Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 3 Dagur Norðurlanda haldinn hátíðlegur: Meginverkefnið að skapa vináttu milli íbúanna — sagði Trygve Bratteli í hátíðarræðu sinni HÁTÍÐARSAMKOMA var í Norræna húsinu í gærkvöldi á vegum Nor- ræna félagsins og ís- landsdeildar Norður- landaráðs í tilefni af degi Norðurlanda og flutti Trygve Bratteli, fyrrum forsætisráðherra Noregs, þar hátíðarræðuna. Dag- skráin hófst með ávarpi Hjálmars Ólafssonar, formanns Norræna félagsins, þá flutti Bratteli ræðu sína og Guðný Guðmundsdóttir lék verk eftir Grieg. Síð- an flutti Jón Skaftason, formaður íslandsdeildar Norðurlandaráðs, ávarp en að því loknu var frum- flutt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson við Ijóð Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar, en þeir eru báðir verðlaunahafar Norður- landaráðs 1976. Söng- flokkurinn Hljómeyki flutti verkið. í hátíðarræðu sinni rakti Trygve Bratteli samskipti Norðurlandaþjóða, aðdraganda þess að Norðurlandaráð var sett á laggirnar og drap á þróun og gildi samvinnu Norðurland- anna þau 25 ár sem liðin eru frá stofnun ráðsins. Bratteli sagði, að framan af hefði Norðurlandaráð að miklu leyti verið starfsvettvangur þingmanna, en stjórnir land- anna hefðu lagt fremur lítið af mörkum til að móta viðfangs- efni ráðsins og ekki notað ráðið til að koma á beinni norrænni samvinnu. Á ýmsum mikilvæg- um sviðum, svo sem i löggjöf og menningarmálum, hefði nor- ræn samvinna staðið traustum fótum áður en Norðurlandaráð kom til sögunnar. Starfssvið ráðsins hefði aðallega verið markað með tillögum frá þing- mannaliðinu. Bratteli sagði, að í þessu efni hefðu starfshættir verið styrkt- ir verulega eftir að komið var á laggirnar nefnd samstarfsráð- herra og norrænni ráðherra- nefnd. Við það hefðu stjórnir landana tekið beinan og virkan þátt i starfi Norðurlandaráðs en sú hefði jafnan verið ósk þingmannanna. Með menn- ingarmálaskrifstofunni í Kaup- mannahöfn og skrifstofu sam- starfsráðherranefndarinnar í Ósló hefði komið meiri festa i starf Norðurlandaráðs og þessi sama þróun hefði gert Norður- landaráð að samnefnara fyrir svo til allt norrænt samstarf milli opinberra nefnda og stofnana i þessum löndum. Þetta samstarf væri nú bæði víðtækt og margbrotið. Trygve Bratteli lauk ræðu sinni með þvi að segja, að gildi samvinnu milli ríkja yrði ekki mælt í tölfræðilegum stærðum. Mikilverðasta gildi samskipta milli þjóða er fólgið í þeim möguleika að skapa gagn- kvæma virðingu og mannlega vináttu milli þjóðanna. Ekki að- eins milli leiðtoga þjóðanna heldur milli fólksins sem lönd- in byggðu. Þetta væri megin- verkefnið á 25 ára afmælinu. Ljósm.: ÓI.K.M. Trygve Bratteli, fyrrum forsætisráðherra tslandsdeildar Norðurlandaráðs f Norræna húsinu f gær. Noregs, flytur hátfðarræðuna á hátfðarsamkomu Norræna félagsins og N ýir bílar seljast vel Innflutningi þó haldið í skefjum með takmörkunum á gjaldeyrisyfirfærslu NOKKUR sala virðist vera á nýjum bifreiðum um þessar mundir, og hjá sum- um bifreiðaumboðum virð- ist jafnvel vera meiri eftir- spurn en unnt er að anna vegna takmarkana sem eru áyfirfærslu gjaldeyris. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá forsvars- manni Sveins Egilssonar og Co hefur verið fremur lítil sala á nýjum bifreiðum, enda væru fjár- ráð almennings lítil um þessar mundir. Einnig hefði það sitt að segja að tilteknar hömlur væru á bifreiðainnflutningi varðandi yf- irfærslu ágjaldeyri. Hjá P. Stefánsson hf. fékk Morgunblaðið þær upplýsingar að þar væri mikil sala í þremur teg- undum — Austin Mini, Austin AUegro og Range Rover, og til að mynda væri hvergi unnt að anna eftirspurn eftir Austin Allegro. Væri unnt að selja mun fleiri bifreiðar þeirrar tegundar en af- greiðsla og yfirfærsla fengist fyr- ir. Þessi mikla eftirspurn væri þrátt fyrir að óverulega væri lán- að í bifreiðunum af hálfu um- boðsins, en hins vegar fylgdi það sögunni að mikill munur væri á því hversu fólk utan af landi hefði meiri peningaráð en fólk af höf uðborgarsvæðinu. Svipað var upp á teningnum hjá Mazdaumboðinu, en þar fékk Morgunblaðið þær upplýsingar að pantanir lægju fyrir allt fram I júlímánuð af ýmsum gerðum Mazda. Þýðing norska Stórþings- ins í baráttunni gegn sam- bandinu við Sviþjóð Prof. ALF KAARTVEDT frá Bergen heldur erindi í Norræna húsinu fimmtudaginn 24. marz kl. 20:30 og nefnir það: „Unionsfellskap som radikaliserende faktor“. Fyrirlesarinn er fæddur 1921 og varð prófessor í sagnfræði í Bergen 1967. Hann hefur gefið út fjölda norskra sagnfræðirita, m.a. „Det norske Storting gjennom 150 ár“. í fyrirlestri sinum sýnir próf. Alf Kaartvedt fram á, hvernig sambandið við Svíþjóð 1814 ól af sér róttæka hugmyndafræði í bar- áttu Norðmanna gegn viðleitni Svía til að tengja löndin enn fast- ar, segir i frétt frá Norræna hús- Framhald á bls. 29 Félag Skóla- stjóra og yfir- kennara stofnað Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt á stofnfundi félags skóla- stjóra og yfirkennara á grunn- skólastigi, sem haldinn var 5. mars sl. Stofnfundur félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi haldinn að Hótel Loftleiðum 5. marz 1977 fagnar umræðum um sameiningu kennarasamtakanna i ein heildarsamtök. Skorar fundurinn á félögin að vinna ötul- lega að sameiningarmálum VORTÍZKA GLÆSILEGRI EN NOKKRU SINNI FYRR! TÍZKA SEM TÖFRAR! — Og allt getið þér sniðið og saumað sjálfar — Svona bjart og fagurt er tizkuvorið í „NEUE MODE": Smekklegur khakifatnaður, tízkuklæðnaður við allra hæfi, nýstárleg pils og blússur, þægi- leg og klæðileg útiföt, aðlað- andi samkvæmiskjólar og sportlegur hversdagsklæðn- aður — allt hið nýjasta, sem vortizkan hefir upp á að bjóða getið þér auðveldlega sniðið og saumað Sjálfar upp úr „NEUE MODE". Marz fæst nú Marzhefti „NEUE MODE fylgja 100 hárnákvæm snið i stærðunum 36 til 52. Og handa byrjendum auk þess tvær myndskýrðar saumaleið- beiningar með sérlega hand- hægum sniðaörkum. Ef þér hafið ánægju af að sníða og sauma fatnað yðar sjálfar. þá verður sú ánægja margföld með notkun „NEUE MODE' hefti„NEUE MODE" á öllum útsölustööum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.