Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 THE SHOOTIST HÁSKÓLABlÓ: THE SHOTT- IST Leikstjóri: Don Siegel. Fram- leiðandi: Mike Frankovich og Wiliiam Self. Handrit: Miles Hood Swarthout og Scollt Hale, byggt á sögu e. Glendon Swarthout. Kvikmyndataka: Bruce Surtees, A.S.C. Tónlist: Elmer Bernstein. Aðalhlut- verk: John Wayne, Lauren Bacall, James Stewart, Ron Howard, Richard Boone, Hugh O’Brian, Harry Morgan, ofl. Aldraðir eru farnir að setja nokkurn svip á bandarfskar kvikmyndir siðari ára. Myndir um ungt fólk eru þó yfirgnæf- andi, og svo mun ætfð verða, því ungdómurinn er meira kyn- örvandi og hefur víðari sjón- deildarhring. En miðaldra fólk og aldráðir hafa löngum verið í bakgrunni bandarískra mynda, lífi þessara aldursflokka hafa verið gerð ræktarlegri skil í evrópskum myndum lengst af. En nú eru bandarfkjamenn farnir að gefa þeim gaum, svona annað slagið. Að lfkind- um hófst þessi „öldurstefna” vegna þess að heimsfrægar stjörnur hafa ekki misst blik sitt þrátt fyrir vaxandi ára- fjölda, og fáir, yngri jafningjar þeirra hafa reynst hæfir til að fylla sess þeirra. Flestar þess- ara aldurhnignu kempna eru af karlkyni, einkum vegna þeirrar venju í menningu okkar, bæði í félags- og menningarlegu tilliti, að vera vænni körlum en kon- um. öldurstefnan varð fyrst eftir- takanleg í vestranum. Ef ég ætti að benda á upphafið, þá væri það mynd Peckinpahs, RIDE THE HIGH COUNTRY, (1962), með Joel McCrea, 57 ára það árið, og Randolph Scott, þá 59 ára. Stefnan hefur síðar farið inná fleiri brautir en vestrann, eins og t.d. THE SUNSHINE BOYS, með þeim Burns og Matthau, og stendur nú nægilega traustum fótum til að framleiðendur leggja í þá áhættu að gera „gamlar mynd- ir“, án sannkallaðra stjarna, (Art Carney í HARRY AND TONTO). En þungamiðja þess- arar stefnu er þó enn sem fyrr vestrinn; myndir á borð við ROOSTER COGBURN, með Wayne og Katharine Hepburn, og nú, THE SHOOTIST; með Wayne. Þessi vestri er óvenjulegur fyrir fleiri sakir en aldur sögu- hetjunnar, þrátt fyrir að hann sé ekki róttæk endurskoðun siðfræðinnar eins og THE WILD BUNCH, né uppbygging- arinnar, líkt og LITTLE BIG MAN. Hann er, eftir allt, Wayne-mynd, en vegna stefnu- breytingarinnar, þá hefur fág- unin og málfarið verið víkkað. Svo okkur er boðið uppá vestra — þann fyrsta?-, þar sem notað er orðið krabbamein. Wayne leikur frægan víga- mann sem kemur til Carson City árið 1901 til að fá læknis- úrskurð staðfestan, og fær þá að vita að hann eigi aðeins fá- einar vikur óiifaðar. Myndin hefst á timatalalegri keðju úr brotum úr eldri Wayne- myndum, sem sýna hann berjast og eldast. Þá er okkur kunnugt um að Wayne sjálfur, háði harða baráttu og tvisýna við krabbamein fyrir nokkrum árum síðan, sem lauk með þvi, eins og Wayne sjálfur orðaði það á eftirminnilegan hátt: „I beat the big C“. Þá er hér sagt á hreinskilnari hátt en áður frá gamla, góða vestrinu: Wayne tjáir okkur að rauðu sessunni, sem gjarnan fylgir honum, hafi hann stolið úr hóruhúsi. Imyndið ykkur slíkt i vestra frá 1950. Þegar hann bíður endalokanna i mat- söluhúsinu sem hann býr á þá kemur á fund hans gömul ást- kona frá fyrri tímum, sem aug- ljóslega vann fyrir sér á ekki ósvipaðri stofnun. Reyndar hélt hann á braut með slíkum kven- manni i STAGECOACH. 1935. He’s got to face a gunflght once more to live up to hls legend once more TO WIN JUST ONE MORE T1ME. JOHN WÁVNE ' LAUREN BACALL “THE SHOOTIST’ en þá var líka búið að marg- sanna fyrir áhorfendum að hún væri með gullhjarta og búin að snúa baki við hinu spillta líf- erni. En kvendið I THE SHOOTIST (Sheree North) er sýnd sem óþverri á hraðri niðurleið. í ljósi þessa alls, hefði átt að vera auðvelt fyrir aðra eins hæfileika vestrasmiði og hér standa að baki, að gera virki- lega áhrifamikla og raunalega mynd og reyndar er THE SHOOTIST það að flestu leyti, nema að handritið er hreint út sagt afleitt. Þegar við komumst að sannleikanum um heilbrigði Wayne, þá verðum við strax þess fullviss að andlát hans verður mikilfenglegt, og sögu- legt. 5á óhjákvæmilegi endir gat tæpast verið klaufalegar gerður. í stað þess að tengja ástæðurnar fyrir veru Waynes þarna á barnum einhverjum umtalsverðum atriðum úr for- tíð hans, þá hafa handritshöf- undarnir soðið saman fáránleg- an lokabardaga vígamannsins fræga við einhver þrju ill- menni, sem eru svo gott sem sköpuð úr engu — og þeim skellt f skotstöðu. Aðeins einn kvik-d wt ffll|A(l( mu /ÍðCIAj 1 SÆBJÖRN VALDIMARSSON þeirra, leikinn af Richard Boone, á sér einhvern bak- grunn í sögu skyttunnar: Wayne drap bróður hans fyrir mörgum árum. En jafnvel Boone hefur ekkert látið á sér kræla; hann hyggur á hefndir eingöngu vegna þess að Wayne er kominn f bæinn. Hinir tveir eru ekki mikið meira en skot- mörk. Þetta hnökrótta handrit reyn- ir einnig að byggja upp örlitið, dapurlegt rómantfskt samband á milli Wayne og ekkjunnar sem leigir honum (Lauren Bacall). Að frátöldu því að Bac- all líkist og hljómar öllu frekar Happy Rockefeller en veitinga- konu f Nevada á því herrans ári 1901, þá verður hér smíð þeirra höfundanna enn á ný hreinasti höfuðverkur. Ron Howard (minnisstæður úr AMERICAN GRAFFITI), sonur hennar á táningsaldri, hjálpar uppá ótrú- leika þeirra atriða sem hann kemur fram í, með ósannfær- andi leik. Þrælsleg virðing hans fyrir Wayne er líkust daufu bergmáli úr þeim ágæta vestra, THE GUNFIGHTER (sýndur á dögunum í sjónvarpinu). Ánægjan sem THE SHOOTIST veitir áhorfandan- um, og hún er oftast mikil, staf- ar af virðingu flestra þeirra sem standa að baki myndarinn- ar fyrir vestranum, þeirri arf- leifð sem hann er byggður á og þeim mönnum sem hafa haldið nafni hans á loft. Wayne er mjög góður. Hann hefur ætíð verið ögn betri leikari en yfir- leitt hefur verið viðurkennt af þeim sem tæpast þola myndir hans, löngum haft góða stjórn á sjálfum sér. Hér tjáir hann sig af hæfni; áheyrn hans og fram- sögn fullnægir enn hinum tveim meginkröfum — þess sem atriðið krefst og þess sem áhorfandinn væntir. James Stewart, önnur stjarna af álfka gráðu, fer hér með aukahlutverk, læknisins sem færir Wayne hinar slæmu frétt- ir. 1 sinu tiltölulega litla hlut- verki tekst honum þó að fram- reiða flestar gerðir Stewart- mans: stam, slitrótta framsögn, endurtekningar, og svo er það þessi stórkostlega, rödd, sem á hverju andartaki virðist ætla að bresta. Ég lenti einu sinni hjá skjálfhentum lækni, en ef hann hefði stamað og kokað eins og Stewart þá hefði ég rokið á dyr og það all snarlega. Nú, það er vist raunsæisleg aðfinnsla, Stewart á ekki að skapa sann- færandi persónu, hér er bara á ferðinni önnur aldin stjarna sem hverfur frá einverunni til að standa einu sinni enn við hlið gamals vinar og félaga í gegnum árin; það er nægilega skemmtilegt. John Carradine, sem eitt sinn lék fjárhættuspilarann sem ferðaðist með Wayne í THE STAGECOACH árið 1939, bregður hér fyrir sem grafara. Tveir aðrir sem eru gamal- kunnir af slóðum vestranna, þeir Harry Morgan og Boone, gera sitt til að hjálpa uppá heildarsvipinn. Don Siegel, sem notið hefur mikillar hylli meðal auteur gagnrýnenda erlendis, leikstýr- ir af gamalkunnu öryggi. Sér- stakar þakkir á Douglas Stew- art skilið fyrir frábærar sviðs- myridir utandyra sem innan. Yfir kvikmyndatöku Surtees hvílir heilmikill, gullinn bjarmi efri áranna. John Wayne I hinu umdeilanlega lokaatriði. Þeir gefa afrit af tölvugefnu spilunum S.L. fimmtudag hófst baromet- erkeppni Bridgefélags Kópa- vogs með þátttöku 32 para. Spil- uð eru tölvugefin spil og hefur verið tekin upp sú nýlunda, að þátttakendur fá afhent afrit af tölvugjöfinni að lokinni hverri setu. Staða 10 efstu para eftir 4 umferðir er þessi: Stig Þorlákur Jónsson — Haukur Ingason 116 Þórir Sveinsson — Jónatan Líndal 92 Kári Jónasson — Ragnar Stefánsson 70 Óli M. Andreasson — Guðmundur Gunnlaugss. 67 Gunnar Sigurbjörnsson — Kristinn Kristinss. 60 Ármann J. Lárusson — Sverrir Ármannsson 56 Jón P. Sigurjónsson — Guðbrandur Sigurbergss. 53 Runólfur Pálsson — Sturla Geirsson 53 GQUÐMUNDUR Kristjánsson Baldur Bjartmarss. 50 Birgir ísleifsson — Karl Stefánsson 41 Næstu 4 umferðir verða spil- aðar n.k. fimmtudag kl. 20.00 stundvíslega. Óli Grétar og Guðjón — sigur- sælir Skagamenn Vesturlandsmót I tví- menningskeppni var haldið á Akranesi helgina 5.—6. mars s.l. Þessi pör urðu efst á mótinu: Stig 1. Guðjón og Óli Grétar, Akranesi 55 2. Hólmsteinn og Guðjón K., Borgarnesi 52 3. Andrés og Karl Akranesi 33 4. Guðjón P. og Jón G., Borgarnesi 23 5. Páll og Eirlkur Akranesi 22 6. Hörður og Leifur, Stykkishólmi 21 7. Jón og Valur, Akranesi 11 Sigurvegarar mótsins Guðjón og Óli Grétar áttu einnig sæti I sveitinni sem sigraði Vestur- landsmót f sveitarkeppni, og hafa þvf orðið tvöfaldir meist- arar f ár. Keppnisstjóri mótsins, sem fór vel fram að öllu leyti, var Jón Gfslason, Hafnarfirði. Þrjú efstu pör fengu verð- laun, sem gefin voru af Bridge- félagi Akraness. Hún skaut þeim ref fyrir rass Einmenningskeppni félags- ins var spiluð jafnhliða firma- keppni og réði samanlagður ár- angur f þremur fyrstu umferð- unum. — Einmennings- meistari Bridgefélags Akureyr- ar 1977 varð Sofffa Guðmunds- dóttir, en hún var eina konan sem spilaði f keppni þessari. Meðalárangur var 270 stig. Röð efstu manna var þessi: 1. Soffía Guðmundsdóttir 314 2. Alfreð Pálsson 313 3. —4. Ármann Helgason 308 3.—4. Jóhann Gauti ■ 308 5. Þormóður Einarsson . 307 6. Gunnlaugur Guðmundss.306 7. Guðmundur Svavarsson 301 8. Ölafur Ágústsson 300 9. Stefán Ragnarsson 287 10. Sveinn Sigurgeirsson 286 11. Hörður Steinbergsson 285 12. Arnald Reykdal 282 Keppnisstjóri var Albert Sig- urðsson. Enn einn sigur sveitar Gests Jónssonar SVEIT Gests Jónssonar varð hlutskörpust f aðahveita- keppni Tafl- og bridgeklúbbs- ins sem lauk f fyrrakvöld. Hlaut sveitin alls 132 stig. t sveitinni eru ásamt Gesti: Sig- tryggur Sigurðsson, Auðunn Guðmundsson, Anton Valgarðs- son, Sigurjón Tryggvason og Sverrir Kristinsson. Röð efstu sveita varð annars þessi: Kópavogs fá að lokinni setu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.