Morgunblaðið - 22.03.1977, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.03.1977, Qupperneq 41
fólk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 41 Steinn Steinarr kom honum á sporið + „Ég varð eiginlega ljóðskáld fyrir tilviljun. Ég hafði farið á bókasafn til að fá þar lánaðar skáldsögur eftir Steinbeek en þegar ég kom heim, uppgötvaði ég, að meðal þeirra bóka var ljóðabók eftir Islendinginn Stein Steinarr. Sú bók varð til þess að ég sá kveðskap I nýju ljósi og tók að langa til að skrifa ljóð sjálfur." Sá sem segir frá er Peter Larsen, danskt skáld, sem nýlegagaf út sfna aðra ljóðabók. Larsen gefur sfnar bækur út sjálfur og það sem meira er, hann selur þær ekki I bóka- búðum, heldur gefur. „Það eru tvær ástæður til þess að ég gef bækurnar mfnar,“ segir hann í viðtali við dagjblaðið Nordjysk Amtstid- ende. „í fyrsta lagi vegna þess að ég vil, að þær nái til sem allra flestra lesenda, I öðru lagi vegnð þess að ég vil segja öllum þeim, sem við sjúkdóma eiga að strfða, að þeir megi ekki gefast upp. Þvf þá verður tilveran til- gangslaus." Þrátt fyrir ungan aldur talar Larsen af reynslu — hann er 27 ára, þvf hann hefur um 15 ára skeið þjáðst af vöðvarýrnun sem hefur ágerst svo mjög sfð- ustu 5 ár að hann hefur gefist upp við að lifa eðlilegu lffi. „Það er staðreynd að þessi sjúkdómur hefur gjörbreytt Iffi mfnu,“ segir hann. „En ég Peter Larsen. held að það hafi verið til góðs. Ég sneri baki við veitinga- húsunum og drykkjuskapnum en fór f staðinn að hugsa um lífið og tilveruna. Ég er gjör- breyttur maður, miklu betri heldur en ef ég hefði aldrei orðið veikur. Ég kæri mig ekki um að láta vorkenna mér. Af þvf verður maður aðeins meira veikur. Ég sakna einskis og mér leiðist aldrei. Ég á marga góða vini og ég hef góðan tfma til að lesa og skrifa. Ég hef sætt mig við sjúkdóminn og hann hefur kennt mér að lifa.“ Peter Larsen sendi Gylden- dal-bókaforlaginu handritið að fyrri bók sinni f von um að þeir vildu gefa hana út, en fékk hana endursenda. „Þá ákvað ég að gefa hana út sjálfur. Mér lá svo mikið á hjarta og ég hélt að það gæti kannski orðið öðrum til gleði að lesa ljóðin mfn. Ég sendi dagblöðunum eintak og var svo heppinn að eitt þeirra skrifaði mjög lofsamlega um bókina og það varð til þess að fjöldi manns kom til mfn og fékk eintak og margir komu aftur til að tala um Ijóðin við mig. Ég leita sannleikans f ljóð- um mfnum. Hversu langt ég er kominn verða lesendurnir að dæma um. Ég hef ekki hlotið mikla menntun. Lauk aðeins skyldunámi f skóla og þekki lftið til annarra Ijóðskálda. Núna þegar ég hefi lokið við þessa bók mfna gæti ég hugsað mér að skrifa skáldsögu. Hæfi- lega blöndu af trúarlegum og heimspekilegum hugleið- ingum,“ segir Peter Larsen að lokum. Og að lokum Iftið sýnis- horn úr nýju bókinni. Et glimt med öjet og et forár der forsvandt Et undertryk Kærtegn og en sommer gik hen. Það er sagt að öll eigum við tvifara. þó við höfum i fæstum tilvikum litið hann augum. Stað- genglar frægra persóna komast sjaldan hjá þvi að vita af þvi. Fyrrverandi Bandarikjaforseti, Richard Nixon, á sér tvifara sem er leikari og kallar sig Richard Dixon. Tvífararnir Hann hefur haft drjúgar tekjur af tvífarahlutverkinu. Kissinger, fyrr- verandi utanríkisráðherra, á sér tvífara hér á landi og hefur það oft valdið honum óþægindum er hann hefur verið erlendis. Á þessum myndum sjáum við þrjár þekktar persónur, eða svo sýnist okkur. Það er þá fyrst þessi sem er ótrúlega likur John Wayne en heitir réttu nafni Hal Lawrence og er einhverskonar fulltrúi. Konan heitir Jackie Frank en rnargir hafa haldið hana vera Elisabet Taylor. Og siðan er það sjálfur. Telly ,,Kojak" Savalas eða réttu nafni George Davalos, sem er kaup maður og verslar með leðurvorur. Öll eru þau búsett i Bandarikjun um. Höfum fengið nýjar gerðir af Kodak Instamatic Tele-lnstamatic sem hefir 2 linsur, normal og aðdráttarlinsu og er samt mjög ódýr. Lítið inn og skoðið þessar skemmtilegu og ódýru myndavélar HANS PETERSEN HF Kodak — Mamiya — Yashica — Braun BANKASTRÆTI S 20313 GLÆSIBÆ S 82590 I VIÐ SELJUM I Kodak I VORUR [ „Köldborð” Smurt brauð Heitur veizlumatur Adeins þad bezta frá BRAUÐBÆ „Stoftur gestgjafi — Ánægðir gestir” JÉL Bmuðbær Veitingahús við Óðinstorg, sími 20490. Pöntunarsímar: 25640 — 25090 — 20490

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.