Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 Með Susan konu sinni í friðhelgi einkalífsins. hagkerfi, minni þjóðnýtingu, uppstokkun efna- -hagslífsins með dreifingu auðmagnsins, og meiri hlutdeild ríkisins í ráðstöfun þess fjár, sem til skiptanna væri. en slíkt hlyti þó að byggjast á : uknum hagvexti. Það, að þjóðinni mistókst að auka hagvöxtinn, hefur leitt til þess að ýmsir hugmyndafræðilegir and- stæðingar Croslands segja að kenningar hans fái ekki staðizt Slíka gagnrýni taldi hann óréttmæta, og sagði, að óhjákvæmilega hefði hann breytt ýmsu, hefði hann endurskoðað „Framtíð sósíalismans" með tilliti til framvindu mála eftir að hún kom fyrst út. Margt af því, sem hann sagði I samtali okkar, átti ekki að fara lengra, en orðrétt sagði hann um þetta: „Ég er ósammála þessu. Ef ég ætlaði að endurrita hana breytti maður mjög mörgu '' Þarna talar hann fyrst í fyrstu per- sónu, en síðan I þriðju, og það gefur vísbend- ingu um að hann hafi verið á verði eða óákveðinn. Hann gerði sér grein fyrir því að hann var endurskoðunarsinni, og um leið gerði hann sér grein fyrir því að slík afstaða þurfti endurskoðunar við. í ræðu og riti leitaðist hann við að laga hugmyndir sínar að aðstæðum, og hann var ekki bundinn á klafa kenninga sinna. Ýmsir, þar á meðal nánir vinir hans, töldu að hann hefði átt að halda áfram að kenna við háskóla, en það starf fórst honum prýðilega úr hendi. Hann var fyrirtaks ráðherra og kom á merkum nýmælum í skólamálum þegar hann var menntamálaráðherra. Hann stóð sig vel í þinginu, og þegar hann hafði eitt sinn haldið athyglisverða ræðu, heyrðist sagt: „Þetta er reisn." En á flokksfundum heillaði hann engan, I og aldrei tókst honum að ná kjöri í miðstjórn ' flokksins FLOKKSFORYSTAN Hann vildi verða leiðtogi flokksins. Spurninguna um þetta atriði orðaði ég á þá leið, að kannski vildi Denis Healey vera fjár- málaráðherra áfram. Shirley Williams væri að verða ný starna með unga fólkið á bak við sig. Sjálfur væri hann tiltölulega ungur saman- borið við ýmsa stjórnmálamenn, það er a segja ef miðað væri við að Verkamannaflokkurinn yrði áfram við völd, en kæmist flokkurinn hins vegar í stjórnarandstöðu yrði utanríkismálaráð- herradómurinn ef til vill hans svanasöngur Siðan spurði ég: „Ertu á síðasta snúning?" Hann hreytti í mig: „Miðað við hvaða tíma- mörk? Við verðum þar sem við erum næstu tvö árin." „Shirley er indælisstúlka," hélt hann áfram eilítið háðslega. Hann nefndi Roy Hattersley og David Owen sem menn framtíðarinnar, en varpaði fram þeirri spurningu hver líklegastur væri til forystu þangað til þeirra tími væri kominn, ef Jim vildi draga sig í hlé og stjarna Denis Healey héldi áfram á lækka. Hann sagði þetta að vísu ekki allt með berum orðum, en það var greinilegt, að þetta var það sem honum bjó i huga „Þetta er svo sem ekki það sem ég er að hugsa áður en ég sofna á kvöldin," sagði hann. Kannski var það einmitt þetta sem var að Hann var aðlaðandi maður, dálítið nautna- legur í útliti, eins og persóna í sögu eftir Sidney Carton, en hann var gallharður stuðningsmaður Gaitskells og Harold Wilson hafði hann jafnan grunaðan um að standa fyrir samsærum Crosland var mjög þróttmikill og honum var lagið að koma hreyfingu á málin með hressilegri framkomu og glaðværð Síðustu fundirnir í Brússel voru gott dæmi um þetta. og til dæmis sagði hann við de Guiringaud, franska utanríkisráðherrann: „Heyrðu, af hverju hringirðu ekki í fjármála- ráðherrann þinn og síðan gerið þið bara út um þetta mál ykkar í milli?" Sú varð reyndar niðurstaðan í það skiptið Yfir allan hópinn lýsti hann yfir: „Mér finnst kominn tími til að skipuleggja þessa fundi Framhald á bls 30 væri ófáanlegur til að taka „litlu rauðu kass- ana" heim með sér á kvöldin, þ.e.a.s. heima- verkefnin, sem embættismenn skipuleggja tómstundir ráðherranna með. Smám saman fór hann að sætta sig við þetta hlutskipti sitt. Hann komst að því að á hinum nýja vettvangi átti hann sálufélaga Fyrsta verkefnið. sem forsætisráðherra fékk honum til úrlausnar, var að bjarga Bretum úr klóm ís- lendinga, hvað sem það kostaði. Það gerði hann, en enn vitum við ekki hvað það kostaði Hann lét hjá líða að hafa frumkvæði í Rhódesíumálinu og siðar lét hann hjá líða að hafa afskipti af Genfarráðstefnunni um framtíð Rhódesíu. Það getur verið að hann hafi haldið að sér höndum þagnað til það var of seint, en það getur líka verið að það hafi alltaf verið of seint. Þegar líða tók að lokum stjórnmálaferils hans var sjálfsöryggi hans orðið áberandi, eins og til dæmis yfirlýsingarnar um að varðskip kynnu að verða gerð út af örkinni til að stugga við sovézkum togurum, voru gott dæmi um Ég innti hann eftir því hvort hann væri farinn að una sér í þessu starfi, og hann svaraði: „Mér líkar það betur nú en i upphafi. Þannig er það með hvert nýtt starf, sem ég tek að mér. Fyrstu sex mánuðina kann ég engan veginn við það af því að þá þekki ég það ekki nógu vel til að valda því " ÞAÐ SEM VAR NÓGU GOTT Á ÁRSHÁTÍÐ VERKAMANNA FLOKKSINS HLAUT AÐ DUGA í HVÍTA HÚSINU. Hafði Kissinger virkilega sagt við hann að hann hefði ekki skapgerð til að vera utanrlkis- ráðherra? „Þegar hann sagði þetta þá held ég að hann hafi öfundað mig dálítið. og að honum hafi fundizt þetta fremur kostur en löstur Það sem Kissinger hafði I huga var sjálfsagt það að mig skorti þennan hefbundna viðruleika, sem menn gera ráð fyrir að stjórnvitringar þurfi að hafa," sagði Crosland. Það liggur I augum uppi, að meiriháttar stjórnmálamaður, sem neitar að fara I kjól og hvitt I veizlu i Hvita húsinu. er ekki virðulegur i framgöngu, og ég spurði hvers vegna hann hefði brugðizt þannig við á sínum tima Skýr- ing hans var á þessa leið: Það var allt I lagi með „smóking" Á árshátið Verkamannaflokks- ins I Grimsby voru allir I „smóking ', svo að það hlaut að vera allt i lagi Hins vegar var ekki allt i lagi með kjól og hvitt. Menn voru sjaldan i slikum skrúða og þeir sem neyddust til að klæðast honum af einhverri ástæðu þurftu flestir að brjóta odd af oflæti sinu og taka slikan klæðnað á leigu fyrir þessi sjaldgæfu og sérstöku tækifæri ENDURSKOÐUNARSINNI Jafnaðarmaðurinn og sósialistinn Anthony Crosland hélt því fram, bæði áður en bók hans „Framtið sóslalismans" kom út og æ siðan, að hugmyndir hans grundvölluðust á blönduðu Undir þrýstingi „fárán- leqs kerf- „Aðeins það bezta er nógu gott fyrir alla” Það sem öðru fremur hefur orðið til þess að binda ótimabæran endi á feril of margra stjórn- málamanna — til dæmis Hugh Gaitskells, Gerry Reynolds og Brian O Malley — er sjálft kerfið, — þetta skaðræðis kerfi, sem ráðherrar verða að haga stjórnarstörfum sínum í sam- ræmi við, um leið og þeir þurfa að sinna kjördæmum sínum. halda ræður og svara fyrirspurnum í þinginu, og samt endist þeim fæstum dagurinn til að rata um öngstræti stjórnmálanna Crosland hafði óbeit á þessu kerfi og sagði að það væri fáránlegt Þeir, sem helzt standast kröfur þessa kerfis, eru þeir, sem kunna sér hóf og hafa fundið aðferð til að spara orkuna. Sumir töldu að Crosland hefði náð slíkum tökum á þessu kerfi, og héldu jafnvel að hann notfærði sér það um of Margir töldu hann latan eða daufan, og minnti ég hann á það „Auðvitað," sagði hann hinn hressasti. „en nú færð þú heldur ekki meira viskí." Staðreyndin var hins vegar sú, að Crosland var dæmalaus vinnuþjarkur. Afstaða hans til vinnunnar var nánast trúarlegs eðlis og ná- kvæmni hans og stundvísi var með ein- dæmum. Stundum gat hann virzt daufur í dálkinn, en þá var hann undantekningarlitið að breiða yfir feimni sina, og með örfáum undantekningum, hafa þeir ekki brugðið honum um leti, sem störfuðu undir stjórn hans. VILDI VERÐA FJÁRMÁLARÁÐ HERRA Þegar Callaghan fól honum utan- rikisráðherraembættið í apríl i fyrra vöktu viðbrögð hans andúð margra Það var opinbert leyndarmál, að hann hefði miklu fremur kosið að taka við embætti fjármálaráðherra, og að Callaghan hafði heitið hon- um því að hann tæki siðar við þvi af Denis Healey. Viðbrögð Cros- lands minntu á hin fleygu ummæli Richards Crossmanns þegar hann var skipaður í emtætti húsnæðis- málaráðherra árið 1964: „Ég vildi þetta ekki Ég ber ekkert skyn bragð á þetta, og mig langar ekki til að skilja það." Sögusagnir komust á kreik um að Crosland HÉR fer á eftir viðtal, sem Ivan Rowan átti við Anthony Crosland, utanrík isráðherra Breta, fáeinum dögum áður en hann fékk hjartaslagið, sem dró hann til dauða skömmu síðar. Viðtalið birtist í The Sunday Telegraph: Hann var að tala um að þau Susan kona hans hefðu orðið sammála um að fengju þau að deyja saman — færust til dæmis í flugslysi — þá yrði engin eftirsjá Allt, sem lífið hefði fært þeim hefði verið fyllilega þess virði, sem látið var á móti „Þetta hefur verið dýrlegt líf," sagði Anthony Crosland þar sem ég sat á móti honum í skrifstofu hans í húsakynnum neðri málstofunar Þetta var á fimmtudagskvöldi og þetta var síðasta viðtalið, sem hann átti við blaðamann. Hann fékk handritið til yfirlesturs, sérstaklega vegna þess, sem okkur hafði farið á milli um þær aðferðir, sem hann beitti til að koma fram stefnumálum sínum, og horfurnar á því að hann yrði einhverntíma leiðtogi Verkamanna- flokksins. Þegar hann hafði gert athugasemdir sínar bað hann aðstoðarmann sinn fyrir þessi skilaboð til mín: „Segðu honum að ég sé þolhlaupari " Þetta gerðist á föstudegi Hann átti mjög skammt eftir ófarið Hann fór í Radcliffe- sjúkrahúsið í Oxford til að vitja vinar síns, sem fengið hafði hjartaáfall Tveimur sólarhringum síðar var hann sjálfur fluttur í sama sjúkrahús með hjartaáfall Brátt var komið í Ijós. að einn mesti gáfu- og hæfileikamaður á stjórnmála- vettvangi nútímans var hættur að hlaupa. Þetta var staðreynd, hvort sem hann átti eftir að lifa af þetta áfall eða ekki Að hressast eftir alvarlegt hjartaáfall er eitt, að ná aftur fullri heilsu, sömu hæfni hugans, nákvæmni og fágun, er allt annað Það varð strax Ijóst að þetta frábæra furðuverk heilans, sem stjórnaði fimm ráðuneytum og gat af sér „Framtíð sósíalismans". sem er skyldulesning vest- rænna stjórnmálamanna og hagfræðinga, hafði orðið fyrir hnjaski. sem ekki var hægt að bæta Ég held, að í þessu Ijósi hefði Tony Crosland, sem fyrirleit orðagjálfur jafn mikið og hann kunni að meta rökvísi, metið sitt eigið ástand þar sem hann lá meðvitundarlaus í Radcliffe-sjúkrahúsinu Ruglið ekki saman því sem er og því sem var. hefði hann hæglega getað sagt FÁRÁNLEGT KERFI Sá Anthony Crosland, sem ég hitti að máli fyrir 10 dögum, var þreytulegur, en engan veginn virtist hann haldinn ofþreytu. Hann átti erfiða viku að baki í neðri málstofunni og í Brússel, þar sem hann stjórnaði fundi hjá Efnahagsbandalaginu fram til klukkan fimm um morguninn Nú hafa ýmsir gefið í skyn, að þessi tvöfaldi þrýstingur, sem fylgdi utanríkis- ráðherraembættinu og forsetastarfinu í ráð- herranefnd EBE, hafi orsakað veikindi hans, en nánustu samstarfsmenn hans eru ekki á þeirri skoðun. SÍÐASTA VIÐTALHD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.