Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
25
— Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák
i-moll
samkomulagi viö hana um að
fresta aðgerðum til sunnudags.
Loks slær klukkan tíu og
Hort býður jafntefli sem
Spassky þiggur fegins hendi
enda bóndakarl undir og á
flótta með kónginn sinn vítt og
breitt um borðið.
Nú fer að syrta í álinn hjá
tékkneska birninum og ég held
hann ætli að punta sig og fara í
sparigallann á sunnudaginn og
jafnvel fórna þó ekki væri
nema buxunum.
Má bjóða
hrók f
forgjöf
Og svo kemur hér
smáanektóta í slúttið; Saga
þessi gerðist á þeim árum þegar
doktor Euwe núverandi forseti
Fide var heimsmeistari i skák
og hafði lagt sjálfan Aljekin að
velli.
Doktorinn var staddur á
hóteli i ónefndri borg biðandi í
anddyrinu eftir einhverjum
kunningja sínum. í hótelinu
stóð á borði uppstillt manntafl
og var meistarinn eitthvað að
fitla við mannfólkið þegar að
sér vikur herramaður og spyr
hvort hann vilja ekki tefla við
sig eina skák.
Einsog allir sem til þekkja
vita er doktorinn kurteis og lit-
illátur og tók boðinu fegins
hendi. Þeir drógu um lit og
doktorinn átti að stýra svörtu
mönnunum.
Þegar þeir kappar höfðu
fengið sér sæti og skákin var í
þann veginn að hefjast spyr
doktorinn brosandi sínu sæt-
asta brosi:
„Hvorn hrókinn vill herra-
maðurinn, andstæðingur minn,
fá í forgjöf.“
Herramaðurinn ókunnugi
bregst hinn versti við og spyr,
hvers hahn eigi að gjalda og
heldur áfram: „Þér þekkið mig
ekki spor maður minn, og hefið
ekki hugmynd um getu mína
við skákborðið.“ Doktorinn
svaraði að vörmu spori án þess
að taka niður brosið: „Ef þér
þekkið mig ekki þá get ég ekki
boðið yður minna en hrók í
forgjöf svo einhver jöfnuður
verði á borðinu." Og amen eftir
efninu.
Larsen og Portiseh
Friðrik Ólafsson
Friðrik
endur-
bætti tafl-
mennsku
Spasskys
I gærvar tefld sjötta umferð
afmæiismóts Þýzka skáksam-
bandsins. Friðrik átti i höggi
við júgóslavneska stjórmeistar-
ann Gligoric.
Fyrstu 17 leikir skákarinnar
urðu hrein endurtekning á 2.
einvígisskák
Spasskys —
Horts. í 17. ieik
kom Friðrik svo
með snjalla
endurbót, sem
reyndar var
bent á hér í
blaðinu fyrir
nokkrum dögum.
Hvftt: Gligoric (Júgóslavfu)
Svart: Friðrik Ólafsson
Nimzoindversk vörn
1. d4 — Rfft, 2. c4 — e6, 3. Rc3
— Bb4, 4. e3 — c5, 5. Bd3 —
Rc6, 6. Rf3 — d5, 7. 0-0 -0-0, 8.
a3 — Bxc3, 9. bxc3 — dxc4, 10.
Bxc4 — Dc7, 11. Bd3 — e5, 12.
Dc2 — He8, 13. dxeS — Rxe5,
14. Rxe5 — Dxe5, 15. f3 — Be6,
16. Hcl — Had8, 17. Hbl
Dd5; (í 2. einvigisskákinni lék
Spassky hér 17 ... c4? og varð
að sætta sig við lakari stöðu)
18. Bb5 ( i skákinni Najdorf-
Unzicker Santa Monica 1966 lék
hvitur hér 18. Bfl Framhaldið
varð: 18 .. . Bf5 19. e4 — Rxe4!
og hrókar svarts urðu allsráð-
andi á borðinu) Bf5 19. e4 —
Rxe4, 20. Bxe8 — Rd6,
(Vænlegra virðist 20 ... Rf6 og
hvitur á við ýmis vandamál að
stríða) 21. De2 — Bxbl
(Auðvitað ekki 21 ... ,Hxe8??
22. Dxe8+ 22. De7 — Ha8, 23.
Bxf7+ — Dxf7, 24. Dxd6 —
IIe8, 25. Hxe8+ — Dxe8, 26.
Dd5+ — Kf8, 27. Dxc5+ —
De7, 28. Df2 — Dd6, 29. De3 —
Db6, 30. Kf2 — Dxe3+, 31.
Kxe3. Jafntefli. Þó að hvitur sé
peði yfir innsigla mislitu
biskuparnir jafnteflið.
Furðuleg
mistök
Larsens
1 gær var tefld sjötta einvígis-
skák þeirra Larsens og Portisch
i Rotterdam i Hollandi. i öllum
þeim skákum sem Portisch hef-
ur haft hvítt i hefur sama byrj-
unin orðið uppi á teningnum.
Annarri einvigisskákinni lauk
snemma með jafntefii, en i hin-
um tveimur skákunum hefur
Portisch mjög bætt tafl-
mennsku sína. Við skulum nú
lita á sjöttu einvigisskák þeirra
félaga:
Hvitt: Lajos Portisch
Svart: Bent Larsen
Drottningarbragð
1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3
— d5. 4. d4 — Rbd7, 5. cxd5 —
exd5, 6. Bg5 — Be7, 7. e3 — 0-0,
8. Bd3 — c6, 9. Dc2 — He8, 10.
0-0 — (1 fjórðu einvígisskák-
inni lék Portisch hér 10. h3 og
fékk góða stöðu og sigraði.
Hann hefur liklega búist við að
Larsen hefði endurbót á reið-
um höndum) Rf8, 11. Hael —
Be6, 12. Dbl (1 annarri
skákinni lék Portisch 12. Re5 i
þessari stöðu, en varð ekkert
ágengt eftir 12... Rd7) a5 (Eðli-
legra virðist 12... R6d7 strax og
mæta siðan 13. Bxe7 — Dxe7
14. b4 með a6) 13. a3 — R6d7,
14. e7 — Hxe7, 15. b4 — axb4,
16. Dxb4! — (Nú nær hvitur
óþægilegum þrýstingi á b7 peð-
ið) Rb6. 17. a4 — Rc8, 18. Hal
— Rd6, 19. a5 — Bf5, 20. Bxf5
— Rxf5, 21. Hfbl — Rd6, 22.
Rd2 — Re6, 23. Db6 —
Dc8? (Hér virðist Larsen hafa
orðið á furðuleg yfirsjón. 23...
Dd7 er sjálfsagður leikur þó að
ljóst sé að hvitur hefur undir-
tökin. Eftir peðstapið byrjaði
Laren að tefla hraðskák og
reyndi að villa um fyrir and-
stæðingi sinum) 24. Rxd5 —
Hd7, 25. Rc3 — Rf5, 26. Rf3 —
Ha6, 27. Db2 — Rd6, 28. Ra4 —
De8, 29. Rb6 — Hd8, 30. Dc2 —
h6, 31. Rc4 — Rb5, 32. Hdl —
De7, 33. h3 — Rec7, 34. Habl —
Rd5, 35. Hb3 — De6. 36. Rfe5
— Haa8, 37. Rd3 — Dg6, 38.
Hcl — Dg5, 39. Kh2 — He8, 40.
Rc5 — Ha7, 41. Hdl — h5, 42.
e4 — Rxd4!?
í þessari geysiflókrfu stöðu fór
skákin i bið. Þar eð samkvæmt
lögum FIDE er mjög óæskilegt
að rekja afbrigði I ótefldum
biðskákum verð ég á eftirláta
lesendum sjálfum skemmtun-
ina.
Einnig barst hingað til lands
um fjarrita í gær skák heims-
meistarans Karpovs við
Israelska stórmeistarann
Liberzon. Þar eð mikið var um
frestanir í áskorendakeppninni
í gær fylgir skákin með til upp-
bótar fyrir skákþyrsta lesendur
Mbl:
Hvítt: Karpov (Sovétrfkj-
unum)
Svart: Liberzon (Israel)
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4
— cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3
— d6, 6. Bg5 (Rauser-árásin
svonefnda, sem Karpov beitir
jafnan gegn þeirri uppbygg-
ingu sem svartur velur i þessari
skák) e6, 7. Dd2 — a6, 8. 0-0-0
— Bd7, 9. f4 — Be7, 10. Rf3 —
b5, 11. Bxf6 — gxf6, 12. Kbl —
Db6, 13. f5 — 0-0-0, 14. g3 —
Kb8, 15. fxe6 — (Fyrsti leikur
Karpovs frá eigin brjósti. AI-
gengari farvegur er 15. Bh3 —
b4, 16. Re2 og hvitur stendur
aðeins betur) fxe6 16. Bh3 —
Bc8, 17. Del — Hhe8 18. Re2
(Þessum riddara er ætlað að
þrýsta á mesta veikleika svarts
i stöðunni, peðið á e6) Dc5 19.
Rfd4 — Rxd4, 20. Rxd4 — Bf8,
21. Hfl — d5, (Svartur reynir
að opna taflið fremur en að
biða þess að veikleikarnir I
stöðu hans verði smátt og smátt
óverjandi
!§! A I m ,1...
m B ífH i
i • i HP "...
i w.. i H m
m má A wm |1 11
■ I 4ttÆ JU
A m A WyyZ' öfH
wm m s r2 '////M .
22. Rb3 (22. Hxf6 leiðir til mjög
flókins tafls. T.d. ekki 22...
Bg7, 23. Rxe6 — De7, 24. Rxg7
— Dxg7 vegna 25. Hb6+ —-
Ka7, 26. Da5. Eftir 22... dxe4,
23. Rxe6 — Hxdl+ 24. Dxdl —
Bxe6, 25. Hxe6 — Hxe6, 26.
Bxe6 hefur svartur þó mjög
góða jafnteflismöguieika. 23.
Dxe4 i þvi afbrigði gengur þá
vart vegna 23. .. Bb7 og síðan
24.. . Bg7, eða 24... e5) Dc7, 23.
Bg2 (Dæmigert fyrir Karpov.
Hann kýs fremur einn fugl í
hendi en tvo i skógi) dxe4, 24.
Dxe4 — Bb7, 25. Hxd8+ —
Hxd8, 26. Dxb7+ — Dxb7, 27.
Bxb7 — Kxb7, 28. c3 — (28.
Hxf6 gekk ekki vegna Hdl —
29. Rcl — Be7 og síðan 30.. .
Bg5) Be7, 29. Rd4 — (Hvítur
hefur nú greinilega betra enda-
tafl. Hann hefur góðan riddaVa
gegn slæmum biskup og traust-
ari peðastöðu) e5, 30. Rf5 —
Bc5, 31. Kc2 — a5, 32. g4 —
Kc6, 33. Rg3 — Be7, 34. Hf5 —
Hg8, 35. h3 — Kd5, 36. Kc3 —
a4, 37. Re4 — Ke6, 38. Hh5 —
Hd8, 39. Kc2 — a3? (Afleikur i
timaþröng. Meiri mótspyrnu
veitti 39... Hh8) 40. b4 — Kd5,
41. Kd3 — Ke6, 42. Kc2 — IIc8,
43. Kb3.
1 IIP '//////// Wm. Wk
■ WM m % i
...... .. Éf ilil i
i w Wsk .
A fj A zmy Wm
i <i i-M ■ ■ II A
■ ■ Jl Hi
i ■ m 'mm 1
Hér fór skákin í bið. Svartur
lék biðieik, en staða hans virð-
ist töpuð eins og nú standa leik-
ar.
önnur úrslit á mótinu i gær
urðu þessi: Wockenfuss, Þýzka-
landi, vann landa sinn Gerusel.
Jafntefli gerðu Timman og
Csom, Sosonko og Keene,
Furman og Hubner. Miles hef-
ur betri biðskák við Hermann
og staðan i biðskák Anderssons
og Torre er sögð óljós. Staðan
eftir 6 umferðir er þessi: 1.
Karpov 4V4 og biðskák. 2. Fur-
man 4v. Nokkuð margir eru
jafnir með 3V4 v. Þar á meðal
Friðrik Ölafsson.
eftir
Margeir
Pétursson