Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
45
f -ju'gr^ jj
j VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL 10— 11
FRÁ MÁNUDEGI
kunningjum og vinum ölkrús og
rjómapönnukökur eða indælis öl-
sopa, sem framleitt hefur verið á
Akureyri. Cg vona að Sólnes komi
þessu í kring. Það er sannað mál
að boð og bönn gera illt verra,
höft vilja leiða til ofnotkunar á
öllum sviðum. Ég tel að það skapi
glæpastarfsemi, smygl, bruggun
og annað, ekki sízt missti rikið
tekjur ef vínverðið verður alltaf
svo okurhátt. Það er beinlínis
ógnun við ferðamannastrauminn.
Hér eru vínveitingahús útúrfull
af fólki, yfirfull og útúrflóandi.
Fólk má gifta sig á unga aldri og
enginn segir neitt við því en það
má ekki sækja vínveitingahús
fyrr en tvítugt. Rýmka þarf lögin
innan þessa ramma, átján ára til
tvítugs svo t.d. bæði hjónin geti
sótt vínveitingahús. Þetta eru
fáránlegustu lagaákvæðin í áfeng-
islögunum. Utkoma og afleiðingin
er ofdrykkja í heimahúsum. Bæði
læknar og templarar erlendis
hafa bent á svipuð dæmi, en vit-
leysan hér á sér engin takmörk.
Ég hef enga trú á því að gos verði
við Kröflu og á sama hátt er ég
sannfærður um að bjórfrumvarp-
ið muni ná fram að ganga.
Örn Ásmundsson,,
bifvélavirki."
% tslands getið
á sovézku
almanaki
Pétur K. Karlsson, sem seg-
ist hafa keypt almanak í Ráð-
stjórnarríkjunum í fyrra, sendi
Velvakanda þýðingu á umsögn
um tsland sem rituð var á alman-
akið. Segist Pétri hafa dottið í
hug að það gæti verið fróðlegt að
sjá hvað skrifað sé fyrir rússnesk
skólabörn:
„Atlantshafið er hryssingslegt
og eyðilegt. öldurnar steypast úr
öllum áttum yfir litla bátinn sem
lagði frá ströndum Noregs fyrir
nokkrum dögum og stefndi í
norður. Hverjir eru þessir ofur-
hugar? Það eru vikingar, óhrædd-
ir norskir siglingamenn. Söngur-
inn þeirra, sem berst yfir hafið,
yfirgnæfir öldugnýinn og vind-
gnauðið: Rokið hjálpar örmum
ræðara okkar.
Nokkrum dögum siðar birtist
fjalllend eyja við sjóndeildar-
hringinn. Skipið siglir inn á einn
flóann. Veturinn er nálægur og
þeir verða að þreyja hann þar
sem þeir voru komnir.
Veturinn varð snjóþungur og
kalduf. Sjórinn þakti landið með
þykku teppi, is lokaði fjörðunum,
kuidinn beit í kinnarnar, — allt
þetta gekk nærri því a'f sæförun-
um dauðum. Þegar vorið siðan
kom yfirgáfu víkingarnir eyjuna í
flýti og sneru heimleiðis. tsland
— það var nafnið sem þeir gáfu
eyjunni.
Þetta gerðist á 9. öld. Skömmu
síðar byggðist eyjan og á sumrin
var hún þakin safamiklu grasi. En
fram til dagsins í dag hefur hið
kuldalega nafn, tsland, enn varð-
veitzt.“
Þetta var brot af almanaki fyrir
ung skólabörn í Rússlandi þar
sem sagði frá Islandi. Lesendur
geta dæmt um hvernig þeim
finnst þessi landkynning vera.
Þessir hringdu . . .
0 Mætti rannsaka
reykinn
Þetta voru orð eins starfs-
manna Aburðarverksmiðjunnar i
Gufunesi sem hringdi nýlega.
Hann hafði þá séð það sem getið
var um í Velvakanda að hugsan-
legt væri að mengun væri frá
fleiri verksmiðjum en bara álver-
inu og kvaðst sammála því.
— Ég er ekki ósamþykkur því
að farið verði að rannsaka þennan
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
HÉR Á íslandi fer nú fram áskor-
endaeinvígi í skák. Skákskýrend-
ur dagblaðanna hneykslast mikið
á hverjum smávægilegum afleik
þeirra Spasskys og Horts.
Hér kemur athyglisvert dæmi
um það að þó styrkleiki þeirra
sem tefla í áskorendaeinvígjum
sé mikill, fremja þátttakendur
þar stundum svo furðuleg mistök
í sáraeinföldum stöðum að jafn-
vel sá lakasti meðal áhorfenda
veit betur. í áskorendaeinvígi i
Vancouver 1971 kom þessi staða
upp í skák Fischers og Taimanovs
sem hafði svart og átti leik:
b c d a f g h
81... Ke4??, (81. . . Kd6 hefði leitt
til auðvelds jafnteflis. Kotov að-
stoðarmaður Taimanovs sagði eft-
ir skákina að hvert barn hefði
haldið jafntefli) 82. Bc8 — Kf4,
83. wh4 — Rf3, 84. h5 — Rg5, 85.
Bf5 — Rf3, 86. h6 — Rg5, 87. Kg6
— Rf3, 88. h7 — Re5+, 89. Kf6
svartur gafst upp. Tíu dögum síð-
ar varð martröð Taimanovs að
staðreynd. Fischer sigraði 6—0.
gula reyk, sagði starfsmaðurinn,
þennan gula reyk, sem skríður
hér um nágrennið og fer um ná-
læg íbúðahverfi. Það er fullkom-
lega tímabært að athuga þetta og
hef ég grun um að fólk hér á
svæðinu hafi ekkert á móti því að
þetta verði athugað. Fá þarf fær-
ustu sérfræðinga á þessu sviði til
að gera þessar athuganir og þá
höfum við það hvernig þessum
málum er hér háttað. Ég veit ekki
til þess að þetta hafi verið athug-
að síðan Ásgeir heitinn Ásgeirs-
son opnaði verksmiðjuna árið
Velvakandi hefur svo sem engu
við þetta að bæta, ef fleiri vildu
leggja orð í belg um þetta málefni
þá er það velkomið. Það mætti
kannski benda á í leiðinni að nú
eru uppi auknar kröfur um meng-
unarvarnir, hvarvetna bæði hér-
lendis og erlendis, og þessar
kröfur hafa verið að aukast und-
anfarin ár. Má vera að það sé ein
orsök þess að ekki hefur reykur-
inn frá Áburðarverksmiðjunni
verið rannsakaður. Þó hefur
heyrzt öðru hverju beiðni um að
þáð sé gert ef. Velvakandi man
rétt.
1954. —
HÖGNI HREKKVISI
rm.
McNaught Synd., Ioc.
Posíiur
ví^
VOLVO FB 88
árgerð 1974
til sölu, bíll í sérflokki. Á nýjum dekkjum, sér
ekki á palli. Búkki. Tilboð óskast.
Vagnhöfða 3, Reykjavik. sími 85265
Vörubifreiða- og þungavinnuvélasala
tazz
l/aknma
TONLEIKAR
Áskell Másson
frumflytur með aðstoð Guðmundar Steingríms-
sonar og Reynir Sigurðssonar þrjú ný -verk í
Norræna húsinu í dag laugard 12. marz kl. 3
e.h.
ATH: BREYTTAN TÍMA KL. 3
INSTANT PUDDING
, pii riu,HC
tOOM*
Unprir os aldnir n jóta þess að borða
köldu Royal búðinjíana.
Braffðtefíundir: —
Súkkulaði. karamellu. vanillu og
jarðarberja.
VIÐTALSTÍMI I
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins
í Reykjavík
Alþingismeon og borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll,
Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan
1 4:00 til 1 6:00. Er þar tekið á móti hvers
kyns fyrirspurnum og ábendingum og er
öllum borgarbúum boðið að notfæra «ér
viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 12. marz verða til viðtals Ragnhild-
ur Helgadóttir, alþingismaður og Ólafur B. Thors,
borgarfulltrúi.