Morgunblaðið - 06.03.1977, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.03.1977, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 Arnþór Einarsson forstjóri - Minning A morgun, 7. þessa mánaðar, fer fram frá Kópavogskirkju jarðarför Arnþórs Einarssonar, áður forstjóra í kjötvinnslustöð- inni Búrfelli hér í borg, en hann lézt á Landakotsspítala 24. febrú- ar eftir þunga vanheilsu og þján- ingar síðustu misserin og mjög fyrir aldur fram. Þessa fyrrver- andi sóknarbarns míns og einka- vinar er mér bæði ljúft og skylt að minnast með nokkrum orðum. Arnþór Einarsson var fæddur að Búðarhóli í Austur-Landeyjum 1. nóvember 1918. Foreidrar hans voru þau Einar Högnason og Jón- heiður Einarsdóttir, hjón að Búðarhóli. Rætur Jónheiðar lágu frá traustum bændastofni bæði í Fljótshlíð og Landeyjum eystri. En Einar var af hinni merku Presta-Högnaætt, sem er bæði fjölmenn og kunn, einkum um Suðurland. Fátæk voru þau hjón að veraldargæðum, eins og flestir 1 þá daga, en rík af mannkostum og mannhylli. Tvö yndisleg börn, Arnþór og Arnheiði, gaf lífið þeim líka snemma til að annast og unna. En ,,það er svo oft 1 dauð- ans skuggadölum, að dregur myrkva fyrir lífsins sól“. 1 blóma lífs síns og öllum kunnugum harmdauði, lést Einar Högnason úr bráðri lungnabólgu 20. júní 1931. Stóð þá Jónheiður uppi með börnin þeirra tvö, 12 og 8 ára gömui, og fósturdóttur á líku aldursskeiði. Það þurfti styrkan konuhug og hönd til þess að sjá slfkri fjölskyldu farborða við lítinn búrekstur á kreppuár- um. En þetta tókst vonum framar. Aðeins 12 ára gamall varð Arnþór eins konar fyrirvinna á búi móður sinnar. Liðu svo sex erfið ár, þar sem hinir ungu kraftar hans uxu við hverja raun. En vorið 1937 fluttist fjölskyldan alfarið til Reykjavíkur. Frá þeim tima mátti segja að sigurganga hennar hæf- ist. Systkinin efnismiklu, Arnþór og Arnheiður, komust hér fljótt til frekari menntunar, manndóms og starfa. Ungur réðst Arnþór til starfa við kjötvinnslustöðina Búr- fell hér f borg, sem þá var rekin á vegum Garðars Gfslasonar stór- kaupmanns. Búrfell við Lindar- götu varð æ síðan vettvangur lífs hans og starfs, meðan kraftar ent- ust. Þar vann hann af mikilli at- orku og kostgæfni við frábærar vinsældir viðskiptamanna og ann- arra. Forstjóri fyrirtækisins Búr- fells var hann um áratuga skeið og jafnframt meðeigandi sfðari árin. Ennfremur var hann f 20 ár formaður Félags islenzkra kjöt- iðnaðarmanna og heiðursfélagi þess síðari árin. Segir þetta best söguna um þær vinsældir og traust, sem hann naut meðal sam- ferðamanna sinna. Þá var og félagshyggja ýmiss konar Arnþóri í blóð borin. í mörg ár starfaði hann í Oddfellowreglunni hér í Reykjavík við góðan orðstir og almenna viðurkenningu. Sýnir það meðal annars ítökin, sem hann átti í samtfð sinni. Það voru óneitanlega frið brúð- hjón, sem stóðu frammi fyrir mér 17. júní 1945. En þá gekk Arnþór að eiga elskulega stúlku úr Reykjavík, Sólveigu Kristjáns- dóttur. Allt samlíf þeirra og sam- starf varð upp frá þvf eins og fegursta symfónía. Ástrík og örugg og traust stóð hún við hlið hans æ siðan og vakti yfir honum sjúkum til síðustu stundar. Þau eignuðust brátt yndislegt heimili sólarmegin í Kópavogsásnum, nánar tiltekið að Kópavogsbraut 2. Þar naut Jónheiður, móðir Arnþórs, ylríks skjóls, meðan leiðir lágu saman. Þar uxu efni- legu börnin þeirra þrjú upp sem ffflar í túni. Þar andaði á móti manni bæði utan húss og innan þeirri birtu, yl og snyrtimennsku, sem óvfða átti sína líka. Þar var því glöðum gott að koma og þó engu síður hinum, sem liðs eða hjálpar þurftu við. Björtum stundum á heimili þeirra hjóna mun ég og kona mfn aldrei gleyma. Arnþór Einarsson var öndvegis- maður, bæði sem ástríkur heimilisfaðir og starfsmaður !• sinni grein. Hann var sívinnandi og sívakandi yfir þvf, sem lífið fól honum að sinna. Eftir hann liggur* því mikið og ávaxtaríkt starf bæði heima og að heiman. Hann var maður verkhygginn og verklag- inn, svo að flest lék f hans hönd- um. Greind hans var mjög góð, og hann kunni glögg skil á mönnum og málefnum. Var og fastur fyrir um skoðanir, þegar á reyndi. En jafnframt var hann Ijúfmenni í allri framkomu og valmenni að gerð. Vinsældir hans voru því miklar og verðskuldaðar. Allir, sem þekktu hann að ráði, munu nú horfa saknaðaraugum á eftir honum héðan. Við Arnþór Einarsson vorum tengdir órofa vináttuböndum. Engan vandalausan mann þótti mér vænna um en einmitt hann. Við áttum lfka svo margar bjartar stundir saman, bæði á heimilum okkar og f sumarbústað við Hlíðarvatn f Selvogi á vegum vin- ar okkar, Kjartans Sveinssonar skjalavarðar. Með Arnþóri var svo unaðslegt að dvelja úti í skauti sumarnáttúrunnar. Við hann einan var svo ánægjulegt að eiga sálusamfélag f kyrrð og ræða dýpstu rök lífsins, heima og geima. Með honum var svo auð- velt að gleyma heimi, sorgum og þrautum. Minningarnar um þær stundir tek ég áreiðanlega með mér ófölnaðar héðan. Það er sárt að sjá á bak kærum ástvini og vini, sem hverfur héð- an á rúmlega miðjum aldri eftir þjáningaleiðum. En lífið er nú einu sinni samkvæmt okkar öruggu trú skapað fyrir tvo heima. Og við ráðum svo litlu um það, hvenær og hvernig skipt er yfir. Þrátt fyrir lágan aldur var hlutur Arnþórs Einarssonar orð- inn hár f þjónustu við lífið. Minn- ingin um líf hans vermir okkur um hjartarætur um leið og hún bendir fram til nýrra heima. Fyr- ir því tökum við óhikað undir hin sígildu orð skáldsins: Anda, sem unnast fær aldregi eilffd að skilið. Börn Arþórs og Sólveigar eru hér talin í aldursröð: 1. Erna Jóna, sjúkraþjálfari í Noregi. 2. Kristján Geir, sölustjóri f Búr- felli, kvæntur Báru Kristjánsdótt- ur. t Jarðarför föðru míns, tengdaföður, bróður og afa, SIGURÐAR KR. ÞÓRÐARSONAR, Skipholti 32, sem lézt að Vífilsstöðum, 22 febrúar fer fram frá Fossvogskirkju. þriðjudaginn 8 marz kl 10 30 Blóm og kransar afbeðnir, þeim, sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið Halldór Sigurðsson, tengdadóttir, systur og barnaborn t Móðir okkar. ÁSA ÁSGRÍMSDÓTTIR. Drafnarstfg 2, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 7 marz kl 3 Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á liknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Ásgrímur Ásgeirsson, Sigriður Ásgeirsdóttir. t Útför konu minnar SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR, Ljósheimum 4, fer fram frá Fríkirkjunni, þriðjudaginn 8 marz kl. 1 5 Blóm afbeðin, en þeim, sem vilja minnast hennar er bent á Minningar- sjóð Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Theodór Gfslason. t Faðir minn, stjúpfaðir okkar og afi JÓNAS FR. GUÐMUNDSSON Hringbraut 80, Reykjavík verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8 febrúar kl. 3 eh. Fyrir hönd allra vandamanna Stella Matthew, Jóna K. Björnsdóttir, Jónína Björnsdóttir, Jóhann Björnsson. Kolbrún Jónsdóttir, Ólafía Ingvarsdóttir. Eiginkona mín GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR. Langholtsvegi 140. lést í Landakotspitala fimmtudagínn 3 marz Fyrir hönd aðstandenda Klemens Kristmannsson. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins mins og föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR ÁRMANNS INGIMUNDARSONAR. Helga Glsladóttir, dætur. tengdasynir og barnabörn. Útför móður okkar HALLFRÍÐAR PÁLMADÓTTUR. Sporðagrunni 5. fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8 mars, kl 13.30 Börn og tengdabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Laufási, Þingeyri. Guð blessi ykkur öll. Systkini hins látna og aðrir vandamenn t Maðurinn minn, faðír okkar, tengdafaðir og afi ARNÞÓR EINARSSON t Við þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar, Kópavogsbraut 2. GUÐLAUGS EINARSSONAR verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 7 þ.m. kl 1 30 hæstaréttarlögmanns. e.h Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið Ennfremur þökkum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki á deild E-6 Borgarspítalanum fyrir góða umönnun í veikindum hans. Sólveig Kristjánsdóttir Guðrún Guðlaugsdóttir. Júllus Kristinsson, Erna Jóna Arnþórsdóttir Auður Lilja Arnþóisdóttir Einar Guðlaugsson. Auður Egilsdóttir. Kristján Geir Arnþórsson Bára Kristjánsdóttir Kristján Guðlaugsson, Soffía Snorradóttir, Njörður og Arnþór Svana Guðlaugsdóttir, Sunna Guðlaugsdóttir. 3. Auður Lilja, námsmær i heima- húsum. Frú Sóveigu Kristjánsdóttur, börnum hennar, mágkonu og öðr- um venslamönnum sendir fjöl- skylda mín innilegustu samúðar- kveðjur. Við þökkum hjartanlega vináttu og tryggð, birtu og yl, sem frá fjölskyldu þeirra streymdi inn f líf okkar fyrr og síðar. Og við biðjum nú þann, sem yfir okkur öllum vakir, að gefa þeim styrk í stríði og þol í þungri raun. í minningum okkar er bjart yfir lífi og starfi Arnþórs Einarssonar, þótt skemmra yrði en skyldi. Sú birta fylgir honum nú ófölnuð héðan á leið til hærri heima. Jón Skagan. Hinn 24. febrúar s.l. lést Arn- þór Einarsson forstjóri og meist- ari f kjötiðnaði, eftir erfiða sjúk- dómslegu á Landakotsspítala. Arnþór Einarsson fæddist 1. nóvember 1918 að Búðarhóli í Austur-Landeyjum, Rangarvalla- sýslu; sonur Einars Högnasonar bónda þar og konu hans, Jónheið- ar Einarsdóttur frá Arngeirsstöð- um, Fljótshlfð. Föður sinn missti Arnþór árið 1931, en móðir hans hélt áfram búskap til ársins 1937. Arnþór var þann tfma hjá móður sinni að undanskilinni einni vetrarvertfð er hann fór til Vestmannaeyja til sjóróðra. Sumarið 1937 fluttist Arnþór ásamt móður sinni og systur sinni Arnheiði til Reykjavíkur og héldu þar heimili saman. 17. júní 1945 giftist Arnþór konu sinni, Sólveigu Kristjáns- dóttur, Júliussonar, vigtarmanns í Reykjavík, og konu hans Geir- laugar Pálsdóttur. Árið 1947 fluttu þau hjónin, Arnþór og Sólveig, í sumarbústað að Kópavogsbraut 2, þar sem þau þar með urðu meðal frumbyggja í Kópavogi. Þar byggðu þau upp fagurt heimili og ræktuðu f kring- um húsið þannig að allt ber vitni smekkvísi og samhug þeirra hjóna og góðra barna þeirra. Jónheiður móðir Arnþórs var á heimili sonar sfns og tengdadótt- ur siðustu 20 ár ævi sinnar, en hún lést 84 ára gömul. Börn þeirra hjóna eru: Kristján Geir, nú sölustjóri hjá hlutafél- aginu Búrfelli, Erna Jóna, sjúkra- þjálfari f Noregi, og Auður Lilja, nemandi í Kvennaskólanum f Reykjavík. Eitt barnabarn eiga þau hjón, en það er barn þeirra hjóna Kristjáns Geirs og Báru Kristjánsdóttur frá Patreksfirði. Litli drengurinn var skírður Arn- þór við kistulagningarathöfn afa sfns. Uppeldissystur á Arnþór er heitir Erna Elíasdóttir, hún býr á Egilsstöðum. Þegar Arnþór flutti til Reykja- víkur var mikið atvinnuleysi og þvf fór hann enn einu sinni til Vestmannaeyja og reri þaðan eina vetrarvertfð. Og þegar Arnþór kom frá Vest- mannaeyjum, réðst hann til hins þekkta athafnamanns Garðars Gfslasonar til starfa við Kjötverzl- unina Búrfell. Framleiðslu stjórnaði þar þýsk- ur kjötiðnaðarmaður, sem kenndi Arnþóri til 1940 en þá var kennar- inn handtekinn, ásamt fleiri Þjóð- verjum, og fluttur til Englands vegna styrjaldarástands er þá rikti. Það varð tii þess að Arnþór tók að sér störf kennarans og rekstur Kjötverzlunarinnar Búr- fells, og hafði það starf á hendi t Faðir okkar sonur og bróðir SIGURÐUR ÞORLEIFSSON, Hraungerði, Grindavlk. andaðist 2. þ.m. Börn. foreldrar og systkini. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls EGGERTS ÓLAFSSONAR húsgagnasmiðs Laufásvegi 64. Haukur Eggertsson og vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.