Morgunblaðið - 22.03.1977, Síða 21

Morgunblaðið - 22.03.1977, Síða 21
mÓrGÚNRLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 21 Unglingalandsliðið tapaði tvívegis fyrir V-Þjóðverjum ÍSLENZKA unglingalandsliðið í hand- knattleik, sem skipað er leikmönn- um 21 árs og yngri lék tvo landsleiki við Vestur Þjóðverja um helgina. Fóru leikirnir fram f Vellmar og Hildesheim og unnu Þjóðverjarnir sigur í þeim báðum, þeim fyrri 18—15 og þeim seinni 14—7. Fyrri leikurinn fór fram á föstu- dagskvöld og var hann lengst af mjög jafn. Þjóðverjarnir komust f 2—0, en íslendingum tókst fljótlega að jafna, og í hálfleik var staðan jöfn 8—8, Framan af seinni hálfleik var leikurinn einnig í járnum og var t.d. jafnt á tölunni. 11. En Þjóðverjarnir reyndust svo sterkari á endasprett- inum og sigruðu sem fyrr segir með 18 mörkum gegn 15. Beztu leikmenn íslenzka liðsins f þessum leik voru þeir Þorbergur Aðalsteinsson, sem átti mjög góðan leik bæði f sókn og vörn, og Steindór Gunnarsson, sem barðist af miklum krafti f vörninni og var að venju einnig drjúgur f sóknarleiknum. Þor- bergur var markhæstur íslenzku pilt- anna með 8 mörk, þar af 4 úr víta- köstum. Konráð Jónsson skoraði 4 Steindór Gunnarsson 2 og Hannes Leifsson 1. Framhald á bls. 46 Páll löglegur DÓMSTÖLL Handknattleikssam- bands íslands kom saman til fundar í gær, og tók fyrir kæru ÍR-inga á Víkinga fyrir aö Páll Björgvinsson lék með Víkingslið- inu gegn ÍR á dögunum, en sem kunnugt er hafði Páll fyrr á þessu keppnistimabili leikið með 3. deildar liði Akraness. Dómararnir voru sammála í úrskurði sfnum, sem var á þá leið, að löglega hefði verið að félagaskiptum Páls staðið og hann því fullgildur og löglegur leikmaður með Víkings- liðinu i umræddum leik. Kristinn byrjar vel meö ÍA UM HELGINA fóru fram tveir leikir I Litlu-bikarkeppninni i knatt- spyrnu. Léku Akurnesingar við FH-inga á Akranesi, en Breiðablik og Keflavik léku í Kópavogi. Báðir þessir leikir voru allsæmilegir, miðið við tima og aðstæður, en nokkur for var á völlunum þar sem þeir voru leiknir. Akurnesingar sigruðu FH-inga með þremur mörkum gegn einu og skoraði Kristinn Björnsson, sem lék þarna sinn fyrsta leik með hinu nýja félagi sinu fyrsta mark leiksins. Ólafur Danivalsson jafnaði fyrir FH, en undir lok leiksins skoraði hinn ungi og skemmtilegi sóknar- maður Akurnesinga, Pétur Pétursson, tvö mörk með skömmu millibili. Leikur Breiðabliks og Keflavikur var ekki eins vel leikinn, en þó áttu bæði liðin allgóða spretti. Lyktaði leiknum með jafntefli 1 — 1. Pór Hreiðarsson skoraði fyrir Breiðablik, en Rúnar Georgsson fyrir Kefla- vlk. Einar til Polizei Hannover ÉINAR Magnússon handknattleiksmaður hefur nú ákveðið að yfirgefa H:mburger SV I vor og ganga yfir f raðir Polizei Hannover. Eins og nafnið bendir til er félag þetta í Hannover I V- Þýzkalandi og er það tengt lögreglunni á staðnum. Liðið er um þessar mundir f efsta sæti 2. deildar og nær öruggt um að komast upp f 1. deild. Reiknar Einar með þvf að verða hjá liðinu 1—2 ár, og í samtali við Mbl. sagði hann, að samningurinn við félagið væri mjög hagstæður að sfnu mati. Polizei Hannover leika m.a. tveir fyrrverandi landsliðsmenn, og er annar þeirra Bernt Munk, sem margir kannast við. Guðjón Magnússon hefur ekki gengið frá sfnum málum en hann verður ekki hjá Hamburger nema til vorsins. Gfsli Þorsteinsson hefur þarna gengið tra einum keppinauta sinna, en varð svo að láta f minni pokann fyrir Viðari f úrslitum. VIÐAR LAGÐIGÍSLA í ÚRSUTUM JÚDÚMÓTSINS VIÐAR Guðjohnsen, Armanni, bar sigur úr býtum f opnum flokki á júdómeistaramóti ís- lands sem fram fór f iþróttahúsi Kennaraháskóla íslands á sunnu- daginn. Keppti Viðar til úrslita við Gfsla Þorsteinsson, félaga sinn úr Ármanni, og var það all- skemmtileg og hörð viðureign. Gísli fékk vfti á sig snemma f glfmunni, fyrir að stfga út af dýn- unni, og seinna í glfmunni náði Viðar að sveifla honum f gólfið og fá wasari-stig, sem nægðu til sig- urs. Sýndi Viðar mikið öryggi f keppninni, og var tækni hans áberandi betri en flestra keppi- nauta hans. Aðeins einu sinni átti Viðar f erfiðleikum, en það var f glfmu við Hákon Halldórsson. Fékk hvorugur stig í glímunni, en Viðari var dæmdur sigurinn, þar sem hann náði að sækja heldur meira. í undanúrslitum glímdi Viðar við Kristmund Baldursson frá Keflavík, sér miklu þyngri mann, og vann nokkuð öruggan sigur. Kristmundur er hins vegar ekkert lamb að leika við, og hafði áður unnið góða sigra i keppninni. Gísli Þorsteinsson keppti við Benedikt Pálsson i undanúr- slitunum. Hafði Benedikt betur lengst af, en að lokum náði Gísli honum i gólfið og gat haldið honum þar í tilsettan tima. Voru það þvi þeir Benedikt og Kristmundur sem deildu með sér þriðju verðlaununum i mótinu. Til stendur að Viðar Guðjohn- sen fari til Japans í vetur eða vor til æfinga, en hingað til hafa ekki fengist tilskilin leyfi til dvalar hans þar. Stendur það þó vonandi til bóta, og víst er að ef Viðar fær ákjósanlega aðstöðu til æfinga þarf varla að þvi að spyrja að hann kemst i fremstu röð í íþrótt- inni. Norðurlandamótið Norðurlandamótið i júdó fer fram í Noregi um næstu helgi, og hefur Júdósambandið ákveðið að senda þangað fullskipaða sveit. Hafa eftirtaldir júdóménn verið valdir til fararinnar: Svavar Carlsen, JFR, Gisli Þorsteinsson, Á, Viðar Guðjohnsen, Á, Kári Jakobsson, Á, Halldór Guðnason, JFR, Sigurður Pálsson, JFR og Jóhannes Haraldsson, UMFG. Svavar Carlsen var ekki meðal keppenda í opna flokknum, — mun ætla að einbeita sér að keppni Norðurlandamótsins, en á þeim vettvangi hefur hann oft staðið sig mjög vel. Kvennaflokkur Þau óvæntu úrslit urðu í kvennaflokki á mótinu á sunnu- daginn að Anna Lára Friðriks- dóttir, Á, vann þar sigur. Var hún reyndar jöfn að vinningum við þær Sigurveigu Pétursdóttur og Þóru Þórisdóttur og urðu tækni- stig að skera úr urn vinninginn, og af þeim hafði Anna Lára flest. Anna er mun léttari en hinar stúlkurnar tvær, og sigur hennar þeim mun athyglisverðari. í fjórða sæti í keppninni varð svó Anna Llndal. Allar þessar stúlkur eru úr Ármanni. Stenmark hélt sýningu í Aare SÆNSKI skíðagarpurinn Ingemar Stenmark hefur nú tryggt sér sig- ur i heimsbikarkeppninni i alpa- greinum annað árið i röð. Um helgina fóru fram mót i svigi og stórsvigi í Aare i Svíþjóð og vann Stenmark sigur I báðum greinum. Þar með hefur hann hlotið 314 stig, og getur enginn keppinauta hans náð þeim stigafjölda. Afrek Stenmarks er stórglæsilegt, ekki sizt ef tekið er tillit til þess að hann byrjaði mjög illa i mótum vetrarins, og var það ekki fyrr en liða tók að jólum að hann náði sér verulega á strik. Svigkeppnin fór fram á laugar- daginn og i henni vann Stenmark yfirburðasigur. Samanlagður timi hans var 1:38.93 min., en Franco Bieler, ítaliu. varð i öðru sæti á 1:40,52 min. og Gustavo Thoeni frá ítaliu varð þriðji á 1.40,52 min. Helzti keppinautur Sten- marks um heimsbikarinn, Klaus Hedegger frá Austurriki, varð hins vegar að gera sér fimmta sætið að góðu á 1:41,51 min. Með þessum sigri hafði Stenmark raunverulega tryggt sér heimsbikarinn, og var gifurlegur fögnuður rikjandi meðal aðdáenda hans i Sviþjóð. Í gær, mánudegi, var svo keppt i stórsvigi, og þá sýndi Stenmark sennilega betur hæfni sina en nokkru sinni fyrr. í keppni þessari hafði hann raunar ekki til svo mikils að vinna, þar sem heims- bikarinn var orðinn hans, en eigi að siður var „keyrt" á fullri ferð og i fyrri ferðinni fór Stenmark hreinlega á kostum. Hraði hans var með ólikindum — miklu betri en . nokkurs annars. í seinni ferðinni hélt Stenmark upptekn- um hætti. Hann fór brautina að þvi er virtist upp á lif og dauða. i miðri brautinni hlekktist honum á, en tókst að bjarga sér út úr erfið- leikunum og ná sér á strik aftur. Var timi hans hvorki meira né minna en 2,20 sekúndum betri en næsta manns, en svo mikill tima- munur er óvenjulegur — oftar er barizt um sekúndubrot en sekúndur i mótum sem þessum. Eftir keppnina i Sviþjóð hefur Ingemar Stenmark hlotið samtals 314 stig i heimsbikarkeppninni, Klaus Heidegger er með 248 stig. Austurrlkismaðurinn Klaus Heidegger t.v og Svlinn Ingemar Stenmark t.v. — tveir efstu menn I heimsbikarkeppninni I ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.