Morgunblaðið - 22.03.1977, Síða 31

Morgunblaðið - 22.03.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 31 Rekstrar- og afurðalán bænda: Lánafyrirgreiðsla beint til bænda Tveir þingflokksmenn stjómarandstöðu lýstu stuðningi við tillögu til þingsályktunar þar um Eftirtektaverðar umræður fðru fram f sameinuðu þingi sl. fimmtudag um tillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar um greiðslu rekstrar- og afurðalána f landbúnaði beint til bænda. Formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar (Lúðvfk og Gylfi Þ.) lýstu yfir stuðningi við tillöguna, en landbúnaðarráðherra taldi tormerki á framkvæmd hennar. Framsaga Eyjólfs Konráðs var birt f heild á þingsíðu blaðsins sl. föstudag og vfsast til hennar um nánari efnisatriði tillögunnar Hér á eftir verður laus- lega rakinn efnisþráður úr ræðum annarra þingmanna en aðeins stiklað á þvf stærsta f máli þeirra. En umræðu var frestað voru nokkrir þingmenn á mælendaskrá. Umræðunni verður sennilega fram haldið í sameinuðu þingi á morgun. marksútborgun sláturleyfishafa, sem er 75% grundvallarverðs, en gat þess að Kaupfélag Borgfirð- inga hefði greitt allt upp í 83% af innleggi að hausti og stefnt væri að 90% greiðslu á komandi hausti — eða þvi næsta. Vextir væru reiknaðir að fullu á það, sem ógreitt væri. Séu dregin saman þau atriði, sem ráðherra taldi nú unnið að í lagfæringarátt, eða þegar leiðrétt, voru þau þessi: „1. Að fá endurkaupaprósent- una hækkaða. 2. Að fá endurkaupalán á allar afurðir landbúnaðarins, en þetta hafi að hluta til fengizt 1971 og 1972. 3. Að fá lánaútreikninga leið- rétta á árinu vegna verðlagsbreyt- inga, sem kunna að verða. Þetta hefur verið gert fyrir mjólkuraf- urðir (leiðrétt í marz), en ekki sauðfjárafurðir. 4. Að fá leiðréttingu á vöxtum. 5. Að viðskiptabankarnir veittu sin lán í heilu lagi. 6. Að endurkaupalán fengjust á kartöflur í líkum mæli og aðrar búvörur. 7. Að fá afurðalán við fram- leiðslu á heykögglum i græn- fóðurverksmiðjum, sem hefur nú tekizt. Ráðherra ítrekaði að ýmsir ann- markar væru á framkvæmd þeirr- ar tillögu, er Eyjólfur Konráð hefði nú flutt. Vitnaði hann i þvi efni til viðræðna sinna og seðla- bankastjóra. Drap hann i þvi sam- bandi m.a. á nauðsynlegar veð- setningar. Hins vegar þyrfti að vinna að því að rekstrarlán greiddust sem beinast viðkom- andi bændum. En samhengi þyrfti að vera í töku rekstrar- og afurðalána, því afurðalánin leystu rekstrarlánin af hólmi, þegar framleiðsluvörur væru komnar til sölumeðferðar. Ráðu- neytið myndi vinna áfram að leið- réttingu þessara mála. Slátur- leyfishaíar þyrftu að geta greitt bændum 90% af afurðarverði strax við innlegg. UNNIÐ AÐ ENDURSKOÐUN LÁNAFYRIRKOMULAGS. Halldór E. Sigursson land- búnaðarráðherra vék m.a. að gjaldeyristekjum þjóðarinnar af útfluttum landbúnaðarafurðum, einkum af ullar- og skinnavörum, en einnig af kjöti. Tekjur ríkis- sjóðs (innflutningsgjöld) af að- föngum, sem þessi gjaldeyrir stæði undir, hefði skilað rfkis- sjóði á annan milljarð umfram það, sem margumtalaðar útflutn- ingsbætur á landbúnaðarafurðir hefði kostað hann. Utflutningur hefði numið 5'A milljarði króna. Aðflutningstekjur rfkissjóðs hefðu numið um 50% af þeirri fjárhæð. Ráðherra sagði að rekstrarlánin gerðu bændum kleift að fjár- magna kaup á rekstrarafurðum, s.s. kjarnfóðri og áburði, en Áburðarverksmiðjan lánaði 50% af áburðarverði með baktrygg- ingu i afurðalánum. Rekstrarlán- in væru og framfærslueyrir bændafólks unz andvirði fram- leiðslu fengist greitt. Ráðherrann rakti síðan þá þróun sem orðið hefði í meðferð rekstrar- og af- urðalána til bænda gegn um árin, en mál þessi voru í sífelldir endurskoðun. Ráðherra sagði að unnið væri að þvi að viðskiptabankarnir veittu sin viðbótarlán (30% ofan á lán Seðlabanka) í einu lagi, i stað þriskiptrar greiðslu. Ef reiknað væri með vísitölu búvöru- verðs 100% 1970 væru afurðalán komin i 358% 1975. Þau hefðu aukizt að verðgildi um 47,2% um- fram það, sem verðhækkanir hafa verið. Afurðalánin veitast út á veð í afurðum, sagði ráðherra; þvi verði afurðasölufélögin að taka þau og ábyrgjast greiðslur þeirra. Ráðherra sagðist hafa rætt þann möguleika við seðlabanka- stjóra að lán þessi yrðu greidd bændum beint. Það hefði korhið fram, að slíkt myndi reynast mjög erfitt i framkvæmt, „þvi einhver yrði að vera ábyrgur aðili líka, og að þeirra mati gat það nú ekki verið annar en sláturleyfishafi'1, sagði ráðherra. Hins vegar mætti e.t.v. koma þessu betur fyrir en nú er, og samræma sjónarmið, sem fram kæmu í tillögu Eyjólfs Konráðs og þau , er riktu hjá ráðuneytinu. Ráðherra ræddi síð- an um leiðir, sem athuga þyrfti í þessu sambandi, og rakti jafn- framt dæmi þess, að seljendur væru „búnir aðfá hjá sínum við- skiptafyrirtækjum meiri fyrir- greiðslu heldur en þau hjá sínum viðskiptabönkum." Síðan ræddi ráðherra um lág- kvæmdin i öðrum atvinnugrein- um framleiðslunnar i landinu. Nú væri hins vegar sá háttur á að aðrir aðilar en bændur fengju fyrst í hendur rekstrarlán bænda, og hin ýmsu aukalán, en síðan væru bændur i viðskiptum við þessa aðila með því „eldgamla fyrirkomulagi, sem þekktist reyndar áður hjá fleirum en bændum, þ.e. innskriftafyrir- komulaginu". Bændur fá að vísu sitt, stundum seint og síðar meir, „en þessum fjármunum er bland- að saman við margvíslegan rekst- ur þessara aðila". Það kom og fram á umræddum bændafundum „að sumir sláturleyfishafar hefðu skilað bændum þessum fjármun- um lakara en aðrir". sagði þingmaður. Varðandi framkvæmd breyttra lánahátta sagði Lúðvik: „Auðvit- að yrðu það opinberir trúnaðar- menn, t.d. búnaðarfélags, sem gæfu um það vottorð, áður en bóndi fær rekstrarlán, hvað hann á að fá mikið og hvað stendur til að hann geti staðið undir mikilli greiðslu á haustdögum. Það ættU að vera hægt i landbúnaði, eins og í smáiðnaði eða margbreytilegum sjávarútvegi, að koma við við- bótartryggingum frá hverjum bónda, ef það er talið nauðsynlegt til þess að tryggja þessi rekstrar- lán“. „Ég held satt að segja, að bændur fái aldrei lausn á þessum vandamálum fyrr en þessu skipu- lagi hefur verið breytt... “ — „Ég fullyrði það, að ef aðilum í sjávar- útvegi væri boðið upp á þetta fyrirkomulag, þá yrði þar almenn uppreisn. Menn gengju ekki inn á það, sem reka fiskibáta í dag, að þeim væri sagt: Vegna þess að fiskurinn þinn er lagður upp í þessu frystihúsi, þá tekur frysti- húsið þau rekstrarlán, sem þú átt að fá og þú skalt einfaldlega eiga við forstjóra þess.“ „Ég held líka, að til þess að ná eðlilegum tökum á stóru vanda- máli, sem kaupfélögin í landinu standa frammi fyrir nú, varðandi fjárhagshlið rekstrar, þá verði að breyta þessu kerfi." Lúðvík vék siðan nokkuð að all- mennri lánsfjárpólitik í þjóð- félaginu, sem þyrfti vendilegrar yfirvegunar við. Lýsti hann síðan Halldór E. Sigursson landbúnaðarráðherra. Lúðvfk Jósepsson, form. þingfl. Alþýðubandalagsins. Gylfi Þ. Gfslason, form. þingfl. Alþýðuflokksins. stuðningi við framkomna tillögu Eyjólfs Konráðs, þó að hann hefði kqsið, að tekið yrði á lánsfjár- vanda bænda með viðtækara hætti en i tillögunni fælist. EINDREGINN STUÐNINGUR _______VIÐ TILLÖGUNA.__________ Gylfi Þ. Gfslason (A) lýsti yfir „eindregnum stuðningi mínum Við þessa tillögu". Eðlilegt sé að Alþingi feli ríkisstjórninni að hlutast til um, að viðskiptabankar greiði rekstrar- og afurðalán land- búnaðarins beint til bænda. Með þessari tillögu lýsti Alþingi því yfir, að bændur eigi rétt á þvi að fá sjálfir, beint og milliliðalaust, umráð yfir þeim hluta lánsfjár landsmanna, sem bankar veita i formi rekstrar- og afurðalána til stuðnings íslenzkum landbúnaði. „Auðvitað eiga bændur sjálfir að fá þau lán, sem til búrekstrar eru veitt, en ekki þeir milliliðir, sem annast vinnslu úr afurðum þeirra eða sölu á þeim. Milliliðir, hvort sem eru vinnsluaðilar eða sölu- aðilar, eiga að sjálfsögðu rétt á nokkru rekstrarfé úr lánsfjár- kerfinu." „En það sem bændum sjálfum er ætlað til búrekstar síns á að ganga beint til þeirra. . .“ Gylfi sagði það e.t.v. þægilegra fyrir bankakerfið að hafa fáa við- skiptaaðila og stóra, og setti sig þvi á móti hér um ræddum breyt- ingum. Það væru þó ekki nægileg mótrök að kerfisbreyting væri „óþægileg" fyrir bankakerfið. Það kæmi hins vegar á óvart að landbúnaðarráðherra, sem „ætla mætti að væri málsvari hagsmuna bænda'' héldi sig við „ímynduð hagkvæmissjónarmið banka- kerfisins.'' Gylfi sagði síðan: „Ég tel tvi- mælalaust, að Alþingi eigi að sam- þykkja þessa tillögu og tryggja þar með, að þessu fyrirkomulagi verði breytt. Ef Alþingi samþykk- ir þessa tillögu, þá getur banka- kerfið ekki annað en breytt um fyrirkomulag og tekið upp það form, að lánin verði greidd bænd- um beint.. “ Gylfi vék síðan að staðhæfing- um ráðherra um hagkvæmni út- flutningsbóta á útfluttar land- búnaðarafurðir. Niðurgreiðslur innanlands væru að sjálfsögðu fyrst og fremst styrkur til neyt- enda og hagstjórnartæki, þó bændur nytu að visu góðs af í mun auðseljanlegri framleiðslu. Utflutningsbæturnar væru hins vegar meira en umdeilanlegar. Ráðherra héldi þvi fram að ríkis- stjóður hefði um 50% að- flutningsgjaldatekjur á innflutt- an varning, sem fengist fyrir gjaldeyri útfluttra landbúnaðar- affurða (sem væri 5.500 m.kr) eða um 2700 m. kr., en út- flutningsbætur væru hins vegar aðeins 1400 m.kr. Hér er um fáránlega röksemdafærslu að ræða, sagði þingmaðurinn. Við skulum aðeins hyggja að hlið- stæðu. Við fluttum út sjávaraf- urðir í fyrra fyrir 53.000 m.kr. Væntanlega hefur ríkissjóður hliðstæðar tekjur af þeim útflutn- ingi. Sé það rétt að landbúnaður eigi 50% gjald af útflutningi landbúnaðarafurða, þá á sjávarút- vegurinn væntanlega sama hundraðshluta af sínum útflutn- ingi, eða 26 — 27 milljarða króna. Ef einhver útflutningsgrein í Framhald á bls. 46 niÞinci SÖMU LANAREGLUR FYRIR BUVÖRU OG AÐRA FR AMLEIÐSLU 1 LANDINU. Lúðvík Jósepsson (Abl) minnti á fjölmenna bændafundi víðs veg- ar um land, sem haldnir hefðu verið á sl. hausti, einkum um lánamál landbúnaðar. Það er min skoðun sagði Lúðvik, að taka þurfi lánamál landbúnaðar fyrir með nýjum hætti og breyta þeim i grundvallaratriðum til samræmis við gildandi reglur i öðrum at- vinnugreinum í þjóðarbúskapn- um. Bankakerfið á að sjálfsögðu að lána hverjum bónda eðlilegt rekstrarlán frá ársbyrjun og fram í sláturtið; þannig, að tryggt sé, að bóndinn fái laun sín greidd með eðlilegum hætti þar til afurðir hans eru yfirteknar af kaupanda til dreifingar. Eftir sláturtið sé eðlilegt að rekstrarlán séu leyst af hólmi með afurðarlánum, þann veg að sláturleyfishafi geti gert sómsamlega og tímanlega upp við innleggjendur. Þannig væri fram- Tillaga til þingsályktunar: I> jóðaratkvædi um af- nám prestskosninga ÞRlR þingmenn, Þorvaldur Garðar Krist jánsson, forseti efri deildar Alþingis, Ásgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings, og Ragnhildur Helga- dóttir, forseti neðri deildar, hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um þjóðaratkvæði um prestskosningar. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninní að láta fara fram þjóðaratkvæði, jafnhliða næstu alþingiskosningum, um það, hvort afnema skuli beinar og almennar prestskosningar. I greinargerð er vitnað til þess, að 3ja kirkjuþing þjóð- kirkju íslands hafi samþykkt, árið 1962 frumvarp að lögum um veitingu prestakalia, þar sem gert var ráð fýrir afnámi beinna og almennra kosninga. Frumvarp þetta var lagt fram á Alþingi 1962—1963, aftur 1964 enn á ný 1972—1973 og loks 1973—1974.1 hið síðasta skiptið var málinu visað til ríkisstjórn- arinnar en varð ekki útrætt í hin fyrri skiptin. Af hálfu þjóð- kirkjunnar hafa verið færð fram þau rök fyrir nýrri skipan um veitingu prestakalla, „að prestskosningar í núverandi mynd reynast einatt illkynjuð þolraun fyrir söfnuðina og þær geri prestum óeðlilega erfitt að færa sig til á starfssviði sinu.“ Kirkjuþing hefur ítrekað áréttað afstöðu sína. Þá er þess getið að á síðasta þingi hafi verið lögð fram til- laga til þingsályktunar um skipun nefndar til að endur- skoða lög um veitingu presta- kalla, en ekki hlotið afgreiðslu. Þessi tillaga hefur nú verið endurflutt á yfirstandandi þingi. Ljóst virðist að djúp- stæður ágreiningur sé milli Kirkjuþings og Alþingis um gildi prestskosninga og hafi svo verið sl. 15 ár. Málið sé þvi sjálfheldu og æskilegt að finn; lausn sem fyrst. Orðrétt segir lok greinargerðarinnar: „Þjóð kirkjan nýtur sérstakrai stjórnarskrárverndar, og breyt ingar á kirkjuskipun rikisin: skulu samkvæmt stjórnar skránni lagðar undir þjóðarat kvæði til samþykktar eð; synjunar. Af þessu er ljóst. hvt stjórnarskráin leggur mikh áherzlu á, að almenningur landinu sé hafður með í ráðun um kirkjuskipunina. Tillaga sú sem hér er borin fram, skai ekki heimfærð beint undii þetta stjórnarskrárákvæði, er samt er hún vissulega í beztt samræmi við það tillit. sem þai er tekið til fólksins, sem þjóð kirkjan á að þjóna. Og svo bezt eflum við kristni og kirkju i iandinu, að saniráð verði haft við fólkið sjálft. í trausti þess er þessi tillaga til þingsályktun- ar fram borin.''

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.