Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 5 Paul Newman ásamt Elfsabetu TQAYLOR I MYNDINNI „Cat on a Hot Tin Roof“. George C. Scott f hlutverki Pattons hershöfðingja. aðalhlutverkið, leikstýrði hann og fékk frábæra dóma fyrir. Annar þekktur leikari er í aðalhlutverki í mynd- inni í kvöld. Það er George C. Scott, fæddur árið 1926 í Virginiufylki, Bandarikjunum. Hann þykir frábær leikari, hvort sem er i kvikmynd- um eða á sviði. Mörgum mun minnisstætt þegar hann neitaði að taka við Oskarsverðlaununum hér um árið, en hann hef- ur mjög gagnrýnt verð- laun þessi. En þrátt fyrir háværa andstöðu sina og mótmæli i garð þeirra var hann kjörinn bezti leikari ársins 1970, fyrir leik sinn í myndinni um Patton hershöfðingja (Patton — Lust for Glory). Hann lærði sína leiklist við leikhúsið sjálft og lék i sinni fyrstu kvikmynd árið 1959. Þar kom leik- stjórinn Otto Preminger auga á hann og fékk hon- um hlutverk í myndinni „Anatomy of a Murder“ (árið 1959). Hans næsta stóra hlutverk var svo í myndinni „The Hustler“, sem við sjáum í kvöld og fyrir leik sinn í þeirri mynd, gáfu gagnrýnend- ur honum það orð að hann væri frábær skap- gerðarleikari, sem gæfi hlutverkum sinum þungamiðju og fjöl- breytni. Að frátöldum kvikmyndum hefur hann einnig leikið í mörgum sjónvarpsþáttum. Stór- stjarna í kvikmynda- heiminum varð hann þó fyrst i hlutverki Pattons. Frædslu- kvöld í Neskirkju SÓKNARPRESTAR og safnaðar- félög Nesprestakalls hafa ákveðið að boða til sérstakra fræðslu- funda fyrir foreldra og aðra að- standendur og fleiri, sem áhuga hafa, dagana 14.—16. marz n.k. Á þessum fræðslukvöldum verða flutt erindi um ýmislegt er varðar tengsl unglinga og foreldra þeirra við kirkjuna og verða fengnir ýmsir sérfræðingar til þess. Að sögn forráðamanna Nes- sóknar er með þessu ætlunin að auka samskipti heimilanna við kirkjuna og er þetta þjónusta sem lengi hefur verið ráðgert að koma á fót, en ekki orðið af fyrr en nú. Á fyrsta kvöldinu, mánud. 14. marz, flytur sr. Karl Sigurbjörns- son erindi sem nefnist kirkjan og heimilið. Á þriðjudagskvöld tala þau Jón Tynes félagsráðgjafi, og Margrét Hróbjartsdóttir, Jón um fjölskylduna og þjóðfélagið og Margrét um hjúkrun og umönn- un. Siðasta kvöldið mun Þórir Guðbergsson félagsþráðgjafi ræða um nám og frístundir. Gert er ráð fyrir að þátttakendum gef- ist kostur á að bera fram fyrir- spurnir til framsögumanna og verða umræður eftir því sem til- efni gefst til. Eins og fyrr segir eru þessi fræðslukvöld einkum ætluð for- eldrum og uppalendum en öllum er heimill aðgangur meðan hús- rúm leyfir. Dagur Ekkna- sjóðs íslands á sunnudag ÁRLEGUR söfnunardagur Ekknasjóðs Islands er annar sunnudagur í marz og verður hann þvf 13. marz n.k. Frú Guðný Gilsdóttir, sem stofnaði sjóðinn ásamt manni sin- um á striðsárunum, hefur annazt umsjón með merkjasölu i Reykja- vík þennan dag og hefur hún not- ið hjálpar Margrétar Þórðardótt- ur undanfarin ár. Hlutverk Ekknasjóðs er að hlaupa undir bagga með ekkjum, sem eru i nauðum staddar fjárhagslega og segir í frétt frá Biskupsstofu, að þó að hann hafi ekki getað bætt úr nema broti af þeirri þörf sem greiða þyrfti úr, hefði hann orðið mörgum að liði í timabundnum erfiðleikum. Á siðasta ári veitti sjóðurinn 3 ekkjum styrk að upphæð samtals 700 þúsund krónur. Er ráðstöfun- arfé sjóðsins nær eingöngu ágóði af merkjasölu i Reykjavik og söfnunarfé í kirkjum. Félag framreiðslumanna: Áskorun til Sigurlaugar Bjarnadóttur BLAÐINU hefur borizt eftirfar- :ndi frá Félagi framreiðslu- manna: Vegna ummæla sem frú Sigur- laug Bjarnadóttir alþingismaður viðhafði i sjónvarpsþætti um bjór- málið hinn 1. marz s.1., þess efnis að barþjónar hefðu hærri laun en ráðherrar, skorar stjórn- og trún- aðarráð Félags framreiðslumanna á alþingismanninn að finna þess- um ummælum sinum stað á opin- berum vettvangi, t.d. með því að benda á þá ábyrgu aðila, sem upp- lýsingar hennar um þetta efni eru fengnar frá. Verði þingmaðurinn ekki við þessari áskorun verður félagið að lita svo á að þessi um- mæli þingmannsins séu dauð og ómerk. f.h. Félags framreiðslumanna, Haraldur Tómasson, formaður. AKUREYRI Kynning á sólarlandaferðum Mallorca Ea M ta EyCa Eðta yB o? Steinn Lárusson framkv.stj. Úrvals verdur til viðtals um val sólarlandaferða hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar, mánudaginn 14. marz kl. 10—12 f.h. og 14—18 e.h. FERDASKRIFSTOFAN URVAL jiimfekipafélagshúsinu simi 26900 Umboð Akureyri: FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.