Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
7
Samtökin og
sundurlyndið
Benedikt Gröndal, for-
maður Alþýðuf lokksins,
skrifar myndskreyttan
leiðara • Alþýðublaðið sl.
fimmtudag um Samtök
frjálslyndra og vinstri
manna. Hann minnir á, að
Hannibal Valdimarsson,
fyrrverandi forseti
Alþýðusambands íslands,
og Bjöm Jónsson, núver-
andi forseti þess, hafi sagt
skilið við svokallað
Alþýðubandalag á árinu
1 969, þar eð að þeim hafi
Ijóst verið, að ekki var
hægt að breyta þvi i
lýðræðissinnaðan jafn-
aðarmannaflokk vegna
kommúnískrar þröngsýni
forustuliðs þess. Megintil-
gangur Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna
hafi verið „sameining
allra lýðræðissinnaðra
vinstri manna, jafnaðar-
manna og samvinnu-
manna i einum floklíí".
Samtökin hafi hins vegar
reynst sundurlynd og
brotnað i ýmsar áttir.
Sumir forystumanna þess
hafi horfið af pólitísku
sjónarsviði (Bjarni Guðna-
son), aðrir gengið yfir i
Alþýðuflokkinn (Björn
Jónsson) eða leitað sam-
vinnu við hann (Karvel
Pálmason), enn aðrir horf-
ið til Alþýðubandalagsins
(Ólafur Ragnar Grimsson)
— en eftir standi tak-
markaður hópur umhverf-
is MagnúsTorfa Ólafsson,
sem kjósi að halda starf-
semi Samtakanna áfram.
Pólitískri
hugsjón kastað
fyrir borð
Um eftirhreyturnar i
Samtökunum segir Bene-
dikt orðrétt:
„Hinni pólitísku hug-
sjón, sem samtökin
byggðust á i upphafi, hef-
ur verið kastað fyrir borð.
Nú er aðeins talað um, að
Samtökin séu „vænleg-
asta leiðin til endurnýjun-
ar i stjórnmálum" og að
samtökin ein geti gert
virkt það f y Igi, sem
„ræður úrslitum um
valdahlutföll á Alþingi". í
stað gömlu hugsjónanna
er aðeins eftir nakin
valdabarátta. Markmiðið
er að „endurnýja" þing-
sæti og það er hugsað
hærra — til „valdahlut-
falla á Alþingi." Það á
líklega að endurnýja ráð-
herrastól lika, ef þessi orð
hafa nokkra merkingu. —
Getur niðurlæging eins
stjórnmálaflokks verið
meiri frá háleitum hug-
sjónum i byrjun til þessa
„flokkstjórnarfundar"
samtakaleifanna? Frá-
hvarfið frá stjórnmálayfir-
lýsingunni 1969 er undir-
strikað með þeirri ákvörð-
un, að nú skuli semja nýja
stefnuskrá fyrir Samtök-
in."
Karvel bankar
á luktar dyr
Um bónorð Karvels
Pálmasonar segir for-
maður Alþýðuf lokksins:
„Eins og fram hefur kom-
ið, hefur bréfi Karvels um
þetta efni ekki verið form-
lega svarað enn, m.a. af
þvi að flokksþing Alþýðu-
flokksins lögfesti i októ-
ber prófkjör og einmitt
um þessar mundir fjallar
flokksstjórnin um fram-
kvæmd þeirra ákvæða.
Hins vegar hefur for-
maður Alþýðuflokksins
átt óformlegar viðræður
við þá félaga og haft sam-
band við Karvel, jafnframt
þvi sem Alþýðuflokks-
menn á Vestfjörðum hafa
féngið bréf hans til athug-
unar. Formlegar viðræður
í tilefni af bréfi Karvels
Pálmasonar eiga þvi eftir
að fara fram. — Lær-
dómsrikt er að lita yfir
hrakfallasögu Smtak-
anna og minnast þess um
leið, að Alþýðubandalagið
getur aldrei skipað sess
lýðræðislegs jafnaðar-
mannaflokks á íslandi, af
þvi að það siglir með
draug kommúnismans i
lestinni."
Ekki er hægt að draga
aðrar ályktanir af orðum
,Benedikts, þó formlegar
viðræður við Karvel hafi
ekki enn farið fram, en að
möguleikar séu á próf-
kjörsstriði milli Karvels og
Sighvats Björgvinssonar
um efsta sætið á fram-
boðslysta Alþýðuflokksins
á Vestfjörðum. Ýmsir spá
þó þvi , að Karvel hyggi á
„sjálfstætt byggðafram-
boð" á Vestfjörðum og
gælur hans við Alþýðu-
flokkinn séu syndarbrögð
ein, til þess að styrkja víg-
stöðu sína og kljúfa fylgi
úr röðum Alþýðuflokks-
ins. Reynslan ein getur þó
skorið úr þvi, hvern veg
þessi mál þróast. Og
athygli vekur, hve þessi
umræddi leiðari flokksfor-
manns Alþýðuflokksins
sniðgengur marktækt
svar við spurningu al
mennings um hugsanlegt
samstarf Karvels Pálma-
sonar við Alþýðuflokkinn
á Vestfjörðum.
GUÐSPJALL DAGSINS:
Lúk. 11,24—28:
Jesús rak út illan anda.
LITUR DAGSINS:
Fjólublár. Er litur iðrun-
ar og yfirbóta.
DÓMKIRKJAN. Nýir messustaðir
vegna viðgerðar á kirkjunni Messa
kl. 1 1 árd. í Kapellu háskólans.
gengið inn um aðaldyr Séra Þórir
Stephensen Klukkan 5 síðd Föstu-
messa í Frikirkjunni. Séra Hjalti
Guðmundsson
NESKIRKJA Barnasamkoma kl
1 0 30 árd Guðsþjónusta kl. 2 síðd
Fræðslukvöldin Kirkjan og heimilið,
byrjar á mánudagskvöldið kemur.
Sjá nánar f Félagslifi, hér í blaðinu á
morgun. Séra Frank M Halldórs-
son.
KIRKJA Óháða safnaðarins.
Messa kl 2 síðd. Séra Emil Björns-
son.
FRÍKIRKJAN, Reykjavik Barna-
samkoma kl 10.30 árd Guðni
Gunnarsson. Messa kl 2 siðd Org-
anisti Sigurður ísólfsson. Séra Þor-
steinn Björnsson
BREIÐHOLTSPRESTAKALL.
Sunnudagaskóli kl 1 1 árd. Messa
kl 2 siðd i Breiðholtsskóla Séra
Lárus Halldórsson.
ELLI- OG Hjúkrunarheimilið
Grund. Guðsþjónusta kl 10 árd
Séra Lárus Halldórsson
LANGHOLTSPRESTAKALL Barna
samkoma kl 10.30 árd. Guðsþjón-
usta kl 2 síðd Séra Árelíus Níels-
son
DÓMKIRKJA Krists Konungs
Landakoti. Lágmessa kl 8 30 árd
Hámessa kl 10.30 árd Lágmessa
kl. 2 síðd
HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl 1 1
árd. Séra Karl Sigurbjörnsson.
Messa kl 2 síðd Dagur aldraða
fólksins í sóknmni Séra Ragnar Fjal-
ar Lárusson
LANDSPÍTALINN Messa kl 10 30
árd Séra Ragnar Fjalar Lárusson
FÍLADELFÍUKIRKJAN Almenn
guðsþjónusta kl 8 siðd. Einar J
Gislason
ÁRBÆJARPRESTAKALL Barna
samkoma i Árbæjarskóla kl 10 30
árd Guðsþjónusta í skólanumJd 2
síðd Séra Guðmundur Þorsteins-
son.
FELLA- OG HÓLASÓKN Barna
samkoma i Fellaskóla kl 11 árd
Guðsþjónusta i skólanum kl 2 siðd
Séra Hreinn Hjartarson
LAUGARNESKIRKJA Barnaguðs-
þjónusta kl 1 1 árd Guðsþjónusta
kl 2 siðd Margrét Hróbjartsdóttir
boðin velkomin til starfa sem Safn-
aðarsystir Laugarnessafnaðar Hún
mun einnig prédika. Æskulýðsfund-
ur kl 8 síðd i kjallara kirkjunnar
Sóknarprestur
GRENSÁSKIRKJA Barnasamkoma
kl 10 30 árd Guðsþjónusta kl 2
siðd Organisti Jón G Þórarinsson
Séra Halldór S Gröndal
ÁSPRESTAKALL Messa kl 2 siðd
að Norðurbrún 1 Séra Grimur
Grímsson
HÁTEIGSKIRKJA Barnaguðsþjón-
usta kl 1 1 árd Séra Arngrimur
Jónsson Guðsþjónusta kl 2 síðd
Séra Tómas Sveinsson Síðdegis-
guðsþjónusta kl 5 Séra Arngrimur
Jónsson Biblíuleshringurinn starfar
á mánudagskvöldum kl 8 30 og er
■öllum opinn
BÚSTAÐAKIRKJA Barnasamkoma
kl 11 árd Guðsþjónusta kl 2 siðd
Dr Björn Bjornsson prófessor pré-
dikar Kaffi og umræður á eftir
Barnagæzla Birgir Ás Guðmunds-
son organisti Séra Ólafur Skúlason
AOVENTKIRKJAN Reykjavik Sam-
koma kl 5 siðd Sigurður Bjarna-
son.
SELTJARNARNESSÓKN Barna-
samkoma kl 1 1 árd i félagsheimil-
inu. Séra Frank M Halldórsson
FÆREYSKA Sjómannaheimilið
Samkoma kl 5 siðd Johann Olsen
KÁRSNESPRESTAKALL Barna
samkoma i Kársnesskóla kl 1 1 árd.
Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl
1 1 árd Séra Árni Pálsson
DIGRANESPRESTAKALL Barna
samkoma i safnaðarheimilmu við
Bjarnhólastíg kl 1 1 árd Guðsþjón-
usta i Kópavogskirkju kl 2 siðd
Séra Þorbergur Kristjánsson
KAPELLA St. Jósepssystra i
Garðabæ Hámessa kl 2 siðd
GARÐASÓKN Barnasamkoma i
skólasalnum kl 1 1 árd Séra Bragi
Friðriksson
KÁLFATJARNARKIRKJA Guðs
þjónusta kl 2 síðd Séra Bragi Frið-
riksson
NJARÐVÍKURPRESTAKALL
Sunnudagaskóli i Innri Njarðvíkur-
kirkju kl 1 1 árd og i Stapa kl 1 30
siðd Séra Páll Þórðarson
KEFLAVÍKURKIRKJA Sunnudaga-
skóli kl 1 1 árd Kvöldvaka kl 8 30
síðd Séra Ólafur Oddur Jónsson
KIRKJUVOGSKIRKJA Messa kl 2
síðd Sóknarprestur
EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðs
þjónusta kl 10.30 árd Sóknar-
prestur.
GAULVER JABÆJ ARKIRK JA
Guðsþjónusta kl 2 siðd Sóknar-
prestur
AKRANESKIRKJA Barnasamkoma
kl 10 30 árd Messa kl 2 siðd
Séra Bjorn Jónsson
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU
DALE CARNEGIE
Vegna mikillar eftirspurnar, hefst nýtt nám-
skeið mánudagskvöld — 14. marz. Nám-
skeiðið getur ekki leyst öll þín vandamál en
við getum hjálpað þér að:
★ ÖOLAST MEIRA ÖRYGGI
Mein trú á sjálfan þig og hæfileika þína.
★ SIGRAST Á RÆÐUSKJÁLFTA
Að vera eðlilegur fyrir framan hóp af fólki og
segja það, sem þú ætlar að segja með árangri
★ SIGRAST ÁÁHYGGJUM OG KVÍÐA
Hugsa raunhæft. Leysa persónuleg og við-
skiptavandamál.
★ STÆKKA SJÓNDEILDARHRINGINN
Eignast vini, ný áhugamál og fleiri ánægju-
stundir í lífinu.
Fjárfesting i menntun skilar þér arði ævi-
langt.
Innritun og upplýsingar í sima:
82411
OA,, ,AH*,.» ST J Ó R N U N A RS KÓ L! N N
N.iM.'KI IDI.\ Konráð Adolphsson
V Útsýnarkvöld
„Frönsk hátíö
Súlnasal, Hótel Sögu,
sunnudag 13. marz n.k.
Kl. 19.00 Húsiðopnað
Kl. 19.30 Franskur veizlumatur—Gigot d'agneau
a'laBretonne Franski matreiðslusnillingurinn
Francois Fons stjórnar matseldinni.
VerðaSeins kr. 1.850 -
Kl. 20.30 Tlzkusýning Karon sýningarsamtökin
sýna nýjustu strandfatatizkuna frá Oculus
Einnig nýjustu linuna i sólgleraugum
if Fegurðarsamkeppni:
UNGFRÚ ÚTSÝN Ljósmyndafyrirsæta Útsýnar
1977 — Allir keppendur sem komast i úrslit fá
verðlaun að verðmæti samtals um 750 þúsund
krónur.
Ferðafcingó
Spilað verður um 3 Útsýnarferðir til sólarlanda
ásamt aukavinningum
*
Okeypis happdrætti
Vinningur ókeypis ÚTSYNARFERÐ til ítaliu eða Spánar
Aðeins fyrir gesti sem koma fyrir kl. 20.00
Ath. AMir gestir fá ókeypis kynn-
ingarvörur frá heimsþekktum frönsk-
um snyrtivörufyrirtækjum.
Kiku, Brute, Carven-Griffe
Missið ekki af óvenju glæsilegri og
spennandi en ódýrri skemmtun
Hátiðin hefst stundvislega og borðum
ekki haldið eftir kl 19 30
Mumð alltaf fullt hús hjá ÚTSÝN
Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstu-
dag frá kl 1 5 00 i sima 20221
Allir velkomnir — Góða skemmtun
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN