Morgunblaðið - 22.03.1977, Side 29

Morgunblaðið - 22.03.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 29 Sæluvika Skag- firðinga hafin Sauðárkróki, 21. marz SÆLUVIKA Skagfirðinga hófst hér I gær með guðsþjónustu f Sauðárkrókskirkju. Sóknarprest- urinn, séra Sigfús J. Árnason, predikaði. Klukkan fjögur var opnuð málverkasýning I Safna- húsi Skagfirðinga. Þar eru til sýnis og sölu verk þriggja málara, þeirra Einars Hákonarsonar, „Er á meðan er“, leikrit Leik- félags Sauðárkróks á sæluviku Skagfirðinga. A m.vndinni eru Ólafur Jóhannsson og Jón Ormur Ormsson f hlutverkum sfnum. — Ljósm.: Stefán Pedersen Valtýs Péturssonar og Þórðar Hall. I gærkvöldi frumsýndi svo Leikfélag Sauðárkróks gaman- leikinn „Er á meðan er“ eftir Kaufman og Hart fyrir fullu húsi og við afbragðs undirtektir áhc-f- enda. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrimsdóttir. í sýningur.ni koma fram 19 leikarar og með stærstu hlutverkin fara Elsa Jóns- dóttir og Hafsteinn Hannesson. 1 dag, mánudag, er dagur barn- anna og er margt til skemmtunar: sýning Leikfélagsins, kvikmynda- sýning, gagnfræðaskólanemar skemmta með leikþáttum n g fleiru og síðan er unglingadans- leikur. Þá er í kvöld samkom;- Sauðárkrókskirkju. Þar syngur kirkjukór Sauðárkróks undir stjórn Jóns Björnssonar tón- skálds, Þórunn Ölafsdóttir syn~ui og séra Pétur Ingjaldsson flytur ræðu. Á sæluvikunni er margt til skemmtunar auk þess sem áður er talið. Á þriðjudag og laugardag syngur samkór Sauðárkróks undir stjórn Gunnlaugs Ólsen, Kvenfélag Sauðárkróks hefur fjölbreyttar kabarettsýningar, kvikmyndasýningar eru alla daga og dansleikir flest kvöld. Hér er afbragðsgott veður og menn hugsa gott til glóðarinnar að njóta sæluvikunnar. — jón. Afli Horna- fjarðarbáta mjög tregur Höfn f Hornafirði, 21. marz. ÁFLI Hornafjarðarbáta hefur verið mjög tregur að undanförnu og hafa bátarnir 10 sem héðan róa fengið þetta 1,5 til 7 lestir I róðri. Langaflahæsti báturinn er Giss- ur hvíti, sem kominn er nokkuð yfir 400 lestir, en Gissur hvíti var lengi framan af á línu og aflaði þá mjög vel. Þá hefur báturinn einnig aflað hvað bezt 1 netin upp á síðkastið. t gær voru bátarnir 10 með alls 37 lestir og af þessum afla var Gissur hvfti með tæpar 10 lestir. A Brettingur med sæmi- legan afla Vopnafirði, 21. marz SKUTTOGARINN Brettingur landaði 135 tonnum á Vopnafirði 1 síðustu viku. Aflann fékk togar- inn á miðunum úti fyrir Aust- fjörðum og hefur hann þá fengið alls um 700 tonn frá áramótum, sem er mun meiri afli en var á sama tíma í fyrra. Mikinn hluta síðastliðins árs þurftu austfirzku togararnir að sækja fjarlægari mið vegna yfir- gangs Breta á miðum austfirzku togaranna en þá voru þar að jafn- aði 40 til 50 brezkir togarar að veiðum. Nú hafa aðstæður breytzt og er afli sæmilegur sem stendur. — (iiunnlaugur. A Loðnubræðsl- unni að ljúka á Vopnafirði Vopnafirði, 21. marz — NU er búið að bræða rúmlega 20 þúsund tonnaf loðnu 1 Vopnafirði en alls hafa komið á land 22.500 tonn og hefur bræðsla gengið mjög vel.^ÁðéMVS, iftLeU,. ,bát3r hafa komið með loðnu til Vopna- fjarðar sfðan um miðjan febrúar. Þrátt fyrir það er þetta mesta magn, sem borizt hefur af loðnu til Vopnafjarðar á einni vertíð. Fyrir nokkru var lagt í tölu- verðan kostnað við að koma upp hrognaskilju á löndunarbryggj- unni. Var það gert i þeim tilgangi að fá hrogn til frystingar. Enn sem komið er hefur skiljan lítið sem ekkert verið notuð og mun sennilega ekki verða á þessari vertíð, nema til komi verulegir flutningsstyrkir fyrir loðnufarma til Vopnafjarðar. — Gunnlaugur A Góður afli hjá Sigluvík Siglufirði, 21. marz. SIGLUVÍK kom 1 gærkvöldi inn með 80 tonn til löndunar af góð- um fiski, en mikil bolfiskveiði er nú hér nyðra. Þá hafa menn nú lagt fyrstu grásleppunetin, en afraksturinn er enn ekki Ijós. Loðnubræðslan hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins bræðir nú 1.600 tonn á sólahring og i gær var Suðri að lesta mjöl í Siglufirði. Þar var þá bliðviðri mikið og hlánuðu miklir skaflar. — m.j. A Nýr bátur til Þorláks- hafnar Þorlákshöfn, 21. marz. Á MORGUN er væntanlegur til Þorlákshafnar 217 lesta stálbátur. Hann er keyptur frá Noregi og hefur hlotið nafnið Jóhann Gísla- son ÁR 42. Gelttingur h.f. er eig- andi bátsins. Skipstjóri verður Bjarnhéðinn Elíasson, Vestmánnaeyjum. Framkvæmdastjóri Glettings h.f. er Þorleifur Björgvinsson, Skál- holtsbraut 4, Þorlákshöfn. Þá má til gamans geta að það sem af er þessari vertið eru tveir bátar Glettings langaflahæstir i Þor- Iákshöfn, þeir Höfungur III með 581 tonn og Jón frá Hofi með 490 tonn. Vonandi fylgir gæfan einn- ig hinum nýja báti félagsins. S—£ nlintl tslenzkar sýningarstúlkur sýna fatnað úr fslenzkri ull á tfzkusýningu f Bella Center. SJÖ islenzk fyrirtæki sýndu dagana 17. til 20. marz sl. á kaupstefnunni Scandinavian Fashion Week í Bella Center í Kaupmannahöfn en fyrirtækin sýndu ullar- og skinnavörur. Fyrir- tækin, sem sýndu, voru Álafoss, Gráfeldur, Prjónastofa Borgarness, Les Prjón, Hilda, Alís og Sambandið, iðnaðardeild. Sýningarsvæði íslenzku fyrirtækjanna var sam- tals 350 ferm. sem er stærra svæði en íslenzk fyrirtæki hafa nokkru sinni sýnt á í Bella Center. Á sýninguna komu fleiri gest- ir en nokkru sinni fyrr eða um 20% fleiri. Er þetta athyglis- vert þar sem sýningargestir reyndust færri á IGEDO sýn- ingunni í Dusseldorf, sem var í sömu viku og fjögur íslenzk fyrirtæki tóku þátt i. Sjö íslenzkar sýningarstúlkur tóku þátt í sýningunni og höfðu tízkusýningar þrisvar á dag. Þóttu þær takast sérstaklega vel og sáu þúsundir sýningar- gesta sýningarnar. Sérstakur hádegisverður var haldinn fyrir blaðamenn, og komu þangað um 30 blaðamenn víðs vegar að, aðallega frá Ein sýningardeilda fslenzku fyrirtækjanna á sýningunni. íslenzka sýningarvaran seld- ist vel enda þótt vissrar sölu- tregðu gæti almennt í Evrópu um þessar mundir, að því er segir í fréttatilkynningu frá Útflutníngsmiðstöð iðnaðarins. Sýningar á fslenzka fatnaðinum fóru fram þrisvar á dag meðan á sýningunni stóð. Norðurlöndum. Var boðið upp á íslenzkt lambakjöt og íslenzkt brennivín meðal annarra veit- inga og haldinn sérstök tízku- sýning. Fyrir hádegisverðinum stóð íslenzki sendiherrann i Kaupmannahöfn. Margir blaða- mannana skoðuðu vöruna ræki- lega og tóku myndir. Annars hefur ísl. vörurnar verið lof- samlega getið í þýzkum, ensk- um og norrænum fagblöðum fyrir sýninguna en að þessu sinni var sérstök samvinna höfð við blaðadeild Bella Center. íslenzk ullar- og skinnavara sýnd í Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.