Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
3
Straumrof
Halldórs
Laxness
frumsýnt í
Iðnó nk.
miðvikudags-
kvöld
FRUMSÝNING á
Straumrofi boðuð —
f.v. Ragnar Jónsson,
Halldór Laxness,
Brynja Benedikts-
dóttir, Steinþór
Sigurðsson, og
Vigdís Finnboga-
dóttir.
SÖGULEG stund rennur upp
fyrir Halldór Laxness ( Iðnó
nk. miðvikudagskvöld. Þá sér
hann f fyrsta sinn leikrit sitt,
Straumrof, á ieiksviði, sem
hann skrifaði fyrir um 43
árum. Þetta er þó ekki f fyrsta
sinn sem leikritið er sýnt á
leiksviðinu f Iðnó, þvf að fljót-
lega eftir að það var skrifað,
var það sýnt hjá Leikfélaginu
en Halldór var þá erlendis og sá
ekki sýninguna. Sama dag kem-
ur leikritið einnig út f bókar-
formi hjá Ilelgafelli og er það
Halldóri einnig gleðiefni, þvf
að fram að þvf hefur hann ekki
eintak af þessu leikriti, enda
þótt Kristinn E. Andrésson
gæfi það út sama ár og það var
upphaflega sýnt.
Bæði Halldór og Ragnar Jóns-
son, forstjóri Helgafells, voru á
fundi með blaðamönnum i gær,
sem Leikfélag Reykjavíkur
efndi til vegna frumsýningar á
Straumrofi, svo og Brynja
Benediktsdóttir, sem er leik-
stjóri.
Þetta er i fyrsta skipti sem
Brynja annast leikstjórn hjá
Leikfélaginu. Annar gestur
kemur einnig til liðs við Leik-
félagið í þessari sýningu, en
það er Arnar Jónsson, sem
undanfarin misseri hefur leikið
norðanlands. Hann leikur hér
Dag Vestan. Aðrir leikendur
eru: Jón Sigurbjörnsson, sem
leikur föðurinn, Loft Kaldan,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
sem leikur móðurina, Gæu
Ljósmynd Ol.K.M.
S álfræði-hrollvekj a eða
Mj allhví tarævintýri?
Kaldan, Ragnheiður Steindórs-
dóttir, sem leikur Öldu Kaldan,
dóttur þeirra, Hjalti Rögnvalds-
son, sem leikur Má Yman, unn-
usta nr. 1, Ása Helga Ragnars-
dóttir, sem leikur vinnustúlku,
og Pétur Pétursson, sem leikur
þul í útvarpi. Steinþór Sigurðs-
son gerði leikmynd.
Jón Hjartarson, blaðafulltrúi
Leikfélagsins, gat þess að sýn-
ingin á Straumrofi 1934 hefði
valdið töluverðri hneykslan og
mörgum þótt sem þar væri veg-
ið mjög að hjóna- eða heimilis-
lifinu, og sýningar á þvi ekki
orðið nema fimm. Ragnar i
Smára kvaðst hafa verið meðal
leikhúsgesta á frumsýningunni
og þá geta borið að eftir leik-
sýninguna hafi fólk ýmist setið
með samanbitnar varir eða
fagnað ákaft.
Halldór Laxness sagði, að
Straumrof hefði að miklu leyti
verið horfið úr huga hans, þar
til Vigdis Finnbogádóttir, leik-
hússtjóri, hefði uppgötvað það
á nýjan leik. Kvaðst hann minn-
ast þess eins , að það hefði orðið
til þegar hann var í miðju kafi
að skrifa Sjálfstætt fólk ytra á
þessum tima og hann hefði
skrifað það í striklotu á viku til
átta dögum en hver hin innri
mótiv þess hefðu verið væri
honum ekki ljóst lengur.
Kvaðst Halldór ekki hafa átt
neitt við leikritið síðan en hann
hafði strax sent það heim, þar
sem þvi hefði verið tekið af
Leikfélaginu og sýnt síðar um
haustið. Hann hefði þá verið
farinn burt af landinu á nýjan
leik, svo að hann hefði aldrei
séð það á leiksviði fyrr en nú á
æfingum síðustu daga. Halldór
kvaðst nú hafa einungis gert
smávægilegar breytingar á
orðalagi á nokkrum stöðum, en
margt af þvi hefði þó verið fært
til fyrri vegar í leiktexta þeim
er notaður væri i sýningunni.
„Straumrof var fyrsta leikrit
mitt og ég skrifaði ekki leikrit
aftur fyrr en mörgum áratug-
um siðar. Þau voru þá allt öðru
visi en þetta og annar hug-
myndaheimur sem þar kemur
fram. Straumrof er natúraliskt
verk,“ sagði Halldór og Brynja
Benediktsdóttir sagði, að þeim
blæ verksins væri haldið í
sýningunni í Iðnó. „Við erum í
sýningunni trú þeim tíma sem
verkið er skrifað á, ytri
búningur þess er 1934, enda
felur það í sér svo algilda hluti,
að ástæðulaust þótti að færa
það til í tima“, sagði hún.
Halldór kvaðst álita það rétta
aðferð við uppfærslu leikritsins
nú og sagðist jafnframt vart
eiga von á öðru en leikritið
næði öðrum tökum á fólki nú
en þegar það var upphaflega
sýnt, þegar ýmsum hraus hugur
við þvi sem fram kom i leikrit-
inu.
Brynja sagði, að á sínum tima
hefði leikritið átt að lýsa lífi
fólks í hærri millistétt og þetta
hefði valdið nokkrum erfiðleik-
um nú, þegar telja mætti að hin
svonefnda hærri millistétt væri
orðin meirihluti þjóðarinnar.
Hefði þannig orðið að styrkja
fyrstu myndina í leiknum, ýkja
hana töluvert og stilfæra en að
öðru leyti væri algjörlega fylgt
hinum natúralíska blæ
verksins.
Líflegar vangaveltur áttu sér
stað hjá höfundi og leikstjóra
um flokkun á verkinu. Halldór
lét sér detta í hug að Straumrof
væri fjölskyldudrama en
Brynja stakk upp á
sálfræðihrollvekju. Bæði komu
þau sér saman um að það væri
mikil tragidía, en Halldór
hafnaði þvi að hún væri i anda
Strindbergs, þar sem ekki
kæmi þar fyrir kvenhatur.
Brynju gazt heldur ekki að sam-
líkingunni við Strindberg, og
kvað Straumrof vera miklu
betra en nokkuð sem frá
Strindberg kæmi, í Straumrofi
kæmi fram stórkostlegur
skilningur á konunni. Þetta
gladdi Halldór og hann fór nú
að velta því fyrir sér hvort
Straumrof væri e.t.v. ekki mest
í ætt við ævintýri — nefndi
Mjallhvíti sérstaklega í þvi
sambandi. Niðurstaða þeirra
Halldórs og Brynju varð þó sú,
að liklega væri bezt að halda sig
við upphaflega flokkun
Straumrofs — sjónleikur.
Dómkirkjan:
Kostnaður við lagfær-
ingar um 10 milliónir
Að undanförnu hefur
verið unnið að breytingum
og lagfæringum á Dóm-
kirkjunni í Reykjavík og í
„Húsarotturn-
ar’’ náðust
ÞJÓFARNIR, sem brutust
inn í mannlaust hús á Sel-
tjarnarnesi í vikunni, hafa
náðst. Það var árvökull
gjaldkeri i Útvegsbank-
anum á Laugavegi 105 sem
kom upp um þjófana, þeg-
ar þeir komu i bankann til
þess að reyna að selja
erlenda peninga, sem þeir
höfðu stolið. Reyndust höf-
uðpaurarnir vera tveir pilt-
ar, 13 og 15 ára, en í slag-
togi með þeim voru tveir
jafnaldrar piltanna.
viðtali við Mbl. sagði séra
Þórir Stephensen, dóm-
kirkjuprestur, að vinnan
væri nú að komast á loka-
stig.
— Það verður að mestu lokið
við að mála i næstu viku,, sagði sr.
Þórir, og þá verður einnig teppa-
lagt. Altaristaflan verður sett upp
um aðra helgi svo og orgelið og
það stemmt, en hluta af þvi þurfti
að taka niður, til að hægt væri að
breiða yfir það og vernda fyrir
ryki. Sessur verða settar í bekk-
ina og nú er unnið að því að setja
ekta gyllingu á þá hluti flesta sem
voru bronzaðir.
— Við ráðgerum að opna kirkj-
una að nýju með hátíðarguðsþjón-
ustu sunnudaginn 27. marz n.k. og
fermingar hefjast síðan næstu
helgi á eftir.
Séra Þórir sagði að fjársöfnun-
in sem hafin var til að standa
undir þessum kostnaði hefði
gengið vel, þetta væri dýrt fyrir-
tæki en hann sagðist jafnframt
vera viss um að einhverjir ættu
eftir að senda eitthvað. Reiknað
er með að kostnaður verði alls um
10 milljónir króna og sagði sr.
Þórir að enn vantaði nokkuð upp
á að endar næðu saman. Skrúð-
húsinu verður ekki lokið um leið
og kirkjunni, þar verða breyt-
ingarnar öllu meiri og taka lengri
tima, en gert er ráð fyrir að þeim
verði lokið um páskana.
Að lokum var sr. Þórir Stephen-
sen spurður að því hvort ekki
hefði verið erfitt að starfa án
Dómkirkjunnar:
— Jú, við höfum lært af þessu
lika, nú skilur maður þá presta
sem þurfa að starfa kirkjulausir.
Við höfum haft skrifstofuna að
Garðastraeti 42 og verður enn
meðan ákrúóhúsið er ekki tilbúið.
Við höfum fengið inni með allar
athafnir í Frikirkjunni og kapellu
Háskólans, þar höfum við haft
ótakmarkaðan aðgang og notið
mikillar gestrisni sem við erum
þakklátir fyrir.
Stjörnurnar ( lofti Dómkirkjunnar hafa verið húðaðar
ekta gulli.
Færeyingamir eiga
eftir 7000 lestir
FÆREYSKU skipin sem eru á
loðnuveiðum við ísland, eru nú
búin að veiða um 1800 lestir af
loðnu frá þvi að þau hófu veiðar,
og eiga þau því eftir að fá 700
lestir til að fylla kvótann sem um
var samið milli íslendinga og
Færeyinga fyrr i vetur.
Eftir því sent loðnan hefur
færzt vestur á bóginn, hefur sigl-
ing færeysku skipanna lengst og
nú tekur það þau yfir 3 sólar-
hringa að sigla af miðunum til
. Fimty ja t)g til baka.af tur.