Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 39 Kökubasar í Lauga- lækjarskóla NEMENDUR í 6. bekk Lauga- lækjarskóla halda kökubasar í skólanum í dag og hefst hann kl. 2 e.h. Hafa nemendur sjálfir séð um kökugeróina og vandað mjög til bakstursins. Þarna verður á boð- stólnum „mikið úrval af fyrsta flokks kökum“, eins og fulltrúar nemenda komust að orði, er þeir báðu blaðið um að skýra frá bazarnum. Ráðin aðstoðar- æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar NÝLEGA var Jóhann Baldvins- son ráðinn aðstoðaæskulýðsfull- trúi þjóðkirkjunnar með búsetu á Akureyri. Jóhann stundar nám við Menntaskólann á Akureyri og mun hann taka við starfinu i vor, að loknu stúdentsprófi. — íþróttir Framhald af bls.47 úrslitaleikjum 2. deildarinnar. Telja verður Ármenninga líklega sigurveg- ara í deildinni. en það lið sem hreppir þar annað sætið mun keppa við næst neðsta liðið i 1. deild um sæti i 1. deildinni að ári, þannig að 2. sætið i deildinni er nú mjög þýðingarmikið. 1 DEILD KVENNA: Fjórir leikir fara fram i 1. deild kvenna um helgina og eru þeir eftir taldir: SUNNUDAGUR: Garðabær kl. 17.30: UBK — Ár- mann. Laugardalshóll kl. 14.00. Valur — KR Laugardalshóll kl. 15.00: Ármann — FH. Laugardalshöll kl. 19.00: Vikingur — Fram. — Umönnun heimilis og . . . Framhald af bls. 16 aukna sókn kvenna út í atvinnulífiC og stjórnsýsluna og sporna við jafn- réttisbaráttunni, halda konum við húsverk'n til að herrar jarðarinnar þurfi ekki að standa i sliku stappi Það þarf að telja þær á að halda áfram að miða allt sitt líf við karl- manninn, við að efla hann og styrkja og koma honum til manns, eins og stendur i Reykjavíkurbréfi, haft eftir Jóhanni Friðrikssyni úr minningar- grein. „Er það ekki eiginkonan, sem oft hefur úrslitaáhrif á það, hvort eigin- manninum nýtast hæfileikar sínir, jafnvel hvort hann verður að manni eða ekki Er það ekki fyrst og fremst konan, sem skapar heimilið og elur upp börnin?" Ja, hugljúft er það, skálaræðu- og minningargreina- gjálfrið. Binding konunnar við heim- ilið á sem sagt að ráða úrslitum um það, hvort eiginmaðurinn kemst til manns. Eða með öðrum orðum það er alls óvlst, að karlmanninum geti nýtzt hæfileikar sínir, að hann kom- izt til manns, ef hann þarf að taka þátt I að sinna heimili sinu og börn- um! Það eru eins og þessir menn hvorki vilji skilja né geti skilið, að konur eru óðum að komast að þeirri niðurstöðu, að þeim beri ekkert frek- ar að koma karlmönnum til manns en sjálfum sér Konur hafa sýnt það á undanförnum árum með stórauk- inni sókn I menntun og æ margvís- legri störf I þióðfélaginu, að þær hafa fullan hug á að fullnýta eigin hæfileika. Og skyldu konur ekki vera orðnar þreyttar á setningunni (einn- ig úr umræddri minningargrein): „Oft vill lika eiginkonan gleymast, þegar mannsins er getið. en hver er það annar en konan, sem stendur að baki manns sins?" Æ, æ, það er von þeir spyrji hver annan; því hverjir skyldu það svo vera fyrst og fremst, sem hafa gleymt eiginkonunum. aðrir en hinir mætu menn sjálfir, sem mátu hlutverk þeirra ekki i öðru en innantómu orðagjálfri Hafa kon- ur ekki komizt að þvi fullkeyptu, hvar þeim var ætlaður staður úti I þjóðlifinu, þegar mennirnir, sem þær höfðu komið til manns, voru fallnir frá eða farnir frá þeim. — já úti í þjóðlífinu, þar sem mennirnir, sem þær komu til manns, hafa ráðið lögum og lofum Það hefur löngum þótt góð regla þeim, sem ráða lögum og lofum að deila og drottna og það hefur sannarlega verið reynt með skatta- frumvarpinu og reyndar ýmsu fleiru. Kannski fannst einhverjum ástæða til þess, eftir að hafa séð samstöðu islenzkra kvenna 24. október 1975, að etja þeim dálitið saman. Útivinn- andi húsmæðrum gegn heimavinn- andi húsmæðrum, einstæðum mæðrum gegn giftum, líttmenntuð- um gegn háskólamenntuðum, tekju- lágum gegn tekjuháum. En mér segir svo hugur, að þorri íslenzkra kvenna, hvar í sveit sem þær eru settar, sé haldinn svo sterkri sjálfstæðisþörf og svo riku stolti. að þær láti hvorki skattayfirvöld né Reykjavikurbréf marka sér braut. í þeirri trú skora ég á konur að taka höndum saman um að vinna gegn þvi, að skattalög geri upp á milli einstaklinga eftir þvi, hvort þeir eru i hjónabandi eða ekki. eða hvort þeir vilja starfa utan heimilis eða ekki, — og að þær krefjist þess af þjóð- félaginu, að í öllum tilfellum sé tekið réttmætt tillit til þeirrar vinnu og þess kostnaðar, sem uppeldi kom- andi kynslóða hefur i för með ser Það er ekki mál kvenna einna og lausn þess þarf að samræma nýjum og breyttum timum. 10 marz 197 7 Margrét R. Bjarnason — Gyðríður áttræð Framhald af bls. 22 — heldur eftir því sem af honum er tekið og hans fá fleiri að njóta —. Af þessum sjóði — sjóði kær- leikans, auði hins jákvæða lífsvið- horfs, gnægð hinnar björtu góð- vildar, af þeim gjaldeyri er Gyð- ríður í Seglbúðum rík. Og hún hefur notað hann i þágu þess góða og fagra, sem hún hefur unnið að í félagsmálum og einkalifi á langri ævi. — Rétt þykir að finna þessum orð- um nokkurn stað, þótt á það hafi verið drepið í öðru tilefni. Ung gekk Gyðríður i ung- mennafélag sveitar sinnar. Þá hafði sá félagsskapur bindindi i lögum sínum. Alla ævi hefur hún verið þessu heiti trú og stutt þetta menningarmál af ráði og dáð. — Gyðríður var langan tíma for- ustumaður í samtökum kvenna og gat sér á þeim vettvangi hið bezta orð. — En það, sem henni hefur verið helgast og kærast að vinna að, mumvera trúmálin í viðasta skiln- ingi. Að þeim málefnum hefur Gyðriður starfað alla tíð af heil- um hug og mikilli trúmennsku. Kær er henni sóknarkirkjan, hinn stóri, aldni (118 ára) helgidómur — Prestsbakkakirkja og var þar lengi i sóknarnefnd. Þótt fáir í sókninni eigi lengri kirkjuleið, eu ekki aðrir þar tiðari messugestir en Seglbúðafólkið. Þá var Gyðríð- ur einn fremsti hvatamaður að byggingu kirkjunnar á Klaustri, sem þar var reist til minningar um Jón prófast Steingrímsson. Vann hún að þvi máli af fórnfýsi og atorku uns þvi var komið heilu í höfn. Eins og hér hefur verið rakið má sjá að viða hefur Gyðríður unnið gagnlegt, uppbyggjandi starf i félags- og framfaramálum. En ekki eru siðri persónuleg áhrif hennar. Um það geta vitnað hinir fjölmörgu, sem henni hafa kynnst. Ef til vill verður hinu bjarta lifsviðhorfi hennar og bætandi áhrifurp.á umhverfi sitt bezt lýst með þessu alkunna erindi: Alla þá, sem e.vmdir þjá. er yndi að huKga. Ok lýsa þeim, sem I jósið þrá en lifa í skuKKa. en lifa f skuKKa. Eins og fyrr segir, dvelst Gyð- riður gjarna heima í Seglbúðum yfir sumartimann. Á s.l. vori lagði leið sina þangað blaðamaður, sem birti siðan viðtal við Gyðriði. Hann segist hafa hitt hana úti í garði og kom engum á óvart, sem til þekktu. Garðurinn í Seglbúðum er víða kunnur. Þar standa saman tré og runnar, blóm og nytjajurtir. En hvað, sem um notin má segja, þá má hitt fullyrða, að Gyð- ríður er ein af þeim, sem telja sér mikinn yndisarð „að annast blómgaðan urtagarð" og hefur átt þar ófáar unaðsstundir. Við ósk- um þess að hún eigi líka eftir að lifa margar slíkar. En hvað sem garðblómunum við víkur og hversu fagurlega sem þau skarta sumar hvert i garði Gyðriðar i Seglbúðum, þá finnst okkur, sem þekkjum hana, meira til um þau blóm trúar og vonar og kærleika, sem hún hefur stráð á vegferð sinni og við höfum riku- lega notið góðs af. Fyrir þau skal henni þakkað um leið og við biðjum henni blessunar Guðs um ókomna ævidaga. G.B. Afmælisbarnið er i dag á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Móaflöt 29 Garðabæ og tekur þar á móti gestum sinum milli kl. 3—7. HÓTEL~ BORG Einkasamkvæmi Lokað w l kvöld. LEIKHUS KjBiiBRinn Skuggar leika fyrir dansi til kl. 2. Borðapantanir frá kl. 15.00 i sima 19636. Kvöldverður framreiddur frá kl. 18. Spariklæðnaður áskilinn. w/ Diskótek í kvöld í Templarahöllinni kl. 8—12 .-'ædd '62 Kr. 300 I U.T. E)E]G]E]E]E]G]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]Q1 0 0 0 0 0 0 0 0 Bingó kl. 3 í dag. Aðalvinningur vöruúttekt fyrir 25.000.- k 0 0 0 0 0 0 E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]§]E] Grindavík / kvöld frá k/. 10-12 ruturnar á Haukaballid, kvartmíluna. Sætaferðir frá B.S.Í.og Torgi Keflavik wT _ | H . 'y. ** ] jp m v - i 1 PARADÍS - HVOLL Paradís að Hvoli íkvöld Diskótek Aslákur Sætaferðir wmmmmammá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.