Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 Hallgrímur Jónsson: 15 Verulegur samdráttur í út- hlutun íbúðarhúsalóða SAMKVÆMT lauslegri athugun sem Morgunblaðið gerði í gær, virðist svo vera sem taisverður samdráttur verði f lóðaúthlutun sveitarféiaga á Stór-Reykjavfkursvæðinu f ár miðað við árið 1976 og kemur það einkum fram f þvf, að fjöidi þeirra fbúða, sem tengjast ióðaúthiutuninni dregst verulega saman eða um 34,4%. Á þessu svæði var Ióðum úthiutað undir 1.048 íbúðir f f.vrra, en gert er ráð fyrir að úthlutað verði í ár lóðum undir 687 fbúðir eða þvf sem næst. Skýringar á þessum samdrætti eru mjög misjafnar eftir þvf hvert sveitarfélagið er. Færri fjölbýlis- húsalóðir Hjörleifur Kvaran hjá borgarverkfræðingi í Reykja- vik tjáði Morgunblaðinu, að borgin væri nýbuin að úthluta 5 einbýlishúsalóðum við Hofs- valiagötu, 29 einbýlishúsa- lóðum, i Hólahverfi, 31 ein- býlishúsalóð i Seljahverfi og 71 raðhúsalóð. Þá er í ráði að út- hluta tveimur tilraunareitum i Seljahverfi, þar sem lóðarhöf- um verður gefinn kostur á að vinna með skipulagssér- fræðingum borgarinnar að skipuiagi hverfisins. Annar reiturinn verður með 15 lóðum, en hinn með 14 lóðum og er enn af skiljanlegum ástæðum ekki ákveðið, hvort um einbýlishús eða raðhús eða hvort tveggja verður að ræða. Fer það eftir þvi skipulagi sem lóðarhafar og skipulagsyfirvöld komast að samkomulagi um. Þá er úthlutað lóð undir eitt fjölbýlishús í Hraunbæ, nánar tiltekið nr. 102. Er það við verzlanamiðstöðina, þar sem verzlun Halla Þórarins er staðsett og er um að ræða eina álmu i fyrirhugaðri U-blokk, en núverandi byggingarstig myndar L-blokk. Er nú verið að semja um skiimála þar, en gert er ráð fyrir 15 ibúðum. Þá er eftir að úthluta fjölbýlishúsi i svokallaðri Mjódd fyrir neðan raðhúsalóðirnar i Stekkjar- bakka, en þar er gert ráð fyrir 65 íbúðum. Þá er og fyrirhugað að úthluta til stjórnar verka- mannabústaða og Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar raðhúsa- og blokkarlóðum, 216 ibúðum í fjölbýlishúsum og 60 raðhúsa- lóðum til verkamannabú- staðanna og 30 raðhúsalóðum til Framkvæmdanefndarinnar. Þess ber þó að geta að ibúða- fjöldi er enn ekki endanlegur í svokölluðu Mjóddarfjölbýhs- húsi og í Hraunbæ 102. Samtals er því gert ráð fyrir að úthlutað verði í Reykjavik á þessu ári 526 ibúðum eða þvi sem næst. Til samanburðar má geta þess að árið 1976 var út- hlutað lóðum undir fjölbýlishús með 634 íbúðum i Hólahverfi og til stjórnar verkamanna- bústaða lóðum undir 80 ein- býlishús, en i 65 húsum af þeim var heimilað að hafa litla ibúð i kjallara undir 70 fermetrum að stærð. Ástæður fyrir þessum breyt- ingum á lóðaúthlutun hjá Reykjavikurborg sagði Hjör- leifur að væru fyrst og fremst þær að eftirspurn væri langmest eftir einbýlishúsalóð- um og hefðu að jafnaði 4 aðilar verið um hverja lóð. Þar næst kemur eftirspurn eftir raðhúsa- lóðum, þar sem að jafnaði 2 voru um hverja lóð og minnsta eftirspurnin er eftir fjölbýlis- húsalóðum. Sami fjöldi í Garðabæ Garðar Sigurgeirsson bæjar- stjóri í Garóabæ kvað bæinn hafa úthlutað úr eigin landi um 20 til 30 einbýlishúsalóðum ár hvert að undanförnu og yrði svo enn í ár. Samtimis hafa byggingarframkvæmdir staðið yfir i Arnarnesi en það er einkaland og eignarlóóir. Þá hefur Sigurður Pálsson verið að reisa svokölluð keðjuhús og til viðbótar er nú verið að reisa sambýlishús við svokallaðan miðbæjarkjarna i Garðabæ. Þar hafa nú hafizt framkvæmdir við 48 íbúða hús. Garðar sagði að ekkert hefði dregið úr lóða- úthlutun . hjá Garðabæ, þótt menn hafi að visu oróið þess varir að talsvert hafi dregið úr byggingarhraóa. Hann kvað eftirspurn eftir Ióðum enn vera fyrir hendi þótt hún hafi ekki farið vaxandi siðastliðið ár. Lóðaúthlutun í ár fer fram i svokölluðu Búðahverfi og Byggðum. Um 80 íbúðir út á Nesi Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, kvað frá áramótum 1975 til 1976 hafa verið um 130 einbýlishúsalóðir í þvi ástandi að byggingarfram- kvæmdir gætu hafizt. Inni i þessari tölu kvað hann og hafa verið raðhúsalóðir. Margar þessara lóða voru við fuligerðar götur og höfðu framkvæmdir ekki hafizt, þrátt fyrir það að byggð hafi verið fullfrágengin allt i kring. Á árinu 1976 var byrjað á byggingu um 65 til 70 húsa á þessum lóðum og síðan hafa bætzt við um 20 lóðir. Lætur þvi nærri aó lóðafram- boð á Seltjarnarnesi sé nú um 80 lóðir, sem séu i byggingar- hæfu ástandi. Bærinn úthlutar þessum lóðum ekki, þar sem þær eru svo til allar í einka- eign, en hann hefur reynt að ýta á að framkvæmdir hæfust með þvi að neyta heimildar i lögum um að hækka gatna- gerðargjöld, ef menn ekki hæfu framkvæmdir. Er þannig reynt að stuðla að samfelldari byggó og að ekki standi óbyggðar lóðir inn á milli fullfrágenginna húsa við fullfrágengnar götur. Færri lóðir í Hafnarfirði Kristinn Ó Guðmundsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kvað á árinu 1976 hafa verið úthlut- að lóóum undir 84 ibúðir i öllum tegundum húsa. Enn er ekki endanlega ákveðió, hve margar íbúðirnar verða á árinu 1977, en þegar eru ákveðnar lóðir undir 51 íbúó. Flestar út- hlutanirnar eru í Norður- bænum. Kristinn kvað mjög mikla eftirspurn vera eftir lóðum í Hafnarfirði. Á þessu ári hafa þegar verið ákveðnar 14 einbýlishúsalóðir og 11 raðhúsalóðir. Afgangurinn er þá 26 íbúðir í fjölbýlishúsum. í fyrra var úthlutað 40 einbýlis- húsalóðum og 9 raðhúsalóðum og 12 tvíbýlishúsalóðum og eru þvi 11 íbúðir í fjölbýlishúsi. Uthlutun ílágmarki í Kópavogi Samkvæmt upplýsingum Friðriks Guðmundssonar, byggingafulltrúa i Kópavogi, er gert ráð f.vrir því að úthlutun lóða verði í algjöru lágmarki á þessu ári i Kópavogi, en í fyrra var úthlutað 60 ibúðum i fjölbýlishúsum i svokölluðum Engjahjalla-blokkum. Var þá raunar úthlutað lóðum undir 6 blokkir með samtals uiji 400 íbúðum, en samkomulag var um að byggingaraðili •hæfist handa á næstu árum og ræki hver blokkin aðra i byggingu. Þá er fyrirhugað að úthluta um 200 ibúðum í Miðbænum, en úthlutun þeirra verður ekki á þessu ári. Kópavogsbær hefur verið að biða eftir að ná samningum um landakaup til þess að geta útbúið byggingar- lóðir en þeir samningar hafa ekki tekizt enn. Úthlutun hefur undanfarin ár verið í algjöru hámarki i Kópavogi, t.d. i svo- kölluðu Snælandshverfi og miðbæ. Þá hefur og Byggung fengið úthlutað lóðum undir stórhýsi á Digraneshálsi. Áherzla á þessu ári verður lögð á gatnagerð. Engar nýjar lóðir í Mosfellssveit Að sögn Jóns B : Idvinssonar sveitarstjóa í Mosfellssveit er Framhald á bls 30 Lóðaúthlutanir á Stór-ReykjaVíkursvæðinu: Al- vidru- mál VETURINN 1973 birtust opinberlega fregnir af því að Magnús Jóhannes- son hefði gefið Árnessýslu og Land- vernd jörð sína Alviðru í Ölfusi. Á síðastliðnu ári hefur svo komið fram að ekki eru allir ánægðir með framvindu mála varðandi gjofina. Magnús hefur greint frá forsögu máls þessa, m.a. í blaðagrein. Hann segir sýslumann Arnessýslu, Pál Hallgrímsson, hafa komið að máli við sig og farið þess á leit að hann gæfi Árnessýslu jörðina Alviðru. Stð- ar mun Páll hafa viljað að Landvernd fengi einnig að vera þiggjandi jarðar innar. — Magnús lét þetta eftir sýslumanninum, sem sótti allfast að honum um að láta jörðina af hendi rakna, að sögn hans. Það skal tekið fram að Magnús var kominn á niræðisaldur, er þetta gerðist. Alviðra stendur vestan Sogs, en henni fylgir Öndverðarnesland aust- an nefndrar ár og er það kjarri vaxið. Þá fylgir og jörðinni laxveiði i Sog- inu. Magnús setti ákveðin skilyrði fyrir gjöfinni eða m.a. þessi: 1. Að hann nyti tekna af laxveiði- hlunnindum jarðarinnar meðan hann lifði, en þau eru leigð til stangveiði. 2. Að þiggjendur gjafarinnar sæju til þess að stangveiðileyfum yrði fjölgað um eina stöng eða úr þremur í fjórar. 3. Að eðlileg búseta yrði á jörð- inni, svo sem tíðkast hefði. 4. Að tveir sumarbústaðir í Önd- verðarneslandi, sem þar væru með vafasömum og umdeildum rétti, yrðu brott numdir. Þessu lofuðu forsvarsmenn þiggj- enda jarðarinnar, að sögn Magnúsar. Nú má margt breytt vera frá fyrri tið, er ekki þótti stórmannlegt að beiðast gjafa. En þá er best á mót gjöf tekið, ef haldnir eru skilmálar eða heit, sem henni kunna að fylgja Þá er og varlegt að lofa þvi, sem vafasamt má telja að síðar verði framkvæmanlegt. Hvernig er nú komið um skilmála Þá, sem fyrr var að vikið? Engin búseta fólks er nú að Alviðru. Þar eru einungis nokkrir kálfar í fjósi svo og hestar á útigangi. — Stangveiði- leyfum hefur ekki verið fjölgað, enda ekki fengist til slíks heimild. — Þá standa sumarbústaðir þeir, er fyrr var á minnst, enn óhreyfðir. Magnús Jóhannesson hefur nú gert kröfu til að endurheimta jorðina Alviðru úr höndum þiggjenda vegna skilmálarofa. Helgi Þórarinsson, sem búið hefur að Alviðru eftir að hún var gefin, hefur nú hrakist þaðan brott með fjölskyldu sína vegna samningsrofa um búsetu hans þar, að eigin sögn. Mun hann einkum kenna starfs- manni Landverndar um þau samn- ingsrof, er hann telur margvísleg. Hins vegar mun litið eða ekkert vera skjalfest um búsetusamninga Helga og forsvarsmanna eigenda jarðarinn- ar. Helgi kveðst margoft hafa leitað eftir að fá skjalfestan leigusamning við téða aðila, en með erfiði meira en árangri. Nú er svo komið að allt logar af ófriði varðandi mál þessi, þar eð þeir Magnús og Helgi leggja nú hvor i sinu lagi til orrahriðar fyrir dómstól- um gegn eigendum jarðarinnar — Magnús krefst þess að fá endur- heimta jörðina, en Helgi krefst fé- bóta og að sér verði dæmdur búsetu réttur á jörðinni. Fróðlegt væri að fá upplýst hjá forráðamonnum eigenda Alviðru hver samdi gjafabréfið, er Magnús lét jörðina af hendi, svo og hvernig þeir telja að jarðeignin skiptist mill- um Árnessýslu og Landverndar. Þiggjendum Alviðru væri sæmst að afhenda Magnúsi Jóhannessyni jörð hans aftur undandráttarlaust, eins og málum er nú komið, og væri fróðlegt að sjá hvort slíkt hefði ekki yfirgnæfandi fylgi, ef Árnesingar mættu greiða atkvæði þar um. Hallgrímur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.