- og leiðsöguhnetti sfna svo úr garði. að þeir komi vörnum við, ef þeim er hætta búin. Loks mun eiga að koma upp varahnött- um, sem hægt er að skjóta á loft með litlum fyrirvara, ef þörf krefur. Bandarfkjamenn reiða sig mjög á gervihnetti f landvörnum sfn- um. Fjarskiptahnettir halda sam- LEYNIVOPN? — Ófeigur gæti rétt eins verið nafnið á nýjasta geimfari Bandarfkjamanna, sem hér er verið að flytja af fram- leiðslustað. Þa heitir raunar Enterprise, en er búið þeim eigin- leikum, að það á að geta skilað sér aftur óskaddað til jarðar í stað þess að tortfmast úti í geimnurn. Ætli það gæti þá ekki líka reynst sovézkum hnöttum skeinuhætt — ef svo bæri undir? bandi með öllum herstöðvum, skipum og flugvélum Bandarfkj- anna en aðrir leiðsöguhnettir eru á lofti til ieiðbeiningar skipum flotans og kafbátum. Fjárskipta- hnöttunum er einna hættast allra hnattanna. Þeir eru á lofti f Ifnu um jörðina og afstaða þeirra til jarðar breytist ekki. Þeir væru sprengihnetti auðveld bráð. Skjóta mætti sprengihnettinum upp á móts við þá (þeir eru allir jafnlangt frá jörðu) og hann gengi sfðan á röðina og skyti þá niður með laserbyssu. Með þessu móti yrði fjarskiptakerfi Banda- rfkjahers eyðilagt á einni viku. Hefur Bandarfkjamönnum komið f hug að breyta kerfinu þannig, að fjárskiptastöðvar hnattanna yrðu ekki opnar nema þegar þess væri bein þörf. Gætu sprengihnettir þá ekki leitað þá uppi eftir útvarps- geislum. Leiðsögu- og njósnahnöttum er ekki jafnhætt og fjárskiptahnött- unum. Eru þeir á hringbraut langtum nær Jörðu og fara geysi- hratt umhverfis hana. En vegna þess hve nærri þeir eru jörðu, er erfitt að haf uppi á þeim af hring- braut sprengihnatta langt frá jörðu. Væntanlegar geimvarnir Bandarfkjanna eru náttúrlega leyndarmái enn að mestu leyti. En þó virðist Ijóst, að reynt verði f fyrsta lagi að búa hnetti við- vörunarkerfum, svo og hentugri eldflaugum til þess, að þeir geti vikizt undan óvinahnöttum. — THOMAS O’TOOLE. HEEVDLISH)NM)UR -ÍSLENSKULL- Sýning írá Haandarbejdets Eremme Kaupmannahöfn Norræna Húsinu 26.febr.-B.mars 77 SÝNINGARSALIR (kjallara) OPNIR DAGLEGA kl. 14 00-1900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.