Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
Ljósmynd Öl.K.M.
LOKSINS — Loksins kom
að þvi að Lagarfoss legði af
stað í siglinguna til
Nígeríu. Skömmu eftir kl.
15 í gær var landfestum
Lagarfoss sleppt og
dráttarbáturinn Magni tók
við og hjálpaði skipinu út
fyrir hafnarmynnið. Lagar-
foss hefur nú tekið stefn-
una suður á bóginn og eftir
14 daga eða svo er gert ráð
fyrir því, að skipið verði
komið til Nígeríu, þar sem
skreiðarfarmurinn umtal-
aði verður losaður.
INNLENT
— segir Hans G. Andersen sendiherra, sem sat for-
mannafund sendinefnda Haíréttarráðstefnunnar í Genf
Hafnarfjörður:
Ingvar Björnsson krefst 40
milljóna vegna brottvikning-
ar úr starfi bæjarlögmanns
INGVAR Björnsson hdl, fyrrverandi
bæjarlögmaður í Hafnarfirði, hefur
höfðað tvö mál fyrir bæjarþingi
Hafnarfjarðar vegna meintrar ólög-
mætrar brottvikningar úr starfi
bæjarlogmanns. Er fyrra málið höfð-
að á hendur bæjarsjóði Hafnarfjarðar
en hið síðara á hendur ollum 11
bæjarfulltrúum i Hafnarfirði, sem
samþykktu brottvikninguna á sinum
tima og bæjarstjóra að auki. Bóta-
kröfur i baðum málunum nema
samtals krónum 40.003,1 50.
í málinu á hendur bæjarsjóði krefst
Ingvar samtals kr 1 5.003.1 50 vegna
launa og miska fyrir röskun í starfi og
högum
í seinna málinu er öllum bæjarfull-
trúum Hafnarfjarðar, 1 1 að tölu, sem
samþykktu tillögu bæjarstjóra um
brottvikningu Ingvars, stefnt ásamt
bæjarstjóranum Er þeim stefnt til há-
marksrefsingar samkvæmt 236 grein
almennra hegningarlaga nr 19/1940
og til vara samkvæmt 235. grem sömu
laga Þá er krafist ómerkingar þeirra
ummæla, sem í tillögunni fólust og
im^kdúóta að upphæð 15 milljónir
króna Ennfremur er krafizt greiðslu
kostnaðar við birtingu dóms og máls-
kostnaðar
Fyrrgreind mál komu fyrir i bæjar-
þmgi Hafnarfjarðar s.l þriðjudag
Menn sammála um að fund-
urinn hafi borið árangur
FUNDI formanna sendinefnda
á Hafréttaráðstefnunni lauk
um hádegisbil í gær. Hans G.
Andersen, sendiherra, sem sat
fundinn fyrir hönd íslands,
sagði f viðtali við Morgunblaðið
f gær, að menn væru sammála
um að miðað hefði f samkomu-
lagsátt og hefðu línur skýrzt frá
því fyrr f vikunni, er Mbl. átti
við hann viðtal. Létu menn nú í
Ijós vonir um að unnt yrði að
Ijúka þessum störfum á fundi
Hafréttarráðstefnunnar f New
York, sem hefst 23. maí. „Þó er
aldrei að vita“ — sagði Hans og
benti á að fyrr hefðu menn
verið bjactsýnir á lausn.
Fundurinn í Genf í Sviss hef-
ur nú staðið f tvær vikur og
hafa setið hann fulltrúar rúm-
f ’
§ 4
HansG. Andersen sendiherra
lega 80 ríkja. Tilgangurinn með
fundinum var að liðka málin og
reyna að brúa það bil, sem ver-
ið hefur milli þjóða, einkum
þróunarlanda og iðnþróunar-
ríkjanna í hafsbotnsmálum. Ef
allt hefði hins vegar farið f
hnút á fundinum i Genf var
talið nær útilokað að nokkur
árangur næðist í New York.
„Allir voru á einu máli um að
fundurinn hér hefði náð sínum
tilgangi og er búizt við þvi að
unnt verði að ná þessu saman i
New York. En svo oft hefur
verið sagt, að síðasti fundurinn
verður næst, að maður er hætt-
ur að trúa þvi,“ sagði Hans G.
Andersen.
Hans sagði að aðalátökin á
Framhald á bls. 26
Dagur Norðurlanda:
Rúnar Gunnarsson opnar sýningu í Gallerí Sólon íslandus
Fullt Gallerí af
nýjum ljósmyndum
— Miðbærinn hlýtur að
breytast á næstu árum og verða
manneskjulegri. Fleiri lftil
gallerf eins og Sólon tslandus f
hjarta borgarinnar og minni
kaffistofur verða örugglega
opnaðar, ef ekki þá missir mið-
bærinn allt það aðdráttarafl,
sem hann hefur haft. A þessa
leið fórust Rúnari Gunnarssyni
orð, en hann opnar f dag klukk-
an 16 sýningu á 23 Ijósmyndum
f Gallerf Sólon tslandus f Aðal-
stræti.
AUar eru myndirnar á sýn-
ingunni teknar á síðasta ári eða
það sem af er þessu og eru
myndefnin valin í „stórborgun-
um“ Reykjavík og New York
eins og Rúnar orðaði það. Er
þetta önnur ljósmyndasýning
Rúnars, hin fyrri var í Unuhúsi
árið 1969. Lauk Rúnar námi i
ljósmyndun árið 1966 og starf-
aði um tima sem ljósmyndari á
Alþýðublaðinu. Er Sjónvarpið
hóf starfsemi sfna árið 1966
gerðist Rúnar kvikmyndatöku-
maður þar og starfaði sem slík-
ur þar til hann hélt til Svíþjóð-
ar 1972 og var þar við nám í
Dramatiska Institutet til ársins
1974. Hefur Rúnar siðan verið
upptökustjóri m.a. hjá frétta-
og fræðsludeild sjónvarpsins.
— Ljósmyndir eru mitt
áhugamál, en kvikmyndin eða
myndir fyrir sjónvarp at-
vinnan, sagði Rúnar í spjalli við
Morgunblaðið í gær. Ég hef þá
skoðun að það skipti oft ekki
aðalmáli hvað er fyrir framan
myndavélina heldur að baki
hennar. Sfðan er það vinnslan í
myrkraherberginu og í höfðinu
á Ijósmyndaranum sem gerir
sæmilega mynd að góðri. Ég hef
lagt mikla vinnu í þær myndir
mínar sem eru hér á sýning-
unni og ábyggilega helmingi
meiri vinnu en á sýningunni í
Unuhúsi 1969, þó þar hafi verið
helmingi fleiri myndir.
— Nei, ég veit ekki af hverju
ég fæst aðeins við svart/ hvftar
myndir en ekki lit, ég hef ein-
hvern veginn aldrei fengið
neinn áhuga á litmyndatök-
unni. Hvort myndirnar verði til
sölu á sýningunni, hef ég bara
ekki hugleitt enda verið nóg að
gera að undanförnu. Þaðan af
siður hef ég sett nokkurt verð á
þær, sagði Rúnar Gunnarsson
að lokum, en sýning hans verð-
ur opin daglega til 27. marz.
ÍR 70 ára
1 DAG eru liðin 70 ár frá þvf að
íþróttafélag Reykjavikur, ÍR, var
stofnað. Frá því að félagið var
stofnað 11. marz 1907 hefur það
verið eitt stærsta og gróskumesta
íþróttafélag landsins. Afmælisins
verður minnzt á næstunni.
Frumflutt verður
verk Atla Heimis við
ljóð Ólafs Jóhanns
DAGUR Norðurlanda er 23. marz
n.k. og f þvf tilefni gangast Nor-
ræna félagið og lslandsdeild
Norðurlandaráðs fyrir hátfðar-
samkomu f Norræna húsinu.
Hefst hún kl. 20.30.
Dagskrá kvöldsins hefst með
þvi að formaður Norræna félags-
ins, Hjálmar Ölafsson, flytur
ávarp. Næst flytur Trygve
Bratteli, fv. forsætisráðherra
Noregs, ræðu, en honum er sér-
staklega boðið til íslands f tilefni
afmælisins. Þá leikur Guðný
Guðmundsdóttir,
konsertmeistari, sónötu eftir
Grieg.
Eftir hlé mun formaður ís-
landsdeildar Norðurlandaráðs,
Atli Heimir Sveinsson
Jón Skaftason, alþingismaður,
flytja ávarp, en því næst verður
frumflutt tónverk eftir Atla
Heimi Sveinsson, sem hann hefur
gert við ljóð eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson. Verkið verður flutt af
söngflokknum Hljómeyki og
hljómsveit.
Þeir Atli Heimir og Ólafur
Jóhann hlutu tónlistar- og bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs árið 1976.
I Norræna húsinu verður komið
fyrir sýningunni „Kvinnen i
Norden“, sem gerð var á vegum
Norðurlandaráðs í tilefni kvenna-
ársins, svo og lítilli bókasýningu
og upplysingaspjöldum um Island
og Norðurlandaráð.
Úlafur Jðhann Sigurðsson
ÞU ERT RNNflÐHVORT
EFST E9R NEDST.-lPHþ
FEREFTlR KÚRVUNN'