Morgunblaðið - 06.03.1977, Page 25

Morgunblaðið - 06.03.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 25 — Hér er búið að vera algjört sólbaðs- veður, sagði Páll Kristinssson, á Hvera- völlum, þegar Morgun- blaðið talaði við hann í gær með milligöngu Gufunessradíós, og við ræddum einnig við Ingigerði Ólafsdóttur, sem hefur vetursetu í Sandbúðum. — Héðan er allt fínt að frétta, sagði Páll, það er búið að vera alveg Ijómandi veður að undanförnu og eru sólskinsstundir í febrúar fleiri hér en í Reykjavík, við höfðum sól- ina \ 105,3 stundir samtals. Hins vegar hefur verið lítilsháttar úrkoma nú í marz. — Jörðin er alhvít en snjórinn er samt fremur lítill og hefur ekki | Þessi mynd sýnir Eyvindartótt og f baksýn er veðurathugunarhúsið mælst svona lítill síðan 1966. Það (Ljósm. Páll Jónsson) Sólbaðsueður á Hveravöllum — Gestkvœmt í Sandbúðum er þvi varla hægt að segja að maður hafi vitað af vetrinum. Páll Kristinsson og kona hans, Auður Brynja Sigurðardóttir, hafa dvalið : Hveravöllmum siðan 1975 i ágústmánuði og sagði hann að fremur hefði verið litið um gesta- komur — Það kom hingað einn bíl um áramótin — snjórinn var nú ekki meiri en það og mannaferðir hafa verið fremur litlar sennilega vegna þess hve sleðafæri hefur verið lélegt fyrir snjósleðana Þó komu hér 5 Svartdælingar, voru það bændur sem litu hér upp á hálendið eins og þeir gera stundum og voru meðfram að huga að fé. Snjóbill Guðmundar Jónassonar, Gusi, kom hér fyrir nokkru, hann var í leiðangri fyrir Orkustofnun og fór líka I Sandbúðir. — Nú lífið hér er fremur fábreytt við unum okkur við bókalestur og liður vel i öræfakyrrðinni. Fuglalif hefur verið með liflegra móti að undanförnu og rjúpan, sem litið hef- ur sézt af er nú farin að venja komur sínar hingað Það er sem sagt allt fínt að frétta af fólki og dýrum, sagði Páll Kristinsson að lokum í Sandbúðum búa þau hjónin Ingigerður Ólafsdóttir og Haraldur Ágústsson ásamt tikinni Pálinu. Ingigerður tók mjög i sama streng og Páll á Hveravöllum, allt er fint af þeim að frétta og veður gott. — Hér er sól og logn og veðrið hefur verið afskaplega gott upp á siðkastið, nokkuð snjóaði i gær og fyrradag svo landið er nú fallega hvitt yfir að lita. Hér er samt mun minni snjór en vanalega og þó að fenni fyrir nokkra glugga og maður geti ekki notað venjulegar útgöngu- dyr þá kippir maður sér ekki upp við það, en snjórinn er samt minni. — Við höfum dvalið hér síðan 1 ágúst s.l. og það er rétt búið að semja uppsagnarbréfið, þvl störfin í bænum kalla á okkur. En hér hefur okkur liðið mjög vel allan þennan tíma. — Gestakomur eru miklar, og ég var einmitt rétt i þessu að telja saman i gestabókinni að siðan um áramót hafa verið hér 33 gestir. Núna eru hér 4 góðir frændur og kunningjar úr Reykjavik, og það er gott sleðafæri í nágrenninu allt til Akureyrar. En frændurnir úr Reykja- vik komu með snjósleðum frá Sig- öldu, þangað gátu þeir ekið á bilum sinum og reyndar örlítið lengra. Sýningar á Enda- tafli að NÚ STANDA yfir æfingar í Þjóð leikhúsinu á Endatafli eftir Nóbelsskáldið Samuel Beckett. Er ráðgert að frumsýna leikritið á kjallarasviði hússins um miðjan þennan mánuð. Endatafl er eitt af þekktustu leikrit- um Becketts og hafa fáir núlifandi leikritahöfundar haft jafn mikil eða afgerandi áhrif á nútima leikritun og leiktúlkun og Samuel Beckett Enda- tafl og leikritið „Beðið eftir Godot" eru talin tvö fremstu verk Becketts og hafa bæði náð þvi að verða eins konar nútima klassik. Það siðar- nefnda var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur árið 1960, en Endatafl hefur ekki verið flutt hér á landi, svo Þjóðleikhúsið vonar að þessi sýning eigi eftir að vekja óskipta athygli leikhúsáhugamanna Leikstjóri Endatafls i Þjóðleikhús- inu er Hrafn Gunnlaugsson skáld og er þetta fyrsta leikstjórnarverkefni hefjast hans á vegum Þjóðleikhússins, en hann hefur m.a. leikstýrt fyrir sjón- varp og Leikfélag Reykjavikur. Með aðalhlutverkin í Endatafli fara þeir Helgi Skúlason og Gunnar Eyjólfsson, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Guðbjargar Þorbjarnardóttur og Árna Tryggva- sonar. Björn Björnsson gerir leikmynd, en mikið er lagt upp úr gervum og útfærslu persónanna í leiknum eins og meðfylgjandi mynd af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur ber vitni um. Þótt Endatafl sé talið eitt af höfuð- verkum nútímaleikhússins og flokk- ist undir þá stefnu, sem nefnd hefur verið absúrdismi, er verkið í senn mjög aðgengilegt og auðskilið, fullt af gamni og alvöru. Endatafl er þriðja verkefnið í hópi nútímaleikrita sem Þjóðleikhúsið hefur hafið sýningar á, en á undan eru komin Nótt ástmeyjanna og Meistarinn eftir Odd Björnsson. 50% reglan dauð — sér- sköttun eða helmingaskipti? Nú hafa ný skattalög verió lögð fyrir alþingi og sýnist sitt hverj- um eins og ávallt er, en flestir virðast þeirrar skoðunar, að margt í frumvarpinu hnigi í rétt- an farveg, og er ekki sizt athyglis- vert að sjá ummæli eins helzta forystumanns stjórnarandstöð- unnar, Magnúsar Torfa Ólafsson- ar, um þau efni. Hann hefur eink- um og sér i lagi lagzt mjög hastar- lega gegn 50 prósent frádráttar- reglunni, sem útivinnandi konur hafa haft, og bent manna skelegg- ast á það ranglæti, sem sú regla getur haft í för með sér. Þessi rangláta forréttindaregla er i rauninni dauð og athyglisvert er, að nær allar konur, sem hafa upp á síðkastið tjáð sig um hana, eru henni andvfgar af ánægjulegum ástæðum, þ.e. vegna sanngirni og siðferðilegrar afstöðu, sem hafn- ar fordómum og einkahagsmun- um fyrir jafnrétti i raun. Guðrún Erlendsdóttir háskólakennari er ein þessara kvenna, sem bezt hafa túlkað málstað þeirra og af hvað mestri þekkingu — og tók hún þegar í upphafi af skarið um óréttmæti 50 prósent reglunnar. Málflutningur hennar, sanngirni og skilningur krefjast þess að menn leggi hlustir við gagnrýni hennar og þeirra kvenna annarra, sem hafa rætt um skattamálin af íhygli, þekkingu og yfirsýn, svo að ekki sé nú talað um fordóma- lausa rökvísi. Tilfinningavaðall eða málflutningur, sem byggjast augsýnilega á dulbúnum eigin- hagsmunum, eru einskis virði. Á hitt er svo að lita, að ýmsar konur hafa bent á, að helminga- skiptareglan sé ekki einhlit til úrlausnar því að vel mætti einnig finna aðrar leiðir, eða þá að sér- sköttun og helmingaskiptareglan yrðu báðar leyfðar samkvæmt nýjum skattalögum. Morgunblað- inu kemur ekki i hug að fullyrða, að helmingaskiptareglan hljóti að vera betri en sérsköttun og vel mætti vera að báðar þessar reglur eigi að vera leyfðar samkvæmt nýjum skattalögum. En sérskött- unin hefur þó þá vankanta, að erfitt yrði samkvæmt henni að láta þá, sem vinna heimilisstörfin, hvort sem þeir eru karlar eða konur, njóta þess, vegna starfa sinna, því að greiðsla fyrir heimil- isstörf hefur ekki verið leyfð sam- kv, skattalögum, eins og kunnugt er. Sérsköttun er því mjög erfið í framkvæmd að þessu leyti og ef hún yrði leyfð, væri nauðsynlegt að finna leið til þess, að þeir, sem að heimilisstörfum vinna, fengju sömu umbun fyrir störf sin eins og aðrar stéttir. Um leið og menn krefjast sérsköttunar verða þeir að finna réttláta leið til þess, að hún nái tilgangi sfnum. Það er nú komið i ljós, að 50% frádráttarreglan á sér formælend- ur fáa, enda hefur hún haft í för með sér ranglæti, sem lýðræðis- þjóðfélagi okkar er ekki samboð- ið. En allt er þetta i skoðun og er þess að vænta, að málið verði leitt farsællega til lykta, þannig að all- ir geti sæmilega við unað og þeir, sem mest hefur verið traðkað á, nái nú fram rétti sinum. Og við skulum einnig minnast þess, að það er ekki allt fengið með því að gefa hlutunum nöfn, hvort sem það er helmingaskiptaregla eða sérsköttun hjóna o.s.frv. Ólafur G. Einarsson alþm. benti fyrir skömmu á það i þingræðu, að sér- sköttun, sem leyfði að persónufrá- dráttur, sem ónýttist, yrði maka til góða, væri í raun og veru engin sérsköttun, heldur samsköttun eins og verið hefur. Orðhengils- háttur getur aldrei orðið aðal- atriði heldur það réttlæti, sem reynt er að finna með umræðum, sem nú fara fram um skattamálin. Þeir, sem ekki hafa „prinsip", eiga að viðurkenna það hrein- skilnislega, eins og rauðsokkar gerðu hiklaust f greinargerð sinni um skattamál, þegar þeir kröfðust sérsköttunar, en jafnframt, að persónufrádráttur ónýttist ekkj en yrði maka til góða — og fleiri hafa látið svipaðar skoðanir í ljós, eins og kunnugt er. En það vekur þó ekki trúnaðartraust að krefjast eins í nafni „prinsipa“en hafna öðru — og bera það samt á borð sem eins konar fullkomið réttlæti. Lyftum „þakinu” Margt fleira mætti um skatta- málin segja og m.a. benda á, að auðvitað er fráleitt að telja konu, sem hefur 1150 þúsund krónur í árslaun, svo að dæmi sé tekið, hátekjukonu, heldur verður að hækka ,,þakið“ og helzt ætti að hafa þá viðmiðun að fimmtán hundruð þúsund króna tekjur á mann — eða þrjár milljónir á venjulegt heimili — yrðu skatt- frjálsar tekjur. Um afnám tekju- skatta hefur margt og mikið verið ritað, en þar eru ekki aliir á eitt sáttir. Vafalaust verður þróunin þó sú, aó þeim vaxi fiskur um hrygg, sem vilja afnám tekju- skatta og að ríkið heimti nauðsyn- legar tekjur sfnar með beinum sköttum, þvi að það mundi bezt tryggja, að komið yrði i veg fyrir þau alvarlegu skattsvik, sem allir vita, að reynt er að hafa í framrni hér á landi. En slíkt fyrirkomulag gæti þó orðið hátekjumönnum helzt til framdráttar. Að mörgu öðru er einnig að hyggja og verður ekki farið út i það hér, en aðeins bent á, aó nauð- synlegt er að skoða betur ýmis atriði skattafrumvarpsins og að sjálfsögðu er það réttlætiskrafa, að konur, sem vinna utan heimil- is, fái einnig að njóta sömu viður- kenningar fyrir störf sin á heimil- inu og þær, sem vinna heima. Yfirleitt eru útivinnandi konur húsmæður á sinum heimilum og eiga svo sannarlega að njóta góðs af þvi, enda er gengið nokkuð til móts við þær i skattafrumvarp- inu, þó að ýmsir telji, að betur megi ef duga skuli. Þá er áreiðan- lega ástæða til að skoða fleiri atriði, sem snerta heimilin, t.a.m., hver áhrif það hefur að skerða giftingarfrádrátt, breyta vaxta- frádrætti og frádrætti vegna við- haldskostnaðar á eigin húsnæði, þeir sem til þekkja, halda því fram, að þessar breytingar og aðr- ar einfaldanir á skattalagafrum- varpinu mundu ekki hafa i för með sér aukna skattbyrði — en um þetta verður aó taka af öll tvímæli. En hvernig sem menn lita á þessi mál, hlýtur það að hafa vak- ið mikla athygli, þegar Svava Jakobsdóttir alþm. lýsti yfir því á alþingi, samkvæmt fjölmiðla- fregnum, að „þau verðmæti sem verða til I störfum heimavinnandi kvenna eru og einskis metin til skatts, skattfrjáls. Hvorugt þetta stuðlar að skattalegu jafnrétti.“ Hvað á þingmaðurinn eiginlega vió? Ætlast hann til þess, að starf heimavinnandi kvenna, sem óheimilt er að greiða laun fyrir, sé skattskylt með sérstökum hætti, eða á hann kannski við að skattleggja beri barnauppeldi á heimilum, hannyrðir eða þá heim- ilisstörfin sérstaklega, án þess að unnt sé að greiða fyrir þau laun? í þvf moldviðri, sem þyrlað hefur verið upp í sambandi við þessi mál virðast þessi ummæli þing- mannsins þó vera óskiljanlegust og raunar er ekki hægt aó skilja þau öðruvísi en þau séu beinlfnis krafa um, að enn sé vegið i þann knérunn að refsa fólki fyrir það að sinna mikilsverðum heimilis- störfum. Það er áreiðanlega eins- dæmi, að vakin sé athygli á því að fólki skuli ekki vera gert að greióa skatta af engum tekjum. Það virðist jafnvel mega þakka fyrir, meðan þess er ekki krafizt, að ólaunuð störf þeirra, sem heimilisverkin vinna, séu metin til tekna og skattskyld eins og eigin húsaleiga hingað til(!) en skv. nýja skattafrumvarpinu á að afnema skatta af eigin húsaleigu og var kominn tími til. r Ur farsa í harmleik En svo við snúum okkur frá farsanum og tökum til við alvöru Iffsins, er ekki úr vegi að minna á Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.