Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
Margrét R. Bjarnason fréttamaður:
U mönnun heimilis
og barna er ekkert
einkahlutverk kvenna
HÆTT er vi8 að lestur Reykja-
vlkurbréfs Morgunblaðsins,
sunnudaginn 6. marz s.l. hafi hit-
að mörgum í hamsi, svo gersam-
lega sem þar — I ritstjórnargrein
víðlesnasta dagblaðs landsins og
aðalmélgagns stærsta stjórnmála-
flokks þess — var gengið i ber-
högg við grundvallarhugmyndir
um jafnrétti kynjanna I Islenzku
þjóðfélagi. Og hafi einhver verið i
minnsta vafa um raunverulegan
tilgang þess þáttar nýja skatta-
frumvarpsins, sem lýtur að skatt-
lagningu launatekna einstaklinga,
giftra og ógiftra, er hann það varla
lengur.
Sennilega finnst flestum nóg
komið af umræðum um skatta-
f rumvarpið en eftir lestur Morgun-
blaðsins á sunnudaginn get ég
ekki stillt mig um að leggja þar
nokkur orð I belg. Má kannski
meðfram lita á þau sem síðbúið
svar við kalli fjármálaráðherra eft-
ir áliti þeirra, sem kunna að hafa
hag af þeirri skipan, er hann vill
koma á við skattlagningu hjóna,
þ.e. helmingaskiptareglunni svo-
nefndu. Það vill nefnilega svo til,
að ég hef siðustu tvö árin verið að
draga úr vinnu utan heimilis og
mundi því væntanlega hagnazt á
þessari reglu. Engu að siður mót-
mæli ég henni harðlega sem óþol-
andi árás á persónufrelsi kvenna
og vísvitandi tilraun stjórnvalda til
að vinna gegn árangri jafnréttis-
baráttu undanfarinna ára.
Það veldur mér satt að segja mikl-
um vonbrigðum, að Ragnhildur
Helgadóttir, alþingismaður. skuli
styðja þessa skipan Enda þótt ég
virði að nokkru leyti þá forsendu,
sem hún leggur til grundvallar af-
stöðu sinni, tel ég i henni þá hina
sömu veilu, sem höfundur Reykja-
víkurbréfs álasar Svövu Jakobsdótt-
ur, alþingismanni, fyrir, það er að
tala um skattlagningu og skattfrelsi i
sambandi við vinnu, sem ekki er
metin til launa Ragnhildur vitnar i
ákvæði hjúskaparlaganna um gagn-
kvæma framfærsluskyldu. sem hjón
geta fullnægt „annaðhvort með
vinnu sinni á heimilinu eða öflun
tekna utan þess". En álagning skatta
byggist á útreikningum á tölum og
til þess að unnt sé að taka þetta
ákvæði með i reikninginn við skatt-
lagningu heimilanna i landinu, verð-
ur fyrst að skilgreina. hvað við er átt
með „vinnu á heimilinu" og meta
hana siðan til launa. Að sjálfsögðu
er svo 'endalaust hægt að deila um
form skattlagningar, en ég er þeirrar
skoðunar, að frá jafnréttissjónarmiði
hljóti hverskonar samsköttunarform
að vera óviðunandi nema því að-
eins, að formlega verði farið inn á þá
braut að skattleggja heimilið sem
einingu
Fyrir einstaklinga, gifta sem ógifta
er alger sérsköttun eina viðunandi
leiðin.
En hvað á þá að gera við persónu-
afsláttinn er þá spurt? Hann er
óneitanlega vandræðamál. Tillögur
hafa komið fram um millifærslu svo
að hann nýtist til fulls, en ég er
sammála Ólafi G Einarssym,
alþingismanni um, að sú lausn sam-
ræmist ekki algerri sérsköttun Á
hana mætti hinsvegar fallast sem
bráðabirgðamiðlun þar til annað
betra form er fundið, á þeirri fors-
endu, að persónuafslátturinn er al-
veg óháður tekjuöflun og að í hon-
um felst hvorki einstaklingsbundið
né kynbundið mat Hinsvegar er
hann mismunandi eftir hjúskapar-
stétt, sem er ekki allskostar viðun-
andi, þar sem það getur haft í för
með sér misrétti
Ragnhildur Helgadóttir hefur lagt
til, að hjón fái að velja milli
helmingaskiptareglunnar og sér-
sköttunar, en mér segir svo hugur,
að þar sem svo báttar, að annað
hjóna (sem er yfirleitt konan) hefur
litlar sem engar launatekjur, verðí
engu vali við komið i reynd Mér er
að mmnsta kosti til efs, að hinn
tekjulausi fái haldið til streitu þeirri
kröfur að láta ekki meta sig sam-
kvæmt launatekjum hins tekjuháa.
ef það kostar heimilið langtum hærri
skatta
Ríflegar barnabætur
aðalatriðið
Ég held, að öllum megi Ijóst vera,
að mál þetta verður ekki leyst nema
með einhverskonar mati á þeim
störfum, sem kunna að halda öðru
hvoru hjóna bundnu á heimili — og
er þá átt við heilbrigt, vinnufært
fólk Þessi störf eru að sjálfsögðu
fyrst og fremst tengd umönnun
barna, sjúkra og ef til vill aldraðra.
i raun og veru vísar skattafrum-
varpið sjálft leiðina til slíks mats. Þar
er gert ráð fyrir heimilisafslætti og
barnabótaauka til þeirra hjóna, sem
bæði vinna utan heimilis og til ein-
stæðra foreldra, sem hafa börn á
framfæri Tölurnar, sem þar eru
nefndar, eru að sjálfsögðu algerlega
út I hött og óskiljanlegar nema hafð-
ur sé í huga raunverulegur tilgangur
frumvarpsins, sem sé sá, að ýta
konum inn á heimilin aftur (Væri
tilgangurinn ekki sá, bæru þessar
tölur vitni ótrúlegri fávizku um
kostnað við barnagæzlu og ósvifnu
vanmati á starfi mæðra sem ekki
vinna utan heimilis, auk þess sem
enginn greinarmunur er gerður á
heilsdags-, hálfsdags- eða skorpu-
vinnu í tiltekinn tima). En hugmynd-
ina má endurbæta svo, að hún leggi
raunhæfan grundvöll að skynsam-
legu mati á erfiðasta og veigamesta
þætti heimilsstarfa, það er umönnun
barna, sjúkra og aldraðra, og um
leið að frjálsu vali
Heimilisafslættinum, sem frum-
varpið gerir ráð fyrir að verði hinn
sami, hvað svo sem börnin eru
mörg. mætti alveg sleppa i bili, þvi
að útivinnandi hjónum, barnlausum,
er engu meiri vorkunn að sjá um sín
heimilisstörf en barnlausum ein-
staklingum. Hinsvegar mætti hafa
barnabætur svo ríflegar, að þær
næmu a m.k þeirri upphæð, sem
barnagæzla á einkaheimili kostar
hverju sinni og greiða þær, tvískipt-
ar, með öllum börnum. sinn helm-
inginn hvoru foreldranna en i einu
lagi til einstæðra foreldra Síðan
gætu foreldrarnir valið um hvort
þeir notuðu þetta fé til að greiða
öðrum fyrir barnagæzluna eða ann-
að hvort þeirra annaðist hana á eigin
heimili. Síðari kosturinn yrði þá
einnig nýtanlegur til að afla heimil-
inu óbeinna tekna með ýmsu móti,
eins og heimavinnandi foreldrar
hafa getað gert til þessa en útivinn-
andi yfirleitt ekki annað nema með
því að ganga alveg fram af sér í
vinnu Aðrar bætur mætti svo ætla
til umönnunar sjúkra- og aldraðra.
sem sannanlega eru á ábyrgð skatt-
greiðenda, — eða hafa allar þessar
bætur undir einu nafni, það er
formsatriði.
Markmið helmingaskipta-
reglunnarog höfundar
Rey k j a vík u rb réf s.
Vikjum þá að tilgangi helminga-
skiptareglunnar Hann kemur Ijós-
lega fram í greinargerðinni með
frumvarpmu, þar sem segir
„Almennt er að vænta þess. að
hjón, þar sem eiginkonan starfar
ekki utan heimilis, mundu hafa
ávinning af þessari breytingu. Skatt-
byrðí hjóna, þar sem eiginkonan
aflar launatekna, eykst nokkuð, sér-
staklega ef tekjur hennar eru mjög
Margrét R. Bjarnason.
háar." ((Ath leturbreytingar hér og
annars staðar í greininni eru minar
M Bj ) Hugsunin — og stefna
stjórnarinnar — leynis sér ekki og
hún er rækilega áréttuð í Reykja-
víkurbréfi
Annar kafli þess ber fyrirsögnina
„Heimilið" Þar er fyrst vísað til
útlegginga Reykjavikurbréfs í fyrra-
haust út af ritstjórnargreinum í
Tímanum, þar sem fjallað hafði ver-
ið um heimilið sem mikilvægustu
stofnun þjóðfélagsins. Minnt hafði
verið á að i síðustu kosningurrf hefði
eitt af höfðumálum kosningabarátt-
unnar verið „að foreldrum yrði
sköpuð bætt skilyrði til að geta
hlynnt betur að börnum sinum á
fyrstu árum uppvaxtar þeirra". Enn-
fremur hafði verið tekið undir þau
orð Tímans, að „nú sé eitt mikilvæg-
asta verkefni þjóðfélagsins að
styrkja stöðu heimilisins á ný og
samræma hana nýjum og breytt-
um timum."
Undir þetta segist Morgunblaðið
vilja taka — og það vil ég svo
sannarlega lika en þeirri leið, sem
höfundur Reyíjavikurbréfs vill fara i
þessu skyni. með aðstoð skattayfir-
valda, visa ég á bug á þeirri fors-
endu, að hún sé sizt til þess fallin að
samræma stöðu heimilisins „nýjum
og breyttum tímum"
Morgunblaðið segir eitt helzta mál
kosningabaráttunnar siðustu hafa
verið að skapa foreldrum bætt skil-
yrði til að sinna börnum sinum, en i
þvi sem á eftir fer, er ekki framar
minnzt á foreldra, heldur aðeins
konur, húsmæður . nema hvað á
einum stað er þess getið, i upptaln-
ingu þeirra sem stunda heimilis-
störf, að karlar annist þau „i sum-
um tilfellum" . Þar fyrir utan gengur
greinin fyrst og fremst út á. að
viðhald og efling mikilvægustu
stofnunar þjóðfélagsins byggist á
konum Það á að leggja áherzlu á
„mikilvægi húsmóðurstarfsins" og
á. að „konum verði gert kleift að
vera með börnum sinum og annast
uppeldi þeirra, eins og menn eru nú
farnir að hallast að. jafnvel i þeim
löndum, þar sem félagslegar hreyf-
ingar hafa sett þjóðfélagið meira og
minna úr skorðum og stórlega veikt
stöðu heimilanna" (Fróðlegt væri
að vita nánar hvaða menn hallast að
þessu i hvaða löndum?)
Eftir langt mál og mikið drepur
höfundur Reykjavíkurbréfs á, að úti-
vinnandi konur séu líka húsmæður
og „eigi að njóta góðs af því enda
er gengið nokkuð til móts við þær
í skattafrumvarpinu, þó ýmsir telji,
að betur megi ef duga skal". Það er
sýnt af því, sem undan er komið, að
greinarhöfundur er ekki i þessum
hópi „ýmissa" þvi að hann virðist
telja núverandi skattalögum það
helzt til foráttu, að þau vinni að því
„að draga konur burt frá heimilis-
störfum". En greinarhöfundur er
sanngjarn maður, hann vill að „kon-
ur, sem vinna utan heimilis, fái
einnig að njóta sömu viðurkenn-
ingar fyrir störf sin á heimilinu og
þær sem vinna heima" Það var nú
strax munur!
Um áhuga höfundar Reykjavikur-
bréfs á velferð heimilanna og barna
og unglinga, efast ég ekki, til þess
þekki ég hann of vel. en honum er
sýnilega fyrirmunað að sjá nokkra
aðra leið til að tryggja þessa velferð
en þá að viðhalda gamla kerfinu, ýta
konunni aftur inn á heimilið og finna
nýjar leiðir, meðal annars einhvers-
konar umbun og virðingarvotta til
þess að gera hana ánægða með
hlutskipti sitt þar Þó vill hann ekki
afla blaðinu allt of mikilla óvinsælda
meðal útivinnandi húsmæðra og
lætur þvl fylgja þá athugasemd að
tryggja beri að „þær konur, sem
geta unnið úti, hafi tækifæri til þess
og séu ekki bundnar á bása af
félagslegum og öðrum ástæðum"
Væri fróðlegt að vita nánar, hvað
hann á við með þessari setningu
eftir það sem undan er sagt, hver á
að ákvarða hvaða konur geti unnið
úti og hvaða félagslegar og aðrar
ástæður hefur hann í huga sem
binda á bása þær konur, sem geta
unnið úti?
Tilvitnunin i Timann gerir ráð fyrir
að staða heimilisins sé aðlöguð nýj-
um og breyttum tímum. Ein af
stærstu þjóðfélagsbreytingum
undanfarna áratugi er fólgin í þvi, að
konur hafa í sivaxandi mæli leitað út
fyrir heimilin, út í þjóðfélagið til
starfa og þátttöku i félagsmálum,
jafnframt því að sækjast eftir aukinni
menntun, sem geri þær sam-
keppnisfærar við karlmenn á jafn-
réttisgrundvelli Sú þróun kallar á
nýjar lausnir og gerir þá kröfu til
þjóðfélagsins, samfélags karla og
kvenna, að það opni augun fyrir þvi,
að börn og barnauppeldi eru ekkert
einkaverkefni kvenna, hvorki á
heimilum né annarsstaðar, heldur
verkefni karla og kvenna. Þvi fyrr,
sem fólk gerir ser grein fyrir þessu,
þeim mun betra fyrir þjóðfélagið i
heild
Það er hægt að efla heimilin og
vinna gegn upplausn æskunnar með
margvíslegum hætti öðrum en þeim
að binda mæðurnar yfir þeim allan
daginn Til dæmis með því að jafna
tekjuöflun heimilanna meira milli
foreldra, þannig að áhrif þeirra
beggja á börnin og samvistir með
þeim geti verið jafnari Þetta væri
hægt að gera með því að innleiða
sveigjanlegri vinnutima á fjölda
vinnustaða, fjölga möguleikum til
hlutastarfs, koma á samfelldum
skóladegi barna og unglinga þannig
að þeim væri séð fyrir hádegismat í
skólum, svo og hæfilegum iþróttum,
útivist og aðstöðu til iestrar. Þá
gætú þau verið meira með foreldr-
um sínum, þegar vinnu þeirra lýkur.
Lengja mætti fæðingarorlof og láta
það ná til og skiptast milli beggja
foreldra, samræma mætti skólafrí og
atvinnuorlof, skipuleggja fjölskyldu-
ferðir um helgar og virkja börn og
unglinga enn frekar en gert er til
ýmiss konar tómstunda og sjálf-
boðastarfa. Þannig mætti áfram telja
— leiðirnar eru ótal margar og vist
er. að vandinn verður sízt af öllu
leystur með órökstuddum að-
dróttunum um, að upplausn æsk-
unnar sé útivinnu mæðra að kenna
og ala á sektarkennd kvenna með
aðferðum eins og höfundur Reykja-
vikurbréfs beitir, þegar hann bland-
ar ummælum um óhamingjusama
æsku afbrotaunglinganna i Geir-
finnsmálinu inn i umræðu um
skattamál Slikur málflutningur er
vægast sagt lúalegur, og nákvæm-
lega i sama anda og þær aðferðir
Sovétmanna — „að nota móðurtil-
finninguna til að kúga konur", sem
fjallað er um i fyrsta kafla Reykja-
vikurbréfs
Hvar er umönnun skatta-
yfirvalda fyrir heimilunum
og börnunum?
Vikjum þá sem snöggvast að
skattafrumvarpinu aftur og ihugum
með hverjum hætti það gæti stuðlað
að aukinni velferð barna og varð-
veizlu merkilegustu stofnunar þjóð-
félagsins. Beinist helmingaskipta-
reglan i þá átt? Tæpast, þvi að hún
breytir tiltölulega litlu fyrir aðra en
hátekjufjölskyldurnar, þar sem að-
eins annað hjóna aflar tekna Fyrir
lágtekjufjölskylduna og miðlungs-
teknafjölskylduna verður jafn erfitt
og áður að lifa af launum eins
manns, þar neyðast foreldrarnir báð-
ir til að afla tekna. Árangurinn verð-
ur því í reynd sá einn að lækka
skatta hátekjumanna og litilsvirða
heimavinnandi konur i hjónabandi
með þvi að meta þær á grundvelli
tekna eiginmannsins. í stöku tilfell-
um gæti þetta snúist við. það er, að
konan hafi hátekjur en karlinn lágar
Við núverandi aðstæður væri það
helzt, ef til dæmis um heilsuleysi
eiginmannsins væri að ræða eða
námsmenn, skáld. listamenn og
aðra sem kunna að hafa litlar tekjur i
tiltekinn tima og eru þá háðir fram-
færslu eiginkvenna sinna En á það
má benda, að samkvæmt fylgiskjali
nr 2 með skattafrumvarpinu, hafði
einungis ein af hundraði giftra
kvenna yfir milljón króna árstekjur
árið 1 974
Sé nokkurn veginn jafnræði með
hjónum í launum skiptir
helmingareglan fjárhagslega engu
máli hver svo sem launin eru, þó að
hún sé að öðru leyti jafn óþolandi.
Skattarnir hækka að vísu hraðar
með hækkandi launum vegna af-
náms 50% reglunnar, en um hana
þarf ekki frekar að ræða, það mis-
rétti, sem henni gat fylgt, var svo
augljóst, að útilokað var annað en
að leiðrétta það. Hinsvegar er litt
fengið með því að skapa nýja teg-
und óréttlætis.
En skyldi þá þessi áhugi á að
bjarga börnum og heimilum frá upþ-
lausn lýsa sér i stuðningi við ein-
stæða foreldra, þann hópinn, sem
mestum óretti hefur verið beittur
með núgildandi löggjöf. Nei, ekki
aldeilis. Skattabyrði þeirra er þyngd,
sem þýðir, að þeir eru reknir út i enn
meiri vinnu en áður, dæmdir til enn
minni afskipta af börnum sínum og
þar með kölluð yfir heimili þeirra
enn meiri hætta á upplausn og erfið-
leikum.
Þetta er sem sagt stuðningur
skattayfirvalda við heimilin og um-
hyggja þeirra fyrir börnunum Og
svo bæta þau um betur með ákvæð-
inu um vaxta-,.kja!larann" alræmda.
einni stórkostlegustu kollsteypu,
sem sézt hefur í skattamálum hér á
landi. annað hvort skal vaxtafrádrátt-
ur ótakmarkaður eða svo takmakað-
ur, að fólki er gert svo til ókleíft að
koma sér upp húsnæði. Var virki-
lega enginn millivegur sjáanlegur,
eða sáu yfirvöld kannski Ijón á hon-
um eins og fleiri vegum?
Er ekki nóg komið af
innantómu orðagjálfri
Höfundur Reykjavikurbréfs slær í
málflutningi sínum stöðugt úr og i
og þykist ekki taka beina afstöðu:
„Mogunblaðinu kemur ekki í hug að
fullyrða að helmingaskiptareglan
hljóti að vera betri en sérskött-
un . ", segir hann Engu að siður
lýkur hann grein sinni með ýtarlegri
tilvitnun í málflutning tveggja
kvenna, sem hafa lýst fylgi við
helmingaskiptaregluna Hann segir
hinsvegar ekki orð um tillögur Guð-
rúnar Erlendsdóttur. hæstaréttarlög-
manns, sem hefur haldið fram sér-
sköttunarforminu Samt er mikið lof
(og verðugt) borið á málflutning
hennar og tekið skýrt fram, að hún
hafi hafnað 50% reglunni. En hvað
hún vill annað, það er ekki tíundað
Með þessu móti tekur höfundur
Reykjavíkurbréfs í raun afstöðu með
helmingaskiptaréglunni, enda i fullu
samræmi við hinn rauða þráð
greinarinnar. Þar má sjá eina grund-
vallarhugsun, þrátt fyrir allan tví-
skinnunginn (sem er vafalaust af
ásettu ráði, því að höfundur talar í
siðasta kafla brefsins um að snúa
sér frá „farsanum"), — og sú grund-
vallarhugsun er: varðveizla heimil-
anna undir væng heimavinnandi
húsmæðra Þannig skulu ekki ein-
asta tryggð uppvaxtarskilyrði kom-
andi kynslóða heldur og þroskaskil-
yrði og þægindi fullvaxta karl-
manna Það þarf að koma i veg fyrir
Framhald á bls. 39
Helmingaskiptareglan sízt til þess
fallin að samræma stöðu heimilis-
ins nýjum og breyttum tímum