Morgunblaðið - 22.03.1977, Side 5

Morgunblaðið - 22.03.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 5 Leyfileg manndráp ÞAÐ er ekki Idi Amin, sem fjallað er um í þætti með þessu nafni — heldur er hér um að ræða aðra mynd af þremur um ógnvekjandi afleiðingar sígarettureyk- inga. Meðal annars er spurt um, hvort banna eigi sígarettuauglýsingar, og * sýnd er aðgerð á krabba- meinssýktu lunga. Þýðandi er Gréta Hallgríms og þulur Jón O. Edwald. Þessi eina mynd úr myndaflokknum hefur verið sýnd áður í sjónvarp- inu. Klukkan 20.45: Bílslys m Janani Luwum erkibiskup Erinayo Oryema ráðherra erlendri gagnrýni, því hann væri saklaus af öllum glæpum. Er sagt að hann hafi ennfremur sagt í þess- um viðræðum: „Þetta er hegning guðs, því guð vill ekki að aðrir þjáist. Þá verður í þættinum Utan úr heimi rætt við tvo íslenzka menn, sem fóru I opinberri sendinefnd til að kanna markaðsmál íslend- inga í Nígeríu. Mennirnir, sem rætt verður við, eru Valgarð Ólafsson hjá SÍF og Stefán Gunnlaugsson deildarstjóri i utanríkis- ráðuneytinu. Fór þessi sendinefnd utan til þess að kanna markaðsmál í Afríku al- mennt utan hinna hefð- bundnu markaðssvæða ís- lendinga. Athugasemd að gefnu tilefni —frá Signrgeiri Jónssyni bæjarfógeta VEGNA móðursýkilegra skrifa aö undanförnu út af því að lögreglan í Kópavogi lógaði einum hundi í síðast liðnum mánuði, þykir mér óhjákvæmilegt að leggja aðeins orð í belg. Vil ég þá fyrst nefna nokkur atriði almenns eðlis. 1. Hundahald er bannað i Kópa- vogskaupstað og hefur verið í h.u.b. tvo áratugi. Bæjarstjórn hefur heimild til að veita undan- þágur og eru tvær slíkar nu i gildi. 2. Þrátt fyrir ofangreint bann og þar með lagabrot hvers og eins, sem hefur hund hér i umdæminu án undanþágu bæjarstjórnar, hef- ur löggæsla því miður ekki verið skeleggari en svo síðustu árin, að engin afskipti hafa verið höfð af hundum, sem hafa verið i full- kominni vörslu í húsum, á lóðum eigenda eða verið teymdir á al- mannafæri. Hið eina sem sinnt hefur verið, er að lausir hundar á almannafæri hafa verið teknir ef undan hefur verið kvartað og til þeirra náðst. Sama er ef hundar hafa sannanlega bitið menn og skaðað. Dýrum þessum er yfirleitt lógað af lögreglumanni, sem hefur sérstaklega verið ráðinn til þessa starfa af bæjaryfirvöldum. Þá hefur eigendum hunda, sem alvarlega hefur verið kvartað yfir af nágrönnum, verið settur frestur til þess að losa sig við þá. 3. Það skal játað hér með, að ég hef sem lögreglustjóri, ekki lagt fyrir lögreglumenn í lögregluliði Kópavogs að leita uppi hunda- eigendur og færa þeim hunda, sem teknir eru á viðavangi. Ég hef heldur ekki gefið lögreglulið- inu fyrirmæli um að færa bruggurum brugg, sem þeir kynnu að hafa týnt á almanna- færi. Ég hef yfirleitt ekki lagt fyrir lögregluliðið að dekra við lögbrjóta. í samræmi við framan- greinda skoðun mína á starfi lögreglustjóra, verð ég að lýsa þvi yfir, að ég sækist ekki eftir traustsyfirlýsingum á borð við yfirlýsingu, sem kom fram undir stórfyrirsögn i blaði einu hinn 17. þ.m., um að lögreglan í Reykjavik hafi sýnt hundaeigendum skiln- ing (gagnstætt þvi sem sé i Kópa- ' vogi). Um mál það, sem mestu lætin hafa orðið út af að undanförnu, þ.e. að hundi töldum (líkl. ranglega) úr Mosfellssveit, sem var á flækingi á almannafæri í Kópavogi, var lógað, ætla ég að vera fáorður að sinni. Það mál hefur verið kært fyrir sakadómi Kópavogs og vék ég að sjálfsögðu sæti sem sakadómari í málinu samstundis (hinn 10. þ.m.). Þar var ekki aðeins kært atferli starfsmanns við embætti, sem ég veiti forstöðu, heldur jafn- framt stjórn min á lögregluliðinu. Ég mun koma sem sakborningur fyrir þann dómara, sem falin verður meðferð máls þessa, alveg eins og lögreglumaðurinn. Þar munum við báðir svara til saka, ég fyrir almenn fyrirmæli til lögregluliðsins, en ekki þetta at- vik sérstaklega, og hann vegna þeirra saka, sem hann er borinn. Ég svara til saka fyrir réttum og löglegum dómstólum landsins og það gerir lögreglumaðurinn að sjálfsögðu einnig, en ég mun ekki láta einn eða neinn þvæla mér út i þvarg um málið á öðrum vett- vangi. Það er von mín að sá mikli meirihluti, sem ekki hefur látið glepjast af ólátum þeim, sem hin- ir svokölluðu hundavinir hafa stofnað til á undanförnum árum, bíði með sinn dóm, þangað til um mál þetta hefur verið fjallað fyrir hinum reglulegu og löglegu dóm- stólum landsins. Þangað til biðst ég undan því, að þurfa að eiga frekari orðastað við þá ritsnill- inga sem hafa látið ljós sitt skína um mál þetta að undanförnu. Kópavogi, 19. marz 1977. Sigurgeir Jónsson. Uggandi um hag fatl- aðra á Norð- urlöndum ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra var 20. marz. Af því tilefni ákvað stjórn Bandalags fatlaðra á Norður- löndum á síðasta stjórnarfundi sínum að láta fara frá sér eftir- farandi ályktun: Stjórn Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum, sem er mál- svari 130 þúsund fatlaðra Norðurlandabúa, er uggandi um hag þeirra vegna ríkjandi efnahagsátands. Hvað varðar ástand á vinnu- markaði, þá á fatlað fólk í miklum erfiðleikum við að fá atvinnu við sitt hæfi. örorkulifeyrir er ófullnægj- andi á flestum Norðurland- anna. Hækkun örorkubóta er réttlætismál. Við skipulagningu bygginga og umhverfissköpun i heild ber að taka fullt tillit til fatlaðra og þar er mikilla átaka þörf. Aðgengilegt húsnæði er eitt brýnasta hagsmunamál fatlaðs fólks. Bifreiðamálum fatlaðra verði komið í betra horf og almenningsfaratæki hönnuð eftir þörfum þeirra. Komið verði til móts við þann hóp Framhald á bls. 43 SATA GR/Z sprautukannan er óvenju létt og vel byggð sprautukanna sem sprengir efnið vel í breiðum og jöfnum úða. SATA GR/Z sprautukannan er með mikro loftstillingu og einnig fáanleg með lofthreinsara. SATA GR/Z sprautukannan hentar sérstaklega vel fyrir bílamálara vegna hinna einstöku eiginleika. SATA er þýsk gæðavara. Allir varahlutir fyrirliggjandi. EIN ALVCG EINSTÖK Verð frá kr. 22.800.- Sparslkönnur kr. 19.700.- Remaco hf. Skeljabrekku 4. Kópavogi, sími 44200.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.