Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 Dr. Jóhannes Nordal: Ávöxtun fjár í verðbólgu HÉR fer á eftir forystugrein, sem dr. Jóhannes Nordal ritar f nýútkomið hefti Fjármálatíð- indi. Þarflaust ætti að vera að eyða mörgum orðum að því að lýsa fyrir íslenzkum lesendum, hver áhrif stórffelld verðbólga hefur á ávöxtun fjár og hag sparifjár- eigenda. Til þess er reynsla undanfarinna fjögurra ára allt of nærtæk, en á þvi timabili hefur verðlag meira en þrefald- ast og leitt af sér verulegan flótta fjár af sparifjárreikning- um yfir i kaup á fasteignum, bifreiðum og i alls kyns eyðslu. Sérstaklega var þetta áberandi á árinu 1974 og á fyrstu mánuð- um ársins 1975, en á því tima- bili reis alda verðbólgunnar hæst og raunverulegir vextir af sparifé voru neikvæðir um nálægt 20%. Lék ekki á tveim tugum, að áframhald þeirrar þróunar hefði á skömmum tíma riðið eðlilegri starfsemi fjár- málastofnana hér á landi að fullu. Svo fró þó ekki í það sinn, þar sem aðgerðir til viðnáms gegn verðbólgu samfara hækkun vaxta og breytingu lánskjara, til dæmis með aukinni notkun verðbóta á útlánum lifeyris- sjöða og fjárfestingariánasjóða, komu smám saman meiri stöðugleika og ró á þróun fjár- magnsmarkaðsins. Á árinu 1976 náðist sá árangur, að aukning sparifjár hélzt í fyrsta skipti síðan 1971 i hendur við aukningu þjóðartekna. Má vafalaust þakka hinum nýju vaxtaaukainnlánum þennan árangur að nokkrum hluta, en i árslok voru vaxtaaukainnlán orðin einn fimmti af öllum sparifjárinnlögnum. Þótt óheillaþróun undanfarinna ára hafi þannig stöðvast i bili, fer þvi fjarri, að um viðunandi ástand sé enn að ræða í þessum efnum. U m það tala eftirfar- andi tölur skýrustu máli. Á tímabilinu 1961 til 1971 voru spariinnlán tiltölulega stöðugt hlutfall heildarverð- mætis þjóðarframleiðslunnar á hverjum tima. Voru spariinn- lán að meðaltali nálæt 29% af verðmæti þjóðarframleiðslunn- ar, og varð hlutfallið á þessu timabili hæst 31%, en lægst 27%. Eftir 1971 fer svo að siga á ógæfuhlið, enda fór verðbólga vaxandi og raunvextir urðu si- fellt neikvæðari. Á árinu 1975 var hlutfallið komið niður í 18%, en virðist siðan hafa byrj- að að hækka aftur á siðara helmingi ársins 1976. Sú mikla rýrnum á raunverðmæti þess sparnaðar, sem um hendur bankakerfisins fer, sem átti sér stað á árunum 1972—1975, hef- ur haft afdrifarik áhrif á út- lánagetu þess. Ef sparifé hefði í lok ársins 1976 numið sama hlutfalli af þjóðarframleiðslu og það gerði að meðaltali á sið- asta áratug, væri ráðstöfunarfé bankakerfisins hvorki meira né minna en um 40 milljörðum króna hærri fjárhæð en það er i raun og veru. Þessi samdráttur í innlendum sparnaði hefur svo komið fram með ýmsum óheillavænlegum hætti, svo sem i alvarlegum skorti á láns- fé, viðskiptahalla við útlönd og erlendri skuldasöfnun, sem að verulegu leyti á rætur að rekja til skorts á innlendu fjármagni. Þessa mynd verða menn að hafa skýrt fyrir augum, þega rætt er um ávöxtun sparifjár og hlutverk vaxta og verðtrygg- ingar á peningamarkaðnum. Reynzla Islandinga á undan- förnum árum er hin sama og allra annarra þjóða, sem í sama vanda hafa ratað, og hún sýnir, að án eðlilegrar jákvæðar ávöxtunar þorna fyrr eða siðar upp þær lindir fjármagns, sem eru heilbrigðum, gróandi at- vinnurekstri lífsnauðsyn. Að- eins um skamma hrið er unnt að brúa bilið með erlendu láns- fé, en síðan tekur við stöðnun eða þvingaður sparnaður i formi sívaxandi skattbyrgðar. Allar þjóðir, sem búa við svipað hagkerfi og Islendingar, hafa orðið að horfast iaugu við þenn- an vanda á undangegnu verð- bólguskeiði. Þótt háir vextir séu að sjálfsögðu ekki vinsælli hjá lántakendum erlendis en þeir eru hér á landi, og þrátt fyrir þá háu vexti, sem Islend- ingar búa við, er hvergi I Vestu- Evrópu nú að finna lægra vaxtastig í hlutfalli við þá verð- bólgu, sem rikjandi er. Hækkun vaxta og endurskoð- un lánskjara hefur ekki hér á landi frekar en annars staðar gengið hljóðalaust fyrir sig, og hafa lántakendur að vonum kvartað yfir áhrifum þeirra á Jóhannes Nordal. framleiðslukostnað og afkomu. Bak við þetta býr sú hugsun, að með lægri lántökukostnaði megi lækka framleiðslukostnað fyrirtækja og annað hvort draga úr verðhækkunarþörf þeirra eða gera þeim kleift að taka á sig meiri kauphækkanir. Þótt vafalaust sé eitthvað til í þessu, má ekki gleyma hinu, að fjárhagslegur ávinningur af þessu tagi fæst ekki án þess að einhver greiði fyrir hann. Með lægri vöxtum er engu létt af þjóðarbúinu, heldur er aðeins verið að flytja úr einum vasa í annan, sem í þessu dæmi þýðir að bæta hag skuldarans á kostn- að þess, sem sparar. Og hverjir eru það, sem myndu greiða fyrir slíka breyt- ingu? Það eru eigendur spari- fjár, margt af því eldra fólk, sem horfir á eignir sínar verða eldi verðbólgunnar að bráð. Það eru lífeyrissjóðir, sem ekki geta ávaxtað sameiginlega sjóði launþega, þannig að þeir geti greitt viðunandi eftirlaun. Og það eru fjárfestingarlánasjóðir og aðrir sameiginlegir sjóðir þjóðarinnar, sem ekki geta haldið áfram að gegna lögboðn- um hlutverkum sinum, nema með sivaxandi skuldasöfnun er- lendis. Er réttlátt eða skynsam- legt að ganga sífellt á hlut þess- ara aðila, til þess að aukinn sé verðbólguhagnaður þeirra, sem mest hafa af lánsfé þjóðarinnar á milli handa og treysta því, að verðhækkun fasteigna og ann- arra fjármuna, sem þeir hafa aflað með tilstyrk lánsfjár, tryggi þeim öruggan peninga- legann ágóða, hvort sem rekst- ur þeirra skilar reunverulegum hagnaði eða ekki? Er ekki rétta svarið við þess- um spruningum neitandi? Það er óskynsamlegt að ganga um of á hag þeirra, leggja þjóð- félaginu til þann peningalega sparnað, sem heilbrigður rekst- ur og efnahagsleg uppbygging þarf svo nauðsynlega á að halda. Og það er lika óréttlátt frá félagslegu sjónarmiði, því með þvi er vafalaust fyrst og fremst verið að hygla þeim efnameiri á kostnað almenn- ings og sameiginlegra sjóða. Sannleikurinn er sá, að enn hefur ekki verið komið á láns- kjörum hér á landi, sem tryggja jákvæða raunvexti af sparifé. I þessu efni hefur vissulega ver- ið reynt að taka tillit til stöðu atvinnuveganna, eftir þvi sem frekast hefur verið unnt. En það má alls ekki einblína á þá hlið málsins og gleyma bæði þjóðarbúskapinn og hagmun- um þeirra, sem þegar hafa orð- ið fyrir þyngstum búsifjum af völdum verðbólgunnar, en það er hinn almenni sprifjáreig- andi. Gyðríður Pálsdóttir Seglbúðum — Áttræð Öðru hvoru erum við á það minnt, hve tíminn er fljótur að líða, jafnvel heilir áratugir. Ekki hvað síst erum við á þetta minnt, þegar góðir vinir og samferða- menn komast á merka áfangastaði á lífsleiðinni og við fáum tæki- færi, til þess að líta um stund yfir farinn veg. I dag á frú Gyðríður Pálsdóttir, fyrrum húsfreyja, í Seglbúðum, áttræðisafmæli, ég veit að margir hugsa hlýtt til hennar í dag, enda á hún farsælan og merkilegan starfsda að baki. Frú Gyðríður er fædd í Þykkva- bæ í Landbroti 12. marz 1897, dóttir hjónanna Páls Sigurðs- sonar, bónda þar, frá Eystri- Dalbæ, og Margrétar Eliasdóttur frá Syðri-Steinsmýri i Meðalalndi. Standa að frú Gyðríði traustir ættstofnar skaftfellsks bænda- fólks. Því er ekki að neita, að Skaftafellssýslan agaði börn sín oft strangt, einkum á fyrri árum. Sýslan var fremur einangruð, þar var meira um jökulvötn, hraun og sanda, en víðast hvar annarstað- ar, og samgöngur erfiðar bæði á sjó og landi. En samt á þessi sýsla sina fegurð og tign, sem þeim verður ógleymanleg, er þar hafa alist upp eða dvalið lengur eða skemur. Æskuár sín dvaldi Gyðríður hjá hinum ágætu foreldrum sínum i Þykkvabæ, og vandist þar ráó- deild og reglusemi. Hinn 30. maí 1918 giftist Gyóríður, Helga Jóns- syni í Seglbúðum, syni hjónanna Jóns Jónssonar, bónda i Seglbúð- um og Ólafar Jónsdóttur, sem einnig voru Skaftfellingar í ættir fram. Helgi í Seglbúðum var í fremstu röð ungra manna, þar um slóðir, á þeim árum. Hann var glæsilegur maður, og hvers manns hugljúfi. Hann hafði ný- lokið búfræðinámi frá búnaðar- skólanum á Hvanneyri og því vel undir það búinn að hefja búskap á föðurleifð sinni í Seglbúðum. Þótti flestum sem jafnræði væri með þessum ungu hjónum, sem nú voru að taka þarna við búfor- ráðum. Það kom fljótt í ljós, að fólk hafði spáð rétt um framtíð þess- ara ungu hjóna. Helgi var mjög athafnasamur í öllurn búnaðar- framkvæmdum, vann að jarðabót- um, einkum áveitum, setti upp rafstöð, og þegar timar liðu byggðu þau hjónin nýtt íbúðar- hús, og endurbyggðu útihús, o.s.frv. Þá stóð Helgi mjög framarlega i öllum framfaramálum sveitar sinnar, var hjálpsamur nágrönn- um sínum, úrræðagóður og fús að leggja góðum málum lið, hvar, sem hann mátti því við koma. Frú Gyðríður studdi mann sinn jafnan með ráðum og dáð til góðra verka. Þeir, sem komu að Segl- búðum brugðu því við, hve allt var þar snyrtilegt, bæði úti og inni, hvort heldur var i gamla bænum, eða nýja húsinu, eftir að það var byggt og enn stendur. Mörgum ungum konum, sem komu í geymslurnar hjá frú Gyð- ríði, er þau bjuggu i gamla bæn- um er minnisstætt hve allt var firnum fágaó og allt í röð og reglu, jafnvel á moldargólfum sást hvorki strá né fis. Fyrir neð- an bæinn var fallegur trá- og blómagarður, og matjurtabeð, og hvergi sást illgresi eða arfakló, Mun skrúðgarðurinn í Seglbúðum hafa verið meðal hinna fyrstu skrúðgarða þar um slóðir. Var hann verk þeirra hjónanna, eink- um þó húsfreyjunnar. Á fyrri árum voru heimilisstörf- in ærið verkefni fyrir frú Gyðríði. Heimilið var mannmargt og hjón- in hjúasæl. Það þótti gott að kom- ast i vist að Seglbúðum, og margt vinnufólk var þar árum saman og börn og unglingar komust þar færri í sumardvöl en vildu. Heimilisbragur mótaðist af reglu- semi og góðum anda og holl áhrif bárust frá þessu myndarlega heimili um sveitina. Fyrir 45 árum kynntist ég Segl- búðahjónunum, frú Gyðríði og Helga, og tel mér það mikinn ávinning, að hafa kynnst þeim á fyrstu prestsskaparárum mínum. Helgi í Seglbúðum féll frá fyrir aldur fram 1949, 55 ára að aldri, var að honum hinn mesti mann- skaði, og allir hörmuðu fráfall hans. Eftir fráfall manns sins var frú Gyðríður fram húsfreyja i Seglbúðum eða þangað til sonur þeirra hjóna, Jón Helgason al- þingismaður, tók að fullu við búi og giftist 1962, Guðrúnu Þorkels- dóttur úr Reykjavik. Hin siðari ár gafst frú Gyðríði betri tími til þess að sinna ýmsum hugðarmálum sinum. I mörg ár hefur hún verið formaður Kven- félags Kirkjubæjarhrepps, og set- ið á mörgum landsfundum Kven- félagasambands Islands. Þá hefur hún jafnan sýnt kirkju og kristi- legu starfi mjög mikinn áhuga. Kirkjurækni frá heimilinu í Segl- búðum brást aldrei. Þegar hafist var handa um að reisa minningarkapellu um sr. Jón Steingrímsson prófast, á hin- um forna kirkjustað á Kirkju- bæjarklaustri, vann frú Gyðríður með sóknarprestinum og öðrum áhuganönnum í sýslunni, af frá- bærum dugnaði, að þvi verki. Svo mikið munaði þar um frú Gyðríói, aó vafasamt er, að þessi fallega minningarkirkja hefði komist upp svo fljótt sem áætlað var, ef frú Gyðríðar hefði ekki notið við. Þaó fór vel á þvi, að minningar- kirkjan um sr. Jón Steingrímsson skyldi einmitt vera vigð á héraðs- hátíð Skaftfellinga á Klaustri, 17. júni 1974, þegar minnst var 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Var þá að nokkru bætt fyrir gamla yfirsjón, þegar kirkja var flutt frá Klaustri 1859. Var þarna endur- vakin kirkjuleg hefði, allt frá dög- um hinna fyrstu kristnu manna er til Islands komu og um Ieið heiðruð minning þess manns, sem einna sterkust itök á I hugum Skaftfellinga. I allmarga vetur hefur frú Gyð- ríður dvalið hér i Reykjavík, mest hjá dóttur sinni frú Ásdísi og tengdasyni sinum Einari H. Ás; grimssyni verkfræðingi, og að nokkru hjá frú Margréti og manni hennar Erlendi Einarssyni forstj. og hjá frú Ólöfu dóttur sinni og manni hennar Birni B. Björnssyni afgr.manni. AUar eru dætur frú Gyðríðar vel giftar og eiga falleg heimili. Þegar vorar heldur hún austur að Seglbúðum og dvelur yfir sum- arið hjá Jóni alþingismanni, syni sinum og Guðrúnu, tengdadóttur sinni. Vors og sumars vill hún umfram allt njóta þar eystra, enda eiga dæturnar þar lika sína sumarbústaði og þar er auðveld- ast að viðhalda og styrkja bönd hjartfólginna minninga. Frú Gyðriður er allsstaðar au- fúsugestur og þannig fær hún tækifæri til þess að heimsækja góða vini, að fornu og nýju og sinna hugðarmálum sinum. Við hjónin sendum henni hlýj- ar kveðjur og árnaðaróskir á þess- um merkilegu tímamótum og þökkum henni trygga vináttu lið- inna ára og biðjum henni og ást- vinum hennar Guðs blessunar. Megi sólskin og hlýja fagna henni, þegar hún heldur heim að Seglbúðum með vorinu. Óskar J. Þorláksson. Þar, sem góðir menn fara, eru Guðs vegir. Ekki þykir mér það ótrúlegt, að öllum þeim, sem þekkja Gyðriði í Seglbúðum þyki vel á því fara að hafa ofanrituð ummæli Björnstjerne Björnsons að einkunnarorðum, þegar henn- ar er minnst i tilefni af áttræðis- afmæli hennar. Gyðríður er fædd I Þykkvabæ i Landbroti 12. marz 1897. Foreldr- ar hennar voru Páll bóndi Sig- urðsson og kona hans Margrét Eliasdóttir frá Steinsmýri i Með- allandi. Þau bjuggu í Þykkvabæ við góð efni, gagnsamt bú og myndarskap, sem gekk i arf til barna þeirra. Gyðríður giftist 30. mai 1918 Helga Jónssyni i Segl- búðum. Tóku þau vorið eftir við búi þar og bjuggu í þessari föóur- leifð húsbóndans unz Helgi and- aðist 22. maí 1949 aðeins 55 ára gamall. Varð hann öllum, sem þekktu, mikill harmdauði, enda búinn miklum mannkostum, vel metinn og vinsæll með afbrigð- um. Eftir lát hans bjó Gyðrfður áfram i Seglbúðum unz sonar þeirra hjóna, Jón nú alþm., tók þar við búi ásamt konu sinni, Guð- rúnu Þorkelsdóttur. Hin síðari ár hefur Gyðríður lengstum dvalist hjá dætrum sínum í Reykjavik á vetrum. En þegar versólin vermir gróðurmjúka moldina í listigaró- inum í Seglbúðum, heldur Gyðríð- ur í austurveg, heim, til að sýsla við blómin sín og láta hugann reika um farinn veg frá mörgum farsælum búskaparárum í Segl- búðum. Ég efast um, að það hafi verið nokkur tilviljun, að einmitt þegar ég fór að setja þessar línur á blað, rakst ég, með nokkrum ólikind- um, á blaðagrein eftir nýlega lát- inn athafnamann. Hún heitir: Hefur þú aflað þér gjaldeyris til ferðarinnar? Þessi spurning greinarhöfundar varðar ekki utan farir almennt, heldur ferðina miklu, sem við eigum öll eftir, hvort sem við komumst nokkru sinni út fyrir landsteinana eóur ei. Greinarhöfundur segir, „að hægt sé með margvíslegum hætti að afla sér gjaldeyris til ferðar- innar miklu. Góðvild og kærleik- ur til náungans, og margvísleg hjálp til þeirra minni máttar, gjafir til kirkna og mannúóar- mála, þ'jónusta við góð og göfug málefni. Sé þetta innt af hendi með réttu hugarfari, trúi ég því að það skapi góðan gjaldeyri hinu- megin.“ Sem betur fer eru það margir, sem gera þetta. Annars værum við líka illa á vegi stödd. En fáa menn, ef nokkra, þekki ég, sem ég tel að hafi búið sig betur að þess- um fararefnum heldur en Gyðríó- ur i Seglbúðum. Oft hefur hún með framkomu sinni og orðræðu minnt mig á þessi alkunnu oró meistarans: Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns. Og sá er munur á þeim sjóói og hverskonar sjóði veraldarauðsins, að hann — sjóður hjartans — vex ekki eftir því sem í hann er látið Framhald á bls. 39.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.