Morgunblaðið - 22.03.1977, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977
35
Loðnuaflinn orð-
inn 516.383 lestir
á laugardagskvöld
A laugardagskvöld var heildar-
loðnuaflinn orðinn 516.383 lestir
en á sama tfma I fyrra var aflinn
312.926 lestir, eða meir en 200
þúsund lestum minni. Aflinn í
sfðustu viku var 51.195 lestir. Nú
hefur 81 skip fengið einhvern
afla, en I fyrra höfðu 76 skip
fengið afla, að þvf er segir f
skýrslu Fiskifélags tslands.
Aflahæsta loðnuskipið s.l.
laugardagskvöld var Sigurður RE
4 með 20.222 lestir, skipstjórar á
Sigurði eru þeir Kristbjörn Arna-
son og Haraldur Agústsson. Ann-
að aflahæsta skipið var á laugar-
dag Guðmundur RE 29 með
17.462 lestir, skipstjórar Páll
Guðmundsson og Hrólfur Gunn-
arsson, og þriðja aflahæsta skipið
var Börkur NK 122 með 17.342
lestir, skipstjórar Magni
Kristjánsson og Sigurjón Valdi-
marsson.
Sem fyrr eru löndunarstaðir
loðnu 22 talsins og hefur mestu
verið landað í Vestmannaeyjum
eða 84.550 lestum, þá kemur
Seyðisfjörður með 57.720 lestir og
Neskaupsstaður með 43.292 lestir.
Meðfylgjandi skýrsla er yfir þá
báta er fengið hafa einhvern afla:
Sigurður RE 4 20222
(íuðmundur RE 29 17.462
Börkur NK 122 17.342
Gísli Arni RE 375 13.173
Grindvfkingur GK 606 13.822
Pélur Jónsson RE 69 13.632
SÍilan EA 300 13.269
Hilmir SlJ 171 12.333
Rauósey AK 14 12.062
Örn KE 13 12.007
Loftur Baldvinsson EA 24 11.967
Eldborg GK 13 11.646
Fffill GK 54 11.338
Alberl GK 31 10.893
Gullberg VE 292 10.683
Hákon ÞH 250
Arni Sigurður AK 370
Jón Finnsson GK 506
Asberg RE 22
Skarðsvfk SH 205
Huginn VE 55
Helga Guðmundsdóttir BA 77
HrafnGK 12
Þórður Jónasson EA 350
Guðmundur Jónsson GK 475
Bjarni ólafsson AK 70
Kap II VE 4
Óskar Halldórsson RE 157
Helga II RE 373
StapavfkSI 4
Sæbjörg VE 56
Svanur RE 45
Isleifur VE 63
Magnús NK 72
Helga RE 49
Skfrnir AK 16
Húnaröst AR 150
Hilmir KE 7
Keflvfkingur KE 100
Flosi tS 15
Gunnar Jónsson VE 555
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255
Arsæll Sigurðsson GK 320
Freyja RE 38
Náttfari ÞH 60
Arsæll KE 77
Dagfari ÞH 70
Vörður ÞH 4
Vfkurberg GK 1
Sæberg SU 9
Skógey SF 53
Sigurbjörg ÓF 1
Vonin KE 2
FaxiGK 44
Andvari VE 100
Arni Magnússon AR 9
Kári Sölmundarson RE 102
Arnarnes HF 52
Ólafur Magnússon EA 250
Þórkatla II GK 197
BáraGK 24
Geir goði GK 220
Bylgja VE 75
Sóley AR 50
Arnar AR 55
Bergur VE 44
Snæfugl SU 20
Sölvi Bjarnason BA 65
Sandafell GK 82
Bjarnarey VE 501
Hamravfk KE 75
Alsey VE 502
Vfkingur AK 100
Reykjanes GK 50
Steinunn RE 32
Hringur (>K 18
Klængur A.R 2
Asborg (íK 52
Glófaxi VE 300
Suðurey VE 500
Steinunn SF 10
Skipaf jöldi 81
Vikuafli 51195 lestir.
Heildarafli 516.383 lestir.
10.054
9.961
9.932
9.727
9.544
9.499
9.499
9.476
9.451
9.421
8.696
8.245
8.020
7.810
7.150
6.977
6.682
6.401
6.196
5.968
5.500
5.322
5.284
5.221
5.205
5.143
5.106
5.056
4.832
4.828
4.714
4.513
4.457
4.446
4.270
4.173
4.058
3.915
3.734
3.513
3.240
3.238
3.237
2.921
2.586
2.577
2.489
2.342
2.297
2.022
2.016
1.882
1.834
1.810
1.804
1.689
1.683
1.644
1.503
1.495
1.278
1.154
1.132
1.054
957
652
Endurflutt stjórnarfrumvarp:
Heimildarlög um
virkjun Blöndu
RlKISSTJÓRNIN hefur endurflutt frumvarp að heimildarlögum um
virkjun Blöndu fAustur-Húnavatnssýslu. I 1. grein frumvarpsins
segir: „Rfkisstjórninni er heimilt að fela væntanlegri Norðurlands-
virkjun eða öðrum aðila að reisa og reka vatnsaflsstöð við Blöndu f
Blöndudal f A-IIúnavatnssýslu með allt að 150 MW afli og gjöra
nauðsynlegar ráðstafanir á vatnasvæði árinnar til að tryggja rekstur
virkjunarinnar. Ennfremur að leggja aðalorkuveitu frá orkuverinu til
tengingar við aðalstofnlfnu Norðurlands og meiriháttar iðjuvera.
I annarri grein er fjallað um
niðurfellingu aðflutningsgjalda
og söluskatts af efni, tækjum,
vélum og aðalorkuveitum til
virkjunarinnar. Niðurfelling nær
ekki til vinnuvéla vegna fram-
kvæmdanna; þó skal fjármálaráð-
herra heimilt að fresta innheimtu
gjalda af þeim, eða hluta þeirra,
gegn gildum tryggingum.
í greinargerð segir: „Eftir þeim
rannsóknum og áætlunum, sem
þegar hafa verið gerðar er
Blönduvirkjun í höpi hag-
kvæmustu vatnsaflsvirkjana á
íslandi. Hún hefur einnig þann
kost að vera utan hinna eldvirku
svæða. Stærstu raforkuver lands-
ins liggja á eldvirkum svæðum.
Dregid í happ-
drætti Breið-
holtssóknar
DREGIÐ hefur verið í happdrætti
Breiðholtssafnaðar og reyndist
handhafi vinningsnúmers vera
Elin Óladóttir, Bjarmalandi 6,
Reykjavík og hefur hún vitjað
vinningsins sem var Volvo 343.
Þvi fylgir áhætta eins og gamlir
og nýir atburðir minna á. En um
leið og áhættu verður að taka til
þess að nýta vatns- og varmaorku
landsins, er það mikilvægt að upp
rísi raforkuver utan eldvirkni-
svæðanna og að því verður að
stefna. Þar er Blönduvirkjun
fremst í flokki, ein álitlegasta
virkjun utan þeirra svæða. —
Meðal annarra kosta virkjunar-
innar eru mjög góðir miðlunar-
möguleikar, sem stuðla að betri
nýtingu hennar milli árstíða og
auknu rekstraröryggi. Þá er
Blönduvirkjun vel staðsett gagn-
vart aðalorkuflutningslínu milli
Suður- og Norðurlands. Sam-
tengingu landshluta fylgir sá
kostur að vatnsorkan nýtist betur
vegna þess, að rennsli vatnsfalla í
mismunandi landshlutum fylgist
ekki að. Þannig hafa rannsóknir
sýnt að stórt orkuver á Norður-
landi, rekið í tengslum við kerfið
á Suðvesturlandi, stuðlar að betri
rtýtingu vatnsorkunnar í þeim
landshluta. .í greinargerð er
einnig nákvæm greinargerð um
hugsaða virkjunartilhögun og
framkvæmdir og henni fylgja
ýmiss konar skýringarkort, orku-
spá og drög að samkomulagi um
bætur vegna virkjunarinnar.
Fiskimjölsverksmiðja á Snæfellsnesi:
Grundfirðingar og
Stykkishólmsbúar
vilja reisa verk-
smiðjuna sjálfir
MJÖG mikill áhugi er nú á Snæ-
fellsnesi á að reisa þar fiskimjöls-
verksmiðu, en enn er ekki vtiað
hvort af framkvæmdum verður.
Aðilar í Ólafsvík og á Hellissandi
stofnuðu með ser félag um bygg-
ingu fiskimjöglsverksmiðju fyrir
um það bil tveimur árum, en þeir
vilja að ríkið verði aðaleigandi
verksmiðjunnar. Þá hafa aðilar í
Stykkishólmi og í Grundarfirði
stofnað hlutafélagið Jöklamjöl h.f.
með það fyrir augum að reisa
fiskimjölsverksmiðju í Grundar-
firði og vilja þeir sem minnsta
afskipti ríkisvaldsins. Á þeim
þremur vikum, sem liðnar eru frá
stofnun Jöklamjöls hf, hafa safn-
azt yfir 70 millj. króna sem hluta-
fé • félagið.
Árni Emilsson, sveitarstjóri í
Grundarfirði, sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær, að gífurlegur
áhugi væri á byggingu fiskimjöls-
verksmiðju í Stykkishólmi og í
Grundarfirði Forráðamenn Jökla-
mjöls h.f. hefðu þegar ráðið Stefán
Örn Stefánsson verkfræðing til að
gera rekstrar- og kostnaðaráætlun
fyrir fiskimjölsverksmiðju þar, og
eðlilega hefðu menn loðnubræðslu
mikið í huga Stefán Örn hefði nú
skilað sinni skýrslu og lægi hún nú
hjá sjávarútvegsráðherra
— Þær góðu undirtektir, sem
stofnun hlutafélagsins hefur fengið
hér um slóðir, sýnir, að menn vilja
taka áhættu á að byggja slíka fiski
mjölsverksmiðju með því að leggja
fram fé í hana Það er timi til kominn
að horfið sé frá ríkisrekstri yfir i
einkarekstur á nýjan leik, enda er
nóg komið af hinu fyrrnefnda, sagði
Árni
Þá benti Árni á, að stjórnskipuð
nefnd hefði lagt til að ef ný fiski-
mjölsverksmiðja yrði reist i landinu,
þá yrði það á Snæfellsnesi Grund-
firðingar og Stykkishólmsbúar
stefndu að þvi að hafa verksmiðjuna
sem fullkomnasta, þvi þeir teldu að
þvi fullkonari sem verksmiðjan yrði,
þvímeiri möguleikar væru á að reka
hana með góðum árangri
Að lokum kvað Árni Grundarfjörð
hafa orðið fyrir valinu þar sem
staðurinn væri mjög miðsvæðis á
Snæfellsnesi. þar væri einnig mjög
auðvelt að gera djúpa höfn og öll
hafnarmannvirki langt komin i bygg-
mgu.
I samtali við Mbl sagði Alexand
er Stefánsson, sveitarstjóri i
Ólafsvík, að þar og á Hellisandi
hefði rikt mikill áhugi i tvö ár á að
reisa fullkomna fiskimjölsverk-
smiðju. Menn hefðu reiknað með að
fá jákvæða afstöðu rikisvaldsins og
lagt hefði verið til á Alþingi að reist
yrði slik verksmiðja á Snæfellsnesi,
en afstaða alþingismanna hefði ver-
ið neikvæð
Sagðist Alexander vilja benda á,
að ástandið á vestanverðu Snæfells-
nesi væri þannig, að þar væri engin
feitmjölsverksmiðja og skapaði það
mörg vandamál, en 10—12 þús
tonn af hráefni kæmu frá bátaflotan-
um á hverri vertið
— Það er því mjög eðlilegt að em
stór fiskimjölsverksmiðja risi á þessu
svæði. en verkefnið er ófram-
kvæmanlegt ef rikisvaldið kemur
ekki til Ætli að endalokin verði ekki
að 3—4 litlar verksmiðjur verði
byggðar
Hellisandsbúar
og Ólafsvíkingar
vilja að ríkið
verði stór hluthafi
Frá Ólafsvík.
Frá Gundarfirði