Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 um kringumstæðum sem skapast í striði, þegar deila megi um hvort dæma megi menn fyrir stríðs- glæpi, þegar þeir geti sannanlega sýnt fram á að þeir hafi verið að framfylgja skipunum annarra. Hann bendir og á að hefðu Þjóð- verjar unnið stríðið hefðu ýmsir þekktir herforingjar Banda- manna setið í stólum þýzku sak- borninganna í Nurnberg og sekt og sakleysi sé því í meira lagi afstætt hugtak. Maser kemst einnig að þeirri niðurstöðu, að það, sem hafi þó veikt réttarhöldin umfram annað, hafi verið návist Rússa sem áheyrnarfulltrúa. Hann spyr hvernig það megi vera, fyrst Þjóð- verjar hafi verið dregnir fyrir dóm sem stríðsglæpamenn, að Rússar hafi ekki verið sóttir til saka fyrir að skipta Póllandi með Hitler árið 1939? Og hann bendir á, að dómurinn hafi fallizt á þann framburð Rússa að Þjóðverjar hafi framið hin illræmdu fjölda- morð í Katynskógi þar sem fimmtán þúsund pólskir herfor- ingjar voru bryjaðir í spað vorið 1940. Siðar hefur vitnisburður komið fram i dagsljósið sem bend- ir til annars og nú þykir löngu sannað að þarna hafi Rússar sjálfir verið að verki. Meira að segja birtir Maser bréf frá Franklin Roosevelt, Bandaríkja- V r HUNDRUÐ bóka hafa verið skrifuð um heimsstyrjöldina síðari, lyktir hennar og réttar- höldin í Niirnberg og höfundar hafa fært fram rök með og á móti réttmæti þessara réttarhalda. Hins vegar hafa fáir Þjóðverjar orðið til að skrifa um réttarhöldin fyrr en nú að sagnfræðingurinn Werner Maser sem er virtur fræðimaður og merkur ævisagna- ritari, hefur sent frá sér 720 blað- síðna verk sem heitir: ,,Nurn- berg: Trubunal der Sieger“. Bókin er ítarleg könnun á bak- sviði réttarhaldanna, framvindu þeirra, réttmæti þeirra og agnúum almennt. Meginniður- staða Maser er, að réttarhöldin hafi verið réttmæt, en aftur á móti hafi meginmarkmið þeirra misheppnazt, þ.e. að koma í veg fyrir glæpi gegn mannkyninu síðar meir. Maser hefur i bókinni gert grein fyrir Nurnbergréttar- höldunum ekki aðeins frá sjónar- hóli Bandamanna, heldur einnig frá sjónarhóli hinna sigruðu og ákærðu. Hann bendir á þá tvö- feldni sem sé ríkjandi undir slík- Nokkrir sak- borningar við Nurn- bergréttar- höldin Hvað sagði Zaraþústra? Botninn datt úr einni málsgrein í siðasta pistli og ekki seinna vænna að koma honum á sinn stað Með botni er málsgreininvsvona Slík mannleg skilríki á stangli (að bera á borð andlega fátækt, to clean ones linen in the open, myndi enskur- inn kalla það) kunna að vera fróðleg — en gallinn er bara sá að það fer í vöxt að einn éti upp eftir öðrum og úr verður brátt faraldur, þjóðfélögin verða löðrandi í klámi — og þá vandast málið Við slika höfunda á það við sem Zaraþústra sagði við höggorminn sem hringaði sig um háls hans í skóginum og reisti eitri fylltan haus sinn til að góð spurning hjá Arna þegar hann spurði varfærnislega hversvegna svona efniviður hafði orðið fyrir valinu Höf- undurinn, brautryðjandinn, varekki alveg nógu sannfærandi þegar hann svaraði því til að missjón hans að þessu sinni væri að leita skýringa á því hvers vegna venjulegt fólk, alls ekki slæmt fólk, gæti á nokkrum sekúndum framið morð Ef horft er til kvikmynda- gerðar síðustu áratuga, að ekki sé talað um bókmenntirnar, mætti ætla að spurningunni hefði verið svarað nokk- uð ýtarlega Á máli glæpasálfræðinnar er svarið brjálsemi á verknaðaraugna- bliki — oft framkölluð með hjálp brenndra drykkja — ekki bjórs Og á frönsku er til eitthvað sem heitir meurtre passionnel, nálega jafnaf- gengt og umferðarslys, enda blóðheitir menn, Fransarar. Þaðeru íslendingar ekki — nema með tilstyrk vökva sem ÁTVR miðlar og er algengasti óbeinn orsakavaldur manndrápa hér ísland þarfnast þjóna Reynir hefur lagt gjörva hönd á margt og sagði ansi skemmtilega frá því þegar hann lék betlara með góðum árangri fyrir vestan — í USA — nota bene Nú er hann í gagnstæðu hlut- verki — hins ríka — þess sem gefur — og nú gefst mönnum kostur á að ganga úr skugga um hvort hann er nógu ríkur til að að gefa; kostar ekki nema þúsund kall Ekki er að vita nema sú blómlega tið sé skammt undan að við þurfum ekki aðflytja inn morð handa sjónvarpinu, heldur verði þaðvinsæll heimilisiðnað- ur í líkingu við lopapeysurnar ísland þarfnast þjóna, aldrei fyrr sem nú — og hlýði svo hver þvi kalli sem lundin býður. Svíar hafa keypt frumsýningarréttinn — og okkur riður á ryktinu þar Blóm sem deyr Ég missi af morgunandakt biskups- ins, en bætti mér það upp með því að hlýða á kvöldandakt séra Arngríms Jónasonar Það kom á óvart hve efnis- tökin þar stungu í stúf við þau sem maður á að venjast hjá vígðum mönn- um. Ég var glaðvakandi allan tímann Ekki veit ég hver hefur kvikmyndað eilífðarsmáblómið sem tilbiður guð sinn og deyr og hverju sunnudags- kvöldi i lok andaktar — en hann hefur kunnað verkið sitt, kvikmyndagerðar- maðurinn sá Alvíssmál frá Toronto Hinrík Bjarnason gekk svo rösklega til verks I siðari umræðu grunnskóla- Werner Maser forseta, sem er dagsett 28. marz 1945, þar sem hann bannar birt- ingu á nokkrum atriðum sem vörðuðu aðild Sovétríkjanna. Maser ver miklu rými i að fjalla um það sem áður er að vikið, hversu langt megi ganga i því að dæma menn fyrir stríðsglæpi sem hafi verið að framfylgja skipun- um yfirmanna. Hann segir að yfirmenn Bandarikjanna og Breta hafi verið á þessari skoðun áður en réttarhöldin hófust en síðar virðast þeir hafa skipt um skoðun á því hvar ábyrgðin lægi að þessu leyti. Fátt kemur fram i bók Masers sem ekki var vitað áður. Hún hefur sérstaklega vakið athygli vegna þess að hana skrifar Þjóð- verji og gerir það af þekkingu og stillingu, án verulegrar viðleitni til að hvítþvo Þjóðverja, heldur vakir fyrst og fremst fyrir honum að setja atburðina í sögulegt sam- hengi og skýra forsendur þeirra. Hann vitnar í einn yfirmann Bandarikjanna við réttarhöldin: „Öll réttarhöld frá upphafi vega hafa verið umdeilanleg og í hverj- um réttarhöldum eru sigurvegar- arnir hinir saklausu." Nú hafa um sextíu þúsund eintök af bókinni selzt i Þýzka- landi. Hins vegar hafa nýnazistar ekki vandað honum kveðjurnar og þykja sem hann fari ekki sér- staklega gætnum og virðulegum orðum um foringjann og helztu forsprakka nazista.“ málsins að ekki þarf meira um það að tala Öðru máli gildir um bjórinn — og skal þó hóf á haft Ragnar Tómason lögfræðingur náði góðu tölti úr fáki sinum framanaf veg- inum og deginum — en gamanið kárnaði þegar kom að bjórnum og heilsustassjóninni i Toronto Þá fór hann að brokka Þeirá stasssjóninni þar, niu hundruð talsins skildist mér, fóru ofaní skúffur eftir staðtölum og kváðu bjórinn auka á vínneyslu Þann- ig var það í Toronto Þvi miður virðist lögfræðingnum hafa láðst að spyrja visindamennina um álit þeirra á sölu- fyrirkomulagi áfengra drykkja sem íslendingar innbyrða árlega er ekkert vandamál, þaðer hverfandi litið. Vandamálið er hitt, hvernig þess er neytt, hvernig þeir freistast til að skvetta því i sig vegna sölufyrirkomu- lagsins. íslendingar mættu að ósekju innbyrða þrefalt núverandi áfengis- magn, ef það dreifðist skaplega á daga. vikur og mánuði. Toronto er Toronto og ísland er ísland Auk þess fer alkahólneyzla vaxandi i heiminum'x Hefði hún ekki aukist sjálfkrafa án tilkomu bjórs á tilteknum svæðum? Hver getur reiknað það Á Vesturströnd Noregs — I afskekktum byggðarlög- um, fjarri brennivinsbrunnum, þangað flytur norska ÁTVR bjór eftir þörfum höggva Þú ert ekki nógu ríkur til að gefa, sagði Zaraþústra ísland þarfnast þjóna í kvikmynda- gerð sem öðrum iðngreinum — og ísland hefur eighast sina fyrstu leiknu kvikmynd i fullri lengd Hana hefur Reynir Oddsson gert Morðsaga heitir hún — og um hana ræddi Árni John- sen við höfundinn, atriðum úr mynd inni var skotið inn í þáttinn til skýring- ar. Tæknin virtist i besta lagi, ef undán er skilin hljóðupptakan í fyrra atriðinu Ekki heyrðist nema sosum fimmta hvert orð sem fram gekk af munni mannsins sem sat i skytningi við arin- inn — en það gerði kannski ekki svo mikíl tíl Kynlegur dynur svalg bróður- partinn af orðunum og stundum heilar setningar Með herkjum var þó hægt að greina það sem stúlkan Þóra Sigþórsdóttir sagði við téðan hann En rikuleg uppbót var það hve vel heyrðist i Steindóri Hjörleifssyni og Guðrúnu Ásmundsdóttur Þar komst meðágæt- um til skila að viðfang fyrstu leiknu kvikmyndar okkar -— i fullrí lengd — er ekki aðeins morð Meira sælgæti er á boðstólum — og það var nokkuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.