Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 27 Sveinn Benediktsson: Markaðsfréttir f nýútkomnu dreifibréfi Félags fsl. fiskmjölsframleiðenda ritar Sveinn Benediktsson markaðs- fréttir og birtir grein úr „Oil World“ um markaðsmál. Markaðsfréttir Gamla sagan um miklar verð- sveiflur á fiskmjölsmörkuðunum hefur enn einu sinni endurtekið sig. 1 siðasta hefti tímaritsins Oil World No. 9/XX frá 4. marz 1977 segir m.a.: „Innflutningur til Indlands (Pakistan) á jurtaolium og feit- meti hefur nærri fimmfaldast og er þessi aukni innflutningur rak- inn til lélegrar uppskeru og kosn- inga þeirra sem i hönd fara. Talið er að framleiðsla hinna átta helstu tegunda jurtaoliukjarna muni á þessu uppskerutímabili nú minnka um meira en eina milljón tonna. En með meiri birgðum af jarðhnetum frá fyrra uppskerutímabili og minnkun þeirra birgða i lágmark og mikl- um niðurskurði á útflutningi kjarna, þá er þess vænst að rýrnun á útflutningi á jurtaolíu- kjörnum muni aðeins nema um 380.000 tonnum. Af þessum ráðstöfunum myndi leiða, að jurtaolíur, að viðbættu smjöri og tólg, myndu aðeins hafa í för með sér aukningu um 220.000 tonn, ef neyslu á mann væri haldið óbreyttri um 5.5 kg. Engu að siður munu kosningar, sem í hönd fara, takmarkanir i stórum framleiðsluhéruðum og viðleitni til þess að safna vara- birgðum ýta undir miklu meiri uppkaup, sem sennilegt er að muni leiða til innflutnings á hálfri milljón tonna á þessu upp- skerutimabili, samanborið við að- eins 104.000 tonn á uppskeru- tímanum 1975/ 1976. Þessi innflutningur gerir kleift að auka neyslu á mann í allt að 5.8 kg. til viðbótar fyrri birgðum 300.000 tonnum. Þar sem búist er við dvínandi framleiðslu, verður aðeins um 1.2 milljónar tonna laus til ráðstöfun- ar til útflutnings á móti þvi há- marki, sem náðist á siðasta upp- skerutimabili, sem reyndist vera 1.43 milljónir tonna.“ Ali Butto, forseti Pakistan, vann yfirburða sigur i þingkosn- ingunum hinn 7. marz. Markaðurinn i dag og markaðshorfur Lauslega þýtt úr „Oil World“ No. 9/XX4. marz 1977. Hið óhjákvæmilega hefur loks- ins komið á daginn. Kyrrstöðunni á mjölmarkaðnum er lokið. Frá þvi i lok októbermánaðar 1976 hefur komið greinilega í ljós að skortur myndi verða á þessu upp- skerutimabili á sojabaunum og jurtaolíu úr sojabaunum. Það var einnig augljóst að þessi skortur myndi fyrst og fremst bitna á Bandarikjunum og Vestur- Evrópu. Á þessum tveimur landsvæðum þurfti að draga úr neyzlunni um 2 millj. tonna, þrátt fyrir niður- skurð á birgðum um 300.000 tonn, þó Brasilía pressi og flytji út nálægt hámarki af 12.5 milljón tonna uppskeru sinni fram i september 1977. Þótt verðið á sojamjöli hækkaði mikið á sl. 4 mánuðum og mjöl og maisuppskeran ykist verulega, þá drógu framleiðendur á kvikfénaði og alifuglum ekki verulega úr notkun sinni á timabilinu frá október/ febrúar og óvíst er hvort þeir geri það i marz, þar sem þeir hafa flestir birgðir fram til loka þessa mánaðar. Þeir drógu flestir ekki úr notkuninni og flestir þeirra bættu ekki við sig birgðum á næstu 4— 6 vikum, þótt þeir sæju að skortur myndi verða á fóðri. Þeim myndi hafa verið unnt að fóðra kvikfénaðinn 'á ódýrari kornvörum, sem nóg var af og auðveldara að festa kaup á þvi en sojamjöli, og þannig látið hinar takmörkuðu fóðurbirgðir endast lengur, en í hinum ný- tizkulega og flókna heimi, eins og hann er nú orðinn, var þessu gamalgróna þjóðráði ekki beitt. Það kann að vera að margur maðurinn hafi hugsað sem svo: Látum nágrannann draga úr notk- uninni. Aðrir kunna að hafa hugs- að að þetta myndi lagast en ekki versna. Ef til vill töldu þeir sig hafa næga fjármuni og lánstraust til þess að standast verðhækkun fóðurvaranna, ef illa færi. Frjáls markaður verður að sam- ræmast markaðshorfum. Stór- hækkað verð á sojamjöli hafði i för með sér aukinn kostnað við framleiðsluna. Upplýsingar um markaðshorfur leiddu ekki til fóðurskömmtunar, sem auðvelt hefði verið að framkvæma. Litill hagnaður og að lokum tap verða að koma jafnvægi á viðskiptin. Tapreksturinn eða lítill hagnaður mun liklega standa í 3 — 6 mán- uði og fara eftir verði á hinum ýmsu tegundum kvikfénaðar og þvi hvernig neytendur á kjötmeti bregðast við breyttum aðstæðum. Fiskmjöl Lækkun á verðlagi fiskmjöls hélt áfram þessa viku, þrátt fyrir að verðið á sojabaunum og soja- baunamjöli styrktist. Verðið á fiskmjöli á Ham- borgarmarkaði var $ 440,45 per metric tonn c & f Hamborg. EPCHAP (mjöl- og lýsiseinka- salan í Perú) bauð fiskmjöl á Hamborgarmarkaði i gær á $ 460 c & f með 64 — 65% proteininni- haldi. Eftirspurn og viðskipti voru dauf i vikunni. Biðu kaupendur átekta i von um enn lægra verð með hliðsjón af mikilli fram- leiðslu í Norður-Evrópu og þvi að búist er við að veiðar við Perú hefjist siðari hluta þessa mánað- ar. Heildaraflinn við ísland er nú hinn. 9. marz um 445.000 tonn á móti tæpum 300.000 tonnum i fyrra Heildarafli Norðmanna var í byrjun þessa mánaðar um 50% meiri en í fyrra á sama tíma. Á árinu 1976 fluttu Norðntenn út 273.840 tonn af lausu fiskmjöli, þar af voru 18.325 tonn kögglað (pelleterað) og 153.818 tonn i sekkjum. Lýsisverð hækkandi Svo sem fram hefur komið í veitingum útflutningsleyfa á loðnulýsi sbr. dreifibréf FÍF nr. 11/ 1976 og nr. 1 og 2/ 1977, þá hefur verð á Ioðnulýsi farið hækk- andi s.l. 3 mánuði úr $ 415 per metric tonn cif upp i $ 465 per tonn cif. 9. marz 1977 Sv. Ben. Þessa mynd tók einhver gestur Loch Ness Pub af þeim Valgeir og Birki, þar sem þeir standa við skenkinn á barnum I veitingahúsi þeirra og spjalla við afgreiðslustúlkur. Loch Ness Pub: íslenzkur áningarstað- ur í miðri Luxemborg „Við gerum okkur von- ir um að þessi staður geti orðið nokkurs konar án- ingarstaður íslendinga sem eiga leið um Luxem- borg, eða eru þar staddir. Auk þess að vera með bjórstofu í húsinu, þá er einnig hægt að fá að borða hjá okkur, því á jarðhæð erum við með veitingasölu.“ . Þannig mælti Valgeir Sigurðs- son, veitingamaður, er við spjölluðum við hann um veitingahús sem hann og félagi hans, Birkir Baldursson, hafa opnað í hjarta Luxem- borgar. Valgeir kvaö krána þeirra heita Loch Ness Pub. „Þetta er allt i skozkum stíl hjáokkur. Aö innan er allt saman innréttað í Hálanda-stil, en þaö voru is- lenzkir trésmiöir sem unnu verkiö. Þá eru þjónustustúlk- urnar yfirleitt klæddar á skozka visu, en þær eru islenzk- ar og skozkar.“ Aðspurður sagði Valgeir þá hafa opnaö krána 22. desentber síðastliðinri, og hefði hann ver- iö vel sóttur frá upphafi, en daglega er opið til kl. 1 eftir miðnætti. Sagðist hann selja mikið af smámáltiðum, sem fólk tæki með sér, og væri fish and chips vinsæll réttur hjá þeim. „Salan er alltaf að auk- ast, og þegar við höfum náð upp ákveðinni sölu, sem stutt er í, þá ætlum við okkur að flytja fiskinn að heiman með flugi, en sem stendur notum við erlend- an fisk,“ sagði Valgeir. Valgeir tjáði okkur að yfir- leitt væri talsvert af íslending- um meðal gesta. „Það er kannski ekki sérkennilegt þvi að í Luxemborg búa um 400 Islendingar. Þeir koma eftir vinnu og drekka bjór hjá okk- ur, en aldrei sést á nokkrum þeirra," sagði hann. Þá sagði Valgeir okkur að það væri von hans og Birkis að sem flestir íslendingar legðu leið sína til þeirra, þvi hjá þeim væri matur og drykkur með þvi ódýrasta sem gerðist í Luxemborg. Val- geir sagði að auðvelt ætti að vera að rata á Loch Ness Pub. því hann væri á Rue Notre Dame núrner 13, eða við hliðina á Frúarkirkjunni i miðborg- inni. Valgeir sagði að þeir félagar væru með ráðagerðir um að opna fleiri samsvarandi staði víðs vegar um Evrópu og i Luxemborg. „En við vonum bara að sem flestir íslendingar komi og liti við hjá okkur. þvi þeir eru 'allir velkomnir. Við munum taka á ntóti landanum fagnandi," sagði Valgeir að lok- u m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.