Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 57. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 12. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Náðun fanga rædd á Spáni Madrid, 11. marz Reuter SPÆNSKA stjórnin kom saman í dag til ad ræða náðun um 200 pólitlskra fanga og tilhögun kosninganna i júni og á sama tíma börðust lögreglumenn og þjóðernissinnaðir Baskar þriðja daginn í röð i San Sebastian. Lögreglan beitti gúmmikúlum og reyksprengjum til að dreifa þjóðernissinnum sem notuðu strætisvagn til að reisa götuvigi. Margar verzlanir i gamla hverfinu i San Sebastian voru lokaðar og göturnar voru þaktar glerbrotum. Þjóðernissinnarnir kröfðust náðunar fanga og mótmæltu at- burði þeim fyrir þremur dögum þegar tveir hryðjuverkamenn Baska féllu fyrir löjgreglunni. Biskupar San Sebastian birtu i dag yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu til rannsóknar á málinu. Fyrirhuguð náðun er aðallega hugsuð til að friða Baska enda er um helmingur fanganna Baskar. Náðun fanga er ein helzta krafa stjórnarandstöðufiokkanna i fyr- irhuguðum koSningum. Óvist er hvort náðunin muni ná til öfga- manna til hægri og vinstri. I kvöld tilkynnti spænska stjórnin að náðanir yrðu auknar og það er túlkað þannig að flestir pólitískir fangar verði iátnir lausir. James Callaghan, forsætisráðherra Breta, sem hér sést með Carter forseta, sagði f iok heimsóknar sinnar til Washington f gær að hann teldi að Rússar fylgdu slökunarstefnu og að vestrænar þjóðir ættu ekki að skelfast aukinn hernaðarmátt Rússa. Hann taldi þá tilraun Carters að vekja athygli á mannréttindum f heiminum byggða á „þaulhugsaðri Iffsspeki" og kvaðst vilja umræður um málið um allan heim. Hann taldi að vcrðbólga og atvinnuleysi mundi aukast f vestrænum iðnaðarrfkjum öðrum en Bandarfkjunum á þessu ári og kvaðst engu nær um afstöðu yfirvalda f New York til þess hvort leyfa ætti Concorde-þotunni að lenda þar. LEIÐTOGI mannræningjanna og Hanafi-safnaðarins, Khalifa Hamaas Abdul Khaalis, sem látinn var laus þegar gfslunum hafði verið sleppt, ræðir við lögreglumenn á heimili sfnu. Lögreglan kom vegna þess að óþekktur maður hringdi og hótaði að sprengja upp húsið. Z aireher nær bæjum af inn- rásarmönnum Kinshasa, 11. marz. Reuter. AP. Mobutu Sese Seko, forseti Zaire, sakaði f dag áhrifamikil erlend rfki um að skipuleggja málaliðainnrás sem hefði verið gerð f landið og yfirvöld sögðu að tveir bæir hefðu verið teknir af innrásarmönnum. Mobutu nafngreindi ekki rfkin, en bæði Rússar og Kúbumenn hafa veitt nágrannalandinu Angola öflugan stuðning. Nokkur þúsund kúbanskir hermenn eru í Angóla samkvæmt vestrænum heimildum og þar að auki mikill fjöldi útiaga frá koparhéraðinu Katanga, sem nú heitir Shaba. Þeirri skoðun vex fylgi að útlag- arnir hafi gert árásina. Zairemenn segja að máliðar frá Angóla hafi ráðizt á nokkra bæi í Shaba á þriðjudag og náð þeim á sitt vald, en herlið Zairestjórnar hafi gert gagnárás og náð aftur á sitt vald stöðvum við Kasaji og Difuma. Sagt er að sótt sé til, þriggja annarra bæja, 150 — 200 km. frá landamærunum Angóla — Dilolo, Kapanga og Kisengi. Framhald á bls. 26 Chirac mun fá harða keppni Parfs, 11. marz. Reuter. EINHVERJAR mikilvægustu bæjar- og sveitarstjórnarkosning- ar, sem um getur i Frakklandi, fara fram á sunnudag, þar sem þær eru taldar nokkurs konar lokaæfing fyrir þingkosningar á næsta ári og þar sem Jacques Chirac fyrrverandi forsætisráð- herra keppir við stuðningsmann Valery Giscard d’Estaing forseta um stöðu borgarstjóra'Parísar. Framboð gaullista-leiðtogans Chiracs hefur valdið klofningi í herbúðum stjórnarsinna og getur leitt til stjórnarkreppu. Chirac gaf kost á sér í janúar til að stöðva framgang bandalags vinstriflokk- anna, sem standa sameinaðir í þessum kosningum, þótt Giscard d’Estaing hefði þegar fengið Michel dórnano, iðnaðarráð- herra, úr flokki sinum, Óháða lýð- veldisflokknum, til þess að bjóða sig fram. Skoðanakannanir benda til þess að úrslitin verði tvisýn og að endurtaka verði kosningarnar að viku liðinni þar sem enginn fram- bjóðandi fái tilskilinn meirihluta atkvæða. Kosningarnar geta ráðið úrslit- um um pólitiska framtíð Chiracs, sem sagði af sér embætti forsætis- ráðherra i fyrrasumar vegna ágreinings um stefnu stjórnar- innar og neitar því að hann ætli að nota borgarstjóraembættið fyr- ir stökkpall í stöðu Giscards. Chirac bíður alvarlegan álits- hnekki ef hann tapar, en gaull- istar hafa stjórnað Paris i 18 ár og eru enn stærsti stjórnarflokkur- inn og aðstaða þeirra mun styrkj- ast til muna ef Chirae verður borgarstjóri. Margir sérfræðingar telja að borgarstjóraembættið verði þriðja valdamesta embætti i Frakklandi á eftir embættum for- seta og forsætisráðherra, en Paris hefur ekki haft borgarstjóra í rúma öld. Jafnfram er búizt við tvisýnni baráttu í mörgum þeirra 220 borga og bæja með meira en 30.000 íbúum þar sem einnig er kosið. Gíslarnir þreyttir en ánægðir eftir vistina mannræningjanna, Hamaas Abdul Khaalis, yrði látinn laus án tryggingar og að bráðabirgða- vitnaleiðslur hæfust i máli hans 31. marz. Dómarinn sagði að Khaalis væri látinn laus sam- kvæmt samkomulagi um að gislunum yrði sleppt. Khaalis er 54 ára gamall fyrr- verandi trommuleikari i hljóm- sveitum í New York, hefur stund- að viðskipti i Washington og er leiðtogi sértrúarflokks sem kallast Hanafi. Ellefu félagar hans voru handteknir og verða ákærðir fyrir mannrán. Flestir gislanna voru á valdi Khaalis og Framhald á bls. 26 □ -------------------------n „ Sjá fréll á bls 23 □ -------------------------□ Washington. 11. marz Reuter TÓLF menn úr fámennum sér- trúarflokki múhameðstrúar- manna, sem höfðu 134 menn í gfslingu í þremur byggingum í tvo daga í Washington gáfust upp í dag gegn þvf að leiðtogi þeirra yrði látinn laus án tryggingar. Glslarnir voru þreyttir eftir vistina hjá mannræningjunum en þeir voru ánægðir og líðan þeirra var annars góð. Vinir og ættingjar föðmuðu þá þegar þeir komu út úr byggingunum og þeir voru sfðan fluttir i sjúkrahús. Mannræningjarnir höfðu gefizt upp skömmu áður án þess að veita mótspyrnu, aðallega fyrir tilstilli sendiherra írans, Egyptalands og Pakistans sem töluðu við þá og lásu fyrir þá Ijóð og kafla úr kóraninum á löngum fundi. Fundurinn fór fram í aðal- stöðvum hjálparstofnunar Gyðinga, B’nai B’rith, sem mannræningjarnir lögðu undir sig. Að honum loknum ákvað Harold Greene dómari að leiðtogi Herlið á götum Karachi Karachi, 11. marz. Reuter. Athafnalff lamaðist f Karachi f dag vegna verkfalls sem efnt var til fyrir tilstilli stjórnarandstöðu- flokka til að mótmæla nýafstöðn- um kosningum sem þeir segja að stjórnin hafi tryggt sér sigur f með svikum. Skriðdrekar voru sendir út á götur til að halda æstum mann- grúa í skefjum og hermenn skutu yfir höfðum fólks sem reyndi að vinna skemmdarverk á járn- brautarteinum. Lögregla beitti táragasi til að dreifa reiðu fólki sem hafði að engu bann við fundahöldum og flæma burtu stjórnarandstæðinga sem reistu götuvirki til að stöðva umferð. Stjórn samsteypu stjórnarand- stöðuflokka, PNA, sagði að þátt- taka i verkfallinu hefði verið svo góð að ákveðið hefði verið að hefja óhlýðnisaðgerðir um allt landið á morgun gegn stjórn Ali Bhutto forsætisráðherra sem fékk 150 þingsæti af 200 i kosningun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.